Morgunblaðið - 20.07.1966, Síða 24
24
MORGU N BLAÐIÐ
Miðvifcudagur 20. júlí 1968
FÁLKAFLUG
•••••••••••••
EFTIR DAPHNE DU MAURIER
— Þetta er maðurinn minn — þessi með kylfuna í hendinni.
og opnaði hlerana. Nú var bíll-
inn horfinn frá nr. 5. — Stund-
um getur maður séð ofsjónir,
sagði ég við þau bæði í senn. í>að
hefur komið fyrir mig sjálfan.
Manni finnst maður sjá eitt-
hvað, sem á sannarlega heima
utan þessa heims, én seinna fær
það sína eðlilegu skýringu. Þetta
félag ykkar kann að vera til,
og er það bersýnilega, en þið
getið hafa gert ofmikið úr mikil-
vægi þess í huganum svo að það
líti meira ógnvekjandi út en það
er í raun og veru.
— Einmitt, sagði Paolo og stóð
líka á fætur. — Þetta segja allir
þeir, sem gera gys að því. En
þannig er það nú ekki. Þið skul-
uð fá að sanna það seinna.
Komdu nú, Caterina.
Systir hans yppti öxlum og
elti bróður sinn út að dyrum. —
Ég veit, að bað lætur kjánalega í
eyrum, sagði hún við mig, —
rétt eins og eitthvert hrekkja-
bragð til að hræða börn. En eitt
er ég að minnsta kosti viss um:
Ég mundi aldrei ganga um göt-
urnar hér í Ruffano að nætur-
lagi nema að minnsta kosti við
sjötta mann. Þetta er alveg hér
í nágrenninu og svo við Lífstorg
ið. En ekki uppi á hæðinni og
ekki við höllina.
— Þakka þér fyrir, sagði ég.
— Ég skal taka þessa aðvörun til
greina.
Ég lauk við vindlinginn, af-
klæddi mig og fór í rúmið. Þessi
saga um „leynifélagið“ hafði
verkað sem móteitur gegn tauga
áfallinu. Almenn skynsemi sagði
mér, að pilturinn, sem ég hitti í
tröppunum svo og mannsmyndin
og hurðin, sem féll að
stöfum í hertogahöllinni
hefði örvað ímyndunaraflið
mitt, sem var þegar í spennu
sökum fortíðarinnar og svo
þegar ég kom að gamla heim-
ilinu mínu, var eðlileg afleiðing
af þessu að töfra Aldo lifandi
fram úr huganum. Þetta var
önnur tilviljunin, fannst mér. Sú
fyrri var að hitta myrtu konuna
í Róm og halda hana vera
Mörtu. Nei, þarna lá engin sönn-
un fyrir — þetta voru ofsjónir.
Og svo að hitta bróður minn!
Ég sló mér tH rólegheita og
veitti sjálfum mér einskonar
syndakvittun.
Þegar ég vaknaði um morg-
uninn og var eins og ég átti að
mér í höfðinu og auk þess svang-
ur, og fullur dugnaðar fyrir
dagsverkið, sagði ég við sjálfan
mig, að nú væri rétti tíminn til
að ganga af þessum draugum
dauðum og gera endi á þessa
skugga, sem eltu mig. Ég skyldi
hitta rangeygða skó'arann og
spyrja hann, hvort Marta væri á
lífi. Ég skyldi meira að segja
hringja djarflega bjöllunni í
Draumagötu og spyrja frá But-
ali, rektorsfrúna, hver hefði ver-
ið gestur hennar í gærkvöldi.
Þetta síðara mimdi sennilega fá
skammir að launum og þær
verðskuldaðar, auk kæru til há-
skólaskrifstofunnar, og brott-
reksturs úr starfi. En það var
alveg sama. Þá yrðu að minnsta
kosti draugar mínir að velli lagð
ir, og ég frjáls maður.
Hinir ungu vinir mínir, Pas-
quale-systkinin, svo og hinir
stúdentarnir voru farnir í tíma,
áður en ég fór út, stundarfjórð-
ungi fyrir níu, og gekk eftir
Rossinigötu, áleiðis til hallar-
innar. Ruffano var með falleg-
asta morgunandlitið sitt, og há-
vaðinn og umferðin var allt í
kring um mig. Nú voru engar
skuggalegar verur á sveimi í
húsadyrum, til að hræða þá, sem
framhjá gengu. Ég velti því fyr-
ir mér, hvað satt kynni að vera
í sögu þeirra systkinanna, hvort
það væri ekki að einhverju leyti
þjóðsaga, sprottin af múg-
hræðslu. Sögusagnir breiðast út
með engu minni hraða en far-
sóttir.
