Morgunblaðið - 24.08.1966, Side 4

Morgunblaðið - 24.08.1966, Side 4
4 MORCU NBLADiD MiSvikudagur 24. águst 1968 BÍLALEIGAN FERÐ DaggJald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SÍMI 34406 SENDUM I ^ SÍMf 3-1160 mnifíÐ/fí Volkswagen 1965 og ’6S. LITLA bíloleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 Fjaörir, fjaðrablöð, hljóðkútar púströr o.fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐBIN Laugavegi 168. — Sími 24180. GUSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Laufáisvegi 8. Sími 11171. BOSCH Þurrkumótorar Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9. — Sími 38820. 'jr Vantar gjaldmerk- ingu á stöðumæla Auðvitað hlaut svo að fara að stöðumælagjöld haekk- uðu og er víst ekkert við því að segja á sama tima og annað haekkar hröðum skrefum. Hitt er öllu verra, þegar svo er gengið frá stöðumælunum, að fólk veit ekki hvað á að setja í þá. Nú rétt fyrir skömmu var kona að setja gjaldið í einn stöðumælanna hér í borg og á mælinum stóð að greiða skyldi „tvær krón- ur“. Stóð ekki á því og lét kon- an tvo krónupeninga í mælinn og snýr síðan snerlinum. En þá ber svo við að ekkert skeður. Skammt frá henni er karlmaður í sömu vandræðum. Hann snýr snerlinum og setur krónupen- inga í mælinn. í þann mund bar að gæzlumann með mælun- um. Konan snéri sér til hans og spurði hvort mælirinn, sem hún hafði sett gjald sitt i, væri bil- aður. „Nei, en það á að setja tveggja krónu pening í hann“, svaraði eftirlitsmaðurinn. Það er sjálfsagt að gera það, en það gæti verið ómaksins vert fyrir stöðumælayfirvöld að setja þá skýringu á mælana. T.d. „Setjið tveggja krónu pen- ing í mælinn og snúið snerl- inum“. Okkur finnst þetta ekki mikil fyrirhöfn og ástæðulaust fyrir stöðumælayfirvöld að narra fé, út úr fólki, með því að hafa villandi skýringar á mælunum. Áður voru krónu- peningar notaðir í mælana og því ekki óeðlilegt að fólk haldi að svo sé áfram. Fyrrnefnd kona sagði við eftirlitsmanninn að hún væri búin að setja tvær krónur í mælinn og spurði hvort það nægði ekki. „Nei, það hefir enga þýðingu", sagði eftirlits- maðurinn, — „þér fáið stöðu- mælasekt, ef þér setjið ekki tveggja krónu pening í mæl- inn“. Fór konan síðan inn í næstu verzlun og fékk þar tveggja krónu pening til að geta gert skyldu sína. Hér er eitt dæmi um tak- markalaust hirðuleysi þeirra, sem eiga að annast opinberar skyldur. Léicg póstþjónusta í>að brá svo við, með ráðningu húsmæðra til biréf- burðar um borgina, að stór- bót varð á öllum póstsending- um í bænum. Nú hefir hins vegar aftur sótt í verra horf i þessum efnum. Er borið við, þegar kvartað er, að húsmæð- urnar séu í sumarfríi. Auð- vitað þurfa þær sitt sumarfrí eins og aðrir, ekki sízt, þegar þær vinna erfiða aukavinnu þar sem póstburður er. En þá verður að ráða fólk í þeirra stað. >að mun vera skylda að koma bréfum til manna tvis- var á dag hér innan lögsagnar- umdæmis borgarinnar. Um al- menn bréf er þetta máske ekki nauðsynlegt, en með hraðbréf getur þetta verið mjög brýn nauðsyn og það svo að það getur bakað mönnum stórtjón að fá þau ekki á réttum tíma. Á þetta einkum við þegar um stórar f járhagsskuldbindingar er að ræða. f>eir, sem nota þá þægilegu innheimtuaðferð að loka bara fyrir, þegar ekki er greitt, ættu bezt að geta skilið hve mikið er í húfi fyrir menn að fá sín hraðbréf strax. Og til þess greiða menn margfölcl gjöld fyrir slík bréf að þjón- ustan sé veitt án tafar. Annars, úr því farið er að tala um bréf og bréfaskriftir, er rétt að minnast þess, að ís- lendingar munu einhverjir bréflötustu menn heimsins. Allir kvarta yfir því að þeir svari bréfum seint og illa, eða jafnvel alls ekki. Þetta mun vera satt. En hversu mikla sök á ekki léleg póstþjónusta á þessu? Það tekur oft vikur að koma bréfum milli landshorna hér innanlands. Menn eru gjarnan búnir að hitta vini sína og kunningja, á hinum síðustu tímum hraða og mikillar um- ferðar, áður en bréfið, sem þeir skrifuðu fyrir löngu, er komið til skila. Virðulegu póstyfirvöld! Hressið nú ögn upp á póst- þjónustuna og látið gömlu póstana sem máttu leggja í jökulvötn hvernig sem viðr- aði, öll óbrúuð, ekki gera ykk- ur skömm til. Þeir máttu ekki til þess hugsa að vera á eftir áætlun, heldur var nótt lögð með degi, ef færð var ill. Fyrir 140 árum Og hér kemur aðsent bréf: „í Morgunblaðinu í dag, 19. ágúst, skrifar Þorsteinn Jóns- son dálítið yfirlit til þess að rifja upp efni það, er útvarp- ið flutti fyrri viku. Grein hans gefur mér tilefni til dálítillar athugasemdar. En áður en ég sný mér að því atriði, sem kom mér til að grípa pennann, vil ég nota tækifærið til þess að þakka honum vítur