Morgunblaðið - 13.09.1966, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 13 sept. 19©®
MORGUNBLADIÐ
11
KAUPUM ISLENZKA IDNAÐARVÖRU
IÐNISÝNINGIN
w
A
/Isbjörn Signrjónsson, framkvæmdastjóri:
Iðnsýningin fram
lengd um viku
40 þúsund höfðu séð
sýninguna á sunnudag
MIKIL aðsókn var að Iðnsýning-
unni um helgina, og á sunnudag
skoðuðu 6790 manns sýninguna.
H.fðu 39 þúsund manns komið á
sýninguna á sunnudag frá því að
hún var opnuð.
Vegna þessarar miklu aðsókn-
ar og fjölda tilmaela hefur venð
ákveðið að framlengja syning-
una til sunnudagsins 18. septem-
ber. Er því óhætt að benda fólki
á, sem enn hefur ekki séð sýn-
inguna, á áð notfæra sér dag-
ana til helgarinnar til að koma
og skoða, og forðast þrengsli
þessa síðustu daga.
Sérstaklega skal tekið fram að
ekki verður unnt að framlengja
sýninguna frekar, þar sem Iðn-
sýningin hefur ekki ráð á hús-
'næðinu lengu'-
Vefjaiðnaður
VEFJARTHNAÐUR á íslandi á
sér jafnlanga sögu og landnám,
og skiptist fram á okkar dag í
fjögur megintímabil. Fyrsta
tímabil er frumstæð iðn ullar,
annað tímabil er virðingarverð
tilraun Skúia Magnússonar með
innréttingar í Reykjavík, þriðja
tímabilið er afturhvarf til al-
gjörrar handiðnaðar og vöru-
skipta fyrir ullarvoðir og prjón
les. Fjórða tímabilið hefst rétt
fyrir aldamótin með vélvæðingu,
sem byggðist á vatnsafli og
seinna rafmagni. Fyrstu tóvinnu
vélarnar vofa settar upp að Ála
fossi 1896, cg um sama leyti hjá
Gefjun á Akureyri, Reykjafossi
í Ölfusi um 1908, Framtíðinni í
Reykjavík 1922 og seinna hjá
Kaupfélagi á Reyðarfirði og
Kaupfélagi á Húsavík, Ó.F.Ó. í
Reykjavík og nú síðast hjá
Teppagerðirmi h.f í Reykjavík.
Ullarþvottastöðvarnar hafa aðal
lega verið á Akureyri, Álafossi,
Hveragerði og hjá Garðari Gísla
syni í Reykjavík.
Ullarframleiðsla landsins hef-
ur að öllu jöfnu verið flutt út
óunnin og gengið erfiðlega að
selja hana án vöruskipta eða
uppbóta. Nú á síðasta ári var
gerð tilraun með útflutning á
ullarbandi og flutt út um 150
tonn, en vegna launa- og ann-
arra kostnaðarhækkana á þessu
ári, auk verðlagningar íslenzku
ullarinnar varð að hætta við út-
flutning á ullarbandinu, þó hún
gæfi 50% hærra verð en á ó-
unninni uli.
Ársframleiðslu á hreinni ull
árið 1966 má áætla um 900 tonn.
og samkvæmt lauslegri áætlun
munu íslenzku verksmiðjurnar
nota um 1—500 tonn til fram-
leiðslu fyrir innanlandsmarkað.
Auk þess munu Gefjun og Hekla
á Akureyri nota um 130 tonn
í værðarvoða og peysuútflutning
sinn til Rússiands. 350 tonn verð
ur því að flytja út sem óunna
ull, þrátt fyrir það að hér á landi
séu verksmiðjur, sem gætu við
eðlilegar aðstæður unnið þessa
ull í verðn'eiri vöru til útflutn-
ings.
Vefnaður og prjónaiðnaður
hefur þróast nokkuð jafnt og
þétt síðan um 1922 og hafa á
þessu tímabili starfað um 18
stærri prjónastofur og 9 vefnað-
arverksmiðii’r. Nú eru starfandi
14 prjónast.ofur og 7 vefnaðar-
verksmiðjur.
Ullariðr.aður hefur lengst af
búið við erfið skilyrði. Hann
varð að láta sér nægja kaup á
gömlum vélum og starfa í ófull-
komnu húsræði. Þó komu fimm
stríðsárin 1940—1945, þegar all-
ar tóvinnuvélar og prjónavélar
voru keyrðar dag og nótt og
nægði hvcgi til að sjá lands-
mönnum fyrir hluta af þeirra
þörfum af þessum neyzluvörum,
sem var meira að segja skammt
að um tíma.
Á árunum 1945 til 1949 minnk
aði framleiðslan nokkuð jafnt
þar til fyrirvaralaus innflutning
ur var gefinn frjáls haustið
1949. Eftir það hefur ullariðn-
aður aldrei náð sér aftur að
nokkru marki, að undantekinni
framleiðslu á gólfteppum, sem
voru ekki á frílista fyrr en nú
um síðustu áramót og hefur á
þeim tíma bvggst upp nokkur
gólfteppaiðnaður eða 4 verk-
smiðjur.
