Morgunblaðið - 06.08.1966, Blaðsíða 23
Laugarðagur f. Sgúst 1966
MORGUNBLAÐID
23
við Loftleiðahótelið
Skiluðu þýfinu
INNBROT eru ekkert nýmaeli
hér í Reykjavík, en á hinn bóg-
inn er það nýmæli, að þeir sem
innbrotin fremji skili þýfinu aft-
ur, og gefi sig jafnvel fram.
Rannsóknarlögreglunni bárust þó
tvö þess konar tilfelli núna í
vikunni, í öðru var þýfinu skilað
aftur, en í hinu gaf sá er inn-
brotið hafði framið sig fram, og
skilaði þýfinu jafnframt.
Fyrir skömmu var brotizt inn
í Axminster, Geisla og Múla-
kaffi. Hafði þjófurinn þar með
sér m. a. nokkuð af peningum og
dýra myndavél. Á miðvikudag
sl. gaf sig maður svo fram við
rannsóknarlögregluna, k v a ð s t
hafa brotizt inn í áðurnefnd fyr-
irtæki í ölæði, og vera kominn
til þess að skila þýfinu.
Fyrir skömmu var og brotizt
inn í verzlunina Rímu, og þaðan
tekið talsvert af munum. Á mið-
vikudaginn seint um kvöld var
svo hringt á dyrasíma skrifstofu-
stjórans í Rímu, og kvaðst á
er talaði vera með pakka til
skrifstofustjórans. Er hann kom
niður, var engan böglaberann að
sjá, en aftur á hióti lá pakkinn
á tröppunum. Þegar gáð var að
hvað í p>akkanum væri kom í
ljós að hann hafði að geyma
þýfið úr Rímu.
Borgarastjórn
lofað í Nígeríu
Gowon vill ekki rœða örlög Ironsi
Stutiið við bíl-
stjéro í Slcipni
SAMIÐ VAR sL fimmtudags-
kvöld við bifreiðastjórafélagið
Sleipni í Reykjavík, en áður
hafði verið samið við bifreiða-
stjóra innan Dagsbrúnar. Samd-
is um 3.5% kauphækkun og
0,25% af dagvinnukaupi í orlofs
heimilasjóð félagsmanna. En áð
ur höfðu bifreiðastjórar innan
Dagsbrúnar fengið sömu kaup-
bækkun.
— ElcJur i bát
Framhald af bls. 24
hvalbak, af ótta við að eldurinn
myndi valda sprengingu í olíu-
tönkunum. Hafði skipshöfn og
blásið út gúmmbjörgunarbát, og
þegar við á Maríu Júlíu komum
að þeim flaut báturinn við bak-
borðssíðu skipsins.
Slökkvistarfið gekk allvel og
iþegar sýnt þótti að öllu mundi
óhætt, og sprengilhættan var
liðin hjá fór annar vélstjórinn af
Maríu Júlíu, Gúðmundur Magn-
ússon, með véldælu um borð í
Fiskaklett, og slökkvistarfinu
haldið áfram með henni. skipið
var tekið í tog og haldið áleiðis
til Keflavíkur, en skipin voru þá
rétt um 4'/2 sjómilu norðnorðaust
ur af Hólmsbergsvita.
í þann mund er sýnt þótti að
eldinn tók að lægja í vélarúminu
bjó stýrimaðurinn þar um borð
sig út með reykgrímu frá varð-
skipinu, fór niður í vélarúm, og
tókst honum a'ð slökkva eldinn,
sem var í rafmagnstöflu skipsins.
Kl. 9.45 tilkynnti skipstjórinn á
Fiskakletti svo í gegnum talstöð-
ina þar um borð, sem hann gat
nú komizt að, að hann teldi eld-
inn að mestu slökktan, og áhöfn
hefði fullt vald yfir honum.
Klukkan rúmlega 11 fyrir há-
degi komum við með Fiskaklett
að bryggju í Keflavík, og var
slökkviliðið þá reiðubúið á
bryggjunni, og lagði síðustu hönd
á að slökkva eldinn, sem enn
reyndist vera milli þilja bak við
rafmagnstöfluna í vélarúminu.
Lítilsháttar skemmdir udðu á
skipunum er lágu hlið við hlið
.úti á sjó, en slys engin. Ekki eru
kannaðar skemmdir á Fiska-
kletti af völdum eldsins, en talið
er að þær séu allmiklar. Skipið
hefur að undanförnu verið að
humarveiðum, og var ætlunin að
stunda þær til 15 .ágúst.
— Erlend tiðindi
Framhald af bls. 13
málum, heldur einnig fjöldi á-
hrifamanna innan Verkamanna-
flokksins og jafnvel innan ríkis-
stjórnarinnar. Er talið fullvíst að
Wilson neyðist til að gera ein-
hverjar breytingar á stjóminni
á næstunni, og hafa a.m.k. tveir
ráðherrar lýst því yfir að þeir
hafi í hyggju að biðjast lausnar.
