Morgunblaðið - 20.07.1966, Síða 11

Morgunblaðið - 20.07.1966, Síða 11
Miðvíkuðagur 20 J'fi'M T566 MORGUNBLAÐIÐ 11 Eftir 18 mtuiaða stjórn Wilsons: Mesta efnahagskreppa í landi í tvo til þrjá áratugi — Hættumerkin gerðu þó vart við sig, meðan Ehaldsflokkurinn var við stjórn Bretland á nú í mestu efnahagsvandræðum í 15, jafnvel 30 ár. Þrátt fyrir það, er þó mikill skortur þar á vinnuafli, verksmiðj ur þar anna vart eftir- spurn og verzlanir hafa gnægð vara á boðstólum. Því eru þeir margir, sem ekki vilja trúa því, að hætta sé á ferðum. Grein sú, sem hér fer á eftir, er að mestu leyti byggð á frásögn brezka blaðsins „Sunday Times“, þótt einnig sé stuðzt við greinar í öðrum brezkum blöðum undanfarna daga. í dag, miðvikudag, hyggst Wilson, forsætisráð herra Breta, sem nú hefur setið við völd síðan 1964, leggja fram í brezka þing- inu tillögur sínar til úr- bóta, og bíða margir þeirra með eftirvæntingu. Þau atriði, sem hér eru rak- in á eftir, kunna að verða til þess að varpa nokkru Ijósi á vaentanleg áhrif þeirra til- lagna. . Það ástand, sem nú ríkir í efnahagsmálum Bretlands, verður e.t.v. síður torskilið, ef gerður er samanburður á því, sem nú er að gerast og því, sem gerðist á þessu sviði 1960 og 1961. Brezka efnahags- kerfið er sveiflum háð, og svo hefur lengi verið. Hvérju sinni, sem hallað hefur undan fæti, hefur um síðir rætzt úr. Það er auðvelt að koma auga á, að hraður efnahags- vöxtur leiðir af sér vanda- mál. Yerksmiðjur anna ekki eftirspurn, eftirspurn þeirra eftir vinnuafli svarar ekki til framboðs, erfitt reynist að afgreiða vörur á tilskildum tíma og laun hækka. Þetta fyrirbæri er ekki bundið við Bretland eitt, en mismunurinn er sá, að í flestum öðrum löndum eru þessi vandamál ekki eins erfið viðfangs. 1960 og 1964 var ástandið í Bret- landi mjög alvarlegt á þessu sviði. Nú er innflutningur mjög mikill, og aukist útflutn ingur ekki hröðum skrefum (sem aldrei gerist), þá verður afleiðingin aukin skuldasöfn- un erlendis, sem óhjákvæmi- lega leiðir til meiri vantrúar manna á sterlingspundið. Harkalegar aðgerðir. Er ljóst var, að hætta var á ferðum 1960, gegndi Selwyn Lloyd embœtti fjármálaráð- herra. Hann hækkaði banka- vexti, en hafðizt að öðru leyti ekki mikið að. Erlendir aðil- ar lánuðu Bretlandi gjarnan fé, en ári síðar varð breyting á, og þeir tók-u að heimta fé sitt aftur. Þá jukust vandræð- in fyrir alvöru. Viðrbögð fjármálaráðherr- ans þáverandi voru á þá leið, að í júlímánuði það ár greip hann til sérstakra skyndiráð- stafana. Bankavextir voru hækkaðir í 7%, dregið var úr útlánum og aðrar ráðstafanir frerðir. Bretland missi traust það, sem það hafði notið í viðskiptaheiminum, og enginn efnahagsvöxtur átti sér stað í tvö ár. Hins vegar leystu ráðstafanirnar nokkur vanda- málanna. Það dró úr verð- bólgunni, og viðskiptajöfnuð- urinn varð á ný hagstæður. í árslok 1962 var stöðnunin lið- in hjá, og vöxtur fór á ný að segja til sín. Er sömu hættumerkin sögðu til sín 1964, var það efst í hug margra, að koma í veg fyrir, að mistök Selwyn Lloyd yrðu endurtekin. Þá stóðu kosning- ar fyrir dyrum, og því vildu Ihaldsmenn helzt líta fram hjá því, að hætta væri á ferð- um. Hins vegar verður >ó að viðurkenna, að þeir höfðu full an hug á því að endurtaka ekki sama leikinn. Skoðunin var sú, að tækist að fresta „kreppunni“ nógu lengi, myndi útflutningurinn aukast, sVo að aldrei