Morgunblaðið - 06.08.1966, Síða 13

Morgunblaðið - 06.08.1966, Síða 13
LaugarSagur 8. ágúst 1966 MORGUNBLAÐIÐ 13 Erlend tíði ndí 0 Erlend tíði ndi m Bylting í IMígeríu Bylting var gerð í AfríkuríkV inu Nígeríu í síðustu viku, og ný herforingjastjórn skipuð þar á mánudag s.l. Er þetta önnur byltingin, sem gerð er í landinu á þessu ári, því í janúar steypti herinn þáverandi ríkisstjórn og fól yfirmanni hersins, Aguiyi Ironsi hershöfðingi, öll völd. Eftir janúarbyltingu hersins kom í ljós að forsætisráðherr- ann fyrrverandi, Abubakar Tof- ava Balewa, og nánustu fylgis- menn hans höfðu verið drepnir í byltingunni. Og síðan bylting- in var gerð í fyrri viku hefur ekkert frétzt af Ironsi, fyrrum forsætisráðherra, en óttazt er að hann hafi hlotið sömu örlög og fyrirrennarinn. í>að hefur víða valdið nokkr- um ruglingi þegar sagt er að her inn í Nígeríu hafi staðið að tveimur byltingum á rúmu hálfu ári, og í síðara skiptið steypt af stóli ríkisstjórn, sem nánast var einræðisstjórn yfirmanns hers- ins, Ironsis hershöfðingja. En á þessu eru þó skiljanlegar skýr- ingar, ef saga Nígeríu er rakin nokkra áratugi aftur í tímann. Nígería er nú fjölbýlasta ríki Afríku, með um 56 milljónir íbúa. En í rauninni er þetta ekki eitt, heldur mörg ríki, sem til skamms tíma voru tiltölulega sjálfstæð af nýlendum að vera. Þessi smáríki voru svo sameinuð árið 1914 í brezku nýlenduna og verndarsvæðið Nígeríu undir stjórn brezks landsstjóra. Margar ólíkar þjóðir búa í Nígeríu, og koma þar helzt við sögu þrír þjóðflokkar: Hausa- þjóðflokkurinn í norðurhéruð- unum, Ibo-þjóðflokkurinn í suð- austur héruðunum, og Yoruba- þjóðflokkurinn í suð-vestur hér- unum. Af þessum þjóðflokkum er Hausa fjölmennastur, en Ibo- arnir hafa til þessa verið áhrifa- mestir. Mjög eru þessir þjóð- flokkar óskyldir, því Hausa þjóð- in er blönduð Aröbum og Ber- bum að norðan, en Ibo-arnir svo til hreinir Bantu-negrar. Strax i síðari heimsstyrjöld- Inni tóku Bretar að undirbúa væntanlegt sjálfstæði Nígeríu með því að veita ibúunum í vax- andi mæli stjórn innanríkismála. Hinn 1. október 1960 varð svo Nígería sjálfstætt ríki, sem að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu gerðist aðildarríki að brezka Sam veldinu. Eftir sjálfstæðistökuna var Ni- geríu skipt í fjögur héruð, sem hvert um sig hafði sitt eigið þing og héraðsstjórn, er fór með inn- anhéraðsmál. En ríkisstjórnin, sem sat í höfuðborginni Lagos, fór með sameiginleg mál hér- aðanna og utanríkismál. í upp- hafi voru það fulltrúar Hausa- þjóðflokksins, sem mestu réðu í ríkisstjórninni, undir forustu eir Abubakar Balewa forsætis- ráðherra, sem ættaður var úr norðurhéruðunum. Þrátt fyrir innbyrðis deilur þjóðflokkanna, ríkti 'friður í Ní- geríu fyrstu árin eftir sjálfstæð- ið. Lagði ríkisstjórnin á það á- herzlu að bæta efnahag landsins, sem var mjög háður erlendri að- Btoð, og koma á fót nýjum at- vinnu- og framleiðslufyrirtækj- um. En þegar á leið mögnuðust deilur þjóðflokkanna þriggja, Ibo, Hausa og Yoruba, dýrtíð jókst í landinu, og spilling tók að grafa um sig innan ríkis- stjórnarinnar. Var talið að tals- verður hluti erlendu efnahags- aðstoðarinnar lenti í vösum ráð- herra og stuðningsmanna þeirra, þótt aldrei hafi Balewa sjálfur ^verið bendlaður við þessa spill- ingu. Yakubu Gowon, ofursti. Þessar innanríkisdeilur leiddu til þess að herinn, undir forustu Ibo-ættaðra foringja, gerði bylt- ingu í janúar s.l. Yfirmaður hersins var þá Johnson T.D. Aguiyi Ironsi, hershöfðingi en hann stóð ekki sjálfur að