Morgunblaðið - 13.09.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.09.1966, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. sept. 1966 um að njóta annarra dásemda lífsins, því að hann var ham- hleypa til vinnu þegar hann beitti sér. f lífsstarfi sínu var dr. Jó- hannes farsæll. Hann bar mikla virðingu fyrir læknisstarfinu sem slíku og þarmeð fyrir sjálf- um sér sem fagmanni. Sérgrein hans innan læknisfræðinnar var sjúkdómar í meltingarfærum, og hélt hann kunnáttu sinni við bæði með utanferðum og með því að sækja fræðslufundi lækna félaganna hér heima. Þessi áhugi, ásamt mikilli samvizku- semi í starfi, var velmetin af öllum aðiljum, enda var hann jafnan önnum hlaðinn. Skóla- lækningar voru honum mikið áhugamál, en þær hafði hann stundað nærri tvo áratugi. Hefi ég það fyrir satt, að þau störf hafi hann rækt með slíkri kost- gæfni, að öðrum mátti verða til fyrirmyndar. Dr. Jóhannes hafði alla tíð ver ið hraustmenni hið mesta og lagt stund á íþróttir til hins síð- asta. Því kom hið snögglega frá- fall hans öllum á óvart. Við, sem höfum átti hann að vini frá því við vorum ung, þökkum fyrir samfylgdina. Hans verður minnst aðeins á einn veg. Óskar Þórðarson. Súðavík. Um árabil átti hann sæti í hreppsnefnd og var odd- viti Súðavíkurhrepps. Um skeið var hann söngstjóri og organisti í byggðarlagi sínu. Má um Áka Eggertsson segja, að hann sé þúsund þjala smiður, mikill hag- leiksmaður, greindur og starf- hæfur maður. Hann er sjálf- stæður í skoðunum og fer sínar eigin götur, sem liggja þá ekki alltaf um alfaraleið. Áki Eggertsson , giftist árið 1931 Rósu Friðriksdóttur, úr Bolungarvík, mikilli ágætis- konu, sem stýrt hefur heimili þeirra hjóna af rausn og mynd- arskap. Eiga þau þrjú mann- vænleg börn, tvo syni, Börk framkvæmdastjóra í Súðavík, Hauk rafvirkjameistara og Ástu, sem er gift í Súðavík. Frá samskiptum við Áka Eggertsson og frú Rósu og heim- ili þeirra í Súðavík er margs að minnast, frábærrar gestrisni, vináttu og hjálpsemi, hvernig sem á hefur staðið. Heimili þeirra hefur ávallt staðið opið, hvort sem leiðin hefur legið út í eyjar eða um byggðarlögin i nágrenninu. Vinir og vandamenn þessara góðu hjóna minnast þeirra með þakklæti á þessum tímamótum, um leið og þeir senda hugheilar árnaðaróskir með afmælisdag- inn. S. Bj. Rúllu- kraga peysur VERIIUNI Bankastræu 3. Fjaðiir, f jaðrablöð, hljóðkútar púströr o.fl. varalilutir í margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Simi 24180. í DAG verður til moldar borinn Jóhannes Björnsson dr. med., er varð bráðkvaddur að heimili sínu 7. sept. langt fyrir aldur fram. Er þar genginn góður drengur, sem margir munu sakna. .Jóhannes fæddist í Laufási við Eyjafjörð 7. júlí 1907, sonur prestshjónanna þar Björns Björnssonar og Ingibjargar Magnúsdóttur, og standa að hon- um merkar ættir á ýmsa vegu. Þannig var langafi hans í föður- ætt Hjörleifur Guttormsson prest ur á Skinnastað í Axarfirði, Tjörn og Völlum í Svarfaðardal, en afi hans í móðurætt Magnús Jónsson prestur í Laufási, og var móðurbróðir hans