Morgunblaðið - 17.09.1966, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.09.1966, Qupperneq 2
2 MORGU NBLAÐIÐ Laugardagur 17. sept. 1966 Yegurinn fyrir Ólafsfjarðar múla opnaður á sunnudag 'Verður mikil semgöngubót — Leiðin til Akureyrar styttist um 149 km. 1 Ólafsfirði, 15. sept. 'VIÐ erum tæplega farnir að átta •okkur á þeirri stórkostlegu sam £Öngubót sem hér er orðin eftir að kominn er hinn prýðilegasti 'vegur fyrir Óiafsfjarðarmúla. I gær var hcr yfirverkfræðingur írá Vegagerð ríkisins. Hann til- kynnti Ásgrimi Hartmannssyni bæjarstjóra, að Ólafsf jarðar- múlavegur yrði formlega opnað- ur á sunnudaginn, án þess þó að þá færi fram nokkur við- ■höfn af því tilefni. Það sem ég á við um, að menn séu tæpíega farnir að átta sig á, er að fynr tveim dögum fór ég á bíl til Akureyrar og var að- eins rúm'.ega eir.a klukkustund á leiðinni, — sem nú er 63 km en var áður 212 km. Nú er að- eins 20 mín. íerð til næsta kaup- staðar, Dalvíkur. Þess er að vænta að reglulegir farþega- flutningar befjist miili Akureyr ar og Ólaísfjarðar. Hefur Gunn- ar Jónsson sem er sérleyfishafi á leiðinni Akureyri — Dalvík skýrt mér frá því að hann hafi hug á að ti.ka upp ferðir hingað, — tvær á dag. En fleiri en við Ólafsfirðingar fögnum nú hinum stórkostlega áfanga í samgöngumálum okkar, því segja má að með tilkomu vegarins sé einangrun bæjarins lokið. Siglfirðingar njóta góðs af því leiðin milii Sigiufjarðar og Akureyrar styttist um 60 km. Nú sem stendur eru starfs- menn Landssíma íslands að vinna við múlann, við lagningu á jarðsímostreng. Gert er ráð fyrlr að strengurmn nái hingað í haust, en nú eru ólagðir 5 km. Verður sjálfvirk símstöð þá opnuð hér. Hættir þá símstöðin með sína daglegu þjónustu frá kl. 8,30 t.il 22 og aðeins 4 tíma á sunnudógum. Loks er í strengn um þráður fyrir sérstaka endur- varpsstöð fyrir Ólafsfjörð, en hér eru h’ustunarskilyrði mjög bágborin og hafa verið svo um langt skeið. — Fréttaritari. Dómari í Ghana úrskurðar: Horst Schumann afhentur V-Þjóðverjum Nafn þotuflu"- mannsins gefið upp NAFN orrustumannsins, sem fórst með þotu sinni á Kefla- víkurflugvelli s.l. fimmtudags- morgun, hefur nú verið gefið upp. Flugmaðurinn heitir John R. Jansen, 27 ára gamall. Hann lætur eftir sig konu og tvö ung börn. Eins og skýrt var frá í Mbl. i gær varð flugslysið, er 3 orrustu þotur æfðu fyrir flugdaginn, sem verður n.k. sunnudag. Þoturnar eru af gerðinni F-102 Delta Dagger. Nefnd frá flughernum á Keflavíkurflugvelli vinnur nú að rannsókn á tildrögum slyssins. Accra, Ghana, 16. sept. NTB. DÓMARI í Accra í Ghana hefur úrskurðað, að þýzki læknirinn, dr. Horst Schumann, skuli seld- ur í hendur v-þýzkum yfirvöld- um, en hann er sakaður um stríðsglæpi. Dr. Schumann hefur starfað sem læknir í Volta-hér- aði í Ghana árum saman. Hann var handtekinn í marz sl., með- an kannað væri, hvort orðið skyldi við ósk v-þýzku stjómar- innar um að hann yrði afhentur. Heima í V-Þýzkalandi bíður hans ákæra fyrir glæpi, sem hann á að hafa gerzt sekur um í Auschwitz fangabúðunum ill- ræmdu í heimsstyrjöldinni síð- ari. Dómarinn, H. P. L. Baneer- 