Morgunblaðið - 06.08.1966, Síða 11
Laugardagur 6. ágúst 198t
MORGUNBLAÐIÐ
11
UTAN AF LANDI - Á HÉRAÐSMÓTUM SJÁLFSTÆÐISMANNA
SkJóBbrekka
Veðurguðirnir voru litlu
blíðari í Mývatnssveit á sunnu-
dagskvöldið, er héraðsmótið
skyldi haldið í Skjólbrekku, —
svarta þoka svo til upp áð dyr-
um samkomuhússins. Engu að
síður flykktist þangað fólk á öll-
um aldri úr nærliggjandi sveit-
um, skartbúið og skrafhreifið,
og var frá upphafi til e^áa hinn
ákjósanlegasti bragur á mótinu.
Heyrði fréttamaður Mbl. all-
xnarga héraðsbúa hafa við orð,
að ræður hefðu þar verið „fjári
góðar“, eins og einn þeirra komst
að orði, og skemmtiatriðin fengu
slíkar undirtektir, að hlátrarniri
skullu eins og öldur á veggjum
hins vistlega samkomusalar.
Spurningakeppnina háðu þau
Gigja Sigurbjörnsdóttir frá Álfta
gerði, Anna Skarphéðinsdóttir,
Vogum, Vernharður Bjarnason
frá Húsavik, Pétur Jónsson,
Reynihlíð, Arnþór Árnason frá
Garði og Erlingur Sigurðsson frá
Grænavatni. Var keppnin hin líf
legasta undir ágætri stjórn
þeirra Gunnars og Bessa.
0) Hvað skyldu þeir
segja í roki?
Skjólbrekka
Meðal samkomugesta vakti
éskipta athygli að'komumanna
.gráhærð fríðleikskona, nokkuð
við aldur, klædd fallegum peysu
fötum. Það er jafnan gaman að
sjá íslenzkan búning fallega bor-
inn og þegar við svo tókum tal
saman, reyndist þar komin hin
kunna myndarkona Þurfður
Gísladóttir í Reynihlíð, kona Pét
urs Jónssonar, hreppstjóra.
— Þetta er alveg ágæt sam-
koma, sagði Þuríður, — ég held
ég hafi ekki lengi skemmt mér
betur. Það má svo sem segja, að
jþessar pólitísku ræður séu ekki
beint skemmtiefni, en það er
kaldara. En næsta dag var svo
komið indælisve'ður og hélzt all-
ar þrjár vikurnar, sem við átt-
um eftir að ferðast.
— Já, það er svo sem víðar
ve'ður en á íslandi, — en þetta
var ljómandi skemmtileg ferð,
segir afmælisbarnið.
— Hefur ekki veðrið dregið úr
gestakomum hingað austur?
— Jú, nú síðustu dagana dá-
lítið, segir Þuríður, — en fyrr
í sumar var hér allt fullt af ferða
fólki og má heita að allt sé upp-
pantað á hótelinu út sumarið.
j Þuríður Gisladóttlr og Pétur Jónsson, hreppstjóri Reynihlíð.
fróðlegt að heyra þær líka, þeg-
«r þær eru góðar — þetta var
allt reglulega ánægjulegt.
Rabb okkar barst fljótt að tíð-
inni, — hvernig átti annað að
vera í þessari þoku.
— Já, veðráttan hefur auðvit-
•ð verið heldur rysjótt, sérstak-
lega fyrir ferðamennina — og
þó ekki eins slæm hér og víða
annars staðar, tii dæmis festi
aldrei snjó hér á dögunum, eins
©g viða hér í nánd. Og þegar sól-
in skín er afar heitt hérna.
— Það er nú ekki laust við, að
manni þyki þeir að sunnan gefa
stundum heldur óglöggar lýsing-
ar á veðurfarinu hér nyrðra,
sagði Pétur hreppstjóri, sem kom
ið hafði til okkar, — til dæmis
heyrði ég mann tala suður í síma
og segja, að hér væri rok, — þá
voru tvö vindstig. Hva'ð s'kyldu
þeir segja, ef kæmi hressilegt
rok? Það er eins og menn geti
ekki notið málið til þess að gera
greinarmun á hlutunum.
Svo sagði Pétur mér, að kona
hans ætti afmæli, væri 71 árs
þennan dag — ég skal segja þér,
að á sjötugsafmælinu hennar í
Xyrra, vorum við stödd í Ósló —
vorum þá á ferð um Norðurlönd-
in — og þann dag var kaldara
þar heldur en hér núna, miklu
Hinsvegar voru hópferðir færri
nú í vor en undanfarin ár, vegna
þess, að vegirnir voru svo slæm-
ir.