því Jón Magnússon, er lengi var forsæt- isráðherra. Foreldrar Jóhannesar eru fyr- ir hugskotssjónum mínum ímynd prestshjóna, og hefur svo verið frá því ég sá þau langt innan við fermingaraldur, séra Björn reyndar í það eina skipti, en frú Ingibjörgu kynntist ég nánar síðar. Var Ingibjörg skapfestu- kona mikil, og létu þau hjónin sér annt um börn sín svo að vart verður við jafnað. Á heimili þeirra hjóna í Laufási, í undra- fögru umhverfi, í einum reisu- legasta sveitabæ í gömlum stíl hér á landi, á mannmörgu heim- ili við mikil umsvif í búskap á mörgum sviðum á kostajörð ólst Jóhannes upp yngstur í hópi sex systkina. Ein þeirra hlunninda sem jörðin bauð upp á, var veiði skapur í ánni Fnjóská, og var hann stundaður af bræðrunum öllum af miklum áhuga. Með Jóhannesi dofnaði sá áhugi ekki. þótt leiðir skildi með honum og ánni, og var hann trúr þessari íþrótt sinni æ síðan. En margt annað frá þessum árum í upp- vextinum hafði varanleg áhrif á Jóhannes, of oft leitaði hugur- inn til æskustöðvanna, þótt aldur færðist yfir og margt hefði breytzt bæði þar um slóðir og í Jians eigin högum. Þegar Jóhannes hafði nýbyrjað nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri, var kveðinn mikill harmur á þessu heimili, er séra Björn andaðist með skyndileg- um hætti á bezta aldri. Tók frú Ingibjörg þá við forsjá hinnar stóru fjölskyldu og hlaut að taka sig upp frá þeim stað, þar sem hún hafði dvalið frá unglings- árum. Fluttist hún þá til Reykja víkur með þeim börnum sínum, sem enn höfðu ekki stofnað sitt heimili. Varð Jóhannes henni að sjálfsögðu samferða og hélt námi sínu áfram í Menntaskól- anum í Reykjavik, þar sem frá var horfið fyrir norðan. Dvald- ist hann síðan hjá móður sinni, unz hann fór til námsdvalar er- léndis. Bar Jóhannes mikla virðingu fyrir móður sinni og var einkar umhyggjusamur um hagi hennar meðan bæði lifðu. Voru þau svo samrýmd, að un- un var með því að fylgjast. Að afloknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1928 innritaðist Jóhannes í læknadeild Háskóla fslands og lauk þaðan prófi 1934. Að því búnu .hélt hann til Danmerkur til sárfræðináms, og dvaldi þar að mestu leyti fram til ársins 1940, var þó á þessu tímabili utn stundar sakir á fslandi, náms- kandidat á Landsspítalanum 1935-36 og settur héraðslæknir í Miðfjarðarhéraði 1939, og læknir var hann á farþegaskipi í sigl- ingum til Austurlanda. Fljót- lega eftir komu sína til Dan- merkur hóf hann sjálfstæðar rannsóknir og athuganir í fræði- grein sinni. Hélt hann þeim áfram til ársins 1940 bæði þar og í Austurríki og birti niður- stöður sínar í riti, Arterioscler- osis, a chemical and statistical study, sem háskólinn í Kaup- mannahöfn tók gilt til doktors- I varnar. Til þeirrar doktors- varnar kom þó ekki sökum heimsstyrjaldarinnar síðari, en þrátt fyrir það sæmdi háskólinn hann doktorsnafnbót 1942. Heimkominn til íslands 1940, einn hinna svonefndu Petsamo- fara, tók Jóhannes til starfa í Reykjavík við almenn læknis- störf og sem sérfræðingur í meltingarsjúkdómum. Var hann við þau