Morgunblaðið - 17.09.1966, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 17.09.1966, Qupperneq 17
Laugardagur 17. sept. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 17 Kristján J. Gunnarsson, skólastjóri: Skólinn sem vinnustaður Umfangsmikil starfsemi. Árið 1980 koma íslendingar til með að eiga eitt stórfyrirtæki á heimsmælikvarða. Þar munu um 70 þúsund verkamanna skila ár hvert um 14 millj. dagsverk- um, og árlegar vinnustundir verða liðlega 100 millj. talsins. Kostnaður, beinn og óbeinn, við fjárfestingu í þessu fyrirtæki og við rekstur þess sé allt talið og vinna alls starfsfólks reiknuð til verðs, verður þá varla undir 4—5 milljörðum króna árlega, reiknað á núverandi verðlagi. Hins vegar er sá galli við þessa útreikninga, að við vitum sára- líti'ð um ,hvað fyrirtækið muii gefa af sér, hvort það kemur til með að skila verulegum arði, eða hvort það verður rekið með botnlausu tapi. Það fer að sjálf sögðu eftir því, hversu til tekst með stjórnina. Nú dettur ykkur e. t. v. í hug, að ég sé að tala um íslenzka stóriðju framtíðarinnar, en svo er ekki. Starfsemin, sem að ég á við, er þegar fyrir hendi, a'ð vísu allmiklu minni í sniðum nú, en hún verður eftir hálfan ann- an áratug, en þó ærið umfangs- mikil á okkar mælikvarða. Þetta fyrirtæki er íslenzka skólakerf- ið. Þannig eru skólarnir og skóla- kerfin umfangsmesta starfsem- in, sem íslenzka þjóðin stendur að. Það er augljóst, hversu mik- ilvægt er að tryggður sé eftir föngum eðlilegur arður af því mikla framlagi fjármagns og vinnu, sem til menntunar lands- manna er kostað. Arðsvon þjóðfélagsins af starfi skólanna lýtur í sjálfu sér sömu lögmálum og gerist um hvert venjulegt framleiðslufyrirtæki. Spurningin um góðan eða slæm- an árangur byggist á því, hvort í fyrirtækinu ríkir stjórn eða stjórnleysi, úrelt vinnubrögð eða ný tækni, hvort framleiðslan teK ur framförum til að uppfylla auknar og breytilegar kröfur markaðsins, eða hvort hún verð ur úrelt og hættir að koma neyt- andanum að fullum notum eða falla í smekk hans. Öll þessi atriði er auðvelt að heimfæra upp á skólana og skóla kerfið. Ríkisvaldið, sem út frá þess- ari samlíkingu er vinnuveitand- inn, á vissulega þá kröfu á hend ur þeim, er í skólunum starfa, að þeir geri sér far um að ávaxta vel það pund, sem þeim er í hendur fengið. En jafnframt hvílir á ríkisvaldinu sú skylda, sem ekki má gleymast, að því ber ávallt að gæta þess að skipu .ag skólans, markmið hans og .eiðir geri slíka ávöxtun fram- kvæmanlega. Starfslið skólanna, kennarar og nemendur, eiga heimtingu á, að skólinn sé þannig úr garði gerður sem vinnustaður, — og nota ég þá orðið vinnustaður _ víðtækri merkingu, — að starfs kröftum þeirra sé ekki á glæ kastað við tilgangslaust erfiði. Loks á þjóðfélagsheildin kröfu á því, að framleiðslutakmark skólans, — uppeldis og mennta- markmið hans, — miðist við að uppfylla þarfir þjóðfélagsins, fullnægja hinum fjölbreytta og breytilega markaði nútimans fyrir fræðilega og verklega kunn áttu og síðast en ekki sízt fyrir markvissa uppeldisstefnu. Fyrir alla þessa aðila veltur á miklu, að skólinn