Morgunblaðið - 06.08.1966, Page 15

Morgunblaðið - 06.08.1966, Page 15
LaugarcTagur 8. ágúst 1986 MORGU N BLAÐIÐ 15 „Varúö á vepm“ óskar eftir samstarfi við almenning I gerð er mjög misjafn, og ljóst, að vankanja á því sviði má bæta ef vilji er fyrir hendi. BLA.ÐINU hefur borizt eftirfar- andi fréttatilkynning frá samtök nm þeim, sem kalla sig „Varúð á vegum“. Er þar í minnzt á marga þá hluti, sem hefur borið á góma í umferðarþáttum blaðsins. Þá er lögð áherzla á í þessarri frétta- tilkynningu, að ökumenn og aðrir vegfarendur láti samtökin vita um vankanta við umferð, svo að hægt sé að kynna sér staðhætti og bæta úr eftir megni. Frétfatilkynning Landssamtökin um Varúð á Vegum vilja beina þeirri áskor-* un til landsmanna, að vera vel á verði gegn hverskonar hætt- um, sem mæta þeim á vegum landsins, jafnt í bæjum sem úti á vegum. Þrátt fyrir mikið og gott átak vegamálastjórnarinnar í að bæla vegi og merkja hættulega staði, eru víða iila merktar og ómerkt- ar hættur. Bæja og sveitafélög leggja drjúgt af mörkum til bættra samgangna og umferðarað- stæðna, en það vantar oft á tíð- um, að öryggi sé þar í fyrirrúmi. •fc Blind horn ómerkt. Sem dæmi má nefna, að víða í bæjum og á vegum úti eru blind horn, ómerkt eða ekki bú- ið svo að, að gangandi né akandi hafi aðstöðu til að fara þar um, án stórhættu. Víða eru illa- eða ómorkuð gatnamót, þar sem ökumenn eða aðrir vegfarendur, geta ekki gert sér fyliilega Ijóst, hvar þeir eigi að fara. Víða er alveg vöntun á gangvegum eða gangstéttum, gangvegir ekki aðskildir frá ak- brautinni. Eða þá, að þótt rými sé fyrir gangandi vegfarendur, er ógerlegt að notfæra sér það. Víða eru mjög illa eða ekkert upplýstar götur og þá sérstak- lega gatnamót, þar sem lýsingar er mest þörf, og vænta má helzt, að gangandi og ríðandi séu á ferð í vegi fyrir ökutækjum. Veitið upplýsingar. Landssamtökin Varúð á veg- um, hafa að markmiði sínu, að vinna gegn umferðarslysum. Samtökin hvetja landsmenn til að veita aðstoð með upplýsingum um ástand gatna, vega, lýsingu og annað, er þeir telja máli skipta til aukins öryggis í sínu heima- héraði og annarsstaðar. Sérstaklega vilja samtökin vilja beina áskorun þessari til meðlima samtakanna, langferðar- bílstjóra og annara, sem margsinn isis fara um vegi og þekkja vel aðstæður og geta gert sér glögga grein fyrir hættunum. Þeir sem vildu vera samtökun- um hjálplegir um framangreind- ar upplýsingar, eru vinsamlega beðnir að, senda þær bréflega þar sem viðkomandi ástandi er lýst og í hverju meginhættan er fólgin. Gött væri ef lauslegur uppdráttur og / eða ljósmynd fylgdi af stöðunum. Varúð á vegum, Slysavarnahús- inu Grandagarði, Reykjavík. Þá væru upplýsingar og við- töl símleiðis vel þegnar. Simi samtakanna er: 20360 og 20365. Þá væri ánægjulegt, að þeir sem hefðu fram að bera mál, sem varða umferðaröryggi og varnir gegn slysum heimsæktu fram- kvæmdastjóra samtakanna í húsa kynnum þeirra i Slysavarnarhús- inu. F.h. stjórnar Varúðar á vegum. Sigurður Ágústsson, framkv. stj. Bfindar hæðir. Víða eru vegir sveigðir fyrir hæðir og klettanafir svo blind- Þessl mynd er samsett úr mör gnm slysamyndnm. Takitf myi.d ina til rækilegrar athugunar, og látið hana verða yður að kenningu. Tökum höndum sa man og fækkum slysum á landi okkar. Enginn veit fyrir, hver næst lendir í slysi. Ég eða þú börn okkar eða aðrir ástvinir. Forðum slysum með bví að sýna varúð á vegum' A7 oangbraut Minnkum slysin! horn myndast, þótt vegurinn sé að öðru leyti greiðfær. Slíka hættu mætti hæglega minnka með breikkun á veginum, merk- ingu, eða með því, að aðskilja brautina með strikum og merkj- um. Þakkarverð er sú framkvæmd vegargerðarmanna með því að aðskilja akbrautir á blindhæð- um en ennþá eru mjög víða hættulegar blindhæðir. stórkostlegri, ef útafakstur ætti sér stað, þar sem vegur liggur í giljum og fjallahlíðum. Frágangur við vega- og gatna- Varúð á vegum er bandalag félagssamtaka til varnar umferðarslysum og til eflingar umferðarmenningu á íslandi. Án samstarfs og samvinnu Við almenning, ýmiss félög og opinbera aðila, geta samtökin litlu sem engu áorkað. En með fullu samstarfi við alla þá aðila, sem af heilum hug vilja draga úr hinum ógnvekj- andi umferðarslysum, geta sam- tökin orðið þess megnug að fækka þessum slysum til mik- illa muna. Áskorun Samtökin beina þeim tilmæt- til allra landsmanna að þeir komi, hringi eða skrifi og bendi á það, sem betur má fara I um- ferðarmálum okkar, og m.a. hættulega staði á þjóðvegum landsins og á götum bæjanna, og m.fl. íslendingar Tökum öll höndum saman og vinnum nú þegar með öllum til- tækum ráðum, að fækkun um- ferðarslysa. Varúð á vegum Hús Slysavarnafélags íslandb Grandagarði, Reykjavík. ár Hættulegar brýr. Hrörlegar og hættulegar brýr, eru viða og aðkeyrsla að þeim er ómerkt. Víða þarf að gera varnargirðingar á vegbúnir við brýr og þar sem hætta er á útaf- akstri, vegna slæmra skilyrða. Þá eru ekki síður þörf slíkra ráðstafana, þar sem slysahætta er Óvarlegur akstur á beygjum, þar sem oft er mikil lausamöl í köntum vegarins, veldur oft al- varlegum slysum. Þessi bíll hefur lent utan vegarins, og er mikið skemmdur. Varúð á vegum ætti því að vera kjörorð allra ökumanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.