Morgunblaðið - 20.07.1966, Qupperneq 26
zo
MUKUUNBLAIJIIJ
Miðvikudagur 20 júlí 1966
Ragnar Oiaðmundsson kom í vsg
fyrir tvöfaldaci sigur Skota i
ölHum h['aupagraútíum
SKOTAR sigruðu íslendinga með yfirburðum í landskeppninni í
frjálsum íþróttum, en henni iauk í gærkvöldi. TJrðu lokastigatölur
keppninnar 114 gegn 84. Staðan eftir fyrri dag var 62 stig gegn 43,
en eftir síðari dag 52 stig gegn 42. Skotar höfðu sömu yfirburði í
hlaupunum í gærkvöldi og fyrri daginn — þeir unnu öll hlaupin
tvöfalt, nema 20 m hlaupið. Þar tókst Ragnari Guðmundssyni (hann
var reyndar varamaður) að troða sér upp á milli Skotanna, og ná
sér í annað sætið. Hann hafði leikið það sama kvöldið áður í 100 m
hlaupi, og kom í veg fyrir að Skotar ynnu öll hlaupin tvöfalt.
í stökkunum höfðu íslend-sigur úr býtum. í sleggjukastinu
ingar á hinn bóginn yfirburði, var keppni lengi vel tvísýn, hörð
— unnu báðar stökkgreinarn-
ar tvöfalt, og var það svolítil
sárabót. f köstunum urðu lönd
in jöfn að stigum, skiptu jafnt
með sér kastgreinunum tveim
ur.
f kvennagreinunum höfðu
skozku stúlkurnar yfirburði
sem fyrr ,en þó kom það
mönnum á óvart að Þuríður
Jónsdóttir krækti sér í annað
sæti í langstökkinu, og náði
ágætum árangri 5:16.
•jc Yfirburðir í hlaupum.
Fyrsta hlaupagreinin var 800
m. hiaup. Það var lengi vel út-
lit fyrir spennandi keppni, því
bæði Halldór og Þorsteinn fylgdu
Skotunum tveimur fast eftir, en
er um 200 m. voru eftir, voru
kraftar okkar manna á þrotum,
og Skotarnir komu örugglega
fyrstir í mark.
í 5000 m. var aldrei um neina
keppni að ræða, því að Skot-
arnir héldu uppi miklum hraða
strax í upphafi — of miklum
fyrir þá Þórð og Agnar, og var
Ewing einum hring á undan
þeim íslenzku, er hann kom í
mark, en Taylor um 300 metr-
um. *
í 200 metrunum sigraði Piggott
af miklu öryggi, en Ragnari
tókst með frábærri keppnishörku
að skríða framúr Wood á beinu
brautinni.
í 400 m. grind var lengi vel
útlit fyrir að Helgi Hólm myndi
komast upp á milli Skotanna, en
þegar aðeins fáeinir metrar voru
í mark voru kraftar hans al-
gjöiega þrotnir, og hann varð
að láta sér nægja 4 sæti eftir
annars ágætlega útfært hlaup.
f 4x100 virtist keppni ætla að
verða mjog jöfn, því að er síðasti
sprettur var eftir, voru íslend-
ingar aðeins á undan, en Pigott
reyndist mun sterkari en Val-
björn og kom örugglega á undan
í mark.
• Ljósir punktar í stökkum
og köstum.
Það hressti heldur upp á
skapið í áhorfendum, sem voru
annars mjög fáir, þarna í rign-
ingunni á Laugardalsvelli, þega-r
tilkynnt var að ísland hefði sigr
að tvöfalt í langs-tökki. Ungu
mennirnir, Ólafur og Gestur,
brugðust ekki þeim vonum, sem
við þá voru bundnar, náðu báðir
prýðisárangrum, Ólafur 7,13 og
Gestur 7,10. Sömu sögu var að
segja um stangarstökkið, þar sigr
aði Valbjörn, en Páli Eiríkssyni
tókst að krækja í annað sætið
með 4 m. rétta.
