Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1966næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 24.08.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.08.1966, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADIÐ Miðvikudagur 24. ágúst 1968 Eiríkur Þ. Stefánsson prófastur IMinningarorð DIMMUR, þungur og óstöðvandi rennur straumur tímans út í hið mikla haf. Líf kviknar og slokn- ar, öldur örlaganna rísa og hníga undir arnarvæng sögunnar. Dóm- ur hennar stendur, stundum ranglátur en oftar raunsær og réttlátur. Um einn ágætasta höfðingja íslenzkra fornsagna, Ingimund gamla Vatnsdælagoða, hefur fs- landssagan kveðið upp, Iþann dóm, að hann hafi verið ham- ingjusmiður. Hann var vitur maður og góðgjarn og miðlaði öðrum mönnum af hyggindum stnum og göfgi. Þess vegna hefur sagan veitt honum iþað heiðurs- merki, sem er öllum öðrum göf- ugra og sannara, heitið ham- ingjusmiður. ★ Austur í Biskupstungum er í dag lagður til hinztu hvíldar einn af svipmestu og sérstæðustu kennimönnum íslenzkrar kirkju á síðari áratugum, séra Eiríkur Þ. Stefánsson, fyrrum prófastur 1 Árnesþingi, prestur á Torfa- stöðum og til Skálholtsdóm- kirkju í nær hálfa öld. Af því tilefni hefur verið rifjuð upp saga hins gamla Vatnsdælagoða, er svo var mikill mannasættir að hann barg banamanni sínum undan hefndum á örlagastundu. Það, sem einkenndi séra Eirík á Torfastöðum öliu öðru fremur var manngöfgi hans, góðvild og látleysi. „Það má um hann segja, hann bar sól í bæina. Hann kom til vina sinna í friði, hávaðalaust. Þannig hefur hann verið í prests- starfi sínu, minnugur þessa orðs: „Ekki með valdi né krafti, held- ur fyrir anda minn, segir Drott- inn“. Þetta voru ummæli séra Bjarna Jónssonar vígslubiskups um séra Eirík bekkjarbróður sinn, á 85 ára afmæli hans fyrir rúmum þremur árum. Eiríkur Þ. Stefánsson var fæddur 30. maí 1878 á Bergsstöð- um í Svartárdal í Austur-Húna- vatnssýslu. Foreldrar hans voru Stefán M. Jónsson prestur þar, síðar á Auðkúlu í Svínadal og kona hans Þorbjörg Halldórs- dóttir mikil hæfileikakona. Var séra Stefán einn af svipmestu og glæsilegustu fulltrúum ís- lenzkrar prestastéttar á sínum tíma, og Auðkúluheimilið þjóð- þekkt fyrir menningarbrag og myndarskap. Lætur að líkum að það muni hafa haft djúpstæð áhrif á hin gáfuðu börn, sem ól- ust þar upp. Séra Eirikur lauk stúdentsprófi árið 1002 ásamt séra Birni bróð- ur sínum og embættisprófi frá Prestaskqlanum árið 1905. Stund- aði hann síðan um eins árs skeið barnakennslu heima á Auðkúlu, en gerðist sóknarprestur á Torfa- stöðum í Biskupstungum árið 1906. Gegndi hann því presta- kalli í tæp 50 ár, eða til ársins 1955. Er það til marks um vin- sældir hans í prestakalíi sínu, að þegar hann skyldi láta af embætti sakir aldurs skoraði hvert einasta sóknarbarn hans á hana að gegna embættinu áfram. Hann var prófastur í Árnes- prófastsdæmi árin 1948—1955. Árið 1925 var Skálholtssókn sameinuð Torfastaðaprestakalli og þjónaði séra Eiríkur Skál- holtskirkju í rétt 30 ár. í þessu sambandi má geta þess að séra Eiríkur sótti aldrei um annað brauð en Torfastaðaprestakall. Ýmsum trúnaðarstörfum sinnti hann í héraði sínu, átti m. a. sæti í hreppsnefnd og í sýslunefnd Ár- nessýslu árin 1920—1927. Þegar séra Eiríkur lét af prestsstarfi vorið 1955 við all- góða heilsu fluttist hann og fjöl- skylda hans að Laugarvatni, þar sem hann átti heimili til