Morgunblaðið - 24.08.1966, Page 28
nni>«»wrtBaBMa
Heimmgi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
Langstærsta og
íjölbreyttasta
blað landsins
---------T~'1 - ~ ' T'~" I fHHIIBIIIM
Kaupin á Akurey
endanlega staðfest
í gærkveldi fékk bæjarstjórinn
á Akranesi endanlegt svar frá
norska útgerðarmanninum, Bjar
ne Benediktsen, þar sem kaup-
in á togaranum Akurey voru
staðfest. Verður söluverð togar-
ans tæplega tvær milljónir kr.
Sem kunnugt er hefur gengið
á ýmsu varðandi þessi kaúp.
Útgerðarmaðurinn norski kom
Hættuleg-
ur maður
í gærdag'kl.. 19.20 gerðist
sá atburður hér í Reykjavík,
að ungur maður eða piltur tók
tvær sex ára telpur upp í bíl
inn til sín, og ók þeim upp
að Elliðaárstíflu. Ekki er ljóst
hvort hann reyndi að eiga
kynmök við þær, en hann
sleppti annarri stúlkunni svo
til strax, en hinni nokkru
síðar. Ekki gátu telpurnar gef
ið mikla lýsingu á piltinum
en segja að hann hafi verið
á litlum ljósum bíl.
Þetta er í annað skiptið,
sem atburður sem þessi á
sér hér stað í borginni á
tæpri viku, og því ekki með
ólíkindum að ætla að sami
maður hafi verið að verki í
bæði skiptin. Er því full á-
stæða fyrir foreldra að brýna
fyrir börnum að þiggja ekki
bílferð með ókunnugum
mörtnum.
hingað til lands fyrir nokkrum
vikum til þess að ganga frá
samningnum, en þegar gengið
hafði verið nær endanlega frá
kaupunum, hvarf útgerðarmaður
inn skyndilega úr landi án þess
að gefa nokkra skýringu. Töldu
menn að hann hefði þá hætt
við kaupin. Litlu síðar kom svo
skeyti frá útgerðarmanninum
með tilboði í skipið en í þetta
skipti vildi bæjarstjórnin vera
örugg og sendi út skeyti og bað
um frekari staðfestingu. Er það
skeyti það sem bæjarstjóranum
barst í gærkveldi.
Búist er við að Akurey sigli
út til hins nýja heiinalands síns
einhvern næstu daga.
Eldborg frá Hafnarfirði með fu llfermi undir löndunarkrana á Raufarhöfn. — Sjá bls. 3.
Mesta síldveiði sem sögur
fara af í fyrrinótt
82 skip tilkynntu um rum
16 þús. tonn - Saltað á nær
hverjum stað á
Norður- og Austurlandi
SÍLDARAFLINN fyrra sólar-
hring varð hinn mesti, sem grein-
ir frá í sögu íslenzkra síldveiða,
en alls tilkynntu 82 skip um afla
11 færeysk síldarskip
hafa landað á Hjalteyri
- otj 3 voru á leið þangað í gær
Síldarverksmiðjan á Hjalteyri
hefur nú tekið á móti 5500 tonn-
um af síld, eða um 40 þús. mál.
Er það nokkuð minna en á sama
tíma í fyrra, en þá hafði verk-
smiðjan tekið á móti 50-60 þús.
málum.
Engin síld hafði borizt til
verksmiðjunnar frá því um helgi
en þá lönduðu fimm færeysk
skip á Hjalteyri. Hafa þá samtals
11 skip landað þar í sumar, en
í gærkveldi höfðu 3 færeysk
skip tilkynnt að auki að þau
væru á leið til lands með síld.
>á var einnig von á síldarflutn
ingaskipi verksmiðjunnar með
fullfermi eða 900 tunnur. Er
þetta fjórði farmurinn sem skip
ið kemur með til Hjalteyrar.
Ekið á trippi
eða samtals 16.116 lestir. Veður
var mjög hagstætt til veiða, og
sömuleiðis var .sildin óvenju-
spök. Veiðisvæðin voru tvö, ann-
að 150 mílur norðaustur af Rauf-
arhöfn, en hitt var 11—110 sjó-
mílur austsuðaustur af Dala-
tanga. Var síldin sem veiddist
út af Austfjörðunum yfirleitt
nokkru stærri en Raufarhafnar
síldin, en á báðum stöðunum var
þó um að ræða stórsild. Virtist
síldin á báðum stöðunum heldur
færast nær landi.
Einar Jónsson, fréttaritari Mbl.
á Raufarhöfn skýrði svo frá,
að bátarnir hefðu byrjað að
streyma að landi með aflann
strax í gærmorgun og var búizt
við að skipin yrðu að koma fram
á nótt, en um 12—15 klukku-
stunda sigling er frá miðunum
að Raufarhöfn. Þá væru síldar-
flutningaskipin öll búin að fá
fullfermi og væru þau á leið til
lands. Einar sagði að síldin væri
öll stórsíld, en að mikill hluti
hennar myndi fara í bræðslu, þar
sem ekkr yrði unnt að salta nema
um 6—700 tonn af aflanum, þótt
unnið væri á öllum söltunar-
stöðvunum. Það vantaði tilfinn-
anlega mannafla á Raufarhöfn,
þó sérstaklega söltunarstúlkur.
Loks kvaðst hann hafa fregnað
að bæði salt og tunnur á Raufar-
höfn væru senn á þrotum.