Öldungurinn í íslenzka liðinu,
Guðmundur Hermannsson, stóð
líka svo sannarlega fyrir sínu
í kúluvarpinu — hann kastaði
16,07, sem er hans þezti árang-
ur í ár, og Sigþór Hjörleifssyni
tókst að krækja í þriðja sætið,
þannig að þar báru íslendingar
barátta á milli Jóns Magnússon-
ar og McDonalds, en Skotinn
hafði það undir lokin og munur-
inn var 66 cm.
B. V.
SÍÐARI DAGUR
Karlagreinar:
Stangarstökk:
1. Valbjörn Þorláksson í. 4.10
2. Páll Eiríksson í. 4.00
3. S.D. Seale S. 4.00
Langstökk:
1. Ólafur Guðmundsson í 7.13
2. Gestur Þors'teinsson í. 7.10
3. D. Walker S. 6.63
4. S.D. Seale S. 5.07
Sleggjukast:
1. Niall McDonald S. 51.47
2. Jón Magnússon í. 49.81
3. J.A. Schott S. 47.73
4. Þórður B. Sigurðsson í. 47.01
800 m. hlaup:
1. R.T. Hodelet S. 1:52.8
2. J.P. Mc Latchie S. _ 1:53.0
3. Halldór Guðbjörnsson í. 1:55.1
4. Þorsteihn Þorsteinss. í. 1:56.6
5000 m. hlaup:
1. W. Ewing S. 14:35.8
2. S. Taylor S. 15:16.1
3. Þórður Guðmundss. f. 15:59.6
4. Agnar Levy í. 16:01.6
Framhald á bls. 27
Danska landsliðið ásamt farastjórum: T.v. Lars K. Jensen, Eyvind Petersen, Vibeke Slot,
Jörgen J. Andersen, Finn Rönnow, Lone Mortensen, Beate Dunker, Gitte Ravig, Britta Peder-
sexu
,Glæsilegasta sundlaug sem
éghefséðíEvrópu'
- segir fararst|óri dönsku sund-
mannaim?, sem komu til
landsins í fyrrinótt
DANSKA sundfólkið, sem
mun heyja landskeppni við
Islendinga í sundi n.k. laugar-
dag og sunnudag í nýju sund-
lauginni í Laugardal, sem verð-
ur opnuð sérstaklega fyrir
þessa landskeppni, þó hún verði
ekki formiega tekin í notkun
komu í fyrri nótt til landsins.
Þetta er niu manna hópur,
Golfmófið:
Hermann 4 höggum betri en
Magnús i bæjakeppninni
Sveinn Arsælsson Vestmannaeyjum
meistari „öldunga"
eyri í gær. Með keppni í þessum
flokkum fá menn tækifæri til að
kynnast vellinum fyrir átökin
miklu. 72 holu keppni íslands-
mótsins, sem hefst í dag og
stendur i 4 daga.
„Forleikir" Islandsmótsins í
golfi — keppni „öldunga" og
bæjakeppni var leikin á Akur-
Hvað gerir
úrvalið?
f KVÖLD leika í Laugardal
þýzka liðið SC 07 frá Bad
Neuenahe og SV-landsúrval,
sem kynnt var í blaðinu í
gær.
Þýzka liðið er framarlega í
keppni þýzkra áhugamanna
og leikur álíka knattspyrnu
og beztu lið islendinga.
Verður þvi gaman að sjá
viðureign þess og úrvalsins.
Islandsmeistari „öldunga" var
Sveinn Ársælsson frá Vest-
mannaeyjum, gamall Islands-
meistari en í bæjakeppni sigr-
uðu Akureyringar og lék sex
manna sveit þeirra 18 holur í
485 höggum.
Hörð keppni.
Öldungakeppnin var geysilega
hörð og spennandi. Eftir fyrri
hring hafði Jóhann Þorkelsson
Ak. forystu með 40 högg sem er
mjög gott því stormur var og
erfitt að leika. Sveinn Ársæls-
son og Ingólfur Isebarn komu
næstir með 45 högg. En í síð-
ari hring tók Sveinn af skarið
fór völlinn í 37 höggum, frábær
árangur g vann á 83 höggum
samtals. Jóhann hafði 83 högg
og Ingólfur 85 högg.