dauða- dags. Hann lézt á sjúkrahúsinu á Selfossi þriðjudaginn 16. ágúst cíðastliðinn Séra Eiríkur Stefánsson var kvæntur Sigurlaugu Erlendsdótt- ur frá Brekku í Þingi, fjölhæfri og gáfaðri konu, sem reyndist honum tryggur lífsförunautur. Áttu þau tvö börn, son og dóttur. Sonurinn Þórarinn Stefán, er var mikill eínismaður dó aðeins 17 ára að aldri. Hörmuðu foreldrar hans hann ákaflega. Bar fráfall hans dimman skugga fyrir ham- ingjusól þeirra, enda þótt þau bæru sorg sína af kjarki og karl- mennsku. Dóttir þeirra Þorbjörg er gift Ásgrími Jónssyni garð- yrkjustjóra á Laugarvatni, en í skjóli þeirra fluttu foreldrarnir til Laugarvatns þegar þau yfir- gáfu Torfastaði eftir nær hálfrar aldar dvöl þar og stofnuðu nýtt heimili. Þau séra Eiríkur og frú Sigurlaug ólu einnig upp tvo fóstursyni, Karl J. Eiríks, full- trúa, Selfossi og Kristinn Jónsson frá Laug, er lézt á unga aldri. ★ Sá, sem þetta ritar kynntist séra Eiríki Stefánssyni og konu hans fyrst er þau voru orðin öldruð. En kynnin við þennan látna heiðursmann urðu nægilega löng til þess að skapa skilning á mannkostum hans, ágætri greind, manngöfgi og hjarta- hlýju. Allar sagnir af heimili þeirra hjóna á Torfastöðum eru á eina og sömu lund. — Torfastaðaheimilið var mikið menningarsetur og héraðsmið- stöð. Þangað voru sótt holl ráð. Þangað var komið á stundum sorgar og gleði. Þar ríkti rausn og höfðingsskapur. Þar var talað um íslenzkar bókmenntir, fagrar lístir. Þar var komið fram af lít- illæti hjartans, en höfðingsskap andans. Allt það fólk, sem átti samskipti við séra Eirík á Torfa- stöðum elskaði hann og virti. Fólkið, sem vann þar hefur sagt að það hafi aldrei átt betri hús- bónda en hann. Kaupstaðabörnin, sem áttu þar sumardvöl mættu þar gæzku og föðurlegri og móð- urlegri umhyggju. Þau sóttu Iþangað þroska og manndóm. Þeim var lagður á hjarta dreng- skapur og góðvild í garð manna og málleysingja. Séra Eiríkur Stefánsson var hreinskiptin maður og hafði ákveðnar og fastmótaðar skoðan- ir á mönnum og málefnum. Hann var sjálfátæður og sérstæður persónuleiki, sem fór sínar eigin götur en byggði afstöðu sína jafnan á góðvild og einlægum vilja til þess að gera það eitt, er hann vissi réttast og sannast. Hann hafði ríka kímnigáfu til brunns að bera og var glaður og reifur í viðræðu, þótt hann væri í eðli sínu alvörumaður og ætti viðkvæma en sterka lund. Hann bjó stórbúi á Törfastöðum, bætti jörðina af myndarskap og hafði forgöngu um framkvæmdir í fjöl- mörgum hagsmunamálum héraðs síns. Umbætur í skólamálum voru honum sérstaklega hjart- fólgnar og átti hann ríkan þátt í bættri barnafræðslu í sóknum sínum. Það er fengur að því að hafa kynnzt og átt nokkrar samvistir við mann eins og séra Eirí'k á Torfastöðum. Yfir framkomu hans hvíldi sú heiðríkja hugans, sem er aðalmerki drengskapar- manna. Frá síðustu árum séra Eiríks er mér það minnisstæðast er hann skírði lítinn frænda sinn. Hið fagra látlcysi þeirrar at- hafnar, milt og göfugmannlegt yfirbragð þessa aldna öðlings- manns mun engum hverfa úr huga er því kynntist. Við Ólöf vottum frá Sigur- laugu Erlendsdóttur, dóttur henn ar, fóstursyni og tengdafólki inni- lega samúð á þessari kveðju- stundu. Blessuð sé minning séra Eiríks á Torfastöðum. S. Bj. Kveðja úr Biskupstungum VORIÐ 1906 var kalt og hrak- viðrasamt. Skiptust á norðan- áhlaup og suðvestan kraparign- ing. Gróður kom seint og bænd- ur