störf til æviloka og naut mikilla vinsælda bæði við hin almennu læknisstörf og í sér- fræðigrein sinni. Jafnframt var hann um langt skeið skólalækn- ir í borginni, einkum við Laug- arnesskóla. Jóhannes Björnsson var hár maður vexti, teinréttur, mikill að vallarsýn og fríður sýnum. Hann var íþróttamaður góður á yngri árudm og var þá m.a. valinn í flokk íslenzkra íþrótta- manna til að sýna íslenzka glímu í Þýzkalandi. Hann var atorkumaður mikill og dugn- aðarmaður svo að af bar við hvaðeina. Sýndi það sig ekki einasta við læknisstörf hans, stundum við örðugar aðstæður, heldur einnig við önnur störf, og var hann af þeim sökum á námsárum sínum settur til verk- stjórnar við vegarlagningar hér í nágrenninu. Hann var fljót- ráður, þegar vanda bar að hönd- um, en engin dæmi þekki ég þess, að hann hafi verið fljót- fær. Hann var tryggur vinur vina sinna og frændrækinn að sama skapi. Hann var óáreitinn við samferðamenn sína og stóð lítt eða ekki í deilum. Jóhannes kvæntist 1940 Guð- rúnu Valdimarsdóttur Erlends- sonar læknis í Frederikshavn á Jótlandi, og var brúðkaupsferð þeirra farin með Esju frá Petsa- mo. Eignuðust þau tvo syni og eina dóttur, sem öll eru nú upp- komin. Þau skildu samvistum Síðar kvæntist hann Ástu Árna- dóttur. Áttu þau ekki börn sam- an, en Jóhannes gekk börnum Ástu af fyrra hjónabandi í föð- ur stað. Var það um tíma stórt heimili, sem laut forsjá hins góðgjarna manns. Er mikill harmur kveðinn að þessari stóru fjölskyldu, systkinum og öðrum ættingjum. Flyt ég þeim öllum með þessum línum samúð mína og minna. Jón E. Vestdal. t Dr. Jóhannes Björnsson hlaut að verða minnisstæður öllum þeim, er af honum höfðu ein- hver kynni, því að auk þess sem að maðurinn var mikill að vail- arsýn, þá var framkoman öll fyrirmannleg, hugsunin skýr og hlutlæg og orðalag ákveðið. Viðkvæmum sálum var viðmótið því ekki alltaf þægilegt, og gat það gefið ástæðu til að ætla, að hann væri sjálfbirginn og þótta- fullur. Þeir, sem þekktu nánar til, vissu, að innst inni var lund- in auðmjúk og svo viðkvæm, að hann mátti vart aumt sjá. Námsgáfur dr. Jóhannesar voru óvenju miklar og bera próf hans þess vitni. Hann lauk prófi frá læknadeild Háskóla ísla.nds vorið 1934 með hárri 1. einkunn. Næstu 6 árin aflaði hann sér framhaldsmenntunar á ýmsum sjúkrahúsum í Danmörku, hér heima sem kandidat á Lands- spítalanum og sem héraðslækmr, og auk þess brá hann sér á þessum árum til Austurlanda sem skipslæknir. Hann skipaði sér fljótt í flokk þeirra ungu og framsæknu lækna, sem lögðu stund á rannsóknarstörf auk hinnar daglegu vinnu á spítala- deildum. Hann hafði gert sér ákveðnar hugmyndir um, að munur væri á tíðni æðakölkun- I ar hér á landi og í nágranna- löndunum. Þrír kennarar hans hér heima voru á sama máli og ákvað dr. Jóhannes því að rann- saka þetta atriði til hlítar með þeirri tækni sem var tiltæk á þeim tíma. Hann sótti efnivið í rannsóknir sínar til Rannsóknar- stofu háskólans, til Kaupmanna- hafnar og til Vínar, og vann úr þeim á lífefnafræðistofnun Hafnarháskóla, þar sem hann var