Morgunblaðið - 16.08.1966, Síða 28
Langstærsta og
íjölbreyttasta
blað landsins
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
184. tbl. — Þriðjudagur 16. ágúst 1966
Sigurbjörg ÓF 1, stærsta skip sem smíðað hefur verið hérlendis kemur í fyrsta skipti í heima
höfn. — Sjá frásögn á bls. 5.
Suzie komin til Bolungurvíkur
Æiluðu að gista
Bolungarvík, 15. ágúst.
HINGAÐ til Bolungarvíkur
komu i dag þeir félagarnir á
hraðbátnum Suzie Wong, Haf-
steinn Sveinsson og Þórarinn
Ragnarsson. Fengu þeir sér
kaffisopa á hótelinu hér og létu
mjög vel af ferðinni.
í morgun létu þeir úr höfn á
Siglufirði og héldu beint þaðan
a'ð Gjögri, fóru síðan til Norður-
á ísafirði i nótt
fjarðar og komu til Bolungarvík-
ur síðdegis í dag. Veðrið þennan
áfanga hafði verið hið bezta alla
leiðina, eins og sjá má af því,
að þeir voru einungis sex klukku
stundir að Rit við ísafjarðar-
djúp, en sú leið mun vera um
135 sjómílur.
Héðan halda þeir íélagar í
kvöld og munu þá fara til ísa-
fjarðar, þar sem þeir ætla að
nátta sig. Á morgun ætla þeir,
ef veður leyfir, til Patreksfjarð
ar og þaðan til Stykkishólms. Ef
allt gengur áð óskum sem hingað
til, búast þeir félagar við að
ljúka hringferðinni á fimmtudag
eða föstudag.
Þeir félagar róma mjög allar
móttökur og segjast ekki hafa
látið sig dreyma um slíkt að
óreyndu.
— Hallur.
Heitasta bor-
hola landsins
— Varla heyrðist mannsins
mál í 300 m f jarlægð,
er hún var opnuð
Á FÖSTUDAG var opnuð til hæst í 26 loftþyngdir.
reynslu hin nýja borhola Hita Gerðar hafa verið tilraunir
veitu Reykjavíkur á Hvera- til að kæla holuna og hefur
svæðinu í Hengli. Opnað var í því sambandi verið dælt í
fyrir tveggja tommu rör og hana köldu vatni til þess að
kom þá í ljós þvílíkur krafc- unnt væri að gera endanlegar
ur að varla heyrðist manns- mælingar, en allt hefur kom-
ins mál í 300 m fjarlægð. ið fyrir ekki, vatnsmagmð
Mbl. hafði í gær tal af hefur ekki haft nein áhrif.
hitaveitustjóra Jóhannesi Hola þessi er einungis til-
Zoéga og spurðist fyrir um raunahola 5,75 tommur í þver
holuna og sagði hann þá að mál. Venjulegar borholur eru
gerð hefði verið tilraun til að um 9 tommur í þvermál. Heit
mæla í henni hitann. Hefði ustu borholur, til þessa hafa
verið settur niður í hana mæl verið hola í Hveragerði um
ir, sem gæti mælt allt að 260 230 stiga heit og hola í Náma
stigum, en þegar hann var skarði 236 stiga heit. Er þetta
kominn á 720 m dýpi sýndi því heitasta borhola landsins.
hann 259 stiga hita, svo að Endanlegar niðurstöður á
ekki var farið neðar. Holan mælingu holunnar í Hengli
er 836 m að dýpt. Þrýsting- mun vart að vænta fyrr en í
ur við op holunnar er um 20 næstu viku, en þá verður
loftþyngdir og hefur komizt reynt að mæla holuna.
Flugvallargerð á
Holtamannaafretti
Hellu, 15. ágúst.
AÐ frumkvæði Flugbjörgunar-
sveitar Rangæinga, Hellu, hefur
flugmálastjóri nýlega látið gera
flugvöll við Innra-Hreysi á Holta
mannaafrétt. Flugvöllurinn er
tvær brautir, liggur önnur í
norðaustur og er hún 1050 m að
lengd en hin austur og er 700 m
löng.
Flugvöllurinn er á hörðum og
sléttum sandi og þurfti ekki ann-
að en valta hann og merkja flug-
brautirnar. Verkstjóri flugmála-
stjóra sem sá um verkið telur,
að á flugvellinum geti lent flest-
ar þær flugvélar, sem nú eru
notaðar í innanlandsflugi. Þar
sem flugvöllur þessi er á mið-
hálendinu, austan Arnarfells ætti
hann að vera til mikils öryggis
fyrir flugið yfir miðhálendið. —
Framhald á bls. 10.