9. okt. dagur Leils heppna Washington, 16. sept. NTB. • JOHNSON, Bandaríkja- forseti kunngjörði í dag, að 9. október skuli framvegis helgaður minningu Leifa heppna Eiríkssonar. I í yfirlýsingu forsetans sagði að leifur Eiríksson hefði verið einn af forystumönnum þess hetjutímabils, er norrænir vík ingar fóru könnunarferðir víða jum lönd og verið hefði inn- blásturslind milljónum banda rískra þegna af norrænu bergi. Dáðir hinna fornu norrænu víkinga væru einnig hluti af bandarískum menningararfi, því það hafi verið konur og menn af norskum sænskum og dönskum ættum, sem fyrstir lögðu undir sig hinar banda- rísku sléttur og hófu þar land nám. DJÚPA lægðin við Noreg fjarlægðist landið enn í gær og var komið veiðiveður á Austurdjúpum í gærmorgun. Á hafinu suðvestur undan var dumbungur og milt veð- ur og heldur líkur til, að von væri á því lofti hingað. man, sem úrskurðaði að hann skyldi afhentur, kvaðst hafa fengið sönnur fyrir því, að Schu- mann hefði tekið af lífi konur, börn, geðveikt fólk og aðra fanga, sem ekki hefðu haft neina pólitíska þýðingu og því taldi hann rétt, að hann yrði fenginn V-Þjóðverjum í hendur. Dr. Schumann hefur lýst því yfir, að hann muni áfrýja úrskurði þessum. Sá viðburður varð skómmu eftir hádegi í gær, að feiti brann við á pönnu í húsinu að Hávallagötu 53. Gerðist reykur svo magn- aður, að vegfarendur héldu, að um stórbruna væri að ræða. Slökkvi liðið var kvatt til staðar og að sjálfsögðu var ljósmyndari blaðs- ins manna fyrstur á slysstað. Lítið var um slökkviaðgerðir aðrar en þær, að pannan var fjarlægð af eldavélinni — öllum viðkom- andi til mikils hugarléttis. Fram skal tekið, að bál varð eigi I íeitinni, en eitthvaó skenimdi reykurinn frá sér. Lauk þar með þætti feitisbruna að Hávallagötu í sögu slökkviliðs Reykjavíkur- borgar. Sjálfkjörið í þremur verkalýðsfélögum EINS og áður hefur verið sagt frá hér í blaðinu, hefjast full- trúakosningar til 30. þings Al- þýðusambands íslands í dag, 17. sept., og standa til 9. okt., að þeim degi meðtöldum. ’ Þrjú verkalýðsfélög í Reykja- vík auglýstu eftir framborðslist- um til fulltrúakjörs í vikunni, en aðeins einn listi kom fram í hverju félagi, — listi stjórnar og trúnaðarráðs, og varð því sjálfkjörið í félögunum. Þessi félög eru Iðja, félag verksmiðju- fólks í Reykjavík, Félag ísl. rafvirkja og Félag járniðnar- manna. Eftirtalið fólk var kosið frá þessum félögum: Iðja: Guðjón Sigurðsson, Ingimund- ur Erlendsson, Jón Bjöimsson, Runólfur Pétursson, Klara Georgsdóttir, Guðmundur Jóns- son, Ragnheiður Sigurðardóttir, Rafn Teitsson, Guðmundur Ing- varsson, Ingólfur Jónsson, María Sola „Mein Kampi,, stöðvuð Kaupmannahöfn, 16. sept. NTB • Danski útgefandinn Jörgen Paludan hefur tilkynnt, að tekið hafi verið fyrir frekari sölu bók- arinnar „Mein Kampf“ eftir Hitler, sem nýlega var prentuð í nýju 5000 eintaka upplagi og átti að prenta enn á ný. Mikið af þessu upplagi hefur þó selzt, en ekki verður af frekari prentun. Vestur-þýzki sendiherrann í Kaupmannahöfn hefur tilkynnt þetta til Bonn og óskað eftir að yfirvöldum Bayern verði