Morgunblaðið - 17.09.1966, Síða 23

Morgunblaðið - 17.09.1966, Síða 23
' Laugardagnr 1T sepl. 1966 MORCUNBLAÐIÐ 23 Frá fundi siónvarps- áhugamanna á miðvikudag SL. MIÐVIKCDAGSKVÖLD kl. 20,30 var haldinn fundur, er Fé- lag sjónvavpsáhugamanna gekkst fyrir í Sigtúni. Mikill fjölmenni var á fundinum og fengu færri sæti en vildu. Fundarstjóri var kjörinn Sveinu Valfells, iðnrek- andi, en fnndarritari Jakob Haf- stein, lögfræðingur. ' í upphafi fundarins var lesið upp skeyti frá Félagi sjónvarps- áhugamanna í Vestmannaeyjum, þar sem lýst var yfir að mann- réttindi hefðu aldrei unnizt án baráttu og treystu þeir fundin- vm í sameiginlegu baráttumáli. Fyrstur tók til máls Hreinn Pálsson, fcrmaður félagsins og ræddi í nokkrum oröum aðdrag- anda að stofnun félagsins og gangi sjónvarpsmálsins í heild. Minnti hann á undirskriftasöfn- unina, er félagið gekkst fyrir á sl. vetri, þar sem aldurstakmark var 18 ár. Hann kvaðst hafa rök studdan grrn um, að kommúnist ar hefðu laumað undirskriftum barna inn á listann, enda hcifi þeir strax daginn eftir getað bent á nöfn fólks undii tilskildum aldri. • Þá sagði Hreinn að mennta- málaráðherra hefði lofað stjórn félagsins, að hún fengi að fylgj ast með gangi mála, en hins veg- ar, sagði bann, að það loforð hefði ekki verið efnt. Hann sagði, að undirskriftasöfnunin hefði — Skólinn Framhald af bls. 17. fyrir þróun lista, vísinda og tæknL 5. Að veita nemendum undir- búning að starfi, starfsmenntun. Gagnfræðanámið er þannig að Ihluta almenn menntun og að hluta sérhæfing til ákveðins starfs eða undirbúningur slíkr- ■w sérhæfingar, sem síðar er ihaldið áfram í sérskólum. Sænski framhaldsskólinn skipt Ist auk menntadeildar í þrjár aðaldeildir: social-deild, ökonom iska-deild, og tekniska-deild. Inn an hvers þessara deilda má síðan velja milli tveggja námsleiða, þar sem aðaláherzlan er annars vegar lögð á fræðilegt nám og hins vegar á verklegt nám. í social-deildinni er veitt menntun, sem undirbýr nemend ur til starfa á ýmsum sviðum félagsmála og til heimilisstarfa. Þar stunda nám t. d. þeir, sem ætla að leggja fyrir sig störf á sviðum kennslu og uppeldis, hjúkrunar og barnarverndar, skipulagningarstörf, forystu í félagsmálum, hússtjórn og heim- ilishald o. s. frv. ökonomiska deildin er einkum undirbúningur til starfa í iðnaði og verzlun og við ýmiss konar þjónustu. Má þar t.d. nefna störf svo sem afgreiðslufólks í verzl- unum, skrifstofufólks, gjaldkera, sölumanna, störf við skipulagn- ingu fyrirtækja og vinnuhagræð- ingu, störf einkaritara, verzlunar stjóra, fréttamanna, auglýsinga- stjóra, bólAra, endurskoðenda o. fl. Tekniska deildin opnar leiðir til tæknilegra starfa, þar sem ekki er krafist háskólanáms. Til „bóknámsnemenda" þessarar deildar eru gerðar strangar náms kröfur, enda leita þeir sér margir frekara framhaldsnáms í tækni- skólum. Sérhæfing er meiri í teknisku deildinni en f hinum deildunum og tekur það einnig til starfsþjálfunar. Viðfangsefnin eru á sviðum venjulegs verk- fræðináms, svo í vélfræði, raf- magnsfræði, byggingafræði, efn-„ verkfræði o.s.frv. En í teknikal deildinni er einnig undirbúnings kennsla til einfaldra tæknilegra starfa, þar sem stefnt er að iðn- námi, svo sem