Jóhann með 67 högg nettó Jó-
hann Guðmundsson Ak. hafði
68 högg og Sveinn Ársælsson
70.
Góður árangur.
1 bæjakeppninni náði Her-
mann Ingimarsosn frábærum
áragri lék völlinn tvívegis í 37
höggum og skákaði öllum öðr-
um m.a. Magnúsi Guðmundssyni
íslandsmeistara. Hermann hefur
ekki leikið jafn vel um árabil
og nú verður gaman að fylgjast
með honum á íslandsmótinu.
Fyrirkomulag bæjakeppninn-
ar er þannig að allir mega taka
þátt en sex beztu kylfingar
hvers bæjarfélags teljast í sveit
hans. I sveit Akureyrar voru
Hermann með 74 högg. Magnús
Guðmundsson 78, Sævar Gunn-
arsson 79, Jóh. Þorkelsosn 83,
Kolbeinn Pétursson 85 og Haf-
liði Guðmundsson 86 eða sam-
tals 485 högg.
Sveit Rvíkur varð önnur með
500 högg. Þar náðu beztum ár-
angri Jóhann Eyjólfssn 81 högg
og Ottar Yngvason 82.
Vestmannaeyingar urðu nr. 3
með 534 högg. Þar var Sveinn
í keppni með forgjöf sigraði Arsælsson beztur með 82 högg.
ásamt tveimur fararstjórum,
þeim Frede Borre forseta
danska sundsambandsins, og
sömuleiðis þess norrænna, og
konu hans. Einn keppandanna
kemur á hinn bóginn ekki fyrr
en n.k. fimmtudag.
í danska liðinu eru þessir:
Karlar: Lars Kraus Jensen,
sem er Danmerkurmeistari í
200 metra baksundi, Finn Rönn-
ow, sem er methafi og Dan-
merkurmeistari í 200 og 100 m.
bringusundi, Jörgen J. Ander-
sem, sem er danskur methafi og
fjölhæfur sundmaður, John
Bertelsen danskur methafi og
Danmerkurmeistari í 100 og ‘200
m. skriðsundi og flugsundi, og
Eyvind Petersen (unglingur)
mjög efnilegur sundmaður.
Konur: Vibeke Slot, danskur
methafi og Danmerkurmeistari
í 100 m. bringusundi, Beate
Dunker, Danmerkurmeistari í
400 m. skriðsundi. Britta Ped-
ersen, Danmerkurmeistari í 200
m. bringusundi, Gitta Ravig,
mjög snjöll sundkona, og Lone
Mortensen (unglingur) mjög
efnileg sundk.. Kersten Strange
sem er snjöllust sundkona Dana
nú, gat ekki komið, þar sem
hún er í Bandaríkjunum við
nám.
Mbl. hitti Frede Borre aðeins
að máli í gær. Hann vildi engu
spá um úrslitin, sagði að í
landskeppninni 1964 í Dan-
mörku, sem Danir eru nú að
endurgjalda, hefðu Danir aðeins
unnið með einu stigi. Nú kepptu
íslendingar á heimavelli, og það
hlyti alltaf að vera nokkur styrk
ur. Ekki vildi Erlingur Pálsson
alveg samþykkja það, að íslend
ingarnir væru allir vanari 25
m. laug, en 50 m. laug. En hann
kvaðst halda að það mætti bú-
ast við skemmtilegri keppni, ef
ekki yrði nein forföll í íslenzka
liðinu.
Frede Borre og kona hans
lýstu hrifningu sinni yfir nýju
lauginni í Laugardal, sagði að
hún væri stórkostlegt mann-
virki, og bætti því við, að hann
'hefði farið víða um Evrópu
með dönskum sundmönnum, en
hvergi séð eins glæsilega laug.
Og frú Borre átti vart orð til
þess að lýsa hrifningu sinni yf-
ir stílfegurð laugarinnar.
Nánar verður skýrt frá ís-
lenzka sundlandsliðinu síðar.