Morgunblaðið - 24.08.1966, Síða 15

Morgunblaðið - 24.08.1966, Síða 15
! Miðvikudagu.r 24. ágúst 1966 MORCU NBLAÐIÐ 15 „Ég heföi hvergi getaö feng- ið betra né vandaðra skip“ Rætt við IViagnús Gatmalíelsson, Skafta Áskelsson og fl. við kemu Sigurbjargar til Ólafsfjarðar að þið hafið lokið við ógerlegan hlut? — Erfiðan hlut. ER blaðamaður Mbl. fór til Ólafsfjarðar sl. laugardag í til- efni af komu Sigurbjargar Óf 1, hitti hann að máli Skafta Ás- kelsson, forstjóra Slippstöðvar- innar á Akureyri, þar sem Sigur björg var smíðuð og ræddi stutt lega við hann um starfsemi Slippstöðvarinnar og framtíðar- horfur í ísl. skipasmíðum. — Hvenær hóf Slippstöðin starfsemi sína? — Þú talar mikið um „ef hægt er að koma upp góðri að- stöðu. Hverjar eru framtíðar- áætlanir Slippstöðvarinnar í þeim efnum? — Aætlanirnar eru orðnar að veruleika. Framkvæmdir eru hafnar við að byggja yfir starf- semina. Við höfum þegar steypt grunn og reist grindur að húsi sem verður 22x20x80 metrar að stærð. Þar inni verða staðsett- MAGNÚS Gamalíelsson tók á móti okkur á flugvellinum í Ólafsfirði. Meðan við biðum komu Sigurbjargar bauð Magn- ús okkur heim, og notuðum við taekifærið og ræddum við hann um þennan áfanga. Magnús, sem nú er að verða 67 ára gamall, sagðist hafa byrj- að að gera út 1927 og á því brátt 40 ára starfsafmæli. — Varst þú sjómaður áður Asgeir Frímannsson og Magnús Jónsson. — Það var árið 1952 og er Sigurbjörg 28. byggingarnúmer okkar? — Hver var aðdragandinn að smíði Sigurbjargar? Ég myndi segja að það væri Magnúsi Gamalíelssyni útgerð- armanni í Ólafsfirði að þakka eða kenna að við réðumst í þetta. Ég hef lengi haft löngun til að sýna valdhöfum þjóðar- innar að það er vanhugsað að vantreysta okkar fámenna tæknifólki, og vegna góðs skiln- ings á þessu máli hjá Jóni Sól- nes, bankastjóra, þá hefur tekizt að ná þeim áfanga sem náðst hefur í dag, og síðast en ekki sízt er með þessu verki búið að sanna að við eigum iðnaðar- menn sem eru vel færir um að leysa af hendi slík verk. — Hvað með kostnaðinn. Er hann sambærilegur við skip smíðuð í nágrannalöndum okk- ar? — Um kostnaðarhliðina vil ég ekkert segja að svo stöddu. Að- stæður okkar í vetur voru erfið- ar og tíðarfarið hindraði mjög Magnús Gamalielsson vinnu um fjögurra mánaða skeið. Annars er ég mjög bjart- sýnn á að ef hægt er að byggja upp aðstöðu til að vinna slík verk inni í húsi og koma þannig á eðlilegri vinnuhagræðingu, þá getum við fullkomlega staðizt samkeppni við okkar nágranna- lönd og ef til vill betur. Já, ég vil segja að verkið verði í öllu falli betur unnið. Það er ekkert vafamál með það. — Hvað með útvegun iðnað- srmanna? — Eins og málum er nú hátt- að er mikill skortur á iðnaðar- mönnum, en ég álit að engin vandkvæði séu á að ala þá upp, ef hægt er að skapa góða að- stöðu til verklegra fram- kvæmda ungu Ólafsfirðingar voru aff spássera niffur aff höfn í góffa veffrinu til aff skoffa Sigur- björgu. Þau heita Margrét Eggertsdóttir, Bergþóra Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Ásgrímsdóttir, Björn Arason og sú litla í kerrunni heitir Bylgja Aradóttir. ir tveir kranar, sem hver um sig geta lyft 15 lestum. — Hvað getið þið byggt stór skip þarna inni? — Við getum smíðað þarna skip allt að 1500-2000 lestir að stærð og unnið allt verkið inn- anhúss nema reisa siglutré. — Þið legðuð varla út í þessar miklu framkvæmdir nema ein- hver verkefni séu fyrirliggj- andi? — Slippstöðin hefur nú samið um smíði tveggja fiskiskipa fyr- ir íslenzka aðila og verður hvort um sig 480 lestir. Er annað fyrir Eldborgu h.f. í Hafnarfirði en