bylt- ingunni. Byltingarmönnum tókst að steypa stjórn Balewa, og var Balewa drepinn ásamt mörgum öðrum leiðtogum norðanmanna. En byltingarforingjunum tókst ekki að tryggja sér völdin í landinu, heldur var það Ironsi hershöfðingi sem nú tók við stjórninni. Það var þó bót í máli fyrir byltingarleiðtogana að Ir- onsi var Iboi, og hafði lengi verið andvígur þeim völclum, sem Hausamenn höfðu farið með í ríkisstjórninni. Ironsi hét því að berjast gegn spillingu í landinu. Jafnframt lýsti hann því yfir að hann hyggðist afnema völd héraða- stjórnanna og auka að sama skapi völd ríkisstjórnarinnar í Lagos. Og eitt fyrsta verk hans eftir valdatökuna var að banna starfsemi allra stjórnmálaflokka fyrst um sinn, meðan verið væri að koma á nauðsynlegum breyt- ingum. Ekki féll það í góðan jarðveg hjá Hausa-þjóðflokknum í norðurhéruðunum þegar Ironsi reyndi að draga úr völdum hér- aðsstjórnarinnar. Óttuðust þeir að Ironsi hyggðist færa öll völd í hendur Iboa. Og ekki tókst Ironsi að koma í veg fyrir áfram haldandi deilur þjóðflokkanna, né að sameina íbúana í eina heild. Deilurnar jukust, og mikil óánægja ríkti í norðurhéruðun- um. Þessi óánægja leiddi loks til þess að herforingjar frá Hausa- þjóðflokknum gerðu byltingu á föstudag í fyrri viku. Aðal átök- in urðu í suð-vesturhluta lands- ins, í nágrenni höfuðborgarinn- ar Lagos. Urðu harðir bardagar um flugvöllinn, sem er 22 kíló- metra frá Lagos, en einnig var barizt í borgunum Ibadan, Ikeja og Abeokuta. Ironsi var staddur í Ibadan, þegar byltingin var gerð, og þar var sagt að hann hefði verið tekinn til fanga. En síðan hefur ekkert til hans frétzt, og talið víst að hann hafi verið tekinn af lífi, ásamt fleiri Ibo-leiðtogum. Eftir bardagana á föstudag- inn virtist stjórnin í Lagos hafa náð undirtökunum. Og hófust þá samningaviðræður við fulltrúa byltingarleiðtoganna. Formaður samninganefndar ríkisstjómar- innar var B.A.O. Ogundipe hers höfðingi, sem var næst valda- mesti maður hersins á eftir Ironsi fyrir byltinguna. En aðal- fulltrúi byltingarmanna var for- seti herráðsins, Yakubu Gowon ofursti, sem þó hafði ekki verið einn af leiðtogum byltingarinn- ar. Haft er fyrir satt að Gowon hafi farið fram á það að Ogund- ipe myndaði nýja rikisstjórn, en Ogundipe neitað. Niðurstaðan varð sú að Gowon myndaði sjálf ur stjórn, og er hún aðallega skipuð norðanmönnum úr Hausa- þjóðflokknum. Eftir að Gowon hafði tekið við stjórnartaumunum, flutti hann útvarpsávarp til íbúanna. Hann kvaðst ekkert vita um örlög Ir- onsis, og hrósaði fyrirrennara sínum fyrir tilraunir hans til að sameina þjóðirnar í Nigeríu. En hann kvaðst harma það að hug- myndir Ironsis um sameinaða Nígeríu ættu sér enga stoð í veruleikanum. Hét hann Níger- íubúum því að ástandið í land- inu yrði tekið til alvarlegrar at- hugunar, og er búizt við því að nýja ríkisstjórnin efli að nýju völd héraðastjórnanna. Gowon ofursti virðist seztur í sæti Balewa fyrrum forsætis- ráðherra, sem myrtur var eftir janúarbyltinguna. Hann nýtur stuðnings Hausa-þjóðflokksins, og hefur tekið upp stefnuskrá Balewa. Hve lengi Gowon tekst að halda í stjórnvölinn er erfitt að segja. Hann hefur heitið því að koma á borgarastjórn í land- inu, og má vera að það takist. En hitt getur einnig gerzt að óánægja Iboanna með stjórn norðanmanna leiði til nýrrar janúarbyltingar. Sameining sósíalista Um síðustu helgi sátu fulltrú- ar ítalskra jafnaðarmanna og sósíalistaflokks Pietro Nennis á ráðstefnu, og lauk þeim viðræð- um með samkomulagi um að sameina flokkana og stefnuskrár þeirra í öflug