Morgunblaðið - 16.08.1966, Page 21

Morgunblaðið - 16.08.1966, Page 21
Þriðjudagur 16. Sgfist 1966 MORGUNBLAÐIÐ 21 Aldís Guðmundsdóttir Það er alltaf happ hvers manns, að hafa góða samferða- menn og gamalt orðtak segir, að dragi hver dám af sínum sessunaut. Við hjónin vorum svo heppin er við komum til Selfoss, að hafa Aldísi og Kristin að næstu ígrönnum. Sé granninn tit fyrirmyndar, skapar það nokkrar líkur til að maður reyni sjálfur að halda sem bezt jafnvæginu á milli. Ég minnist þess vel, að mér varð starsýnt á þá konu er bar sig svo höfðinglega og bar með sér svo yfirlætislausa reisn. Slíkt hlaut að skera sig úr í hvaða umhverfi sem var. Ekki skyggði þar á er maður kynntist hennar milda fasi og þessi reisn féll aldrei í mínum augum við áratuga kynningu. Ekki höfðu þau hjónin farið langar æfintýraferðir til að leita gæfu sinnar, þar sem Kristinn Vigfússon byggingarmeistari var frá Eyrarbakka en Aldís heima- sæta frá Litlu-Sandvík Guð- mundsdóttir Þorvarðarsonar hreppstjóra þar. Kristinn hefur víst stigið flest spor ævinnar með gætni og góðri fyrirhyggju og er hann í byrjun sjálfstæðs ævistarfs var að byggja húsið í Litlu-Sandvík, undrar mig ekkert þótt hann yrði hrifinn £if heimasætunni, og ekki urðu það nein flasspor. Nokkru eftir að Kristinn hafði lokið byggingu kirkjunnar að Hjalla í Ölfusi eða 2. nóvember 1929, voru þau vígð þar til síns happasæla hjónabands, sem ég vissi aldrei til að neinn sæi snurðu á. Ég var lengur að kynnast heimili þeirra Aldísar og Krist- ins að Árnesi heldur en sumum öðrum heimilun, en því betur sem við kynntumst því, varð það okkur kærara. Börn okkar léku sér saman, nemendur okkar Kristins voru samfélagar og fjöl mörg urðu önnur samskifti heim ilanna sem þó aldrei bar neinn skugga á. Sagt er að konan skapi heim- ilið og svo mun oft vera og það þó hún sé ekki búin svo sterkum persónuleika sem frú Aldís var. Hann setti ekki aðeins mót sitt á heimilið alla tíð heldur báru og bera synir hennar það með sóma og ekki ólíklegt, að þess sjái merki lengra inní framtíðina. Það var ekki venja Arness- heimilisins, að gleypa við ný- ungum fyrir það eitt, að þær væru tízkufyrirbrigði líðandi stundar, en mörg siðferðisboð- orð sem margir virða nú minna en áður var og rækja því síður (illu heilli) voru þeim mun bet- ur haldin, svo sem að virða það sem þjóðlegt var og mannlegt, fara vel með og nýta..Aldís var greind kona og kunni vel að meta ljóð og list. Allt seitlar útum greipar sumra, en allt tvöfaldast í hönd um annarra. Ekki mun það hafa skert heimilisöryggið í Árnesi að neitt yrði vonum ódrýgra í hönd um Aldísar, en það er list þegar þess er jafnhliða gætt að halda það boðorð að reyna jafnan að vera frekar veitandi en þiggj- andi. Það er sá arfur sem ég hefi sjálfur reynt, að þau hjónin hafa látið niðium sínum eftir. Heimilið var Aldísar heimur það var hlýtt innan dyra, nægju semi og iðjusemi, voru þar ljós- lega rækt boðorð, prjállausir hlut ir skreyttir eigin handavinnu. Eigi náði ég að kynnast Guð- mundi bónda í Sandvík, en ekkjunni Sigríði Lýðsdóttur, þeirri góðu konu kynntist ég fyrst hjá Lýð bónda syni henn- ar en síðast hjá Aldísi og Kristni Á þessum heimilum ríkti sá jafn vægisfriður sem langferðalúnum er