Morgunblaðið - 24.08.1966, Page 11

Morgunblaðið - 24.08.1966, Page 11
Miðvikudagur 24. Sgfist 1966 MORCUNBLAÐIÐ 11 Afgreiðslustulka óskast í sérverzlun hálfan daginn. Ekki yngri en 25 ára. Tilboð sendist blaðinu fyrir laugardaginn 27. þ.m. merkt: „Sérverzlun — 4872“. Húseignin Ingólfsstræii 4 eir til solti Tilboð, er greini verð og greiðsluskilmála sendist Framkvæmdabanka íslands, Hverfisgötu 4, fyrir 30. ágúst n.k. Félag íslenzkra snyrtisérfræðinga Fundur að Hótel Sögu fimmtudaginn 25. ágúst kl. 8.30. — Á fundinum mætir frú Delia Collins frá London. STJÓRNIN. Símastúlka Viljum ráða til starfa 20. september n.k. duglega stúlku við símavörzlu. Æskilegt, að viðkomandi hafi einhverja vélritunarkunnáttu. Vinnutimi frá kl. 8—5 daglega og laugardaga frá kl. 8—12. Nánari upplýsingar í skrifstofu íélagsins n.k. fimmtudag og föstudaga milli kl. 9—12 f.h. Sendisveinn Röskur piltur óskast til sendisveinastarfa um n.k. mánaðamót. Nauðsynlegt að viðkomandi hafi reiðhjól til umráða. Sláttirfélag Suðurlands i Glæsileg íbúð Til sölu er vönduð 5 herbergja ibúð á 3ju hæð við Ásgarð. Allt teppalagt. Sér hitaveita. Mjög fagurt i útsýni. Bílskúrsréttur. Skipti hugsanleg á ca. 100 ; ferm. íbúð tilbúinni undir tréverk. Verður einnig að hafa fagurt útsýni. — Upplýsingar gefur Austurstreeti 20 . Slrnl 19545 Austurstræti 20 — Sími 19545. Atvinna óskast strax Ung stúlka með kunnáttu í tungumálum og skrif- stofustörfum óskar eftir atvinnu, sem fyrst. Tilboð merkt: „812 — 4844“ leggist inn á aígreiðslu Morg- unblaðsins fyrir 27. þ.m. Ráðsmann vantar á stúdentagarðana frá 1. okt. n.k Bókhalds- og enskukunnátta nauðsynleg. Umsóknir sendist Tómasi H. Sveinssyni Ásvallagötu 20 sem veitir allar upplýsingar. UTVARP REYKJAVÍK ÚTVARPAÐ var, af segulbandi, frá Skál'holtshátfð í sumar. Guð- mundur Daníelsson, rithöfundur, hélt ræðu. Sagði hann að vöxtur og hnignun staðarins hefði jafn- an fylgt hag landsins, er það alveg eðlileg þróun. Rakti hann sögu Skálholts í stórum dráttum og mæltist skörulega. — Ég held að ekki ætti að flytja aðsetur biskups fslands að Skálholti og eru til þess margar augljósar á- stæður. Hitt er annað mál, að gleðilegt er, að hin mikla og fagra kirkja hefur nú verið reist þar og að skóli verður þar von- andi stofnsettur á kristilegum grundvelli. — Auk ræ'ðu Guðm. Daníelssonar las Guðmundur Ingi Kristjánsson upp nokkur ágæt kvæði, þar á meðal nýtt mjög snjallt og fagurt kvæði um Skálholt. Þáttur Hólmfríðar Gunnars- dóttur og Brynju Benediktsdótt- ur 13. þ. m. fannst mér ekki um- talsverður. í>ó talaði við þær skáldkona, en nafn hennar var svo ógreinilega sagt að ég heyrði það ekki. Las hún tvö smákvæði, annað frumorkt, hitt þýtt. Hún er frá Vestdalseyri við Seyðisfjörð, sem ruú er komin í eyði. Leikrit William Bútler Yeats, Kaðlín Hálfdánardóttir, þýðandi Þóroddur Gúðmundsson, er ágætt og prýðilega leikið af þekktum leikurum. Yeats var afbragðs skáld, einkum þó ljóðskáld. Ég man ekki hvort hann fékk Nóbels verðlaun, enda er það enginn al- gildur mælikvarði á skáldskap. En, sem sagt, leikritið var prýði- legt, þótt stutt væri, tók langt fram mörgum langlokum af því tagi. „Á náttmálum" heitir nýr þátt- ur er þeir sjá um Hjörtur Páls- son og Vésteinn Ólafsson. Hjört- ur er þekktur útvarpsmaður, hef- ur fagra rödd og flytur mál sitt afburða vel. — Þeir töluðu fyrst um Faust-söguna, þ.e. um leitina að vísdómi í skáldskap og mann- lífi, t.d. sögu Galdra-Lofts í þjóð- sögum okkar, skráða af séra Skúla Gíslasyni á Breiðaibólstað, þeim mikla ritsnillingi. Mest gátu þeir um hið fræga skáldrit Goethes, Faust, sem lengi hefur verið tali'ð, ásamt beztu leikrit- um Shakespeares, hátindur skáld rita heims. Sumum finnst það veikleikamerki og ókostur á Faust, að allt fer vel að lokum, Gretohen fær hjálp frá himni (Guði) og Faust vinnur gott verk og bætir með því fyrir syndir sínar, sögðu þeir. — Kynþátta- vandræðin í Bandaríkjunum er mikið vandamál. Þeir Hjörtur sögðu frá ummælum svertingja eins, menntamanns um