valdi hlut- verki sínu. Vanmátt skólans and spænis margvíslegum við- fangsefnum og vandamálum nú tímans er ekki endalaust hægt að leiða hjá sér. Allir þeir, sem hlut eiga að máli, verða að taka höndum saman við það end urreisnarstarf, sem fyrir löngu þyrfti að vera hafið. Ég hefi í þessu erindj valið að ræða sérstaklega um afstöðu kennarans til skólans sem vinnu staðar. Það leiðir hins vegar að sjálfu sér, að skólinn sem vinnu staður kennarans er mjög háð- ur viðskiptum eða afskiptaleysi ríkisvaldsins, svo og tengslun- um milli skóla og þjóðfélags. Óhjákvæmilegt er því að koma einnig inn á þá þætti málsins. Skólinn sem vinnustaður. f íslenzkum ævintýrum þótti vel á því fara að skiljast svo við söguhetjur, að þær lifðu gæfu og gengi. Nútíminn hefur snúið þessu vtð. Hans söguhetja, —• maðurinn á atómöld, — á að lifa í gengi og gæfu. Standi hann frammi fyrir ákveðnu gilá ismagni, metur hann að jafnaði til verðgildis, svo sem fjár og þæginda í trausti þess að al.t annað muni veitast honum að auki. Kjarabarátta hinna ýms i stétta hefir að sjálfsögðu mót- ast af þessu viðhorfi. Áherzla hefir fyrst og fremst verið lögð á beinan eða óbeinan fjárhags- legan ávinning, svo sem hærri laun, aukin frí'ðindi og styttn vinnutíma. Vissulega skipta öll þessi atriði mjög miklu máli. Mikilvægum áföngum hefur ver ið náð í þeirri þróun, sem 1 iramtíðinni mun» veita mönnum þessi lífsgæði í stöðugt ríkari mæli. En jafnvel þótt allt þetta komi til, fer því samt fjarri, að það út af fyrir sig sé nægilegt til að tryggja farsæld, ánægju og velfarnað manna í þeim störf Fyrri grein um, sem þeir gegna. Þar kem- ur fleira til, sem e. t. v. er ekki minna um vert, þótt oft sé því síður gaumur gefinn. Á ég þar við, að eðli, skipulag og fram kvæmd þess starfs, sem starfs- manni er gert að inna af hendi, sé með þeim hætti, að starfið veiti honum ánægju og full- nægju, eða ætti ég e. t. v. að segja vinnugleði, þótt það orð hafi nú um skeið fengið niðr- andi merkingu. Þetta á við um alla vinnu og allar stéttir, en e. t. v. um kennara og þeirra starf flestum öðrum fremur. Fyrir nokkrum árum varð til nýyrði í íslenzkri tungu. Vinna, sem skorti skynsamlegan og skiljanlegan tilgang, eða ein- kenndist af sérstaklega andhæl islegum vinnubrögðum, var kölluð Kleppsvinna. Menn sætta sig ógjarnan við að vera settir til slíkrar vinnu, jafnvel þótt í boði væri hærri laun, styttri vinnutími og minna erfiði en gerist um önnur störf Hvers vegna? Vegna þess að frá sjónarmi'ði verkamannsins hlýt- ur það að vera lítillækkandi að einbeita orku sinni og vilja að ónauðsynlegu erfiði, sem er án sýnilegs eða skiljanlegs tilgangs Meðvitundin um nytsemi, nauð- syn og mikilvægi starfsins er sá hvati, sem knýr starfsmanninn til að leggja sig fram og veitir honum starfsgleði. Á sama nátt mun vitundin eða grunurinn um hið gagnstæða kalla fram skeyt ingarleysi, óánægju og þreytu, í einu orði sagt: starfsleiða. Hér hefir aðeins verið gengið út frá viðhorfi verkamannsins sjálfs, en ekki gert ráð fyrir, að efniviðurinn, sem hann vinn ur með, færi allt í einu að hafa sjálfstæðan vilja, eins og segir í sögunni um Gömlu konuna og svínið í þeirri ágætu bók Litlu gulu hænunni: „Vatnið vildi ekki slökkva eldinn, eld- urinn vildi ekki brenna spýt- una, spýtan vildi ekki berja hundinn . . . .