ljúft að njóta. Það er líkt og horfa á kvöldgeisla við lognvært sund, að sjá brosljúft gamal- menni í svo öruggri höfn. Þar var víst ekki nöldur né seðra hjá þeim mæðgum, þó að markalínu væri komið og svo er mér sagt um Aldísi sjálfa, er hún gekk síðasta ævispölinn hafi hennar tign og ró verið hin sama og alla tíð. Þung högg eru nú þessari fjölskyldu veitt, en það eru breið bök jafnaðargeðs að bera. Svo sem ég af langri kynn- ingu vissi hefur Kristinn staðið eins og hetja í öllum þessum raunum en mikill er hans miss- ir og allra ástvina og engan samferðamann veit ég, sem ekki muni sakna Aldísar. Þessar línur eiga að bera alúð arþakkir okkar hjóna fyrir allt og allt frá fyrstu kynnum. Nú svífa í huganum umliðin ár með ylríkan minnigarkliðinn Sá Guðdómsins kraftur sem græðir öll sár hann gefi ykkur öllum sinn friðinn. Og far þú vel Aldís mín, þung var sú þraut, er þú hafðir síðasta unnið. Það fylgja þér óskirnar allra á braut þá æfinnar skeiðið er runnið Nú flýgur þú víðar, því fótur þinn er ei fastur hér lengur við jörðu Það vakir sú minning og vitni um þá ber sem vandlega skyldurnar gjörðu. Því verkamanni dyggum er velfagnað heim sem vann allt í Herra síns nafni og sólgyllt mun leiði á sundinu þeim, er siglir með trúna í stafni. Ingþór Sigurbjs. t 24. febrúar 1902 — 9. ágúst 1966 Lífið er fljótt, líkt er það elding, sem glampar — Kveöja um nótt, ijósi, sem tindrar á tárum, titrar á bárum. Matth. Jochumsson. Með fáeinum orðum vil ég minnast þeirrar merkiskonu, sem í dag verður til moldar bor- in frá Selfosskirkju, húsfrúar Aldísar Guðmundsdóttur, Banka vegi 4, Selfossi. En hún lézt að heimili sínu 9. þ.m., rúmlega 64 ára að aldri. Aldis var fædd að Litlu-Sand- vík. Heimili þeirra var þekkt á sinni tíð, gamalgróið menningar- heimili að þeirrar tíðar reglu- semi í hvívetna- Það var mann- margt athafnaheimili, og bar þar að garði margan gest og gang- andi. Aldís ólst þar upp með for- eldrum sínum og systkinum. Hún varð snémma mikil þroska- stúlka, há vexti, sköruleg á fót komin og þótti laukur í sínum ættargarði. Þegar hún var 17 ára gömul, fór hún til Reykjavíkur á svonefnt hússtjómarnámskeið, sem stóð frá áramótum fram á vordaga.. Þetta var öll skólagang- an í lífi Aldísar, og má nú á dögum hinnar almennu skóla- göngu furðu gegna, hvað þessi stutti námstími hefur orðið nota drjúgur hinni ungu stúlku, enda var upplag og þroski óvenju mik- ill. Síðar dvaldist hún um stuttan tíma í Reykjavík og bjó hjá Margréti Sigurðardóttur, sem verið hafði rjómabússtýra í Sandvík-rjómabúi, og tókst með þeim órofa vinátta, sem hélzt meðan báðar lifðu. f foreldrahús um dvaldist Aldís síðan að mestu óslitið til 27 ára aldurs, og mun þá hafa verið önnur hönd móður sinnar við öll húsverk og heim- ilisstörf og hvilt á henni mót- taka gesta og önnur umsvif, sem þá voru mikil á heimilinu. Árið 1926 réðst Guðmundur í Sandvík í það stórvirki að reisa nýtt íbúðarhús úr steinsteypu það, er enn stendur. Þótti það mikil bygging í sveit á þeirri tíð. Meðal smiðanna, sem við verkið unnu, var Kristinn Vig- fússon trésmiður og síðar bygg- ingameistari af Eyrarbakka. Hann var þá þegar orðinn vel þekktur sem atgerfismaður, hafði stund- að sjóróðra og verið formaður í héraði. Felldu