þyrfti að koma til neinna neyðarráðstafana. Þessi var stefna íhalds- manna, en eftir því, sem lengra leið, varð málstaður þeirra vafasamari og ekki til þess fallinn að auka trú á flokkinn. Margir töldu, að ekki mýndi líða á löngu, þar til Maudling, sem þá var fjár- málaráðherra, yrði að feta í fótspor Selwyn Lloyd. í okt. það ár tapaði íhaldsflokkur- inn hins vegar þingkosning- unum. Hræðsla tók að gera vart við sig, er Verkamannaflokk- urinn komst til valda. Þá voru hættumerkin hvarvetna aug- ljós, og Verkamannaflokkur- inn ræddi í sífellu um óhag- stæðan verzlunarjöfnuð. Call aghan, fjármálaráðherra, tókst ekki að draga úr ótta manna, þótt hann gripi til sinna ráð- stafana. Innflutningsskattur, hærra eldsneytisverð og hærri félaga- og fyrirtækjaskattur kom til sögunnar. Þá urðu hærri almannatrygginga- greiðslur ekki til að bæta á- standið. Ástaridið versnaði Bret- enn í nóvember. Vextir voru nú 7%, og erlendir bankar urðu að leggja brezka ríkinu til 6000 milljónir dala. Upphaf núverandi ástands. Er hér var komið sögu, fóru fyrstu vegsummerki núver- andi ástands að géra vart við sig. Aðgerðir Callaghans voru að mörgu leyti svipaðar þeim, sem Lloyd hafði gert, þótt til þeirra væri gripið nokkru fyrr á sveiflutímabilinu en áður. Callaghan vildi, eins og Maudling, komast hjá því að valda of mikilli röskun, og hann ætlaði sér ekki að binda enda á efnahagsvöxtinn. Jafn- vel þá hefði stjórninni tekizt að snúa inn á rétta braut. Hún naut mikils trausts, bæði meðal atvinnurekenda og laun þega, og hún hafði á stefnu- skrá sinni að auka framleiðni og stuðla að vaxandi efnahags vexti. Hefði hún brugðizt rétt við þá, hefðu erlendir bankar borið til hennar fullt traust. Hver varð hins vegar raun- in? Gallinn er sá, að síðan í október 1964 hefur brezka stjórnin stefnt í tvær áttir. Skattar hafa hækkað um fjórðung á tveimur árum, sí- fellt hafa verið lagðar meiri hömlur á útlán, en hvort tveggja hefur orðið til þess að draga úr efnahagsvextin- um. Hins vegar hefur rikis- stjórnin eytt fé hömlulaust, þannig að laun hafa hækkað, og meira fé er nú í umferð en áður. Því eru verzlanir enn fullar af vörum, og nóg að gera í verksmiðjunum. Afleiðingin er sú, að engin af þeim vandamálum, sem við var að glíma í október 1964, hafa verið leyst. Skortur er á vinnuáfli, dýrtíð fer vax- andi, innflutningur vex og hvað eftir annað hefur orðið að leita á náðir erlendra að- ila, sem lagt hafa til lánsfé. Bretar hafa fengið að kenna á öllum vandamálum þenslu- tíma, án þess að hagnast á þvi. Því er eins farið nú og 1962, að Bretar kynnu að vera því að sneiða hjá harkalegum aðgerðum mætti draga „allt á langinn“, þar til raunveru- legur efnahagsvöxtur kæmi til sögunnar af sjálfu sér. Ríkisstjórnin hefur misst mikið af þeirri trú, sem menn höfðu á henni, gullforði brezku þjóðarinnar hefur minnkað og margir nýir skatt ar hafa komið til sögunnar. Hærri tekjuskattur, eldsneytis skattur, söluskattur á vind- linga og áfengi hefur orðið úrræðið. Þá hefur það verið trú stjórnarinnar, að hömlur væru ekki slæmar, kæmu þær ekki niður á almenningi, þ.e. vinnandi stéttum. Hins vegar eru það vinnandi stéttir, sem mestu koma til leiðar í Bret- landi eins og annars staðar, taka því til sín meginið af tekjunum og eyða mestu af peningunum. Nýja stefnan. Stefnt var að því að ná betri tökum á spákaupmönn- um og fjármálamönnum, en