“ Ef efniviðurinn sjálfur tæki upp á því að neita að láta hafa sig til kleppsvinnu, yrði afstaða verkamannsins sannarlega ó- bærileg. Kennarar hafa þá sérstöða meðal annarra stétta, a'ð starf þeirra er fólgið í því að vinna með lifandi efnivið, — nemend- ur sína. Með vísun til þess, sem hér hefir verið drepið á, gerist ek.ri þörf að fara mörgum orðum um mikilvægi þess, að kennsla og námsefni í skólum okkar sé með þeim hætti, að nemendum finn- ist það eiga við sig erindi, að það höfði til áhugaefna þeirra og svali heilbrigðri starfsþrá. Á sama hátt er jafn nauðsynlegt. að kennarar sjái tilgang í starfi sínu og geti þar með gert sér vonir um, að af þeim verði verðmætur árangur.. Hinn almenni borgari reisir kröfur sínar um umbætur skólamálum á þörfum þjóðfé! Kristján J. Gunnarsson. agsins fyrir breytta og bætta menntun og betri árangur af starfj skólanna. En kröfur kenn aranna í þessu efni eiga sér ð auki mikilvægar forsendur: Farsæld, áhugi, ánægja og árang ur kennarans í starfi sínu bygg- ist óhjákvæmilega á því, að skól inn fylgi þjóðfélagsþróuninni á hverjum tíma. Mörg þau vanda mál innan skólans, sem nú baka kennurum mest starfsálag og starfsleiða, myndu hverfa, eða a. m. k. verða auðveldari við- fangs, ef skólastarfið miðaði heiðarlega og undanbragðalaust að því að opna nemendum dyrn- ar til samtíðarinnar, — dyrnar að raunverulífi og starfi full- þroska fólks. En nú er ekki nema eðlilegt, að einhver spyrji: Er það ekki einmitt þetta, sem skólarnir leit ast við að gera, kennum við ekki í skólum okkar gagnfræði. þ. e. miðlum þeirri kunnáttu, sem nemandanum verður hag- nýt, sem honum má að gagni koma ? Slík spurning á fullan rétt á sér og út frá henni skulum við einmitt virða fyrir okkur gagnfræðastig íslenzka skóla- kerfisins. Gagnfræðanám. Með tilkomu Möðruvallaskól- ans og Flensborgarskólans um 1880 verða gagnfræðaskólar fyrst til sem fastar skólastofnanir. Markmið þeirra var fyrst og fremst að veita bóklega kunn- áttu, sem að haldi mætti koma i vaxandi viðskiptalífi og félags- málastarfsemi, framkvæmdum og umsvifum innan þjóðfélags á miklu breytingarskeiði. Þetta tókst þessum skólum að veru- legu leyti, enda fengu þeir góð- an efnivið greindra og þroskaðra nemenda. Margir nemendur úr þessum skólum urðu hinir nýt- ustu menn og víða í fararbroddi í framsókn aldamótakynslóðar- innar. Á það ekki sízt við um ýmsa ágæta Möðruvellinga. Flensborgarskólinn tók fljótlega að beita sér að sérhæfðara verk efni, þar sem þörfin var samt sízt minni, en það var að mennta kennara til að takast á hendur fræðsluna í barnaskólum, sem um þessar mundir tók að fjölga. Þannig kom gagnfræðanámið um og upp úr aldamótunum með hagnýtum hætti til móts við nýjar þarfir sem til urðu vegna breyttra þjóðfélagshátta. Sí'ðan hefur margt breytzt. Þjóð félagsbyggingin heldur stöðugt áfram að verða flóknari, ofin fleiri þáttum, sem gera kröfur til fjölbreyttari