þau Aldís og Krist inn hugi saman og gengu í hjöna band 2. nóv- 1929. Bjuggu þau fyrstu tvö árin í Sandvík, og stuttan tíma á Eyrarbakka og Hveragerði, þar sem Kristinn vann þá að byggingu Mjólkurbús Ölfusinga og Heilsuhælisins að Reykjum — Haustið 1931 hófst Kristinn handa um byggingu íbúðarhúss á Selfossi, en það sum ar má telja, að reist hafi verið 5 fyrstu íbúðarhúsin þar og vöxt- ur kauptúnsins hafi hafizt. Nefndu þau húsin Árnes og fluttu í það haustið 1932, þar sem heimili þeirra hefur verið síðan, Þeim hjónum varð 3ja sona auðið, og eru þeir: Guðmundur, féhirðir Landsbankans á Selfossi Sigfúg byggingameistari á Sel- fossi og Hafsteinn, mjólkurfræði ráðunautur í Reykjavík. Aldís Guðmundsdóttir — eða Aldís frá Litlu-Sandvík, eins og hún var lengi nefnd af öllum kunnugum — var sú kona, sem vakti athygli flestra við fyrstu sýn. Hún var mikil vexti og höfð ingleg ásýndum, svo að svip og fasi fylgdi jafnan gerðarþokkí. Ég hygg það ekki ofmælt eða eftirmælaskrum, að hún megi teljast verið hafa ein af merk- ustu húsmæðrum þessa lands. Hún var þannig gerð og getin, að miklir og góðir eðliskostir hennar hlutu að láta til sín taka hvar sem hún hafði nokkur af- skipti eða hlut að máli. Hún hélt fast við hinar „fornu dyggðir", en var þó ævinlega ung í anda og fylgdist með nýjungum og öilu því, er til betra horfði, en þó á- vallt með skynsemi og gát. Hún var starfs- og þrekkona, sem af bar og þar eftir var myndarskap ur í öllum hús- og heimilisverk- um, svo allt bar með sér ein- hvern einkennandi þokkablæ, enda var heimili hennar þekkt fyrir hýbýlaprýði og fagran smekk á flestan hátt. Hverjum hlut var ætlaður sinn staður og Framhald á bls. 18 stúlka eða kona óskast til heimilisstarfa. — Góð laun. — Sér herbergi með baði. Upplýsingar í síma 13480 og 30953. Kona óskast í uppvask á morgunvakt. IHatbarinn Lækjargótu 8. JAMES BOND ->f- ->f ->f- Eftii IAN FLEMING James Bond IY IAN FLEMIN8 ORAWIKG BY JOHK McLUSXY AS IT MAPPENS, THERES A BG mCkET OF SMJGGlED STONES IN LONCXDN AT TUIS Einmitt um þessar mundir er í Lund- únum stór pakki af smygluðum demönt- um, sem fara eiga til Ameríku. — Við vitum með hvaða skipi þeir fara. — Ágætt — þá verður hægt að stöðva hann. — Nei, James. Við viljum að hann leiði okkur á spor höfuðpaursins. — Á ég að fylgja honum eftir? — Nei, þú átt að taka við hlutverkt hans. Þú átt að smygla þessum demönt- um til Ameríku. J'ÚMBÖ *-K— * --X- —X" Teiknari: J. M O R A Tíminn líður, og nú er Júmbó einnig orðinn taugaóstyrkur. — Bara að við hefðum nú ekki látið hann fara einan! Ef eitthvað kemur fyrir hann rötum við ekki sjálfir út úr þessu völundarhúsi, segir hann og gengur um eius og ljón í búri. Tíminn liður og liður. Nú er meira en 1 klukkustund liðin. — Ég er búinn að telja 80 sinnum 60 sekúndur, og kynd- illinn er að brenna út! Gamli maðurinn er að visu svolítið skrítinn í kollinum, en ég vona að hann sé ekki illa inn- rættur. Við getum ekkert gert ljóslausir. — Hver á að leita okkar ef við villumst? Aðeins Spori . . . . og hann veit ekkert um þessa ferð okkar. Júmbó reynir af öllum mætti að finna eitthvert ráð en vesalings skipstjórinn get ur bara hrist höfuðið. t

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.