Morgunblaðið - 13.09.1966, Blaðsíða 4
4
MORGU NBLAÐIÐ
ÞriSjudagur 13 sept. 1968
BILALEIGAN
FERÐ
Daggjald kr. 400.
Kr. 3,50 per lun.
SÍMI 34406
SEN DUM
IMAGINUSAR
skipholti21 símar21190
eftir lokun slmi 40381
Hverfisgötu 103.
Síml eftir lokun 31160.
BiLALEICAN
r f f n h
R4UÐARARSTÍ6 51
SÍMI 22022
LITLA
bíloleigan
Ingólfsstræti II.
Volkáwagen 1200 og 1300.
Simi 14970
Bifreiðaleigan Vegferð
SÍMI - 23900
BILALEIGAN
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
BOSCH
Þurrkumótorar
24 volt
12 volt
0 volt
/
mt
Brœðurnir Ormsson
Laágmúla 9. — Sími 38820.
•jí íþróttir
Bítlarnir frá Keflavík
hafa staðið sig vel enn einu
sinni — og jafnvel KR hefur
ekki roð við þeim. Hvernig er
það — eru engir bítlar í KR?
Fleira athyglisvert hefur
gerzt á íþróttasviðinu hér síð-
ustu dagana. Bandarískur
kúluvarpari hefur leikið listir
sínar — og hónum veitist létt
að þeyta kúlunni fram fyrir 19
metra markið, gæti það senni-
lega blindandi. Hann kastar
u. þ. b. þremur metrum lengra
en Huseby okkar gerði, þegar
hann var upp á sitt bezta — og
samt þótti Huseby gera það
gott.
Vonandi hafa heimsóknir
sem þessar einhver áhrif á unga
fólkið, hvetur það til dáða —
eða öllu heldur til þess að
leggja meiri stund á íþrótta-
iðkanir, þvi afrekin koma ekki
strax. Að baki þeim liggur
mikil vinna, mikil og ströng
þjálfun.
í rauninni þyrftum við líka
að fá einhverja erlenda til þess
að synda með okkur 200 metr-
ana hér heima. því betur má
ef duga skal. Áróðurinn fyrir
þátttöku hefur ekki verið rek-
inn af nógu kappi — og áróð-
ursvélin er gamaldags. Það
vantar þennan ferska blæ, sem
aldrei er til skaða.
■Jr Þjóðskráin
Kona nokkur hefur skrif-
að Velvakanda og beðið hann
að benda sér á leið til þess
að hafa uppi á manni, sem nún
vissi hvar heima átti fyrir 35
árum — en ekki síðan. Hefur
hún skrifað manntalsskrifstof-
unni í Reykjavík, en ekki
fengið svar — og leitar nú ann
arra ráða. „ Þetta er einkamál
svo að ekki get ég auglýst eftir
honum í blöðunum“ — segir
bréfritari.
Eðlilegast væri að leita upp-
lýsinga hjá Þjóðskránni. Utan-
áskriftin er: Hagstofa íslands,
Þjóðskráin, Arnarhvoli,
Reykjavík.
'Jr Mjólkurpokar
Hér kemur bréf frá Sel-
fossi:
„Kæri Velvakandi.
Nú hefur Mjólkurbú Flóa-
manna byrjað að selja mjólk
í plastpokum og er það vel.
Fáir sjá eftir hyrnunum. Þess-
ar nýju umbúðir eru mjög
hentugar og sterkar og hafa
þær líkað mjög vel á Sauðár-
króki — þar sem þær hafa
verið í notkun í nokkurn
tíma.
En tvennt er það, sem okk-
ur Selfossbúum líkar miður.
í fyrsta lagi eru könnurnar,
sem ætlaðar eru mjólkurpok-
unum, of víðar. Pokarmr geta
dottið úr þeim. Á Sauðárkróki
eru könnurnar það þröngar, að
pokarnir sogast fastir og varla
er mögulegí að ná þeim upp úr
köanunum fyrr en pokinn er
tæmdur. í öðru lagi er verðið
á pokamjólkinni það sama og á
hyrnumjólkinni, eða kr. 8.05. Á
Sauðárkróki kostar líterinn kr.
8.00. Talið er, að þessar umbúð
ir séu ódýrari en hyrnurnar.
Hvers vegna fáum við ekki að
njóta þessarar lækkunar hér á
Selfossi á sama hátt og fójkið
á Sauðárkróki?
Ég vænti þess, að hægt sé
að fá skýringu á þessu — og
ennfremur, að okkur verði
gefinn kostur á að kaupa sams
konar könnur og eru á boð-
stólum á Sauðárkróki.
Selfossbúi."
Kirkjan
Lesandi skrifar:
„Undanfarna nokkra sunnu-
daga hefur síra Erlendur Sig-
mundsson prédikað við árdeg-
ismessu í Hallgrímskirkju, en
af því vék ég máls á þessu, að
mér finnst ræðuflutningur
þessa kennimanns vera með
þeim ágætum, að athyglisvert
er. Ég legg ekki út í það, að út-
skýra þetta nánar en vil
hvetja þá sem unna kirkju og
kristindómi, að sækja kirkjj
til þessa hugljúfa, og ágæta
kennimanns, og sannfærast
sjálfir um sannleiksgildi orða
minna. Að endingu vil ég biðja
séra Erlend Sigmundsson um
að láta prenta í víðlesnu blaði
ræðu þá er hann flutti í Hall-
grímskirkju sunnudaginn 11.
þ.m.
Þakklátur kirkjugestur."
'+r Skógurinn og
landið.
Lesandi skrifar:
„Ég var áðan að lesa bréf
XXX til Velvakanda, sem svar
til Hákonar Bjarnasonar, þar
sem XXX vill ekki trúa að
landið hafi verið skógi vaxið
fyrrum, heldur kjarri.
Ég er nú enginn sérfræðing-
ur á þessu sviði frekar en
öðru, en ég ætla að segja ykk-
ur sögu. í fyrra kom ég aust-
ur í Landssveit. Þar hafði ný-
lega verið grafinn djúpur
skurður, líklega til framræzslu
og upp úr honum komu stórir
viðardrumbar, ekki einn, held-
ur margir.. Þarna hafði greini-
lega verið skógur fyrrum, og
það engin smátré. Bændurnir
geyma suma drumbana, a.m.k,
á þessum bæ, sem ég kom á.
og gætu sýnt þá. Þetta sannar
að á þessum stað a.m.k. hefur
verið skógur, hvað sem annars
staðar hefur verið.
H.“
Hjúknniarkona áskast að Hrafnistu
Upplýsingar á skrifstofunni, sími 38440.
Starfsstúlka óskast
strax í kaffistofuna, Austurstræti 4.
— Frí á sunnudögum. —
Afgreiðslustúlka
óskast nú þegar í kjörbúð. — Tilboð sendist afgr.
Mbl. fyrir 15. þ.m., merkt: „Kjörbúð — 4718“.
Viljum ráða
búðarmann. — Upplýsingar í Radíóbúð
inni, Klapparstíg 26.
Við Reynimel
Til sölu eru 2ja og 3ja herb. íbúðir á hæðum í sam-
býlishúsi við Reynimel. íbúðirnar seljast tilbúnar
undir tréverk og sameign úti og ínni fullgerð.
Hitaveita. — Malbikuð gata. — Örstutt i Miðbæinn.
Teikning til sýnis á skrifstofunni.
ÁRNI STEFÁNSSON, HRL.
Málflutningur — Fasteignasala.
Suðurgötu 4. — Simi 14314.
©PIB
ATVINNA
Duglegar stúlkur geta fengið vinnu strax
í verksmiðju vorri.
FRIGG
Garðahreppi.
Blaftburðarfólk
vantar í eftirtalin hverfi:
Meistaravelli Ránargata
Laugarásveg Laufásveg 2—57
Tjarnargötu Grettisgata II
Laugaveg frá 1—32 frá 36—98
Barónsstígur Lynghagi
Grettisgata I Grettisgata 36—98
Fálkagata Túngata
Laugavcg 33—80 Þingholtsstræti
Bergstaðastræti Hverfisgata I
Aðalstræti Flókagata neðri
Kleppsvegur I Freyjugata
Blesugcóf Vesturgata 2—44
Snorrabraut Háteigsvegur
Talið við afgreiðsluna sími 22480.