Ég stimplaði mig inn í bóka-
safnið á slaginu níu, og varð
þannig einum þremur mínútum
á uncfan yfirmanni mínum. Giu-
seppe Fossi var eitthvað dokinn,
að mér fannst, og það gat líka
verið, að starfsemi hans, kvöld-
inu áður hefði dregið úr honum
allan mátt, á einn eða annan
hátt. Hann bauð okkur snöggt
góðan daginn, og ég var strax
settur í að greina og raða bók-
um á þýzku og tilheyrandi há-
skólanum, sem höfðu einhvern
veginn ruglast saman við bóka-
safn hallarinnar. Þessi vinna var
svo ólík því að stauta við ferða-
fólkið, að ég sökkti mér niður í
hana, og þó einkum í eina bók,
„Sögu Ruffano-hertoganna“ rit-
aða snemma á nítjándu öld, af
þýzkum sagnfræðingi — og að
því er Fossi sagði, var bók þessi
geysilega sjaldgæf.
— Við liggjum í deilum við
Listaráðið um eignaréttinn á
þessari bók, sagði hann. Betra
að leggja hana til hliðar í bili en
setja hana ekki niður með nin-
um. Ég verð að útkljá þetta við
rektorinn.
Ég ákvað að koma bókunum
fyrir afsíðis á sérstakri hillu.
Blöðin loddu _ saman, þegar ég
opnaði þær. Ég efaðist um, að
nokkur hefði nokkurntíma lesið
þær. Erkibiskupinn í Ruffano,
sem hlaut að hafa haft þær með
höndum fyrir uppreisnina, kunni
ekki þýzku, eða þá hann hefur
verið of hneykslaður af inni-
haldi þeirra til að lesa þær
frekar.
„Claudio Malenbranche, fyrsti
hertogi af Ruffano, var þekktur
undir nafninu „Fálkinn“, las ég.
„Ævi hans er sveipuð hulu, þar
eð samtíma heimildir gera oss
ekki fært að segja með nokk-
urri vissu, um hina hryllilegu
□--------------D
20
□--------------□
glæpi, sem orðrómurinn og ýmis
hálfyrði hafa svert minningu
hans með. Hann var efnilegur
unglingur, en gæfa hans steig
honum svo mjög til höfuðs, að
hann varpaði frá sér góðum sið-
um, er hann hafði lært í upp-
vextinum og safnaði að sér litl-
um hóp spilltra fylgjara, og
hneykslaði hina góðu borgara í
Ruffano með hræðilegum
hermdarverkum og æsilegri
grimmd. Enginn þorði að vera
úti að næturlagi, af ótta við, að
Fálkinn kynni snögglega að
ryðjast inn í borgina, þar sem
hann, með aðstoð óaldarflokks
síns var vanur að ræna og
rupla .... “
— Hr. Fabbio, viljið þér hjálpa
mér með þessar innfærslur. Rödd
yfirmanns míns barst mér til
eyrna, dálítið þreytuleg og reif
mig upp úr þessum töfrandi fróð
leik þýzka fræðimannsins. — Ef
yður langar til að lesa bækurnar
í safninu, verður það að vera í
yðar eigin tíma en ekki í okkar
tíma.
Ég afsakaði mig. Hann lét það
gott heita og við sökktum okkur
niður í skrárnar. Annaðhvort
höfðu kröfur eða matur ung-
frúarinnar orðið honum ofviða.
Ég lét sem ég sæi ekki látbragða-
leik Tonis, sem var að baki yfir
manns síns og var að hvíla höf-
uðið í höndum sér og lézt vera
alveg uppgefinn, en ég varð
hissa þegar Giuseppe Fossi tjáði
sig veikan, skommu fyrir há-
degi.
— Ég hlýt að hafa étið eitt-
hvað slæmt í gærkvöldi. Ég ætla
að fara heim og leggja mig. Ég
kem aftur síðdegis, ef mér batn-
ar. En ég skyldi vera ykkur þakk
látur ef þið vilduð halda þessu
áfram á meðan.