hans á meðferð útvarpsins á móður- málinu. Hefði ég þó kosið þær nokkru hvassari, því hún er þráfaldlega og á margan hátt með hreinum endemum, svo að menntuðum mönnum er það vansi að þegja við henni. En svo virðist sem það séu eink- um við gömlu mennirnir sem ekki getum þolað þessa háð- ung. Þá kem ég að efninu. Dr. Finnur Sigmundsson gaf út fyrir sextán árum málsskjöl þau, er fjalla um þann raur.a- lega atburð er ung stúlka á Illugastöðum í Fnjóskadal svifti sig lífi í ágústmánuði 1826. Lét sýslumaður þetta til sín taka og var kallað að hann hefði dómararannsókn á at- vikum atburðarins. Mun slíkt þó að jafnaði ekki hafa tíðk- azt í þá tíð þótt einhver færi sér. Að visu var sú rannsókn svo ómerkileg að hún hlýtur að vekja úndrun þeirra, er málsskjölin lesa, en fyrir hana vitum við þó meira um þetta mál í dag en við ella mundum. Á því, er þá var skráð, getur hver maður með heilbrigðri skynsemi séð það ótvírætt með hverjum hætti hún gerði það. En hvort sem þar réð heimska eða illgirni, komst það slúður á gang, að einhvér annar en hún sjálf, hefði haldið á hnífn- um, sem varð henni að bana. Undir það tek ég með Þor- steini, að með engum rökum átti þetta gamla og leiðinlega mál erindi í útvarpið, og segi að óþökk skuli þeir hafa sem þangað komu með það. Ekki hlýddi ég á flutning þess þar, en annaðhvort daginn eftir eða næstnæsta dag hringdi til mín þjóðkunnur ágætismaður, sem hlýtt hafði á og fordæmdi að það skyldi tekið til flutnings, og þó alveg sérstaklega hitt, að enn var gefið í skyn, að stúlkan hefði verið myrt. Það þótti honum sem vænta mátti bæði illa gert og furðulegt. Af grein Þorsteins má ráða, að málflutningurinn hafi verið með þessu móti og jafnvel að hann leggi á þetta nokkurn trúnað. Má af því álykta, að hvorki hafi hann lesið skjöl þau, er Dr. Finnur birti 1950 né heldur það sem þá var skrifað í tilefni þeirrar birt- ingar. Maður sá, er ég gat um að hringt hefði til mín, gerði það efalaust sökum þess, er ég hafði skrifað í Lesbók Morgun- blaðsins 1950. En sú grein mín var endurprentuð í greinasafni því (Vörðum og vinarkveðj- um), er þeir Dr. Finnur Sig- mundsson og Tómas skáld Guðmundsson gáfu út á veg- um Almenna Bókafélagsins 1963, þar miklu fyllri en húa var í Lesbók. En því skrifaði ég, að mér þótti Dr. Finnur skiljast illa við efnið. Hann leiddi hjá sér það sem kalla mætti eftirmál sögunnar og „dómsrannsóknar- innar“. En það voru reimleik- arnir eftir þessa veslings stúlku, og þeir voru miklír. Þetta gat ég skilið, en ekki un- að því. Ég skildi það fyrir þá sök, að mér var kunnugt um að Finnur leit á allt slíkt sem hégómamál, sem hann vildi ekki skerða sóma sinn með að ræða í alvöru. Fyrir honum mun efnið, hið áþreifanlega, vera upphaf og endir alls. Svo er ekki fyrir mér, og því fer órafjarri að ég blygðist mía fyrir að fjalla um reimleika sem ramman veruleika. En jafn-fjarri mér er hitt, að leggja trúnað á hverja þá reimleikasögu sem ég heyri eða les. Reimleikinn eftir stúlkuna á Illugastöðum veit ég að var svo verulegur sem nokkuð getur verulegt verið. Fyrir þetta er hverjum manni velkomið að hlæja að mér; það styggir mig ekki. í ljóðabréfi kveðnu nokkru fyrir síðustu aldamót, getur Símon Dalaskáld þess á meðal annara frétta, að nafngreindur merkismaður hafi fyrirfarið sér, og lætur fylgja þessar hugleiðingar: Illa sæma sjálfsmorð hér, sem viðkvæma hendir; minst það dæma megum vér, en mjög er slæmur endir. Mótgangshret fær margan blekt, manndóms fetum brjálar, en vér getum aldrei þekkt alvalds metaskálar. Þessi orð vildi ég mega gera að mínum þegar rætt er um afdrif stúlkunnar á Illuga- stöðum, og gjarna vildi ég hafa haft hagleik Simonar til að segja þau. Ekkert er fjær mér en að dæma hana eða kasta á hana steini. En afskifti mín að spíritistiskum rannsóknum í meir en hálfa öld hafa stað- fest mig í þeirri sannfæringu, að eitt af því hræðilegasta sem maður getur gert sé að svifta sig lífi, en hugleiðingar mínar um þetta efni eða til- raun til skýringar, mundu taka langtum meira rúm en þessari athugasemd minni er ætlað. Hitt skal endurtekið, að ég dómfelli engan fyrir það, að láta sér verða þetta á. Svo skal ég vísa til þess, er ég hefi áður um þetta Illuga- staðamál ritað, ef einhver skyldi kæra sig um frekari greinargerð af minni hálfu. Sn. J." Kennarar 2 kennara vantar að barna og unglinga- skóla Þorlákshafnar. Nauðsynlegt að annar geti kennt ensku. Nánari upplýsingar gefur skólastjórinn í síma 38 Þorlákshöfn. SKÓÍiANEFNDIN. Skákklukkan TAL, komin aftur. Heildverzlun Eiríks Ketiissonai* Vatnsstíg 3 — Sími 23472 og 19155.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.