vélaviðgerða, bit- vélavirkjunar, rafvirkjunar o.s. frv. Sænski gagnfræðaskólinn mið- ekki verið skipulögð, en samt hefði hún náð því marki að 14680 borgarar hafi ritað nafn sitt til að mótmæla takmörkun sjón- varpsins. Hreinn kvað boðað til þessa fundar til þess að gefa mönnum tækifæri að ræða málin og enn- fremur viidi stjórnin leita álits fundarmanna á opnu bréfi, sem ætlunin væn að senda yfirmanni varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli Ralph Weymouth aðmíráli. Næst las Vignir Guðmunds- son, úr stjó’-n félagsins, upp hið opna bréf og fer það i heild hér á eftLr: „Opið bréf til yfirmanns varnar- liðsins á Kefiavíkurflugvelli, Ralph Weymouth aðmíráls. Virðulegi aðmíráll. í tilefni oréfs yðar til utan- ríksráðherra íslands, hr. Emils Jónssonar og svarbréfs hans, um sendingar Ke f lavikursj ónvarps- íns, leyfum vér oss að rita yður opið bréf og förum þess á leit að íslenzk blöð og útvarp birti það. Vér hön.ium þá tilkynningu yðar, þar sem þér teljið að tak- marka verði sendingar Keflavík ursjónvarpsins, er íslenzkt sjón- varp tekur til starfa, af þeim á- stæðum, að „nokkrir af framleið endum sjónvarpsefnis ykkar líti á tilkomu íslenzks sjónvarps sem samkeppni, og hafi gert ráð ar þannig að því að búa nemend ur, sem ekki hafa mikla bók- námsgetu, starfsþjálfun og kunn áttu, til þess að þeir geti tekizt á hendur ýmis algeng störf, er þeir hafa áhuga á. Jafnframt er reynt að veita þeim nægilega víðtækan menntunargrundvöll til þess að þeir síðar á ævinni verði færir um að tileinka sér nauðsynlega framhaldsmenntun, vegna þeirra starfa, er þeir gegna. Algengt er, að yfirstjórn fræðslumálanna hafi samráð við fulltrúa atvinnuveganna og leiti eftir óskum þeirra um það, hvert skuli vera innihald menntunar til hinna ýmsu starfa í atvinnu- og viðskiptum, — hvernig mennt unin skuli vera saman sett. Að hinu leytinu opnar sænski gagnfræðaskólinn hinum duglegu bóknámsnemendum leiðir til lengra fræðilegs náms og fleiri námsára, sem leiða til sérskóla og opna jafnvel í sumum tilfell- um. leiðina til háskólanáms. Þótt sænski gagnfræðaskólinn hafi hér verið tekinn til dæmis, er hann á engan hátt sérstæð- ur að þessu leyti. Þessi þróun framhaldsnámsins og framhalds- skólans er að gerast hvarvetna í iðnaðarþjóðfélögum um allan heim, án tillits til stjórnmála- stefna eða hagkerfa, bæði austan járntjalds og vestan. Þetta staf- ar einfaldlega af því, að iðnaðar- og tækniþjóðfélag fær ekki þrosk ast eða staðizt til frambúðar, nema að þessi þróun í mennta- málum eigi sér stað. Hér er þó ekki einungis um þarfir þjóðfélagsins að ræða, heldur engu síður þarfir nemend- anna og skyldur skólans við þá. Skólinn verður að veita nemend um sínum menntun til að ganga út í líf og starf þjóðfélagsins eins og það er á hverjum tíma, en ekki miða við það sem var fyrir hálfri öld. Fjölbreytt þjóð- félag kallar á fjölbreytta mennt un. Og úreltur og einhæfur skóli kallar fram áhugaleysi, ekki að- eins nemenda, heldur einnig kennara. Hér hefur einkum verið rætt um þörf endurskipulagningar gagnfræðanámsins ,en það leiðir af sjálfu sér, að breytingar þurfa að verða á skólastigunum ofan þess og neðan, bæði barnaskól- um og menntaskólum. Taka verð ur allt