En deilur þessar innan flokks-
ins munu koma í ljós á ársþingi
flokksins í Brighton 3.—7. októ-
ber í haust.
1 VERKSMIÐJU Sindra við
Borgartún er verið að vinna
að stækkun á listaverki Ás-
mundar Sveinssonar, mynd-
höggvara, „Skýjaklýfnum",
eða Gegnum hljóðmúrinn“,
eins og hún var nefnd eftir
að hafa farið á listsýningu í
Danmörku. Það eru Loftleið-
ir, sem keypt hafa listaverkið
og ætla að setja það upp fyr-
ir framan Loftleiðahótelið.
Á myndinni hér að ofan er
verið að vinna að listaverk-
inu. Yfirsmiður er Jón Gunn
ar Árnason, sem verið hefur
— Gengisfelling
Framhald af bls. 1
á afleiðingum gengisfellingar
pundsins, komi til hennar. Annar
hópurinn telur, að skerðing
pundsins muni hafa mjög alvar-
legar afleiðingar, en hinn, að af-
leiðingar gengisfellingar verði
vart aivarlegri en áður.
Hinsvegar virðast flestir þeir,
sem blaðið byggir frásögn sína á,
vera sammála um, að gengisfell-
ing kunni að vera fyrir dyrum,
hver svo sem ummæii Wilsons
séu. Þær ráðstafanir, sem nú sé
verið að boða í Bretlandi, stað-
festi, í stað þess að vísa á bug,
hugmyndir manna um, að
sterlingspundið sé í hættu.
við nám í Englandi og lært
þar stækkanir á listaverkum.
Þriðji hluti verksins er nú
búinn, en eftir er að þekja
listaverkið eirplötum og veg
ur eirinn, sem fara mun í
listaverkið um það bil 1
tonn. Höggmyndin mun
verða um 3,60 m að hæð.
Á myndinni er yfirsmiður-
inn Jón Gunnar Árnason og
Óskar Einarsson, sá er séð
hefur um framkvæmd verks
— Vietnam
Framhald af bls. 1
að heilt herfylki N-Víetnam-
manna (Víetcong) hefði nú
lagt undir sig þetta svæði.
Fréttamaður spurði Rusk að
þvi í dag, hver væri á því mun-
urinn að senda herlið inn á hlut-
lausa svæðið og gera innrás í N-
Víetnam. Svar hans við þessari
spurningu er ekki gefið í frétt-
um, orðrétt, en fréttastofan
NTB segir, að það hafi verið á
þá leið, að það vísi ekki á bug
'þeim möguleika, að Bandaríkin
sendi herlið inn í N-Víetnam,
gerist þess þörf, vegna öryggis
bandarískra hermanna.
Annar fréttamaður spurði
Rusk, hvort hann teldi það rétt,
sem fram hefði verið haldið, a'ð
Bandaríkin hefðu í hyggju að
kalla heim stóran hluta herliðs
síns í Evrópu. Segir NTB, að
svör Rusks við þessari spurningu
skjóti ekki fyrir það loku, að
slík heimköllun verði fyrirskip-
uð.
f lok fundar þess, sem Rusk
hélt með blaðamönnum í dag,
hafnaði hann þeirri fullyrðingu
sovézka utanríkisráðuneytisins,
að bandarískar flugvélar hefðu
ráðizt á sovézk skip við strendur
N-Víetnam, nánar tiltekið við
hafnarborgina Haip'hong.
Sovézka utanríkisráðuneytið
afhenti í dag bandaríska sendi-
ráðinu í Moskvu mótmælaorð-
sendingu, vegna þess, að slíkir
atburðir hefðu átt sér stað. —
Sendiráðið sendi orðsendinguna
aftur, og sagði, að hér væri um
a'ð ræða ákæru, vegna glæpsam-
legs athæfis, sem haldið væri
fram, að Bandaríkin hefðu að-
hafzt — en væri ekki sönn — og
því væri ekki hægt að veita
henni móttöku.
Lagos, 4. ágúst — NTB:
HERFORINGJASTJÓRNIN í Níg
eríu sleppti í dag úr haldi 15
stjórnmálamönnum, sem hneppt
ir voru í fange'si á sínum tíma,
er Johnson Aqui-Ironsi, herfor-
ingi, sem nú var steypt af stóli,
gerði byltingu gegn stjórn Níger
íu. Jafnframt lýsti hinn nýi vald
hafi land«ins. Yakubu Gowon,
ofursti, yfir þvi á blaðamanna-
mundi, að borgarastjórn yrði kom
ið á í Nígeríu eins fljótt og auð
ið yrði.
Ofurstinn sagði á þessum
fyrsta fundi sínum með frétta-
mönnum eftir að hafa tekið völd
í landinu með byltingu, að bann
ið við starfsemi stjórnmálaflokka
yrði áfram í gildi, en hann bætti
því við, að það yrði bráðlega af
numið, og landið myndi þá fá
borgaralega stjórn að nýju.