Á Seyðisfirði var í gær unnið
að síldarsöltun á öllum söltunar-
stöðvum, en bátamir byrjuðu að
streyma þangað að strax um
morguninn, og bjóst fréttaritari
Mbl. á staðnum að þangað
myndu koma milli 15 og 20 skip
með áfla. Sömu sögu var að segja
á Neskaupstað, þangað voru bát-
ar að streyma að fram eftir
öllum degi drekkhlaðnir af mjög
fallegri stórsíld. Var unnið á
síldarsöltun á öllum söltunar-
stöðvum. Þar höfðu í fyrradag
verið saltaðar 15000 tunnur, en
í bræðslu höfðu farið um 35 þús-
und tonn, en á sama tíma höfðu
verið brædd 23 þúsund tonn.
Á Eskifirði voru sex bátar
þegar komnir inn í gærdag, og
saltað á öllum söltunarstöðvum,
en fjórir eða fimm bátar voru
væntanlegir til viðbótar með
afla. Á Reyðarfirði hafði verið
saltað nær stanzlaust í gær sl.
tvo sólarhringa. Tveir bátar
komu inn með síld í gær og voru
það Snæfugl með 140 tonn og
Huginn n. 240 tonn, og von var
á fleirum með kvöldinu. Frétta-
ritarinn á staðnum sagði að síld-
in væri mjög falleg stórsíld, og
nýtingin á henni 50—60%. í gær
var unnið að því á Breiðdalsvík
að salta úr Sigurði Jónssyni, sem
hafði komið inn um morguninn
með 160 tonn, og von var á öðr-
um síðar með kvöldinu.
Framhald á bls. 19
Lézt af völdum
skotsórs
Neskaupstað, 23. ágúst.
Aðfaranótt laugardagsins sl.
kl. 2 var komið að einum skip-
verja á v.b. Stapafelli frá Ölafs
vík, þar sem hann lá í herbergi
skipstjórans með skotsár á höfði.
Hér var um að ræða 18 ára pilt
sem fyrir stuttu hafði verið ráð-
inn á bátinn. Var hann með lífs
marki þegar að honum var komið
og var hann þegar fluttur í
sjúkrahúsið hér, en daginn eftir
með flugvél til Reykjavíkur, þar
sem hann lézt á mánudagsmorg
un í Landakoti.
Skipverjar á bátnum höfðu
haldið hópinn um kvöldið og
farið saman í kvikmyndahús og
þar á meðal pilturinn. Þegar
þeir voru komnir aftur um borð
hafði pilturjnn orð á því að hann
vildi fá að vera í friði, og fór
inn í klefa skipstjórans. Litlu
síðar heyrðu þeir sem voru í
brúnni skothvell, og komu að
drengnum með skotsár á höfði,
eins og fyrr segir.
— Ásgeir
Eldur í
flatkökugerð
í gær kom upp eldur í Flat-
kökugerðinni á Þinghólsbraut 36
Kópavogi. Slökkviliðið kom
þegar á vettvang og tókst fljót-
lega að ráða niðurlögum eldsins
Til þess að komast að eldinum
þurftu brunaverðirnir að rjúfa
gat á þak hússins, og urðu því
talsverðar skemmdir á húsinu
Talið er að kviknað hafi í út
frá gastækjum.
Réðist
á konu
1 gær var ráðist á konu, þar
sem hún var við vinnu í kartöflu
garði í Aldamótagörðunum við
Umferðarmiðstöðina. Var þar
ungur maður að verki og reyndi
hann að nauðga konunni en tókst
ekki. Hrakti hún illmennið á
flótta. Konan kærði til lögregl-
unnar, sem leitaði mannsins í
gær, en hafði ekki tekizt að
hafa upp á honum þegar síðast
fréttist t>’
Ökumaðurinn hélt
leiðar sinnar
Stykkishólmi, 23. ágúst.
Mánudaginn 22. ágúst sl. fannst
tvæ vetra trippi mikið slasað,
nær dauða en lífi, rétt við þjóð-
veginn nálægt Miklahvolsseli í
Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi.
Trippinu varð að lóga.
Augljóst er að einhvert öku-
tæki hefur verið þarna að verki
en ökumaðurinn haldið leiðar
sinnar, án þess að tilkynna á-
reksturinn. Þetta hefur viljað
til aðfaranótt mánudagsins á
tímabilinu frá því kl. 1—7.
Er skorað á þá sem einhverja
vitnesku kynnu að hafa um at-
burð þennan að tilkynna það til
lögreglunnar í Stykkishólmi.
"'éttaritari.
Gísli Árni með 900 tonri
landaði 2 í síldarflutninga-
eftir sólarhring
Raufarhöfn, 23. ágúst.
Það bar til á síldarmiðun-
um 150 mílur NA af Raufar-
höfn, að Gísli Árni fékk um
900 lestir síldar á einum og
sama sólarhringnum. Gerðist
þetta á mánudag sl. Miðað við
að síldin fari öll í bræðslu er
aflaverðmætið rösklega 1,5
millj. kr.
Gísli Árni fékk allt þetta
magn í fjórum köstum og
skip, sem statt var á þessum
slóðum. Með afganginn hélt
liann til Ólafsfjarðar.
Óhætt er að fullyrða, að á
þessum eina sólarhring hefur
skipstjórinn á Gísla Arna,
hinn landskunni aflamaður
Eggert Gíslason, slegið öll
met í síldveiðum fyrr og síð-
ar. — Einar