íslenzka skólakerfið í heild til samfelldrar endurskoð- unar. stafanir, er myndu koma í veg fyrir valfrelsi sjónvarpsefnis, sem sjónvarpsstöð varnarliðsins hefir áðut notið,“ eins og þér segið í bré.fi til utanríkisráð- herra. Vér viljum þegar taka fram að einmitt valfrelsi á þessum efn um er kjörorð okkar og þess vegna viljum vér heyja harða baráttu íynr því að fá notið allra þeirra sendinga fjölmiðlun artækja, sem vér eigum völ á, hvaðan sem þær koma. Vér litum á yður sem fulltrúa þeirrar þjóðar, sem í dag er stærsti frelsisberi l.eims, og berst fyrir því að fólk fái varðveitt val frelsi sitt hvar sem er í veröld- inni. Þess vegna hörmum vér enn af stöðu yðar í þessu iráli. Með því að takmarka sendingar Kefla- víkursjónvarpsins er tekið undir kröfur kommúnista og annarra, sem hengt Iiafa sig aftan í skoð- anir þeirra í þessu máli. Þessir menn eru nú þegar farnir að hæla sér af afrekum sínum í mál gagni kommúnista hér á landi, fyrir þessa afstöðu yðar. Er því full ástæða til að óska kommún- istum til hamingju með þennan stærsta sigur sinn til þessa í herferðinni gegn NATO hér á landi. Vér fáum ekki skilið að val- frelsi varnarliðsmanna sé í nokkru skevt, þótt stöð yðar sé synjað um einstaka þætti sjón- varpsefnis, þar sem ekkert er einfaldara fyrir þá en horfa á þessa þætii í íslenzka sjónvarp- inu, og þurfa þeir aðeins að láta gera smávægilega bréytingu á tækjum sínum, líkt og íslending ar sjálfir þurfa. til að ná íslenzka sjónvarpinu. Því vér verðum að ætla, að íslenzk stjórnarvöld taki ekki upp þá stefnu, að útiloka Keflavíkurflugvöll frá því að horfa á ísfer.zka sjónvarpið. Vér vonum því að valfrelsi sé í engu misboðið, þótt sendiorka Kefla- víkursjónvarpsins verði látin óbreytt. Séu hinsvegar einhverjar lagalegar skyldur, sem settar eru af háltu lands yðar um fram kvæmd sjonvarpssendinga frá herstöðvum NATO, þar sem bandarískt berlið er, virðist oss að til greina kæmi að láta draga úr sendiorku stöðvarinnar þær fáu stundvr á dag, sem íslenzka sjónvarpið er starfrækt, þótt vér vonum að ekki verði gripið til þess nema sem örþrifaráðstöfun- ar. Vér viljvm minna á, að þegar sjónvarpsstöðin í Keflavík var stækkuð á sínum tíma, voru þau rök fram -færð fyrir stækkun- inni, að ekki væri lengur hægt að reka hina minni, sökum þess að stöðvar sem húr. væru ekki lengur í notkun. Nú virðast aðal- rökin, sem þó voru, orðin alger- lega haldtaus oe engin vand- kvæði á p .ú að takmarka send- ingar stöðv arinnar. Vér höCum rökstuddan grun um að ýmis ummæli forystu- manna stjórnarflokks þess, er fer með utanríkismál hér á landi, hafi naft áhrif á afstöðu yðar til þessa máls nú. Vér sjá- um að þessi lausn hefir verið þeim einkar kærkomin, þar sem þeir telja sig með því geta iosn- að við sífelld mótmæli komm- únista, og íylgifiska þeirra gegn bandaríska sjónvarpinu og bandarískum áhrifum á íslenzka þjóð. Jafnframt geta þeir firrt sig ábyrgðinni af því að krefjast takmörkuoar á sendingum stöðv arinnar, sem utanríkisráðherra vissulega g.at, þar sem stöðin er rekin með leyfi hans. Kosningar fara nú í hönd á íslandi, og ráðstófun sem þessi takmörkun á frelsi fólks, vekur slíka reiðiöJdu, að hún hlýtur að koma einhversstaðar fram, og gæti