það varð almenningi ekki til mikiilar hjálpar. Hitt er alvarlegra, að ríkis- stjórnin hefur ekki styrkt efnahagskerfið á þann hátt, sem hún lofaði 1964. Sumar aðgerðir hennar hafa bein- línis haft skaðleg áhrif, s.s. auknir skattar á fyrirtæki og sparifé, en því hefur fylgt kostnaðarsamara stjórnunar- kerfi hins opinibera, svo og hömlur, sem lagðar hafa verið á fjárfestingu Breta erlendis, afskipti af stáliðnaðinum og stefnan í málum flugvélaiðn- aðarins og byggingariðnaðar- ins. Mesti ósigur hingað til Ekki hefur bólað á neinum þeim breytingum til batnaðar, sem lofað hafði verið. Nú er ósigurinn meiri en hann hefði orðið 1964 eða 1965, og af- leiðingar hans verri en þá hefði orðið. Þetta skiptir mestu máli nú, þegar rætt er um kreppuna 1966. „Það þarf ekki að metast um“, segir brezki blaðamaður inn Keith Richardson, í grein sinni í „The Sunday Times“, „hvotrt um er að ræða ráð- stafanir hægri- eða vinstri- manna .... þser hafa ein- faldlega ekki haft rétt áhrif. Hins vegar er Bretlarid að mörgu leyti sterkt land sem nokkru fátækari, hefði ekki svo farið, en þá væri hins vegar hafið nýtt tímabil raun verulegs góðæris. Kreppan væri að baki. Hörmungin er sú, að stjórn Verkamanna- flokksins, sem nú hefur setið við völd í 18 mánuði, hefur ekki fundið aðra leið en þá, sem Selwyn Lloyd fór — þótt slíkt hafi einu sinni ekki verið talið mikið vandamál. Það er greinilegt, að tveir megingallar eru á stefnu stjórnarinnar í efnahagsmál- um. í fyrsta lagi hefur hún ekki haft alla þræði þeirra mála í hendi sér, og í öðru lagi hefur hún haft sömu skoð un og Maudling, þ.e. að með haldið gæti áfram á sömu braut um nokkurt' skeið, án þess, að til hruns kæmi. Verði réttar ráðstafanir gerðar nú, getum við komizt hjá gengis- fellingu. Hvað gerist hins vegar, þótt lagt verði inn á nýja braut? Bretar verða enn lengra að baki keppinautum sínum . . . Greiða verður miklar erlend- ar skuldir. Takist að koma lagi á hlutina, 1968, 1969 eða jafnvel síðar, tekst Bretum þá að losa sig undan oki sveifl- anna? Ekki nema því aðeins, að gripið verði til nýrra, áður óþekktra ráðstafana í efna- hagsmálum á næstu árum“. 8RIDGE EINS og kunnugt er fer Evrópu mótið í bridge fram í Póllandi í september nk Flestar þátt- tökuþjóðiinar eru nú um þess- ar mundir að tilkynna hverjir munu skif a sveitirnar. Enska bridgesambandið til- kynnti nýiega hvernig ensku sveitirnar verða skipaðar, en spilararnir voru valdir eftir mikla tv.menningskeppni, þar sem 14 pör kepptu. Spilarnir í opnaflokknum verða: M. Harri- son-Grey, R. A. Frisday, L. Tarlo, C. Rodrigue, R. J. Row- lands og B R. Cowley. í kvenna- flokki keppa: G. A. Durran, J. Juan, P. Gordon, R. Markus, B. Harris og D. Shanahan. Fyr- irliði sveitarinnur í opna flokkn um verður Louis Shenkin, en fyrirliði kvennasveitarinnar verð ur Harold Franklín. Nýlega fór fram í Amsterdam tvímennir.gskeppni Olympíu- og verða úrslit þessi: 1. J. Kreijns — C. Slavenburg 6. J. Cansino — J Collings (Holland) 2. J Fisclier (U.S.A.). 3. B. J. Becker (U.S.A.). 4. B. Garozzo - (Ítalía). 5. Chestem — Delmouly (Frakk land). J. Jacoby — D. Hayden F. Mayer (England). 7. G. Desioussaux — G. Théron (Frakkiand). í kvennaflokki urðu úrslit þessi: 1. J. Juan — J. Rurran (Eng- land). 2. J. Gruver — D. Sachs (U.S.A.) 3. J. Fareil -- J. Solomon (U.S.A. >

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.