Morgunblaðið - 16.08.1966, Side 12

Morgunblaðið - 16.08.1966, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjuclagur 16. ágúst 1966 Námskeii fyrir dönskukennara * Rætt við Agúst Sigurðsson, námsstjóra NÁMSKEIÐ verður haldið í Kennaraskólanum 1.—20. sept. nk. Aðaikennarar verða Niels Ferlov, menntaskólarekfror og Henninsr Harmer námsstjóri. Þeir hafa báðir verið háskólakennarar I dönsku í Svíþjóð. Auk þeirra munu menn búsettir hér aðstoða við námskeiðið. Námsgreinar verða sem hér segir: Talæfingar. Lagðir verða til grundvallar lesnir textar og efni úr daglegu lifi. Framburður. Æfð verða atriði, sem valda ís- lendingum erfiðleikum, æfður upplestur m. a. með sérstöku til- liti til hljóðfalls og gerð npkkur grein fyrir helztu undirstöðu- atriðum danskrar hljóðfræði. — Skrifleg framsetning. Stuttar rit- gerðir um vel kunn efni, æfing- ar í myndun setninga og nokkrar þýðingar af íslenzku á dönsku. Málfræði. Farið verður í nokkur atriði málfræðinnar, sem oft reynast erfið í kennslu. Bók- menntir og menning. Haldnir verða fáeinir fyrirlestrar um þessi efni. Lesnir verða nokkrir úrvalskaflar og e.t.v. farið í greiqingu (litterær analyse). Orðskýringar. notaðar verða hand'bækur og orðskýringar nokk uð æfðar (samheiti, gagnheiti, uppruni o. fl.). Kennslutækni. Sýnd verða í notkun hjálpargögn við kennslu, sýnikennsla með 12 ára börnum. í talæfingum og framhurði verður kennt í fáeinum flokkum. Bækur og segulbandstæki verða til afnota’á námskeiðinu. Þátt- takendur þurfa ekki nauðsynlega að taka þátt í öllum námsgrein- unum en þar eð nokkur heima- vinna er óhjákvæmileg í sam- bandi við sumar námsgreinanna, er þess óskað að þátttakendur *3etli sér ekki störf utan nám- skeiðsins, meðan það stendur yfir. Námskeiðið kostar ekkert, er það kostað af fé sem er veitt af Atþingi til kennaranámskeiða og verulegt styrkt af danska Menntamálaráðuneytinu. í viðtali sem Ágúst Sigurðsson, námsstjóri átti við Morgun- blaðið fyrir nokkru, sagði hann meðal annars: „Þegar ég heim- sótti skóla sl. vetur sem nám- stjóri í dönsku og ensku bæði í Reykjavík og úti á landi létu mjög margir kennarar í ljós ósk um að námskeið yrðu haldin fyrir tungumálakennara, og þeg- ar þess var farið á leit við danska menntamálaráðuneytið að það styrkti námskeiðið sl. sumar voru valdir tveir aðalkennarar aámskeiðsins í samráði við menntamálaráðuneytið. Tilgang- urinn með slíku námskeiði er að veita kennurum upplýsingar og þjálfun í þeim atriðum sem þeir telja sér koma að gagni við kennslu". — Þetta er námskeið fyrir dönskukennara sem ætla sér að kenna dönsku, sagði Ágúst ennfremur og er það ekki bundið við þá kennara sem hafa kennt dönsku. Viðfangs- efni námskeiðsins eru þau atriði í dönskukennslu, sem margir dönskukennarar hafa ósk- að eftir að væru tekin til með- ferðar. En óskir kennara í þessu efni eru auðvitað mjög mismun- jmdi, bæði eftir þeirri menntun í dönsku, sem kennararnir hafa sj’álfir og eftir því hvaða aldurs- flokkum þeir ætla að kenna. T.d. hafa sumir dönskukennarar sér- staklega óskað eftir þjálfun í talleikni, aðrir að farið sé í viss bókmenntaatriði með lestri val- inna kafla o.s.frv. — Talæfingarnar verða um hluti sem þátttakendur þekkja mjög vel, annað hvort úr dag- legu lífi eða úr textum sem þeir £á á námskeiðinu og geta lesið. í talæfingum verður þátttakend- um skipt í nokkra hópa, þannig að aðeins fáir samstæðir þátt- takendur verði í hverjum hóp. Framburður verður æfður að nokkru leyti sem upplestur og að nokkru leyti verður farið yfir þau atriði hljóðfræðinnar sem helzt má gera ráð fyrir að dönskukennarar hafi not fyrir. Hvað skriflega framsetningu snertir, má segja að um eiginlega stílagerð verði varla að ræða, enda engin þörf á henni, heldur verða stuttar ritgerðir um ein- hver efni, sem þátttakendur geta að'miklu leyti valið sjálfir. Hvað málfræðina snertir er hvorki ástæða til né tími að fara yfir málfræðina sem heild heldur verða aðeins tekin nokkur atriði, sem stundum reynist erfitt að útskýra fyrir nemendunu-m í skólunum. Hvað bókmenntir og menningu snertir, þá verður þessi grein kennd í fyrirlestrum Ágúst Sigurðsson og farið út í greiningu