hæglega haft áhrif á kosningarr.ar á komandi vorL Hún gæti einnig orðið þess vald- andi að sjönvarpseigendur létu í stórum stil innsigla tæki sín, í stað þess að greiða sjónvarps- gjald, og yrði þannig til að kæfa íslenzka sjönvarpið í fæðing- unni, fjárhagslega. I þessu sambandi leyfum vér oss að minna á undirskriftir nær 15000 borgara, undir kröfu til Alþingis íslendinga um að send- ingar fjölmiðlunartækja verði ekki skertar af opinberri hálfu. Ennfremur minhum vér á af- stöðu og árangur Vestmannaey- inga, sem freistað hafa að verja valfrelsi sitt á menningarlind- um, hvaðan sem koma, með ís- lenzk lög að vopni. Oss þætti illa farið ef á voru kæra landi, sem vér erum vissir um að þér, hr. aðmíráll, viljið ekkert nema hið bezta, yrði tek- in upp skerðing á valfrelsi á menningarlindum heimsins, líkt og gerist i ríkjum kommúnista og öðrum einræðisríkjum. Oss þætti illa farið, ef tak- mörkuð yrði þýðing erlendra bóka og útgáfa þeirra hér á landi, eða innflutningur þeirra, t. d. bóka fremstu höfunda Bandaríkjar.na. Oss þætti einnig illa farið ef útvarpsstöðvar yrðu svo truflaðar, að vér fengjum ekki notið þeira, svo sem eins og „Rödd Ameríku1'. Vér litum á allar takmarkanir á valfrelsi voru á menningar- lindum heimsins, sem skerðingu á sjálfsforræði voiu, og vér er- um þess tullvissir að menningu okkar er engin' hætta búin af fjölmiðlunartækjum jafn sið- ferðislega þroskaðrar, trúaðrar og menningarþróaðrar þjóðar, sem Bandaríkja Norður Ameríku. Vér lítum einnig svo á að tak- mörkun á sendingum Keflavík- ursjónvarpsins nú sé aðeins við- leitni til frelsisskerðingar, sem ekki getur náð tilgangi sínum nema takmarkaðan tíma, þar sem alheimssjónvarp er á næsta leiti. Þetta yrði því aðeins til að vekja úlfuð í hugum þúsunda íslendinga í garð okkar ágæta varnarliðs og íslenzkra stjórn- valda. Vér væntum þess fastlega að íslenzkt sjónvarp, sem aðeins verður starfrækt 2—3 stundir á dag, sex daga vikunnar, þurfi ekki að ganga svo freklega á bandarískt sjónvarpsefni, sem oss skilst að hægt sé að nota til sendinga 100 klukkustundir á sólarhring, ef til væru, að það þurfi að skerða sendingarmögu- leika sjónvarpsstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli af þeim sök- um. Vér vonum að sjónvarps- stöð yðar hafi eftir sem áður úr nokkru sjónvarpsefni að velja. í nafni þess frelsis, sem þér Bandaríkjamenn berjist fyrir í víðri verfild, og i nafni vináttu íslenzku þjóðarinnai og hinnar bandarísku, skorum vér á yður að endurskoða afstöðu yðar til þessa marggreinda sjónvarps- máls, og stuðlið þannig að áfram haldandi vináttu milli íslend- inga og varnarliðsins og gagn- kvæmri tiilitssemi, svo sem verið hefir. Með vináttu og virðingu: Almennur fundui haldinn í Félagi sjónvarpsahugamanna 14. sept. 1966“. Er Vignir GuðmundsSon hafði lesið upp bréfið, tóku til máls: Ásgeir Bjarnason, Hreinn Páls- son og Kjai tan Ólafsson. Þá kom fram tillaga frá Birni Jóhannssyni um, að stjórn fé- lagsins færi á fund sendiherra Bandaríkjanna á íslandi og bæri fram fornTog tilmæli um það, að hann hlutaðist til um, að yfir maður varnarliðsins endurskoðl ákvörðun síns. um takmörkun sjónvarpsins. í tillögunni sagði ennfremur, að stjórnin skyldi gera sendiherranum