og aðgreindari menntunar starfsliðsins. Því fer fjarri að þeim kröfum verði mætt með .einhæfri kennslu í nokkrum undirstöðuatriðum til- tekinna bóklegra fræða. Mennta þarfir liggja engu að síður á verklegum sviðum, þar sem gera þarf hvort tveggja a'ð veita fræðilega þekkingu um margs- konar ólík vinnubrögð jafnframt verklegri leikni í þeim. Samfara því að þarfir þjóð- félagsins fyrir gagnfræðakennslu einmitt á þessum sviðum verða stöðugt brýnni, verður tilfinnan legri hinn næstum algeri van- máttur gagnfræðaskóla okkar eins og þeir eru í dag til að leysa þær. Með breytingum á fræðslu- lögunum 1946 var gert ráð fyr- ir, að eitt af hlutverkum gagn- fræðaskólans skyldi vera að búa nemendur undir nám í mennta- skólum. Jafnframt voru gagn- íræðadeildir menntaskólanna lagðar niður. f einbeitingu sinni að þessu verkefni hefur íslenzki gagnfræðaskólinn að ýmsu leyti aagað uppi og losnað úr tengsl um við samtímannn á mörgum öðrum sviðum. Hefðir og fram kvæmd gagnfræðanámsins hafa skorið gagnfræðaskólanum þann þrönga stakk að vera uppbyggð ir og miðaðir við það eina höf- úðmarkmið að vera undirbún- ingur að menntaskólanámi. Inn í þennan stakk er svo reynt að troða öllum nemendum, og þeim raunar troðið nauðugum viljug- um, án alls tillits til þess, hvort þeir eigi erindi sem erfiði inn í svo einhæfa kennslustofnun. Nokkrir skólamenn, se'm blöskrað hefir þetta tillitsleysi við mikinn hluta nemenda, hafa sýnt áhuga á því að gera nám- ið fjölbreyttara og mynda nýjar, hagnýtar námsleiðir innan gagn fræðanámsins. Hér er þó varla um annað en tilraunastarf að ræða, eins og við er að búast, þar sem af hálfu fræðsluyfir valda hefir ekki veri'ð nein for ganga um að stefna skipulega að þessu marki. í fyrsta og öðrum bekk gagn- fræðastigsins eru námskröfur sniðnar við hæfi þeirra fyrst og fremst, sem ætla áfram í lands- próf og menntaskólanám. Um þetta bera hin samræmdu próf verkefni í íslenzku, stærðfræði og erlendum málum glöggt vitm. Og þessi verkefni á að leggja fyrir alla nemendur, sem ganga undir unglingapróf, án undan- tekninga. Nám þeirra verður því að miðast við að gera þá færa um að leysa þau. Enda þótt við þetta skipulag sé látið sitja ár eftir ár, held ég, að allir séu i raun og veru sammála um, að þa'ð er ekki og hefur aldrei ver- ið framkvæmanlegt Kennsla, sem við þessar kröfur eru mið aðar, hlýtur óhjákvæmilega að fara fyrir ofan garð og neðan hjá þeim hluta nemendanna, sem minnsta námsgetu hafa. Ég dreg mjög í efa, að þau 20% nemenda, sem sízt eru fallnir til böklegs náms, hafi bókstaf- lega nokkurt gagn af þeirri fræðilegu íslenzkukennslu, sem fyrir þá eru lögð. Jafnframt te ég það líklegt, að hvað þá snert ir mætti ná betri árangri í að kenna þeim meðferð málsins . ræðu og riti eftir öðrum leið- um. Hér er a'ð vísu aðeins um ósannaða staðhæfingu að ræða þar sem engar skipulegar athug- anir hafa verið á þessu gerðar, fremur en flestu öðru, sem snert ir íslenzk skólamál. En ég ætla, að margir kennarar yrðu mér sammála um þessa skoðun. Að þessu leyti er íslenzkan þó því miður ekki einsdæmi. Hinir ó- greindari nemendur