Morgunblaðið - 16.08.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.08.1966, Blaðsíða 1
28 síður v „Múrinn hefur aukið á virðingu A-Þýzkalands“ — sagði Ulbricht við hátíðahöldin vegna 5 ára afmælis illræmdasta mannvirkis veraldar Berlín, 14. ágúst. NTB ÞÚSUNDIR vopnaðra, aust- ur-þýzkra hermanna gengu fylktu liði um götur A-Berlín ar í gær, laugardag, í tilefni þess að fimm ár voru þá lið- in frá byggingu Berlínarmúrs ins. Frægasta breiðgata Ber- línar, Under den Linden, þar sem Þý^kalandskeisari og Hitler efndu á sínum tíma til risavaxinna hersýninga, end urómaði nú enn einu sinni af taktföstu stígvélatrampi hermanna, „þjóðvarðar“ og „alþýðulögreglu“. Þessi tveggja tíma löngu há- tíðahöld eru liin fyrstu sinnar tegundar frá því að valdhaf- arnir í A-Þýzkalandi vöktu furðu alls heirasins með því að hefja byggingu múrsins á mörk- um hernámssvæðanna í Berlín aðfaranótt 13. ágúst 1961. Um 5,000 „þjóðverðir“ úr verk smiðjum fóru fyrir fylkingunni, og báru þeir vélbyssur og blóm vendi í belti. Er múr var í bygg- ingu stóð „þióðvörðurinn" vörð við hann ásamt lögreglu og her- mönnum úr „Hinum þjóðlega alþýðuhei". Á fjölmennum fundi í A-Ber- lín sl. laugardag lýsti Walter Ulbricht, æðsti maður kommún- istaflokks A-Þýzkalands því yfir, að múrinn hefði komið í veg fyrir styrjöld og lagt sitt af mörkum til þess að auka á virðingu A-Þýzkalands. Hefði múrinn komið í veg fyrir, að óteljandi V-Þjóðverjar hefðu týnt lífi í styrjöld, sagði Ulbricht og bætti því við, að múrinn hefði kornið í veg fyrir að V- Þýzkaland hefði getað hrundið árásaráformum sínum í fram- kvæmd. Yíirmenn herja Vesturveld- anna í Berlín lýstu því yfir á laugardag að hátíðahöldin í A- Framhald á bls. 10. Stórblai hættir New York Herald Tribune lagt niður New York, 15. ágúst (AP-NTB). EIGENDUR stórblaðsins New York Ilerald Tribune tilkynntu Morðingjanna enn leitaö í London Lögreglan biður undirheima í dag að blaðið kæmi ekki úr frainar. Astæðan ei sú að starfs- menn við prentsmiðju og af- greiðslu blaðsins hófu fyrir nokkru verkfall til að mótmæla sameinir.gu Herald Tribune og tveggja annarra dagblaða í New York, Journai American og World Xelegram. Við sameiningu blaðanna þriggja var ákveðið að Herald Tribune kæmi áíram út sem morgunblað, en auk þess kæmi út sameiginleg kvöldútgáfa blaðanna þriggja og sérstakt sunnudagsblað. Við blöðin þrjú störfuðu áður ails um 5.700 manns, en talið var unnt eftir sameininguna að komast af með 2.500 manna starfslið. Neituðu 30 fdrust er bygging hrundi Vopnaðir verkamenn tóku þátt í hátíðahöldunum í Austur- Berlín á laugardag í tilefni fimm ára afmælis Berlínarmnrs- ins. Hér sjást þeir ganga fylktu liðið framhjá skopmynd af Ludwig Erhard, kanzlara Vestur-Þýzkalands, sem steytir hnef- ana framan í austur-þýzkan landamæravörð. Fyrir ofan myndina stendur. Fimm ára and-fasistískur varnarmúr. ) stórborgarinnar um aðstoð London, 15. ág. (AP-NTB). UMFANGSMIKILLI leit er haldið áfram í London að mönnunum þremur, sem á föstudag skutu til bana þrjá óvopnaða lögreglumenn úti á götu í höfuðborginni. Hefur lögreglan í London birt lýs- ingu á mönnunum þremur, en ekki nöfn þeirra, og er talið að hún njóti aðstoðar frá und irheimum Lundúna við að ná mönnunum. — Á sunnudag fann lögreglan bifreið þá, sem morðingjarnir þrír notuðu, og kom í Ijós að þeir höfðu keypt □ ------------------------u SÍÐUSTU FRÉTTIR Lögrcglan í London til- kynnti á mánudagskvöld að 36 ára atvinnuleysingi, John Edward Whitney, hafi verið ákærður fyrir morðið á lög- reglumönnunum þremur s.l. föstudag. Hefjast réttarhöld í máli hans á þriðjudag. f tilkynningunni segir að Whitney hafi ásamt öðrum myrt lögreglumennina Christ- opher Head, David Womb- well og Geoffrey Cox. Áður hafði Robert Chitty, yfirmað ur rannsókanrlögreglunnar, lýst því yfir að einn og sami I maðurinn hafi drepið alla þrjá lögreglumennina. bifreiðina aðeins um klukku- stund áður en morðin voru framin. — Morðin hafa vakið mikinn óhug í Bretlandi, og hafa m.a. þrír þingmenn lýst því yfir að þeir muni hafa forgöngu um að dauðarefsing verði tekin upp að nýju fyrir Framhald á bls. 10. stéttarféiög starfsmanna blað- anna að viðurkenna nauðsyn þess að fækka starfsliðinu svo mikið. Stjórnarformaður World Journ al Tribune, Inc, féiagssamsteyp unnar sem á blöðin þrjú, sagði að tilgangurinn með samsteyp- unni haíi verið að gefa lesend- Framhald á bls. 10 — í IMýju Delhí — Eigandanum hafði áður verið skipað að ryma húsið Nýju Delhí 15. ágúst — NTB. UGGLAUST er talið að meira en 30 manns hafi látið lífið er fjög- Hér eru brezkir lögreglumenn við rannsókn á morðstaðnum þar sem þrír lögreglumenn vorut myrtir í London á föstudag. Við bílinn til hægri á myndinni liggur lík eins lögreglumanns- ins. urra hæða bygging í einu af eldri hverfum Nýju Delhí hrundi til grunna í dag. Vægur jarðskjálfti og úrhellis rigning eru talin hafa valdið húshruninu- í kvöld höfðu lík 14 manns fund- izt í rústunum. Er atburður þessi varð, var frú Indria Gandhi, for- sætisráðherra Indlands, að halda ræðu skammt frá í tilefni þjóð- hátíðardags Indverja. Hermenn aðstoðuðu lögregl- una og brunalið við að grafa í rústunum, en talið er að um 60 manns séu enn grafnir þar. í kvöld höfðu 24 slasaðir menn fundizt. Umrædd bygging stóð við þrönga götu skammt frá helztu mosku (bænahúsi Múhameðstrú- ' armanna) borgarinnar. í tveggja km. fjarlægð dró frú Indrira Gandhi indverska fánann upp í tilefni 19. þjóðhátíðardags Ind- lands. Jarðskjálftinn í Nýju Delhí stóð í um hálfa mínútu og fólk sem stóð undir regnhlífum sín- um til að hlýða á ræðu fr. Gandhi ókyrrðist. Jafnskjótt og hátíða- höldin voru á enda, kom frú Gandhi á slysstaðinn og fylgdist Framhald á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.