Morgunblaðið - 24.08.1966, Side 1

Morgunblaðið - 24.08.1966, Side 1
28 síður Frá jarðskjálftasvæðinu i Tyrklandi: Biðja um fleiri skóflur til uppgraftrar Myndin er frá aðalgötunni í Verto, og sýnir verksumerkin eftir jarðskjálftann. Istanbul, 23. ágúst — NTB 1 DAG varð enn vart við jarð- hræringar í Tyrklandi, en ekki er vitað um tjón af völd- um þeirra. Flugvélar hlaðnar lyfjum, fatnaði og öðrum varningi streyma nú til Tyrk- lands. Einnig hafa komið læknar og hjúkrunarlið víðs- vegar að úr heiminum til að líkna særðum og sjúkum. Síð- ustu tölur um mannfall af völdum jarðhræringanna sl. þriðjudag eru nú 2404, en bú- ist er við að sú tala eigi eftir að hækka mikið. Tyrknesk yfirvöld hafa sent út beiðni um fleiri skóflur til að nota við uppgröft. Enn í dag hafa heyrzt neyðarköll frá fólki, Sprenging í blökkumanna- kirkju í Texas Houston, Texas 23. ág. AP-NTB Ein kona beið bana og 50 manns slösuðust í gærkvöldi er mikil sprenging varð í blökkumanna- kirkju í bænum Plainview í Texas. 150 manns voru í kirkj- unni er sprengingin varð, og eru margir hinna slösuðu taldir í lífshættu. Ekki er vitað um orsakir sprengingarinnar, en slökkviliðsmenn segja að hún hafi orðið undir kirkjugöifinu. Sprengingin varð í lok guð- þjónustunnar er verið var að syngja lokasálminn. Var hún mjög öflug og hrundi þak kirkj unnar yfir söfnuðinn. Björgunar sveitir komu þegar á vettvang og tókst fljótlega að ná öllum undan rústunum. V-ÞYZKALAND: Miklar deilur vegna brottvikn- ingar yfirmanns flughersins Æðsti yfirmaður hersins biðst lausnar sem liggur grafið undir rúst- unum. í bænum Varto, sem verst varð úti í jarðskjálftunum er tala lát inna nú um 2250, en 1312 eru alvarlega slasaðir. Hjálp berst nú til Tyrklands alls staðar að úr heiminum. Flug vélar lenda stöðugt á Erzurum- flugvellinum, sem er í 120 km.*’ fjarlægð frá Varto, með lækna, hjúkrunarlið, lyf og matvæli. Mikið fjármagn hefur borizt til hjálparstarfseminnar. M.a. hafa Páll páfi og U Thant sent peningagjafir og Saudi Arabía sendi í dag 10 milljónir ísl króna til hjálparstarfseminnar. Brezkar flugvélar hafa flutt tilbúin hús, sem nota á sem bráðabirgðasjúkrahús. Tyrkneski herinn hefur yfir- umsjón með björgunaraðgerðum og sér um að útdeila matvælum, tjöldum og teppum til nauð- staddra. Enn skortir þó 850 tjöld, og verða jafnmargar fjölskyld- ur að sofa undir berum himni, 350 lestir af matvælum þarf dag- lega til að seðja hungur fólks- ins. 5?!i ' . ifciiiíiy '' iiiiiiiiii'íi® i : ■ ii'iii Bonn, 23. ágúst — NTB VESTUR-ÞÝZKA stjórnar- andstaðan krafðist þess í gær, að Kai-Uwe von Hassel, varn- armálaráðherra V-Þýzka- lands, segði tafarlaust af sér. Fyrr um daginn hafði yfir- manni flughersins, Werner Panitzki hershöfðingja, verið vikið úr embætti, en hann hafði brotið gamla hefð innan hersins, með því að gagnrýna stjórnina opinberlega fyrir aðgerðir hennar vegna hinna tíðu Starfighter-slysa, en síð- an 1961 hefur 61 orustuþota af gerðinni Starfighter hrapað til jarðar. Sagt er að Panitzki Skæruliðar sökkva ame- rísku herflutningaskipi Helzta siglingarBeiðin til Saigon lokuð hafi lagt fram lausnarbeiðni áður en hann átti hið marg- umrædda viðtal við stjórnar- andstöðublað. Æðsti yfirmaður v-þýzka hersins, Heinz Trettner hers- höfðingi, baðst í gær lausnar frá embætti. Var frá þessu skýrt í v-þýzka varnarmála- ráðuneytinu seint I gær- kvöldi. — Ástæðurnar fyrir lausnarbeiðninni eru að sögn Trettners þær, að varnar- málaráðuneytið hafi með ó- stjórn sinni gefið hermönn- um í v-þýzka hernum tilefni til að stofna með sér félags- samtök til að gæta hagsmuna sinna. Formaður hermálanefndar v- þýzka þingsins sagði í dag, að Framhald á bls. 19 Roberts enn leitnð London 23. ágúst AP. Brezka lögreglan heldur áfram hinni umfangsmiklu leit að Harry Roberts, sem grunaður Framhald á bls. 10. Saigon, 23. ágúst — AP-NTB. MIKILVÆGASTA siglinga- leiðin frá Saigon til hafs lok- aðist í dag, er sprengja sprakk í vélarrúmi bandarísks flutn- ingaskips og sökkti því í miðjum skipaskurðinum. — Skipið var á leið til borgar- innar hlaðið hergögnum. 45 manna áhöfn var á skipinu og hiðu 7 skipsmanna bana. Tal- ið er víst að skæruliðar hafi komið sprengjunni fyrir. Skipið, sem heitir „Baton Rouge Victory“, var 10 þús. lestir að stærð og var í leiguflutningum fyrir Bandaríkjaher. Unnið er dag og nótt við að ná skipinu upp og þannig opna þessa mikilvægu siglingarleið að nýju. Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar í sl. mánuði til þess að hindra að slíkir atburðir gætu átt sér stað á siglingarleiðinni, en þrátt fyrir þessar ráðstafanir hefur skæruliðum tekizt að lauma sprengjunni um borð. Bandarískir landgönguliðar gengu á land á ströndinni norður af Vung Tau í gær, til þess að hrekja hermdarverkamenn Viet Cong af svæðinu norður af þjóð veginum milli Saigon og Vung Tau, en skæruliðar hafa hvað eftir annað gert árásir á veginn. Auk Bandaríkjamanna taka ástralskir og s-vietnamískir her- menn þátt í aðgerðunum, ásamt bandarískum sprengjuflugvél- um. Bandarískar flugvélar gerðu í dag loftárásir á stöðvar Viet Cong nálægt landamærum Kambodiu, en fregnir höfðu bor izt um mikinn liðssöfnuð skæru- liða á svæði þessu. Á mánudag- inn réðust flugvélarnar á 12 olíu- birgðastöðvar í N-Vietnam, og voru 5 þeirra innan við 50 km frá Hanoi. Þá eyðilögðu banda- Framhald á bls. 3 Utanríkisráðherrar Norðurlanda á fundi Álaborg 23. ágúst NTB. Utanríkisráðherrar Norður- landanna fimm komu í dag sam- an í Álaborg til hins árlega fund ar síns fyrir Allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna sem hefst í næsta mánuði. Ræddu ráðherr- arnir ýmis alþjóðamál, svo sem efnahagsvandamál, mál S-Afríku Ródesíumálið, möguleika á upp- töku Kína í S.Þ. og sjóðina, sem nota á til baráttunnar gegn kyn- þáttamisréttinu í S-Afríku. Einn- ig ræddu ráðherrarnir tillögu Jens Otto Kragh, forsætisráð- Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.