gert við vart. Þau eiga rétt á öllu, sem Hitler lét eftir sig, einnig ritverk um og hafa ekki til þessa veitt heimild til nýrrar útgáfu á bók þessari né öðrum nazistískum ritverkum. Vilhjálmsdóttir, Bjarni Jakobs- son, Guðríður Guðmundsdóttir, Ólafur Pálmason, Guðmundur G. Guðmundsson, Dagmar Karls- dóttir, Kristín Hjörvar, Steinn í. Jóhannesson. Félag ísl. rafvirkja: Óskar Hallgrímsson, Magnús GeirssoJÍ, Sveinn V. Lýðsson, Kristján Benediktsson, Sigurður Sigurjónsson. Félag járniðnaðarmanna. Guðjón Jónsson, Snorri Jóns- son, Kristinn Ág. Eiríksson, Tryggvi Benediktsson, Guð- mundur Rósenkarsson. Dregið úr vinnu í brezka bíla- iðnaðinum Birmingham, 16. sept. NTB. • Um það bil eitt þúsund verka- menn við bifreiðahlutaverk- smiðju, sem fyrirtækið British Motor Corporation — BMC — rekur í Birmingham, lögðu niður vinnu í dag í mótmælaskyni við að fjölda manns hefur verið sagt upp störfum í brezka bílaiðnað- inum. BMC mun frá næstu viku að telja draga úr framleiðslu sinni þannig, að dregið verður úr vinnutíma 30.000 verkamanna og 5.000 verkamönnum sagt upp frá 4. nóvember. Ástæðan er efna hagsráðstafanir Harolds Wilsons, sem dregið hafa úr eftirspurn eftir bifreiðum. í Coventry hefur bílaverk- smiðjan Standard Triumph frá og með deginum í dag innleitt fjögurra <daga vinnuviku fyrir u.þ.b. 5.000 verkamenn. í Jaguar bifreiðaverksmiðjunni hefur ver- ið innleidd fjögurra daga vinnu 33 handteknir Lusaka, Zambíu, 16. sept. NTB • Lögreglan í Zambíu hefur handtekið 33 manns á hinu svo- kallaða Koparbelti í Zambíu sökum verkfalls er þar stendur yfir. Voru hinir handteknu fluttir til annarra landshluta. Stjórn Zambíu hefur lýst því yfir, að hún muni í engu sýna verkfalls- mönnum meiri linkind en hún þegar hefur gert. — Chou En-lai Framhald af bls. 1 stjóra í Peking hefði verið vikið frá endanlega. Hann varð eitt af fyrstu opinberu fórnarlömbum menningarbyltingarinnar, og var í júní s.l. vikið frá sem leiðtoga flokksins í Peking. Til þessa hafði ekkert verið sagt um örlög hans í embætti borgarstjóra. Enn herma fregnir frá Peking að Lin Piao, sem nú virðist ann- ar mestur valdamaður Kína- veldis, hafi lýst því yfir að hreinsunin í flokknum og ríkinu muni halda áfram og ákveðnir kunnir valdamenn missa stöður sínar. Lin Piao hafði sagt í ræðu á fjölmennum útifundi í Peking í gær, að næst beri að víkja þeim frá, sem hefðu völd og áhrif og hefðu leiðzt inn á braut kapi- talismans. Ekki nefndi hann nein nöfn. Chou En-lai forsætisráðherra var annar aðalræðumaður á fundinum og lagði alla áherzlu á nauðsyn þess að auka iðnaðar- og landbúnaðaframleiðsluna og hækka markið í vísindum og tækni. Allir fimmtán helztu leiðtogar Kína voru á fundi þessum og skýrði fréttastofan Nýja-Kína frá nöfnum þeirra í röð, er sýndi völd þeirra. Fyrstir voru taldir þeir Mao Lin Piao og Chou En lai, þá áróðursleiðtoginn Tao Chu og yfirmaður menningarbylting- arnefndar miðstjórnarinnar, Chen Pa Ta. Lui Shao-Chi, sem nýlega var talinn annar mesti valdamaður ríkisins var nú tal- inn áttundi í röðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.