Frá undirritun kísilgúrsamninganna. — Fremri röð frá vinstri: W.P.S. Breese, lögfræðingur,
Johns-Manville, R. Ilackney, framkvæmdastjóri, Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráðherra,
Magnús Jónsson, fjármalaráðherra, dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri. Aftari röð frá
vinstri: Örn Þór, hdl. Ágúst Fjelsted, hrl., J. Penfield, ambassador, Pétur Pétursson, forstjóri,
Karl Kristjánsson, alþingismaður, Baldur Líndal, verkfræðingur, Brynjólfur Ingólfsson, ráðu-
neytisstjóri, Hjörtur Torfason, lögfræðingur.
ALLGÓÐUR afli hefur verið hjá
dragnótabátum í Ólafsvík að
undanförnu. Hefur aflinn verið
jafn og góður í allt sumar og í
vor veiddist vel á handfæri.
Brýtur Sigurður Fáfnisbani
ákvæði í elztu lögumiandsmanna?
SENN líður að því, að þýzkir
kvikmyndamenn leggi hingað
Ieið sína til töku á dýrustu
kvikmynd, sem Þjóðverjar
hafa gert eftir stríð. Myndin
er byggð á Völsungasögu. —
Söguhetjunni Sigurði Fáfnis-
bana er þar, meðal annarra
stórvirkja, ætlað að Ieggja
víkingaskipi skarað skjöldum,
með gapandi trjónu, að Dyr-
hólaós. Skipið er endurbyggt
úr aldurhnignum nótabát í
Njarðvíkum suður, en skipa-
smiðir þar lögðu því til trjón-
una og hringaðan sporð. Þann-
ig kváðu víkingaskip hafa lit-
ið út samkvæmt áreiðanleg-
um heimildum fornum: held-
ur óárennileg.
Væntanlega hafa kvik-
myndamennirnir gluggað í
elztu lög íslendinga frá heiðn
um tíma, Úlfljótslög, en þar
er eftirfarandi Iagaákvæði,
sem tekið er upp í Land-
námu:
„Þat var upphaf inna heiðnu
laga, að menn skyldu eigi
hafa höfuðskip í haf, en ef
þeir hefði, þá skyldi þeir af
taka höfuð, áðr þeir kæmi
í lands sýn, ok sigla eigi at
landi með gapandi höfðum
eða gínandi trjónum, svá at
landvættir fælist við“.
Það er því einsýnt, ef Sig-
urður Fáfnisbana lætur und-
ir höfuð leggjast, að taka af
trjónuna áður hann tekur
stefnu á landið, styggir hann
landvætti og gerir sig sekan
um brot á fyrrgreindu ákvæði
Úlfljótslaga. Hér er verkefni
fyrir lögspaka menn, að
ákvarða Sigurði hæfilega
refsingu, virði hann þetta
lagabrot að vettugi.
Hlutafé Kísiliðj-
unnar 78 milli. kr.
Sl. laugardag voru undirritaðir
samningar um sölu og rekstur
í sambandi við kísilgúrvinnsluna
í Mývatnssveit. 1 tilefni samning
anna sendi Iðnaðarmálaráðuneyt
ið frá sér eftirfarandi frétta-
tilkynningu í gær:
„Undanfarna mánuði hafa stað
ið yfir milli fulltrúa ríkisstjórnar
innar og bandaríska fyrirtæki-
sins Johns-Manvilfe Corporation
viðræður um byggingu og rekst
ur kísilgúrverksmiðju við Mý-
vatn.
1 samninganefnd ríkisstjórnar
innar eiga sæti Magnús Jónsson
fjármálaráðherra, formaður, dr.
Jóhannes Nordal, seðlabankastj.
Karl Kristjánsson, alþingismaður
og Pétur Pétursson forstjóri.
Samningum lauk með sam-
komulagi milli aðila í s.l. viku.
Samningarnir eru efnislega í
samræmi við það sem gert var
ráð fyrir er lög nr. 60, 13 maí
1966 um breytingu á lögum nr.
22, 21. maí 1964 um kísilgú
verksmiðju við Mývatn, voru t
meðferðar á Alþingi.
Framhald á bls. 10.
Aðalfundur
ftorræna félags-
ins í kvöld
Aðalfundur Norræna félagsins
í Reykjavík verður haldinn í
Tjarnarbúð uppi kl. 20:30 í
kvöld.
Framkvæmdastjóri greinir frá
Starfsemi félagsins á liðnu
ári, Starfsemin fer örtí vax-
andi, sérstaklega hefur nemenda
miðlun félagsins til Norðurlanda
aukizt mikið á undanförnum ár-
um.