þetta. Segir hann meðferðina á svert- ingjum hrottalega, einkum í Suð- urríkjunum. Ku-Kux-Klan mis- þyrma þeim, en lögreglan er þó verst allra í garð negranna. Sagði hann hryllilegar sögum um með- ferð hvítra manna á negrum — og einnig í Norðurríkjunum. — Maður hefur heyrt þetta allt áð- ur og veit að hér er mikið vauda- mál á ferðum, einkum af því að erlend öfl nota negrana til þess að grafa undan þjóðskipulaginu í Bandaríkjunum. GóðÍT og gegnir menn, sem til þekkja hafa sagt mér að negrarnir séu tiltölulega mjög oft miklir gallagripir, latir, þjófóttir og illir viðureignar. En sjálfsagt mætti bæta þá með vin- samlegri a'ðbúð, menntun á jafn- réttirgrundvelli o. s. frv. Allt jf lítið hefur verið gert til þess að mennta og mannfoæta svertingj- ana, þótt hundrað ár séu síðan þrælahald var bannað í Banda- ríkjunum. Margir líta ennþá á þá sem hálfgerðar skepnur. Þetta er vissulega svartur blettur á hinni miklu amerísku þjóð. Um daginn og veginn 15. þ. m. talaði Magnús Torfi Ólafsson. Taldi hann þá U Thant og Abba Eban merkustu menn er hingað hafa komið í sumar. Hefðu þeir foáðir, fyrst og fremst talað um rétt smáríkia off að áhrif beirra fari vaxandi. Vaxtarbroddar framfara eru oft hjá smáþjóðum engu síður en stóru þjóðunum. Bókmenntaafrek Gyðinga, Hell- ena og íslendinga fyrr á öldum sýna þa'ð. U Thant setur einkum trgust á smáríkin að efla frið í heiminum. Taldi ræðumaður að kalda stríðinu mundi ljúka er Rússar og Bandaríkjamenn köll- uðu heri sína heim úr hinum löndunum í Evrópu. Kvaðst vera á móti hersetu Bandaríkjamanna hér á íslandi. Bjóst við að verð- bólgan kæmist á hættulegt stig í haust. — Ekki vil ég dæma um skoðanir ræðumanns en sammála honum er ég ekki að mörgu leyti. Ég trúi t.d. ekki öðru en stöðva megi verðbólguna og að það verði gert. Gangi ríkisstjórnin á und- an, svo og alþingi og borgarstjórn Reykjavíkur í sparnaði þá mun öll þjóðin koma á eftir að undan- skildum nokkrum óhófsmönnum er flytja munu úr landi, öllum að meinalausu. Þáttur var í tilefni af hundrað ára afmæli Höllu skáldkonu Eyjólfsdóttur á Laugafoóli. Var það einkar hugðnæn.ur og vel fluttur þáttur. Baldvin Halldórs- son gat helztu æviatriða Höllu og las nokkur kvæði eftir hana mjög vel og smekklega. Guðrún Á. Símonar söng lög eftir Kalda- lóns við kvæði skáldkonunnar og hefur, að mínum dómi, aldrei sungið betur. Veit ég að margir hafa hlustað á þetta me'ð ánægju. Þórður Örn Sigurðsson, menntaskólakennari, talaði um námskeið er hann sótti í sumar og haldið var i Strassburg. Þetta var mjög fróðlegt fyrir þá er með kennslu og kennslumál fara. Var um að ræða tungumálakennslu, a'ðallega kennslu í talmáli á tækni legan hátt. Hefur þetta, að sögn Þórðar, gefist misjafnlega og varla eins vel og við var búist. Ég vil geta þess, að í þessum þáttum verð ég að fara mjög fljótt yfir sögu. Vel getur fallið niður að geta um athyglisverð vg ágæt erindi, því þa'ð er engum manni ætlandi að hlusta á allt sem Ríkisútvarpið hefur að- bjóða. Þorsteinn Jónsson. Sumarkjólar - verðlœkkun Seljum meðan birgðir endast. Strigakjóla á kr. 298 áihir 38$ Zantrelkjóla á kr. 240 áður 340 Delsetkjóla á kr. 240 áður 340 Ennfremur eldri gerðir af DELSET kjól- um ermalausum. á kr. 198.- Takmarkaðar birgðir. Miklatorgi — Lækjargötu — Akureyri. Skrifstofustarf hjá Krabbameinsfél. fslands er laust til umsóknar. Þeir sem hafa áhuga á starfinu, vinsamlegast sendi umsóknir sem fyrst, með upplýsingum um menntun og fyrri störf í skrifstofu íélagsins Suð- urgötu 22. Krahbameinsfétag íslands. Enskunám í Englandi Þann 19. sept. hefjast í London op Bournemouth námskeið í ensku fyrir útlendinga á vegum Scan- brit. í London er um úrvalsskóla að ræða, kennsla fyrir hádegi og tvisvar í viku eítir hádegi. Uppi- hald á heimili og skólagjöld með einni skemmti- eða kynnisferð vikulega kostar samtals £11.0.0 á viku. Umsóknir þyrftu að berast sem allra fyrst. Upplýsingar gefur Sölvi Eysteinsson, sími 14029.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.