samtök hægafara vinstrimanna. Verður samkomu lag þetta lagt fyrir miðstjórnir flokkanna í september, og síðan fyrir ársþing flokkanna í októ- ber til staðfestingar. Fáist sam- komulagið staðfest, lýkur þar með rúmlega átján ára innbyrð- is deilum ítalskra sósíalista, sem hafa orðið til þess eins að veita vatni að myllu kommúnista. Klofningur varð í ítalska sósíal istaflokknum árið 1948 þegar vinstri armur flokksins, undir forustu Nennis, vildi taka upp nána samvinnu við kommúnista. Fylgdi meirihluti flokksmanna Nenni að málum, en minnihlut- inn, undir forystu Giuseppe Saragats, núverandi forseta Ítalíu, myndaði nýjan flokk só- síaldemókrata, eða jafnaðar- manna. Eftir það hefur sósíal- istaflokkurinn jafnan verið kenndur við leiðtogann Nenni, og flokksmenn almennt nefndir N enni-sósíalistar. En það er af Nenni að segja að hann varð fyrir sárum von- brigðum af samvinnu við komm- únista. Olli því Stalínismi eftir- stríðsáranna. En upp úr sauð þegar sovézki herinn bældi niður uppreisnartilraunina í Ung- verjalandi árið 1956. Eftir það dró úr stuðningi Nenni-sósíal ista við kommúnista, og lauk þeim stuðningi að fullu og öllu árið 1961, þegar flokkurinn á- kvað að sýna samsteypustjórn kristilegra demókrata og jafn- aðarmanna „hlutleysi “og jafn- vel veita henni beinan stuðning í ýmsum málum. Gekk svo í tvö ár, eða þar til eftir kosn- ingar 1963. í janúar 1964 var mynduð ný stjórn á Ítalíu, og gekk þá flokk- ur Nennis til beinnar samvinnu við kristilega demókrata og jafn aðarmenn. Varð Pietro Nenni skipaður vara forsætisráðherra, og hefur gengt því embætti síð- an. Ekki voru allir flokksbræð- ur Nennis ánægðir með sam- vinnuslitin við kommúnista, og fyrir tveimur árum sögðu 30 þingmenn sig úr flokknum og mynduðu nýjan flokk vinstri sósíalista, sem hóf náið samstarf við kommúnista. Er talið fullvíst að með sam- einingu sósíalistaflokkanna verði þeim auðveldara að vinna fylgi almennings og höggva skörð í raðir kommúnista, auk þess sem þeir fá meiri ítök innan sam- steypustjórnarinnar á Ítalíu. Á ráðstefnu fulltrúa flokkanna um síðustu helgi var gengið frá bráðabirgða stefnuskrá þeirra, ef til sameiningar kemur. Er þar lögð áherzla á að flokkurinn nýi muni styðja allar tilraunir til að koma á varanlegum friði í heiminum, draga úr spenn- unni, og bæta sambúð Austurs og Vesturs. Sérstaka athygli vek- ur yfirlýsing um stuðning nýja flokksins við Atlantshafsbanda- lagið, en flokkur Nennis barð- ist áður fyrir úrsögn Ítalíu úr samtökunum. Nú segir í yfir- lýsihgunni að nýi flokkurinn viðurkenni allar skuldbindingar ftala varðandi NATO, og sjái fram á að hætta geti stafað af breytingum á jafnvægi því, sem nú ríkir í herstyrk þjóðanna. Pundinu forðað SAGT er í London að efnahags- málaráðherra Breta hafi nýlega boðið lítt þekktum Arabahöfð- ingja til kvöldverðar, Hér hafi þó ekki verið um neina ofrausn að ræða, því höfðingi þessi var enginn annar en sendiherra Ku- wait í London. Og í Englands- banka eru geymdar 300 milljón- ir sterlingspunda, sem eru hluti af hagnaði furstans þar af olíu- vinnslu í landinu. Ef furstinn móðgaðist við Breta og flytti fé sitt úr landi, þýddi það gengis- hrun pundsins. Svo valt er pund ið í dag. Ríkisstjórn Verkamannaflokks ins, undir forsæti Harolds Wil- sons, hefur um nokkurt skeið undirbúið . róttækar aðgerðir til að efia pundið og bæta efna- hag landsins, og aðgerðir þess- ar eru nú orðnar almenningi kunnar. Beinast þær fyrst og fremst að því að binda kaup- gjald og verðlag næstu sex mán-^ uðina, en að þeim tíma liðnum verða hækkanir aðeins heimil- aðar í ndyðartilfellum þar næstu sex mánuði. Virka aðgerðirnar aftur fyrir sig, þannig að ýms'r starfshópar, sem fengið höfðu samninga eða loforð um kaup- hækkanir, verða að bíða hækk- ananna í allt að því eitt ár. Áður en aðgerðirnar komu til framkvæmda hafði stjórn brezku alþýðusamtakanna, T.U.C. (Trad es Union Congress) samþykkt að mæla með kaupbingingu í sex mánuði með ýmsum skilyrðum. En þau skilyrði voru ekki tekin til greina, og kaupbindingin á að gilda í heilt ár í flestum til- fellum. Er því talið víst að rík- isstjórnin verði fyrir hörðum árásum á ársþingi T.U.C., sem haldið verður í Blackpool í sept- ember. Atvinnurekendur hafa tekið málinu betur, og hafa sam- tök iðnrekenda, C.B.I., lýst yfir fullum stuðningi við bindingu kaupgjalds og verðlags í sex mánuði, ef það megi verða til þess að bjarga sterlingspundina frá hruni. Talsmenn ríkisstjórnarinnar segja að með aðgerðum þessum sé stefnt að tvennu. í fyrsta lagi að stöðva sí-vaxandi dýrtíð, sem hefur orsakað 9,6% hækkun á almennum launagreiðslum á síð- asta ári, og í öðru lagi eiga að- gerðirnar að vera verkamönn- um og atvinnurekendum hvatn- ing til framleiðsluaukningar. En á síðara sex mánaða tímabilinu eru kauphækkanir nærri ein- göngu heimilar þegar um beina framleiðsluaukningu er að ræða. Erfiðast verður fyrir verka- lýðssamtökin að samþykkja frestun á kauphækkunum, sem þegar höfðu verið boðaðar áður en nýju aðgerðirnar komu til framkvæmda. Þannig átti t.d. kaupgjaldsvísitalan að hækka í Bretlandi hinn 1. september n.k. en úr þeirri hækkun verður ekki fyrr en í fyrsta lagi 1. marz næsta ár. Læknar og tannlæknar höfðu nýverið samið um kaup- hækkanir hjá brezka sjúkrasam- laginu, en þær hækkanir eru úr sögunni í bili. Og Harold Wilson hafði heitið starfsmönnum brezku jámbrautanna kauphækkun í september, til að koma í veg fyrir boðað verkfall, en jám- biautarstarfsmennirnir verða að bíða eins og aðrir. En það eru ekki aðeins al- þýðusamtökin, sem eru andvík stefnu stjórnarinnar í efnahags- Framhald af bls. 23 Happdrætti DAS hlk kr. vinninp'ar í 1 flnkkf • omnn onmn nn^n nn 5. þús kr. vinningar í 4 flokki.: 31466 31673 32100 32442 33187 1067 1702 1888 2173 2546 33789 34099 34128 34904 35215 2710 2832 4396 4669 5171 36061 36194 36301 36531 37309 5203 5266 5280 6185 6711 38730 39231 39669 39801 39872 6741 7892 7925 8197 8412 40359 40562 41015 41047 41091 8656 8697 9069 9246 10021 41133 41327 42499 42649 42652 10157 10535 10692 10714 11190 43226 43413 43629 43971 43978 11370 12381 12468 12674 12737 44246 44267 44502 44535 44538 12913 13023 13596 14271 14419 45294 45372 46944 46970 47090 14481 14896 14972 15018 15061 47477 47 n\ 48885 48963 49038 15638 15705 16141 16789 16927 49886 492« 50260 50442 50909 17011 17065 17659 17953 18134 51228 51298 52007 52359 52664 18286 18347 19413 19452 18468 52939 53068 53135 53142 53898 19555 19803 19878 20503 20514 54350 54815 55400 55546 57128 20826 21027 21087 21112 21949 57444 57722 57744 57856 57893 22484 22420 22643 22654 22848 58010 58334 58380 58388 58522 22968 23228 23244 23640 23704 58545 58766 58775 58852 59075 23769 23827 23830 24242 24887 59825 59973 60216 60463 60885 24925 24990 25098 25955 25915 60985 61210 61669 62231 62723 26772 26844 26996 27070 27220 62815 63045 63069 63132 63377 27362 27725 28713 28768 28897 63449 63921 63968 64003 64129 29044 29465 29586 29834 30382 64524 64890 30430 30551 31165 31229 31417 (Birt án ábyrgðar)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.