hitt fyrir Sæmund Þórðarson, skipstjóra frá Stóru Vatnsieysu á Vatnsleysuströnd, en Sæmund ur er skipstjóri á aflaskipinu Þórði Jónassyni frá Akureyri. — Geturðu sagt eitthvað frá þessum skipum? — Það er nú ekki mikið að segja að svo stöddu máli. Skip- in verða smíðuð eftir teikning- um Hjálmars Bárðarsonar, skipa skoðunarstjóra, en þessa dagana er verið að ákveða tæki í skip- in. Það þarf varla að taka fram að við leggjum okkur alla fram um að fylgjast nákvæmlega með öllum nýjungum sem fram kunna að koma meðan á smíði skipanna stendur. — Hvað um framtíð íslenzkra skipasmíða? — Til þess að skipasmíðar á fslandi geti þrifizt ber brýna nauðsyn til að veita skipasmíða stöðvunum lán á byggingatíma bilinu sem kaupandi skips- ins svo yfirtekur þegar verkinu er lokið, annars má heita að þetta sé óframkvæmanlegt. — Ert þú með þessu að segja, en þú byrjaðir að gera út? — Já, ég byrjaði að stunda sjóinn sem strákur. Ég var svo heppinn að lenda hjá öndvegis mönnum hér í ólafsfirði, Þor- valdi Sigurðssyni og fleirum. Ég var með Þorvaldi á 9 tonna þil- farsbáti þar til ég var formað- ur sjálfur 1922. Báturinn sem ég var með hét Einar Þveræingur. Ég var með hann í 5 ár, en þá fór ég í land. Ég var alltaf að drepast úr sjóveiki. — Þá hefur þú byrjað út- gerð? — Já, og hef gert út síðan, alltaf 1—2 stærri báta þ.e.a.s. sem þóttu stórir þá. Þetta voru svona frá 40—64 lestá bátar. Ég eignaðist 64 lesta bát árið 1944 og þótti hann þá eitt glæsi- legasta skipið í flotanum, en nú er hann rétt landróðrabátur. Þessi bótur var smíðaður hjá KEA af Gunnari heitnum Jóns- syni skipasmið, og það er dálítið skemmtileg tilviljun, að Skafti Áskelsson, sem nú lætur smíða þetta stóra stálskip fyrir mig, valdi hverja spýtu í þann bát. — Þú hefur löngum verið fiskkaupmaður. Hvenær byrjað- irðu á því? — Ég hef alltaf gert að inín- um afla frá því að ég fyrst fór að gera út. Ég byrjaði með salt- fiskverkun, en þetta hefur færst út í gegnum árin. Nú er ég með skreiðaverkun, saltfiskverkún og hraðfrystihús og geri auk þess út tvö skip, Guðbjörgu, sem er tæpar 100 lestir að stærð og Sigurbjörgu, sem nú er á leið- inni hér inn fjörðinn. — Hvenær byrjaðir þú að hugsa um kaup á stóru skipi? — Það var á sl. ári. Ég sá fram á að ég gat ekki lengur treyst á jafn lítið skip og Guð- björgu, sérstaklega með tilliti til síldveiða. Þegar ég sá að ég yrði að fá mér nýtt skip fór ég í minn viðskiptabanka og talaði við Jón Sólnes, bankastjóra. Jón sagði við mig: „Viltu ekki láta smíða skipið á Akur- eyri?“ Ég tók þessu sem spaugi og fór heim við svo búið. Margir vinir mínir, sem eru umboðs- menn erlendra skipasmíðastöðva buðu mér skip er þeir fréttu að ég væri í slíkum hugleiðingum, en ummæli Jóns Sólnes voru ennþá að brjótast í mér og einn góðan veðurdag hringdi ég í hann og spurði hvort honum hefði verið alvara. Hann sagðist aðeins þurfa að athuga málið, og hringir síðan í mig eftir klukkutíma og segir mér að koma til Akureyrar og ræða við Skafta Áskelsson um smíði á stálskipi. Við feðgarnir fórum þegar inn eftir og hittum Skafta og árang- urinn af viðræðunum hefurðu þegar séð. — Eitthvað hefur þurft að at- huga áður en smíði skipsins hófst? — Já, það var í mörgu að snúast. Eitt það fyrsta sem við Skafti gerðum var að fara til Reykjavíkur og ræða við Hjálm ar Bárðarson, skipaskoðunar- Framhald á bls. 18 ... Þorsteinn Jónsson, tæknifræffingur, Skafti Áskelsson forstjóri og Hallgrímur Skaftason fyrir framan stórhýsiff, sem Slippstöffin á Akureyri er að reisa yfir stafsemi sina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.