Morgunblaðið - 14.08.1966, Blaðsíða 19
Sunnudagur 14. ágúst 1966
MORCUNBLAÐIÐ
19
Valdimar Cuð-
jónsson
VALDIMAR Guðjónsson á Ný-
lendugötu 6 er fæddur 14. ágúst
11881. Af kunnugum er hann kall-
aður Valdi í Há'bæ.
Nýlendugatan liggur að Norð-
urstígnum, og iþar var Valdimar
fæddur í húsi þar sem nú er
85 ára
númer 3 og kallast Volti.
Móðir Valdimars hét Jóhanna
Jónsdóttir og var ættuð austan
úr Holtum. Guðjón faðir hans var
Jónsson fæddur í Rvík, í hinu
svokallaða Skuggahverfi, en ólst
1 upp hjá Guðmundi Erlendssyni
OZONETT er heimilistæki sem á að vera
í hverri íbúð.
OZONETT eyðir tóbaksreyk og hverskon-
ar óþef.
OZONETT er D-vítamíngjafi og þess vegna
nauðsynlegt ungum sem gömlum.
OZONETT vinnur á móti óhollustu, sem
stafar frá ýmsum hitunarkerfum.
OZONETT er ódýrt í rekstri, 2—6 kr. á
rúmmeter á ári.
OZONETT má nota sem lækningatæki við
asma, til að græða brunasár og fleira.
OZONETT er algjörlega hættulaust en
bætir andrúrosloftið.
OSONET
LJÓS OG HITA
Garðastræti 2.
Varalampar verða til sölu.
ATVIIMIMA
Viljum ráða ungan og röskan mann til
afgreiðslustarfa í verzluninni. Þarf að
hafa kunnáttu í enskri tungu og áhuga
á vélum.
BLOSSI sf.
Laugavegi 176 — Sími 37456.
IMÝJUIMG!
Eldtraustur krossviðuir
leysir ótal vandamál — A SJÓ — Á LANDI.
Fyrsta sendingin komin til landsins.
Tökum á móti pöntunum.
Hannes Þorsteinsson
heildverzlun — Sími 24455.
útvegsbónda í húsinu nr. 18 við
Vesturgötu. Það hús var þá kall-
að Rimma.
Kona Valdimars er Þóra Ól-
afsdóttir, bónda á Bakka í Leir-
ársveit, mikil myndarkona. Hún
varð áttræð 27. júlí síðastliðinn.
Hún liggur nú sjúk.
Valdimar Guðjónsson var bráð
iþroska og afburða duglegur.
Hann var með stærri mönnum,
bar reisn og karlmennsku í fasi
og var með sterkari mönnum.
Hann fór 10 ára gamall til sjós
og fékk 8 krónur á mánuði. Síð-
ar lagði hann gjörva hönd á
margt. Hann var mjög fiskinn,
og frábær skytta var hann.
Tvítugur fór hann til Vestur-
heims og dvaldist þar nokkur ár.
Á ferðum sínum komst hann í
mörg ævintýri og mannraunir.
Um (það hefur Sveinn Sæmunds-
son blaðamaður skrifað mjög
skemmtilega í 45. og 46. tölubalð
„Fálkans“ 1965, og heita grein-
arnar „I leit að fé og frama“. Þar
segir nokkuð frá æskuárunum,
atvinnu, sjósókn, sjávarháska og
sjóslysum, siglingum til margra
landa, fiskiríi á Winnipeg-vatni
bæði að sumri og vetri, og af
kynningu við Indíána. Hann
skaut sér t. d. bjarndýr til matar
og önnur villidýr. Sjálfur gerði
Valdimar út bát á Winnipeg-
vatni; og hann lenti í villum á
ísum hins stóra vatns.
Eftir að hann kom heim,
keypti hann sér bát og stundaði
sjómennsku, ýmist á eigin fari
eða hjá öðrum. Hann lenti því
oft í ýmspm svaðilförum og löng-
um sjóferðum.
Á ofanrituðu má sjá, að Valdi-
mar var afburða duglegur. Hann
byggði sér eitt sinn hús, og bar
þá á bakinu upp úr fjörunni
mestallt af mölinni sem fór í
hans part af húsinu. — Á fyrri
árum kynntust þeir Valdimar og
Guðmundur Jónsson (kenndur
við Helgastaði) faðir Kristmanns
rithöfundar, og reri Guðmundur
með Valdimar. Valdimar talar
mjög hlýlega um Guðmund og
segir hann hafa verið góðan
dreng og skemmtilegan. Guð-
mundur var atvinnu-veiðimaður
og frábær skytta með 'byssu —
og á hið talaða orð.
Ungur kynntist ég Valdimar
Guðjónssyni, og hefur hann
ávallt vikið góðu að mér, og 'bið
ég Guð að blessa hann og konu
hans.
Heilsa Valdimars er nú þannig,
að hann hefur rétt fótavist. Ald-
ur hans er líka orðinn æði hár.
Hann segir, að nú séu samferða-
menn sinir annaðhvort horfnir
eða að kveðja. Honum liggja
falleg orð til allra, iþó að stund-
um væru menn ekki sammála;
en það er jafnán eins og allt
verði mildara og bróðurlegra
þegar litið er langt til baka.
Vinir Valdimars óska honum
og konu hans, að þau megi hafa
hug sinn opinn í trú á Jesúm
Krist og eilíft líf. Ekkert styrkir
hugann og hressir hjartað, og
skapar hverju fótmáli öryggi,
eins og hin milda trúarbirta.
Lárus Salómonsson.
EXPRESS - EXPRESS
Við bjóðum litla, létta handknúna
þvottavél frá Svisslandi.
EXPRESS vélin er öll úr ryðfríu stáli,
hún er gerð til að standa t.d. á vaskborði,
og tekur iy2 kg. af þvotti í einu.
Verð kr. 1785.-
Sendum í póstkröfu.
Búsáhöld
Kjörgarði — Laugavegi 59.
ÚTSALA ÚTSALA
Gerið góð kaup
Mik.il verðlækkun
* KVENSKÓR
KARLMANNASKÓR
UNCLINCASKÓR
BARNASKÓR
ALLAR TECUNDIR
Skótízkctn, Snorrabraut 38
Snyrtistofan Hátúni 4a
Sími 18955
FÓTSN YRTIN G — H ANDSN YRTIN G
ANDLITSBÖÐ — HÚÐHREIN SUN
Guðrtín Þ. Vilhjálmsdóttir, snyrtisérfræðingur
ITSALA
Enn er hægt að gera góð kaup
á útsölunni.
Kápu- og dómubúðin
Laugavegi 46.