í 1. og 2. bekk unglingaskólanna eru í svipaðri aðstöðu, hvað margt ann að í námsefni þeirra snertir. Að unglingaprófinu loknu tek ur við 3. bekkur gagnfræða- stigsins. Þótt þar sé ekki um skyldunám að ræða, sækja hann yfirgnæfandi meiri hluti nem- enda, í kaupstöðum víða meira en 90%. Landsprófið setur að isjálfsögðu mestan hluta á 3. bekk. Hvað sem segja má um ^andsprófið, ber þó að taka til- lit til þess, að þar gangast nem- endur undir okið sjálfviljugir að kalla, gagnstætt því, sem á sér stað í 1. og 2. bekk, þar sem hægt er að skylda nemendur til þess náms, sem sumir þeirra hafa aldrei minnstu líkur til að valda. Að slepptu hinu ákveðna mark mi'ði landsprófsins, er líkt sem gagnfræðanámið í 3. og 4. bekK einkennist af einskonar öryggis- leysi skipulags, sem finnur sig ekki lengur hafa trygga fótfestu í samtíðinni. Engar opinberar námsskrár eru til, sem kveða á um skipan gagnfræðanámsins í 3. og 4. bekk. Kennsluhefðirnar, sem runnar eru frá menntaskól- anum, hafa að mestu verið ein- ar um að varða þar veginn. Að öðru leyti er skipulagsleysið á- berandi og að baki gagnfræða- prófa einstakra skóla og ein- kunna í einstökum bekkjum í sömu skólum er mismunandi námsefni í námsgreinum og mjög oft mislangur námstími. Jafnvel skólamennirnir sjálfir vita ekki lengur hvaða kunnáttu gagn- fræðaprófsskírteinið er vitnis- burður um. Þá er enn ótali'ð það sem al- varlegast er, að gagnfræðapróf- ín leiða ekki með þeim hætti, sem vera þyrfti, til endanlegs takmarks eða afmarkaðs áfanga á þeirri braut unglingsins að ganga til starfs og virkrar þátt töku í þjóðfélaginu. Þar erum við komin að hættulegasta veik- leikanum í íslenzka skólakerf- inu og því atriði, sem mest skil- ur á milli okkar og viðleitni ann arra þjóða, sem tekið hafa sín skólamál til endurskoðunar. Sú viðleitni beinist nú alls staðar að því að færa út grund- völl gagnfræ'ðanámsins til sam- ræmis við vaxandi starfsskipt- ingu innan hvers þjóðfélags. Er þá stefnt að vali um margar námsleiðir og misjafnlega mörg námsár eftir eðli og kröfum þess verkefnis, sem nemandinn býr sig undir að takast á hendur Stundum veitir gagnfræðanámið nemandanum fulla menntun og kunnáttu og prófið færir honum þá réttindi til starfsíns. f öðrum tilvikum er gagnfræðanámið ákveðinn áfangi til undirbúnings að framhaldsnámi í sérskólum, þar sem lokatakmarkinu verður náð. En jafnframt þessu leitast gagnfræðaskólarnir við að veita nemendum almennan menntunar grundvöll a'ð mismunandi leið- um og í misríku mæli eftir því sem námsgeta þeirra gefur færi á og leyfir. í umræðum um skólamál og endurskoðun þeirra er oft vitn- að til Svía og hins nýja sænska skólakerfis, sem er gott dæmi um þessa þróun. Hinn sænski framhaldsskóli. — Fackskolan, — hefir þessi stefnumið: 1. Að þroska persónuleika nem endanna. 2. Að kenna nemendum að vinna og að kenna þeim að læra. 3. Að auka og bæta tungumála kunnáttu nemenda og stærðfræði kunnáttu. 4. Að auka og dýpka skilning nemenda á samfélaginu og stöðu menningar og trúar í því að auð velda þeim að gera sér grein Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.