aðstoðarkennari um stund. Niðurstöðurnar af þessum rann- sóknum tók dr. Jóhannes saman í ritgerð, sem hann sendi lækna- deild Hafnarháskóla, og þóttu þær það mikilsverðar, að hann var sæmdur doktorsnafnbót án varnar árið 1941. Auk þessa liggja eftir dr. Jóhannes rit- gerðir læknisfræðilegs efnis í erlendum læknaritum og í Læknablaðinu, og sú síðasta nærri fullbúin í handriti, en til þeirra rannsókna hlaut hann styrk úr Vísindasjóði. Þessi rannsóknarstörf voru unnin jafnframt hinu daglega brauð- striti, svo að ekki var alltaf gengið snemma til náða. En þrátt fyrir það, þá þurfti dr. Jó- hannes ekki að neita sér að ráði Sextugur í dag: Aki Eggertsson Súðavík í DAG á Áki Eggertsson kaup- maður í Súðavík sextugsafmæli. Hann er fæddur að Kleifum í Seyðisfirði, sonur merkishjón- anna Júlíönu Haraldsdóttur og Eggerts Reginbaldssonar, er lengi bjuggu á Kleifum, og síðar á Hreggnesa í Bolungarvík. Þau hjón voru mikið dugnaðar- og skapfestufólk Eignuðust þau mörg greind og mann- vænleg börn. Humarvertíð að Ijúka VESTMANNAEYJAR í gær: Humarvertíð í Vestmannaeyj- um er nú um það bil að ljúka. Þessar veiðar stundurtu í sumar 26 bátar þegar flest var. Veið- arnar hafa í heild gengið heldur vel, misjafnt að v'.su, eins og gengur. Veiðisvæðin v< ru aðal- lega austur með Söndum, í Breið armerkur og Skeiðarárdýpi. A heimamiðum var mun minni humar en verið hefur og mun smærri heldur en austurfrá. — Fréttaiitaii. - íþróttir Framhald af bls. 30 Charlton — Crystal Palace 1—1 Hull — Rotherham 1—0 Northampton — Derby 0—2 Norwich — Coventry 1—1 Plymouth — MiHwall 3—1 Portsmouth — Preston 1—0 í Skotland fór fram 1. umferð deildarkeppninnar og urðu úr- slit þessi: Clyde — Celtic 0—3 Dundee — Aberdeen 2—1 Rangers — Partick 6—1 St. Johnstone — Dundee U. 2—0 St. Mirren — Kilmat’nock 3—2 Staðan er þá þessi: 1. deild. 1. Burnley 10 stig 2. Sheffield W 10 — Chelsea 10 — 4. Tottenham 10 — 5. Stoke 9 — 6. Arsenal 9 — 2. deild. 1. Boltcn 11 stig 2. Blackburn 11 — 3. Ipswich 11 — 4. Crystal Palace 10 — 5. Birmmgham 10 — Áki Eggertsson ólst upp hjá foreldrum sínum á Kleifum og á Hreggnesa. Hann aflaði sér góðrar menntunar og fluttist árið 1930 til Súðavíkur, þar sem hann hóf atvinnurekstur í sam- vinnu við Grím Jónsson útgerð- armann, sem þá var aðalatvinnu- rekandinn í Súðavík. Síðar stofnaði Áki verzlun í húsakynn- um Jóns Jónssonar fyrrum kaupmanns í Súðavík. Hann hóf jafnframt búskap og stundaði hann um árabil. Jafnhliða _at- vinnurekstri sínum vann Áki rafvirkjastörf, en á því sviði var hann sérstaklega fær og dugandi iðnaðarmaður. Hann var um skeið framkvæmdastjóri hraðfrystihússins „Frosta“ í Skrifstofustiílka óskast 3 tíma á rfag 4 til 5 daga vikunnar til þess að annast vélritun bréfa á dönsku. Tilboð óskast send afgr. Mbl. fyrir 16. sept merkt „3 tímar á dag 4235“. HÖRÐUR ÓLAFSSON hæstaréttarlögmaður Löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi (enska) Austurstræti 14 10332 — 35673 Dr. Jóharmes Björnsson læknir — IHinningarorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.