áttu í vök að verjast að halda lambfé sínu áfallalausu. Á þessu kalda vori lögðu leið sína austur í Biskupstungum ung prestshjón úr fjarlægu hér- aði og fáum kunn hér um slóðir. Þar voru á ferð síra Eiríkur Þ. Stefánsson nývígður prestur til Torfastaðaprestakalls og kona hans frú Sigurlaug Erlendsdótt- ir, fædd að Brekku í Þingi, og því bæði Húnvetningur að ætt og uppeldi. Síra Eiríkur Þ. Stefánsson var fæddur að Bergs- stöðum í Svartárdal 30. maí 1878, voru foreldrar hans síra Stefán Magnús Jónsson, prestur þar, en síðar og lengst að Auð- kúlu, og fvrri kona hans Þor- björg HalMóvsdóttir, þingeyzk að ætt. Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1902 og guðfræði frá Prestaskólanum 1905, og var nú, þegar hér var komið sögu, á leið austur í Biskupstungur til prestsþjónustu þar. Þetta var brúðkaupsferð þeirra ungu hjón- anna eða brúðkaupsferð þeirra tíma. Þau höiðu gift sig fyrir nokkrum dögum, eða 2. júní. Það andaði köldu á móti þeim frá veðurfarinu og enn var vetrar- blærinn allsráðandi í hinum gróðursælu sveitum, er leið þeirra lá um. Þau hafa sjálfsagt gert ráð fyrir að koma að mann- lausum bæ á Torfastöðum, því ábúandinn var farinn, en þar hafði verið prestlaust undanfar- in tvö ár, eftir að síra Magnús Helgason Kvarí þaðan til kennslu við Flenstoorgarskólann. Svo varð þó eigi, því að á hlaðinu stóð ungur maður, gáfaður og geðþekkur, og bauð þau velkom- in. Var hann ráðinn vinnumaður þeirra. Ég veit að persónuleg alúð hans og hlýtt handtak yljaði þeim að hjarta og fannst þetta spá góðu um farsæld þeirra á þessum stað. Þau voru að vonum ókunnug flestöllum í sveitinni en áttu þó góða vini, en fáa, sem lögðu þeim liðsyrði, gáfu þeim góð ráð og réttu hjálparhönd, við að búa um sig á þessu gamla, fagra prestssetri, sem þeim var þá framandi. Og þá mun þau ekki hafa grunað að framundan væri hálfrar aldar dyöl á þessum stað. Það er ekki undarlegt þó að ung hjón finni til einmanakenndar, þegar kom- ið er í ókunnugt hérað til ókunnugs fólks. Venjulega fer þetta vel og svo var að þessu sinni, enda te] ég að Tungna- menn hafi jafnan tekið prestum sínum vel og virt þá og metið að verðleikum. Þó var það á engan hátt vandalaust fyrir ungu prestshjónin að setjast að á Torfastöðum. Síra Magnús Helgason og kona hans frú Steinunn Thorarensen höfðu gert þann garð frægan um 20 ára skeið. Heimilið þótti frábært að allri reisn og höfðingsskap, og síra Magnús þjóðkunnur kennimaður, andlegur höfðingi og nokkuð jafnvígur til verald- legra umsvifa, bæði sem bóndi og á félagsmálasviði. Ungu prestshjónin komu strax ár sinni vel fyrii bprð og unnu einn stóran sigur. Frumbýlis- heimilið þeirra varð strax eins og friðsæll gróðrarreitur í sveitinni, þar sem öllum þótti gott að koma og vera, jafnt gestum og hjúum, sem voru þar oft í vist áratugum saman. Presturinn reyndist vera frá- bær húsbóndi og unga konan lað- aði að sér æskufólkið með söng og orgelleik og leiðsögn í lestri góðra bóka. Búskapurinn blómg- aðist. Búið stækkaði með ári hverju og gaf góðan arð. Breytt- ur og bæt.tur húskostur, bæði fyrir fólk og fénað setti svip sinn á staðinn og varð heimilinu til hagsbótar og þæginda, bæði úti og inni. Túnið var sléttað og stækkaði með árunum. Stað- urinn fékk fyllilega sína fyrri reisn Prestshjónin tóku snemma þátt í félagslífi sveitarinnar, hún í ungmennafélaginu, en hann í almennum félagsmálum. Á öðru