Ullariðnaður er mjög fjár-
frekur iðnaður, sem þarf mikið
af sérbyggðum og dýrum vélum,
mikið húsnæði. vandvirkt og
velþjálfað starfsfólk. Fjármagns
þörf ullarverksmiðju er sérstak-
lega há vegna árstíðabundinna
innkaupa á hráefnum og einnig
árstíðabundmnar sölu fram-
leiðslunnar, sem selzt mest að
hausti og fram á vetur. Ofan-
ritað gefur því augljósa skýr-
ingu á þeim erfðileikum, sem
yfirstandandi fjárleysi íþyngir
ullariðnaði sérstaklega.
íslenzka ullin er sterk og
fjaðurmögnuð og þessvegna eru
grófari flokkar hennar vel til
fallnir í gólfteppaframleiðslu.
Hér á landi hefur notkun gólf-
teppa aukizt svo mjög að við
notum árið 3965 rúma 140 þús-
und fermetra af gólfteppum, inn-
lendum og erlendum, og sam
svarar það um 3 fermetra
á heimili, meðan Danir nota 2.7
fermetra og Svíar 2.1 fermeter.
Segir þetta nokkuð um velmeg-
un þjóðarinnar. Verkefni gólf-
teppaframleiðenda virðast því
vera næg framundan meðan
kaupgetan helzt.
Ýmsar ullarvörur hafa unnið
góðan markað erlendis meðal
erlendra ferðamanna, sem heim-
sækja okkur Þessar vörur eru
margar hverjar handunnar, svo
sem lopapeysurnar, en værðar-
voðir og giuggatjöld hafa einnig
selzt nokkuð og munu þessir
liðir, ef vei er á haldið, verða
djúgur útflutningsliður ullar-
iðnaðarins.
Prjónavéiar komu fyrst til
iandsins u-n 1880 og nú seinni
árin hefur myndast hér nokkuð
öflugur prjónaiðnaður hjá
Heklu á Akureyri, sem flytur út
mikið af peysum til Rússlands
og víðar. Einnig eru nokkrar
prjónastotur í Reykjavík, sem
nota eingöngu erlent band.
Nylonsokkaverksmiðjan Eva
á Akranesi og herrasokkaverk-
smiðjan Kolibri í Reykjavík
hófu framleiðslu fyrir nokkrum
árum, en r.ota báðar erlent hrá-
efni.
V eiðarf æraiðnaður
Frá því að Skúli Magnússon
varð að leggja innréttingar sínar
niður og þar með kaðla og hand-
færagerð sína, og allt fram að
árinu 1927, er Sigurjón Péturs-
son á Álafossi flutti inn neta-
hnýtingavél. hefur ekkert verið
vélunnið af veiðarfæraefni hér
á landi. Veiðarfæraverksmiðjur
hafa verið 6 að tölu þegar flest
var en nú er eftir aðeins ein,
sem nokkuð kveður að, en það
er Hampiðjan í Reykjavík.
Veiðarfæra’ðnaði hefur farið
mikið fram og tæknilegar breyt-
ingar orðið örari en í öllum vefj-
ariðnaði, vélakostur gengið
fljótt úr sér og hráefni orðið
öll önnur nú síðari árin. Hefur
þetta haft þau áhrif, að ekki
hefur tekizt að fylgja hinni öru
þróun til jafns við fjársterkan
og jafnvel ríkisstyrktan veiðar-
færaiðnað stórþjóðanná, sem
í skjóli máttar síns undirbjóða
og hagræða viðskiptum við hér-
lenda kaupendur. Stríðsárin
sönnuðu okkur, að við megum
ekki vera án eigin veiðarfæra-
iðnaðar.
Eftirtalin fyrirtæki sýna hálf-
unnar og fullunnar vörur vefj-
ariðnaðarins á iðnsýningunn>
1966:
Axminster h.f. stúka 311
deild IV.
Axminster framleiðir ein-
göngu gólfteppi, tvær gerðir af
venjulegum gólfteppum, einlit
og í tweediitum og Röggva gólf-
teppi.
Álafoss h.f. stúka 313 deild IV.
Helztu vörutegundir er Ála-
foss framleiðir eru meðal annars
gólfteppi, áklæði, gluggatjöld,
ferðateppi, band og lopi.
Teppagerðin h.f. stúka 312
deild IV.
Teppagerðin framleiðir gólf-
teppi úr ull og nælon, kokos-
dregla, lopa og band.
tíltíma h.f. stúka 219 deild II.
Af vefjariðnaði sýnir fyrir-tt
tækið alullaráklæði og glugga-
tjöld.
Ásbjörn Sigurjónsson.