Ekki vildi Gowon svara spurn
ingum blaðamanna um hvort
Hoppdrætti
H.S.S.R.
Dregið hefur verið í happ-
drætti Hjálparsveitar skáta í
Reykjavík. Vinningsnúmerin
voru:
Fjölskyldutjald nr. 3998
Háfjallatjöld nr. 1230, 1417,
1629, 1945
Jöklatjöld nr. 302, 333, 1365,
4330, 6545.
Hjálparsveit skáta í Reykja-
vík þakkar almenningi góðar
undirtektir.
Vinningshafar hafi samband
við skátabúðina.
— Fiaf
Framhald af bls. 1
ar eru fullnýtt, framleitt
600.000 bifreiðar á ári.
Verksmiðjan verður reist
undir umsjá ítalskra sérfræð-
inga.
Mun hér vera um 'að ræða
tilraun sovézkra leiðtoga til
að hagnýta sér það, sem bet-
ur fer á Vesturlöndum en í
tilraunalþjóðfélagi því, sem
nú hefur verið rekið þar
eystra í hálfa öld, — og ekki
hefur getað séð þjóðinni fyrir
nægum farkostum.
Bonn, 5. ágúst — NTB:
LUDWIG Erhard, kanzlari V-
Þýzkalands, sagði í dag, föstu
dag, að tækist ekki að koma
í veg fyrir verðbólgu þá, sem
nú ríkir í V-Þýzkalandi, gæti
svö farið, að v-þýzka stjórnin
yrði að grípa til ráðstafana,
svipaðra þeirra, sem brezka
stjórnin hyggst nú grípa til.
hann vissi nokkuð um örlög
Ironsi hershöfðingja. Ironsi var
handtekixm af uppreisnarmönn-
um sl. föstudag, og óstaðfestar
fregnir herma, að þeir hafi ráð-
ið hann af dögum.
Stúlka slasast
ÞAÐ slys varð í gærdag, að
starfsstúlka Kassagerðar Reykja
víkur fór með hendi í vél og
slasaðist allmikið. Var hún flutt
í Slysavarðstofuna og þaðan á
sjúkrahús.
— Héraðsmót
Framhald af bls. 11
kísilgúrmálið er hér auðvitað
efst á baugi sem stendur.
— Og hvernig lízt þér á það?
— Ég veit ekki hvað skal
segja, get ekki lagt neinn dóm á,
hvort það verður til góðs eða
ills, úr því verður reynslan ein
að skera, úr því sem komið er.
Fyrst að byrja’ð var á þessu,
verður ekki aftur snúið.
— Hver rök finnst þér helzt
mæla með og móti kísiliðjunni?
— Með henni mælir fyrst og
fremst það, að frá þjóðihagslegu
sjónarmiði virðist hún æskileg
og jafnframt skapar hiún meiri
vinnu fyrir sveitina og næsta
nágrenni. Á hinn bóginn er hætt
an á, að skemmdir verði á nátt-
úrulífi Mývatnssveitar, silungi
og fugli — og að sérkenni lands-
lagsins verði skert meira en ella
hefði orði'ð. Ég er hinsvegar ekki
svo hræddur við þetta, svo fram
arlega, sem allir leggja á eitt
með að gæta þess, að ekki verði
slys, sem valdf því t.d. að olía
fari í vatnið. Leggist allir á eitt
uim að fyrirbyggja slys, held ég
þetta geti tekizt og orðið til
góðs.
— Sækir unga fólkið burt héð-
an?
— Já, nokkuð. — Þáð fólk,
sem fætt er eftir stríð, hefur
einkum flutzt burt, — sökum
þess, m.a., að jarðir hafa allar
verið setnar og ræktunarskil-
yrði víða lítil. Auk þess er dýrt
að koima upp búi. Konurnar
rjúka auðvitað allar í burtu —
en það er út af fyrir sig ekki svo
slæimt, þær giftast burt og við
náum í konur í aðra landsfjórð-
unga. Að mörgu leyti finnst mér
það heppilegt, því þáð er ekki
gott, að fólkið giftist of mikið
innansveitar og verði of skylt.
Hér búa ágætar konur, hvaðan-
æva af landinu, — og virðast
una sér vel hérna hjá okkur.
Við kveðjum þennan unga
myndarlega bónda úr Mývatns-
sveit með þá hugsun ofarlega í
kollinum, að konunum sé hreint
ekki vorkunn að una sér þar vel,
séu aðrir honum líkir þar í sveit-
inni. — M3bj.
Maðurinn minn,
BJÖRN FRIÐRIKSSON
, fyrrverandi tollvötður,
andaðist 5. ágúst síðastliðinn.
Ólöf María Sigurvaldadóttir.
Hjartkær konan mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
STEINHILDUR SIGURÐ ARDÓTTIR
Landakoti, Álftanesi,
andaðist í sjúkrahúsi Hvítabandsins 5. ágúst sl.
Sæmundur Hallgrímsson,
börn, tengdabörn
og barnabörn.
(Ljósm.: Mbl. Sv. Þorm.)