— Og nú er ætlunin að byrja
að byggja við hótelið í haust,
þegar gestakvöðin minnkar. Ég
veit ekki með vissu, hvað það
verður stórt, en okkur vantar til
dæmis smá veizlusal, fundarsal
og ýmislegt fleira, sem heyrir nú
tíðinni til. Kröfurnar eru orðnar
svo miklar og fara ört vaxandi.
— Hvað starfa margir við
hótelið í sumar?
— Það eru eitthvað um tuttugu
manns, þar á meðal fimm barna-
börn okkar. Það er ekki ónýtt
fyrir þau að geta haft vinnu hér
á sumrin, þegar þau eru í skól-
um á veturna.
Þuríður sagði mér, að þau
hjónin hefðu búið í Reynihlíð
nær óslitið í 45 ár. Af börnum
þeirra fimm eru fjögur á lífi —
við misstum elzta son okkar,
Gísla, árið 1950, þá 28 ára, en
það var hann, sem reisti hótelið
og gekkst fyrir því að koma
þessu á laggirnar. Þá voru öll
hin börnin að læra annað og
yngsta dóttir okkar, Helga Val-
borg, sem nú er hótelstýra, lauk
stúdentsprófi á'ður en hún fór að
kynna sér hótelrekstur. Hún og
maður hennar, Arnþór Björns-
son, og sonur okkar, Snsebjörn
Pétursson, og hans kona, standa
fyrir hótelinu ásámt okkur. Snæ-
björn er nú reyndar alveg far-
inn að vinna við Kisiliðjuna.
Annar sonur ökkar, Ármann Pét
ursson, og tengdasonur, Sverrir
Tryggvason, reka félagsbúið í
Reynihlíð og hafa þar 700 fjár
eða þar um bil.
— Reykjahlíð var mikil jörð,
segir Pétur, — nú búa og starfa
í landi hennar hátt á annað
hundrað manns, þar af um
helmingur aðkomufólk. En það
þýðir ekkert að fara að þylja
þetta yfir þér hérna, hélt hann
áfram, þegar ég spurði hann nán
ar út í undirbúning Kísiliðjunn-
ar, , — þú ættir bara áð koma
•til okkar og sjá þetta sjálf,
þarna er svo margt að gerast.
Þóttist ég sjá, að Pétur hefði
þarna lög að mæla og kvaddi
þessi ágætu hjón að sinni, með
von um að sjá þau fljótt aftur.
$ Stúlkurnar fara suður
á haustin eins og ýsan
Frammi á ganginum rakst
ég á Vernharð Bjarnason, fram-
kvæmdastjóra Fiskiðjusamlags
Húsavíkur, og bað hann segja
mér einhverjar fréttir af Húsa-
vdk.
— Þaðan er allt gott að frétta,
blessuð vertu, ég held þar verði
gott fiskifar, þegar haustar. Það
er gömul reynsla, að komi lægð
í fiskifarið, en svo lagast það
aftur. Þetta gengur svona í bylgj
um. Ég hef fylgzt með þessu frá
barnæsku og það þýðir ekkert
að láta hugfallast, þótt veður
hamli veiðum í tíu daga.
— Það eru miklar framfarir
á Húsavík og mikið byggt. Mig
minnir þar séu um 40 íbúðir í
smíðum, sem hlítur að teljast
allnokkuð í 1900 manna bæ. At-
vinnulíf ér, að mínu viti, vax-
andi á Húsavík og lítið mark
takandi á móðuharðindahjali
þeirra, sem alltaf mála fjandann
á vegginn.
— Við erum áð byggja mikið
upp fyrir fiskvinnsluna — og
mundum varla gera það, nema
af því að við lítum björtum aug-
um á framtíðina. Við erum með
ýmsar nýjungar, sem ég tel að
mikla vinnuhagræðingu, — höf-
um fengið nýja kolaflökunarvél
og eigum á næstunm von á kola-
flokkunarvél, sem flokkar flökin
í 13 þyngdarflokka með 28
gramma mun. Er það fyrsta vél
þessarar tegundar, sem kemur
til landsins. Ég held, að þessar
vélar geti orðið vísir að því að
vinna gegn tímabundnu atvinnu-
leysi, þar sem það er fyrir hendi
Vernharður Bjarnason, Húsavik.
stúlkurnar eins og ýsuna, þær
leita suður á haustin. En ég veit
ekki nema það breytist eitthvað
með þessum nýju vélum og nýrri
tilhögun.
■0
% Konurnar hvarvetna af
landinu og una sér vel
Árni Halldórsson heitir
ungur bóndi og býr í Garði í
Mývatnssveit. Ég hitti hann
— og stúðlað að fullvinnslu á
fiskinum þannig, að unnt verði
að auka verðmæti aflans til út-
flutnings.