Hann flýtti sér burt með vasa-
klútinn fyrir munninum. Ung-
frú Catti lét þess getið, að það
væri alkunnugt, að hr. Fossi
væri magaveikur. Og svo upp-
gefinn af ofmikilli vinnu. Hann
hlífði sér aldrei. Aftur byrjaði
hinn ósvini Toni að gretta sig
og enn lét ég eins og ég sæi það
ekki, en í þetta sinn var lát-
bragðið meira áberandi og
skyldi sýna iþróttamann við iðk-
anir sínar. Síminn hringdi og
þar eð ég var næstur honum,
svaraði ég. Mjúk og viðkunnan-
leg kvenrödd spurði um hr.
Fossi.
— Því miður er hann ekki
við, sagði ég. — Get ég nokkuð
gert fyrir yður?
Hún spurði, hversu lengi hann
yrði fjarverandi og ég sagðist
ekki vita það fyrir víst. Hann
hefði verið lasinn og farið heim
til sín. Þetta var ekki Carla
Raspa — til þess var röddin of
lág og mjúk.
— Hvem tala ég við? var næst
spurt.
— Armino Fabbio, aðstoðar-
maður hr. Fossi til bráðabirgða,
svaraði ég. Má ég spyrja hver
spyr?
— Frú Butali, var svarað. —
Ég er með skilaboð til hans frá
rektornum. Viðvíkjandi ein-
hverjum bókum.
Áhugi minn vaknaði. Sjáll
rektorsfrúin að síma úr húsinu
mínu gamla. Ég brá fyrir mig
fararstjóra-kurteisinni.
— Ef ég get eitthvað fyrir yð-
ur gert, frú, þá segið bara til,
sagði ég smeðjulega. — Ht.
Fossi fól okkur ungfrú Catti
bókasafnið. Gæti ég kannski tek
ið þessi skilaboð fyrir yður?
Það varð ofurlítil þögn áður
en hún svaraði: — Rektorinn er
í sjúkrahúsi í Róm, eins og þér
vitið, sagði hún, — og í símtali,-
sem ég átti við hann í morgun,
bað hann mig að biðja hr. Fossi
að lána sér nokkrar talsvert
verðmætar bækur, sem eru ann-
ars þrætuepli milli háskólabóka-
safnsins og Listaráðsins. Hann
langaði, með samþykki hr. Fossi,
að athuga þessar bækur, og þá
gæti ég tekið þær með mér til
Róm, næst þegar ég fer að heim-
sækja hann.
— Sjálfsagt, frú, sagði ég. —>
Ég er viss um, að hr. Fossi er
því samþykkur. Hvaða bækur
eru þetta?
— Saga Ruffano-hertoganna á
þýzku, svaraði hún.
Ungfrú Catti var að benda
mér. Ég útskýrði fyrir henni,
með höndina yfir trektinni, að
ég væri að tala við rektorsfrúna.
Þessi súra vanþóknun í svip
hennar hvarf. Hún þaut upp og
hrifsaði af mér símann.
— Góðan daginn, frú, sagði
hún og röddin var sykursæt. —-
Ég hafði enga hugmynd um, að
þér væruð komin aftur frá Róm.
— Hvernig líður rektornum?
Hún brosti og kinkaði kolli og
sussaði á mig. — Vitanlega fær
rektorinn hvað sem hann óskar,
hélt hún áfram. — Ég skal sjá
um, að yður verði sendar bæk-
urnar í dag. Annaðhvort ég eða
aðstoðarmaðurinn skal koma
með þær heim til yðar.
Og svo komu fleiri loforð, auk
þess sem hún lét þess getið, að
hr. Fossi væri ofþrælkaður, eins
og venjulega. Svo brosti hún enn
og kinkaði kolli. En svo hafði
henni sýnilega verið þakkað fyr-
ir, því að hún lagði símann frá
sér.
Ég flýtti mér að segja: — Ég
skal fara með bækurnar til frú
Butali seiimipartinn.
•%%*
• • •
%v.
• • •
••••••
%••••
:•>:•
•:•:•:
i
i
«
•:•:•:
i
« •:•
Nr. f í USA þv? |>ad er raunhotf hjálp — Cl«aratll
„sveltir” fílípensana
Þetta víslndafega samsetta efn! gefur hjólpað yður ó sama
hótt og það hefur hjólpað miljónum unglinga f Banda-
rlkjunum og viðar. Því það er raunverulega óhrifamikið—
Hörundslitað: Clearaeil hytur bólurnar á meðan
það vinnur á þeim.
Þar sem Clearosil er hörundslitað leynost fílípensarnir —
samtímis þvf, sem Clearasil þurrkar þó upp með þvi oð
fjarlœgja húðfituna, sem ncerir þó -sem sagt .sveltir" þó.
1. Fer innf
húðina
©
2. Deyðir
gerlana