grein fyrir því að þúsundir íslenzkra heimila hafi keypt sjónvarps- tæki til þess að njóta Keflavík- ursjónvarpsins. Voru báðar til- lögurnar samþykKtai mótmæla- laust, tillagan um bréfið og til- laga Björns. Eftir atkvæðagreiðsluna var lesin upp hugvekja ónafngreinds sjónvarpsáhugamanns og síðan talaði Sigurður Jónsson og að lokum aftur Hreinn Pálsson formaður félagsins. Hreinn kvað það staðreynd, að íslenzkt sjónvarp væri að verða að veruleika. Það væri í rauninni aðalmálið og kvaðst hann um leið og hann mótmælti takmörkunum á bandaríska sjón varpinu vonast til þess, að ís- lenzka sjónvarpið næði sem fyrst til sem flestrá landsmanna. Sveinn Valfells, fundarstjóri _ sleit síðan fundi kl. rúmlega 10. — Utan úr heimi Framh. af bls. 16 Segir Danstrup: „Hinir ófga- fullu hvítu verða kampakát- ir að fá Vorster, hinir hvítu efasemdarmenn og andslæð- ingar stefnunnar uggandi og blökkumenn bindast íastari samtökum. Væntanlega munu augu heimsins þá opnast. Það skelfilega er, bætir nann við, að hætt er við, að átök verði hér eftir óumflýjanleg og þau villimannlegri og blóðugri en nokkru sinni fyrr. Stjórnmálafréttaritarar þess ir, sem hér hafa verið greind ir, eru á einu máli um, að með því að kjósa Vorster, hafi hægri menn viljað fá sterkan mann, er gætið hald- ið öryggi og festu í innan- ríkismálum — en báðir láta í Ijós efa um að Vorster verði maður til þess, þegar Ver- woerd nýtur ekki við. Ver- woerd hafi tekizt að halda einingu meðal flokksmanna sinna, en innan flokksins hafi verið uppi mjög mismunandi skoðanir á gildi Apartheid stefnunnar — annars vegar öfgamenn til hægri, hins vegar iðnrekendur og frjáls- lyndir menntamenn — og spurningin sé hvernig þeir nú bregðist við leiðtoga, sem lýsti því yfir árið 1962, að frjálslyndir menn væru hættulegri S-Afríku en komm únistar. Hætt er við að Vorster verði ekki eins lagið að sann færa menn um kosti Apart- heid stefnunnar og Verwo- erd var. Þess er einnig að gæta, að Verwoerd hafði fullt vald yfir ráðuneyti sínu, út- varpi, blöðum og bókstaflega öllu viðskiptalífi enaa réði hann lögum og lofum í Oss- ewa Brandwag. Ekki verður þetta sagt um Vorster _______ hann hefur fyrst og fremst komizt upp sem ógnvaldur blökkumanna og verndari hinna hvítu hræddu. En hin- ir hvítu íbúar S-Afríku eru ekki alls staðar jafn hrædd- ir og Vorster ekki alls stað- ar jafn vinsæll. í norðurhluta landsins á hann meiri vin- sældum að fagna en meðal iðnrekenda og menntamanna í suðurhlutanum, sem þrátt fyrir efasemdir um Apart- heid mátu greind Verwoerds °g féllu fyrir sannfæringar- krafti hans. Hann hefur Vorster ekki til að bera og því er hætt við, að hann verði að beita hörku til þess að halda völdum og sam- stöðu með hinum hvítu íbú- um. í þeim efnum hefur hann vissulega sýnt dug og hæfni. London, 15.'september NTB. Hinn fjrsti af fjórum fyrir- huguðum kjarnorkukafbat- um lireta, sem útbúnir eiga að verða með bandariskum polarisflugskeytum, hljóp í dag af stokkunum. Elíza- beth drottningarmóðir gaf kafbátnum nafnið „Resolu- tion“. Kafbátinn á að taka í notkun í maí 1968. Hann verð ur útbúinn með 16 polaris- flugskeytum, sem draga nær 4000 knt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.