— Með flokkunarvélinni get-
um við allt að tvöifaldað afköstin
og jafnframt unnið að vinnsl-
unni næstum allt árið, hvernig
sem viðrar.
— Við verðum að gera okkur
ljóst, að frystilhús og fiskvinnsla
verða ekki rekin hér á landi með
gó'ðum árangri nema menn séu
vakandi fyrir nýjungum og
tækni og taki i þjónustu sína
vinnuhagræðingu, sem getur
sparað vinnukraft. Okkur vant-
ar alltaf vinnu'kraft og verðum
að gera eitthvað til að bæta úr
þeirri þörf.'
— Hráefni höfum við, má ég
segja, mjög gott á Húsavík —
gott og vel með farið, og höfum
t.d. á bandarískum markaði feng
ið viðurkenningu fyrir það. Við
flytjum mest á bandarískan
markað, nema kolann á brezkan
markað. Bandaríkjamenn gera
meiri kröfur til gæða en borga
líka betur. — Húsvíkingar eru
gott fólk, vinnusamt og lipurt í
samstarfi.
— Jú, við missum aúðvitað
alltaf nokkuð af fólki á haustin,
einkum kvenfólkið. Það er með
snöggvast að máli, áður en hér-
aðsmótið hófst, en þar sem þá
gafst ekki tími til viðtals, talað-
ist svo til, að við ræddumst vi’ð
smástund, þegar dansinn hæfist
— „ætli ég geti ekki fundið smá-
stund þá“, sagði Árni, — „ég
þarf reyndar að vinna hér dálítið
í kvöld og fer eftir því, hvað
mikið verður að gera“.
Það lá við mér brygði í brún,
þegar ég sá, að bóndinn ungi í
Garði, var, þegar til kom, annar
lögregluþjónanna á staðnum.
Árni hló, þegar hann sá aulasvip-
inn — „ég sagði þér, að ég væri
áð vinna", sagði hann spotzkur.
„Og hefurðu haft mikið að
gera?“ — Nei, nei, svaraði hann,
— þetta hefur verið svo ósköp
rólegt, bara mikil aðsókn.
— Stundar þú oft löggæzlu á
samkomum sveitarinnar?
— Nei, ég má ekki vera að
þessu nema öðru hverju.
— Er mikið félagslíf með ungu
fólki hér í Mývatnssveit?
— Já, já, það er gott svona
stundum. Hefur verið þó nokkuð
undanfarin ár, en var með
minna móti í vetur vegna snjó-
þyngsla. Annars eru sjaldnar
dansleikir hér í Skjólbrekku en
áður fyrr, vegna þess, að félags-
heimilunum hefur fjölgað í ná-
grenninu og þau skipta þessu
nökkuð á milli sín.
Svo settumst við niður og
Árni sagði mér svolítið frá bú-
skap sínum.
— Ég bý í félagsbúi við föður
minn, Halldór Árnason, en hef
byggt nokkuð upp á síðustu sex
árum. Árið 1960 byrjaði ég með
því að byggja hlöðu yfir 800
hesta af heyi og 1962 byggði ég
fjárhús fyrir 320 fjár. Síðan
íbúðarhús, sem er rétt ólokið, —
við erum nýflutt inn.
— Er konan þín héðan úr sveit
inni?
— Nei, hún er frá Hrútafelli
Árni Halldórsson,
Garði, Mývatnssveit.
undir Austur-Eyjafjöllum og
heitir Guðbjörg Eyjólfsdóttir,
Vfð kynntumst í Vestmannaeyj-
um, eitt sinn, er ég var þar á
vertíð. Börnin eru þrjú, 1, 3 og
8 ára.
— Við feðgarnir höfum um 290
ær og 5 mjólkandi kýr. Við höf-
um haft smávegis mjólkursölu
til Húsavíkur, en hún gekk auð-
vitað erfiðlega í vetur' vegna
snjóa. Jörðinni fylgir líka sil-
ungsveiði, sem er nokkur hlúnn-
indi, en veiðin hefur nú verið
heldur léleg í sumar hjá flest-
um, að ég held.
— Heyskapur hefur gengið
sæmilega. Ég missti reyndar úr
heila viku um daginn, — hafði
slegið einn dag en varð svo að
gangast undir botnlangaskurð.
Þetta tafði nokkuð, en nú á ég
um 400 hesta slegna og bíð bara
eftir þurrki.
— Manstu nokkur tíðindi að
segja mér úr þinni sveit, Árni?
— Nei, það held ég varla,
Framihald á bls. 23.