prestsskaparári sínu, hóf hann máls á merku nýmæli, sem þá var þjóðinni harla fjarlægt og framandi, en það var bygging heimavistarbarnaskóla fyrir sveit ina. Strax fyrsta haustið kom prestur því til leiðár að ráðinn var barnakennari, þó ekki væri það lögskipað. En fræðslulögin komu til framkvæmda árið eftir, og þótti það mikil framför frá því, sem áður var, að fá lög- skipaðan kennara. Hann var þó hálfgerður förumaður sveitar- innar og varð að kenna við hin frumstæðustu skilyrði. Síra Eiríkur sá ekki þetta hugsjónar- mál sitt, skólabygginguna, kom- ast í framkvæmd fyrr en 20 ár- um seinna, þegar heimavistar- barnaskólinn var byggður i Reykholti hér í sveit. Var hann fyrsti fullkomni heimavistarskóli fyrir börn hér á landi, þótt áður væri hafin kennsla í því formi, bæði í Gnúpverjahreppi og Grímsnesi, en við, mjög ófull- komin skilyrði. Þrátt fyrir það, að síra Eiríkur hafði látið af oddvitastörfum þegar skólinn var byggður, fylgdist hann vel með öllum framkvæmdum og lagði margt gott til mála, enda var skólinn al!a tíð mikið áhuga- mál hans. Það var mikill vandi að byggja slíkan skóla á þeim tíma 1927. Þar sem reynsla og fyrirmynd var engin. Því var ekki að undra þó nokkur mistök yrðu, og þótti þó okkur öllum, sem við hefð- um himinn hóndum tekið að fá slíkt skólahús. Síra Eirikur fylgdi fast fram þeim málum, sem hann bar fram eða veitti iiðsinni, og lét ekki hlut sinn að óreyndu. Hon- um var rökvísi í blóð borin og fannst sumum, að hann hefði ekki síður sómt sér í stól lög- fræðings en prests. enda mun hugur hans hafa um eitt skeið hneigzt til lögfræðináms. í ræðu gerð hans gætti meira raunsæis og rökvísi en mikils hugarflugs og hrifningar. Hann hélt ser fyrst og fremst við mannlííið sjálft í öllum pess margbreyti- leik. Hann var frjálslyndur í trú málum, en hélt þó fast við þann grundvöll, sem kristindómurinn byggist á. En hunn ski.ldi hina trúarlegu, leitandi þrá mann- anna barna Og virti að sjálfsögðu þann heilaga rétt, sem Kristur boðaði: Leitið og þér munuð finna. Sveitaprestar hafa yfirleitt ekki komizt hjá því að taka að sér ýms almenn störf utan kirkju fyrir sóknarborn sín t. d. í fé- lagsmálum. Það hlaut því að koma í hluí síra Eiríks að sinna slíkum störfum. Hann var snemma kosinn í hreppsnefnd og átti sæti í henni um tvo áratugi og um helming þess tímabils var hann oddviti. Hann var sýslu- nefndarmaður 1920—27. í stjórn Kaupfélags Grímsnesinga meðan það starfaði og í skattanefnd um nokkurra ára skeið. Hann átti frumkvæði að stofnun Hrossa- ræktarfélagsins Grani og for- maður þess meðan það starfaði. Þá var hann formaður Girðingar félags Ytritungunnar, þar til það var lagt niður og ýms fleiri fé- lagsstörf hafði hann á hendi, þó ekki verði talin hér. Ótalið er þó virðingarmesta embætti hans: prófastsstarfið frá 1948—1955. Þegar þess er gætt, hve mikill málafylgjamaður síra Eiríkur var, hlaut svo að fara, að einatt stæði um hann allmikill gustur á mannfundum. En þess er þá skylt að geta, að alla prestsskap- artíð hans voru hér menn, sem héldu líka fast á málum og létu ógjarnan hlut sinn að óreyndu. Tek ég, hvað þetta snertir, minn hlut á mínar herðar. En svo er Framhald á bis. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 191. tölublað (24.08.1966)
https://timarit.is/issue/113232

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

191. tölublað (24.08.1966)

Aðgerðir: