Morgunblaðið - 13.09.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.09.1966, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 15 sepl. 1966 MORCU N BLAÐIÐ 17 Gengið í Saurbæjarkirkju. vallarins, og dáðist hún sérstak- lega að fegurð beitilyngsins. Fjármálaráðherra fræddi hana um helztu lyngtegundir, sem þarna var að sjá, og hver ber væru æt og hver óæt. Hafði frúin með sér í bílinn litla beiti- lyngsgrein, þegar förinni var haldið áfrarn. Nú var ekið rakleitt til Mý- vatns og ekki staðnæmzt fyrr en á hlaðinu framar. við Hótel Reykjahlíð. Undir norskum og íslenzkúm fánum heilsuðu þar gestunum Jóhann Skaptason sýslumaður og frú og nokkrir forystumenn Mývetninga, Pétur Jónsson hreppstjóri í Reynihlíð og frú, sr. Örn Friðriksson á Skútustöðum og frú, Sigurður röggvarfeldi hraunsins, og græn túnin á bæjunum og brúnt lyngið í móunum juku enn á hið hlífandi litaspil Ekki varð ann- að sagt en peria Norðurlands, Mývatnssveit, skartaði sjald- hafnarflikunum þennan dag. Hjá Guðrúnu Sigurðardóttur hótelstýru og aðstoðarkonu hennar, Þorbjörgu Finnboga- dóttur matreiðsiukennara, var gestunum búin hin fegursta veizla: Soðinn silungur, veiddur fyrir Vindbelgjarlandi um morg- uninn, steiktar lambakótelettur og aðalbláber ættuð úr Aðaldal, borin með sykri og rjóma. Alit þingeyskur og góður matur, enda rómað af gestunum, hve hann var ljúffengui og fallega ■m> ViS Goðafoss. Norski ráðherrann Per Borten, Magnús Jónsson, fjármálaráðherra og frúr þeirra, ásamt Ástu Andersen, sendiherra frú. Liósm.: Sv. Þ. Per Rorten og frú heimsækja Eyjafjörð og ÞingKyjarsýitu ÞEGAR norsku forsætisráð-1 Þórisson oddviti á Grænavatni herrahjónin og fylgdarlið þeirra og Böðvar Jónsson varaoddviti stigu út úr flugvélinni á Akur- eyrarflugvelli á tiunda tíman- um á laugardagsmorgun, tóku á móti þeim Friðjón Skarphéðins- son, bæjarfógeti, Magnús E. Guð jónsson, bæjarstjóri, og norsku ræðismannshiónir á Akureyri, frú María og Sverrir Ragnars. í föruneyti ráðherrahjónanna voru Magnús Jónsson, fjármála- ráðherra, og frú hans ásamt ýmsum embættismönnum norsk- um og íslenrkum og frúm þeirra. Veður var hið fegursta á Akureyri þennan morgun, sól- skin og hægviðri, en nokkuð svalt, og fjöll báru hettur hvítra haustsnjóa hið efra. Viðstaða varð stutt á flug\’ellinum, en síð an var haldið af stað áleiðis til Mývatns í fimm spegilfögrum leigubílum. í hinum fyrsta fóru ráðherrarnir, en i þeim næsta ráðherrafrúrnar, síðan annað föruneyti. Þegar komið var að Veiga- stöðum, sá Per Borten, hvar verið var að bera upp hey þar í túninu. Lét hann þegar stöðva bílinn og gekk heim túnið. Þar var fyrir Eiríkur bóndi Geirs- son og fólk hans, og tóku þeir tal samaií bændurnir um hey- skapinn, búskapinn og skepn- urnar. Fór hið bezta á með þeim, og kvöddust þeir með virktum. Goðafoss dunaði þungt og tignarlega í gljúfrahofi sínu, þegar þar.gað kom. Við fossinn var höfð dálitil viðstaða, og not- aði Per Borten þá stund dyggi- lega til þess að kvikmynda hið hrynjandi jökulvatn. Frú Magn- híld gaf einnig gaum að liljum á Gautlöndum. Dunmbungsveður hafði verið við Goðafoss, en nú skein sól aftur í heiði og sindraði á smá- gáruðum vatnsfletinum í hægri suðaustangoiú. Þó var ekki alveg f jallabjart. Hvíthærðir bergrisar, sem standa vörð um fram borlnn Á þriðja tímanum var svo haldið til Námaskarðs og tafið þar stutta stund, en síðan var hin rísandi kisiigúrverksmiðja heimsótt. Var svo til ætlazt, að gengið yrði rakleitt inn í skrif- stofu- og starfsmannahúsið, en norski forsætisráðherrann kom þá auga á annað sem hann hafði meiri áhuga á þá stundina. Þrjár litlar telpur voru ríðandi á tveimur hestum sunnan við hús- ið. Þangað hljóp Per Borten, kvikmyndaði börnin og hestana, Frú Magnhild Borten með Þuríði Gísladóttur, konu Péturs hrepp- stjóra í Reynihlíð, og sýslumannsfrúnni, Sigriði Jónsdóttur. sveitina, Búrfell Bláfjall og Sel- landafjall, fyrn-urðu sig hálft í hvoru fyrir hausthærurnar og skutu kollunum upp í skýjahul- una í suðri. Sölnandi skógurinn logaði í rauðum og gulum litum, sem báru fallega fi á blásvörtum gaf sig á tal við telpurnar og skoðaði klárana. Lyfti hann m. a. upp tramfæti annars hests ins og athugaði hófinn og skeif- una. Lauk svo, að hann fékk hestinn lánaðan og þeysti hring- inn í kringnm húsið við mikla kátínu og fagnaðarlæti fólksins, sem stóð og horði á. Nú fyrst/ var Per Borten til- búinn að ganga inn og athuga teikningarnar að verksmiðjunni, sem Birgir Guðmundsson tækni- fræðingur, fulltrúi framkvæmda stjórans, útskýrði fyrir gestun- um. Var því næst fram borið kaffi með kökum og smurðu brauði, áður en haldið v var í Dimmuborgir. Ekki voru menn fyrr stignir út úr bílunum við hliðið, en forsætisráðnerrann hljóp með myndavélina sína austur eftir brúninni norðan við Borgirnar drjúgan spöl. Þar fór hann fram á klettanef og filmaði þaðan Á Lögbergi. Kristján Eldjárn segir sögu staðarins. Gestirnir sitja í brekkunni og hlíða á hann. 77/ Þingvalla síðasta daginn í GÆRMORGUN óku Per Bort- en og frú hans til Þingvalla með Emil Jónssyni, utanríkisráðherra. Veður var fagurt á Þingvöllum, sólskin og lognkyrrð. Staðnæmst var á Lögbergi, þar sem Kristján Eldjárn sagði frá hinu gamla þingi íslendinga og svaraði spurn ingum norska ráðherrans varð- andi það . Eftir hádegisverð í Valhöll, var ekið að Irafossi og virkjunin skoðuð, og síðan áfram um Hveragerði, þar sem gestunum voru sýndar heitar uppsprettur. í gærkvöldi héldu Per Borten og frú hans kvöldverðarboð í Hótel Sögu fyrir um 80 manns. Þakkaði ráðherrann þar í stuttri ræðu ríkisstjórninni og öllum þeim íslendingum, sem gert höfðu heimsókn hans svo ánægju lega. í morgun áttu ráðherrann og frú hans að halda til Færeyja með flugvél, þar sem þau hafa viðdvöl áður en þau halda heim til Noregs. þennan fuiðulega ævintýraheim, meðan samferðafólkið gekk hina venjulegu leið, slóðina niður á milli klettanna. En nú vandaðist málið. Sýnilegt var, að ráðherr- ann ætlaði að klifra beint niður af klettanefinu, þar sem var snarbratt, lausgrýti og stórvar- hugavert niðurgöngu. Jóhanni Skaptasyni sýslumanni leizt ekki á blikuna, hljóp til og kleif upp hamarinn á móti ráðherranum honum til fulltingis. En Per Borten þuríti engrar aðstoðar við, fulltær úr snarbröttum fjailahlíðum heimalands síns og hertuj- í margri mannraun. „Þetta er bara alveg eins og á tunglinu,“ sagði hann, þegar hann kom niður á jafnsléttu aftur og leit upp á steinrunnin nátttröllin allt í kring. „Hvar voru þeir aftur að æfa sig um árið, amerísku tunglfararnir?“ Honum var sagt, að það hefði verið í Öskju. Þá spurði hann, í hvaða átt hún væri og hve langt í burtu og fékk greið svör við því og ýfasan annan fróð- leik um Öskju, Öskjugos og önn- ur eldsumbrot í nágrenni Mý- vatns á ýmsum tímum. Nú var alllangt liðið á dag og tíminn orðinn naumur, svo að nú voru Þingeyingarnir kvaddir og síðan haldið rakleitt til Akur eyrar, þai sem veizla bæjar- Framhald á bls. 23. IMorðurland fagnar norsktim gestum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.