nokkurra stuttra kafla frá bókmenntalegu sjónarmiði. Þessir kafiar verða teknir úr bókum sem útvegaðar verða sérstaklega fyrir nám- skeiðið. Sem handbók verður notuð „Nudansk ordbog" eftir Niels Jakobsen og eru þátttak- endur sem eiga þessa bók beðnir að koma með hana. Um kennslu- tækni er það helzt að segja að nýjasta gerð af Tannberg segul- bandstækjum verða notuð til æf- inga og sýnt hvernig nota má þess konar tæki í kennslu. Þá verður einnig lítilsháttar sýni- kennsla með 12 ára börn og verða tvær mismunandi kennslu- aðferðir sýndar. Auk þess sem bráðabirgðakennsluáætlun grein- ir, verða flutt fáein erindi. T. d. mun Benedikt Sigvaldason skóla stjóri, segja frá námskeiði sem haldið var í sumar í Strazsburg um nýjungar í kennslutækni. Aðalkennararnir, Niels Ferlov og Henning Harmer, eru báðir sér- fræðingar í dönsku og dönskum bókmenntum og vanir að kenna útlendingum dönsku. Auk þeirra mun Torben Friðriksson og ég hafa talæfingar með einhverjum af talæfingaflokkunum. Ég mun einnig fjalla um kennslutækni ásamt öðrum kennurum, sem sumir hverjir hafa ekki enn gefið endanlegt loforð um að kenna við námskeiðið og því ekki hægt að svo stöddu að segja frá því, hverjir þeir eru. — Það er í athugun, sagði Ágúst Sigurðsson ennfremur, hvort tiltækilegt er að gera dönsku að skyldunámsgrein í 12 ára bekk. Ef horfið yrði að því ráði, myndu margir kennarar, sem hingað til hafa ekki kennt dönsku þurfa að taka að sér dönskukennsl-u á barnaskólastig- inu. Þeir sem byggjust við að þurfa að taka að sér slíka kennslu, eru mjög velkomnir á námskeiðið og yrði reynt að hafa Fréttasyrpa frá Úlafsfirði ■vxwrw/. ¥ x Slæa'sta flugvél sem lent hefur þar Sl. laugardag lenti Tryggvi Helgason flugmaður á Akur- eyri Beechsraft flugvél sinni í fyrsta skipti á flugvellinum í Ólafsfirði. Er þetta stærsta flugvél sem lent hefur í Ólafs firði. Voru þetta önnur tíma- mótin í sögu Ólafsfjarðar sama daginn, því að eins og kunnugt er kom Sigurbjörg ÓF í heimahöfn þann dag. Sagði Tryggvi í samtali við Mbl. að flugvöllurinn væri nú ágætur og aðstæður allt aðrar eftir að háspennulínur, sem áður girtu völlinn af beggja vegna, hafa verið fjar- lægðar. Myndin sýnir Beechcraftinn á flugvellinum í ólafsfirði. Bætt úr vatnsskorti Svæili fyrir 80 íbúðarhús skipulagt MIKIL grózka er nú í at- vinnulífi Ólafsfjarðar og ör fólksfjölgun. Hefur nýlega NÝLEGA hófust í Ólafsfirði framkvæmdir við að reisa vatnsgeymi, sem á að geta fullnægt vatnsþörf Ólafsfirð- inga næstu áratugi, en eins og kunnugt er hefur verið alvarlegur vatnsskortur í Ólafsfirði undanfarin ár. Vatnsgeymirinn, sem mun taka 500 lestir af vatni stend- ur í fjallshlíðinni utan og of- an við kaupstaðinn, en vatn- ið í hann verður leitt úr lind- um í Brunnadal. Það er Trésmíðaverkstæði Ólafsfjarðar sem sér um verk ið og er áætlað að því verið lokið innan tveggja mánaða- Kostnaður er áætlaður um Unnið er af kappi við að reisa vatnsgeyminn. 750 þús. krónur. hefur Vigfús Skíðdal Gunn- Yfirumsjón með ver-kinu laugsson. verið lokið við skipulagningu nýs íbúðarhverfis, á svonefnd- um Flæðum þar sem gert er ráð fyrir að reist verði 80 íbúðarhús. Hefur þegar verið sótt um leyfi fyrir byggingu 20 íbúðarhúsa og framkvæmd- ir hafnar við 6 þeirra. þá saman í flokkum, sem mið- uðu sérstaklega að undirbúningi dönskukennslu á barnaskólastigi. Búast má við að reynslan leiði í ljós að nokkuð öðruvísi kennsluaðferðir þurfi að nota, þar heldur en í gagnfræðaskól- um. Hins vegar þykir mér liggja í augum uppi að aldrei verði fært né heldur æskilegt að gefa neina allsherjar forskriift um kennsluaðferðir. Þær verður kennarinn að móta eftir eigin áhuga og námsgetu nemendanna. En á námskeiði sem þessu gefst kennurum kostur á því að hittast og ræða um starfstilhögun." Að lokum skal þess getið að ólíklegt er að námskeið í dönsku verði haldið aftur hér á landi næsta ár. Kennarar sem ætla að taka þátt í þessu námskeiði eru beðnir um að tilkynna þátttöku eins fljótt og unnt er til Ágústs Sigurðssonar, Bólstaðarhlíð 12, Reykjavík eða til fræðslum-ála- stjóra. S. Helgason hf. Súðarvogi 20. — Simi 36177.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.