Morgunblaðið - 17.09.1966, Side 25
MORCUNBLAÐIÐ
25
f^Laugardagur 17. sept. 1968
Fimmtugur:
Sr. Ingvi Þ. Árnnson
i
Tryggðin há er höfuðdyggð,
helzt ef margar þrautir reynir.
iHún er á því bjargi byggð,
J sem buga ekki stormar neinir.
Sig. Breiðfjörð.
f há kemur mér þessi vísa í hug,
er ég minnist prestshjónanna á
iPrestsbakka, en húsbóndinn,
séra Ingvi á fimmtíu ára afmæli
í dag. Leiðir okkar lágu fyrst
saman í Menntaskólanum í
Keykjavík, en eftir að við höfð-
um sett upp hvítu kollana, skildu
brátt leiðir eða ári seinna. Það
var ekki fyrr en á 10 ára stúd-
entsafmælinu, sem við tókum
upp þráðinn á ný. >á hafði
hann verið prestur í Árnespró-
fastsdæmi nokkur ár, en þetta
vor varð hann prestur að Prests
bakka, sem hann síðan hefur set
ið með sæmd.
fi Nú liggur leiðin til Hólmavíkur
um hlaðið á Prestsbakka. Fyrstu
árin bjó fjölskyldan í gamla
prestshúsinu, sem var þó í raun-
inni ekki gamalt og hefur verið
veglegt á sínum tíma. Þar var
einnig gömul timburkirkja frá
árinu 1874, sem allan þennan
tima hafði staðið af sér storma
og hretviðri áranna og enn
gegndi sínu hlutverki. En nú er
gamla kirkjan horfin, og hið
sama er að segja um íbúðarhús-
ið. Þarna er nú risið af grunni
veglegt prestshús og falleg og
stílhrein kirkja, reist bæði um
1953.
' Á Prestsbakka er fagurt 1
góðu veðri, þegar sólin stafar
geislum sínum um láð og lög, en
prestssetrið stendur niður við
sjó. Veðrabrigði eru þarna tíð
allan ársins hring og getur þá
stundum þokubræluna lagt inn
allan Hrútafjörð og allt upp á
IHoltavörðuheiði og það dögum
saman. Hygg ég, að mörgum
myndi finnast þá alleinmanalegt
þar norðurfrá og ófýsilegt þar
að búa. En þrátt fyrir það hef ég
aldrei vorkennt vini mínum, séra
Ingva, hans hlutskipti á Strönd-
um norður, og veldur þar mestu
um hans „lykketræff", er hann
kvæntist sinni mikilhæfu og
góðu konu, Jóhönnu Helgadóttur
(læknis í Keflavík), stuttu eítir
að hann varð prestur.
Frú Jóhanna hefur frá fyrstu
tíð verið eiginmanni sínum sér-
lega góður förunautur, styrkur
og stoð. Barnalán hafa þau naft
og þegar komið þeim elztu til
mennta, þótt prestslaunin hafi
ekki verið há til skamms tíma,
fremur en margra annarra em-
bættismanna. Ég held, að sára
Ingvi sé ekki búmaður mikill,
hann var þó að byggja nýtt fjár-
hús í fyrra sumar, enda alltaf
haft nokkurn búskap á Prests-
bakka, sem hefur farið vaxandi
með árunum. Það er mín skoð-
un, að engum presti sé vorkunn
að vera prestur í sveit nú á tím-
um, sé hann búmaður nokkur og
studdur dugmikilli konu, hafandi
í huga það sem skáldjöfurinn
Einar Benediktsson segir í alda-
mótaljóði sínu:
Hver þjóð, sem í gæfu og gengi
vill búa,
á guð sinn og land sitt skal trús.
Séra Ingvi Þórir Árnason er
ekki allra manna, en vinum sín-
um er hann trölltryggur og í allri
framgöngu er hann yfirlætislaus
og án allrar helgislepju. Hann
ber ekki trú sína á torg, en trú-
maður er hann þar fyrir engu
minni.
Séra Ingvi er vel heima í sir.ni
fræðigrein, sem og í almennum
bókmenntum. Þetta segi ég af
kynnum mínum af honum, en
ekki út í bláinn. Hann er einnig
búinn þeim góða hæfileika að
geta lífgað hversdagsleikann með
léttum og skemmtilegum „hu-
mor.“
Veturinn 1952-3 fór hann til
Danmerkur með konu og börn
til framhaldsnáms í samstæði-
legri guðfræði og kirkjusögu við
Hafnarháskóla. Síðan séra Ingvi
varð prestur að Prestsbakka hef
ég á hverju sumri, ásamt konu
minni, átt þar leið um hlaðið og
stundum verið þar nætursækir,
og hefur okkur alltaf verið tek-
ið sem og kærkomnum vinum.
Þegar ég nú óska þér allra
heilla í framtíðinni, séra Ingvi,
veit ég að allir okkar samstúd-
entar munu taka undir þær heil’a
óskir .
Og nú, mín elskanlegu hjón,
hafið alúðarþakkir fyrir alla vin
áttu liðinna ára, og bæði send-
um við hjónin okkar beztu heilla
óskir fjölskyldunni á Prests-
bakka.
Guðmundur Hraundal.
— Raftækjaiðnaður
Fram'hald af bls. 11
30-40 manns starfa við fyrir-
tækið, sem framleiddi raftöflu-
skápa alls konar, litlar lyftur
og annaðist almennar raflagnir,
svo og mótorvindingar.
Hannes sagði, að fyrirtækið
væri samkeppnisfært í verði
miðað við innfluttar vörur, þótt
þessi iðnaður njóti ekki toll-
verndar að neinu ráði.
Stálumbúðir hf. sýna um 30
gerðir flúrlampa á Iðnsýning-
unni. Forstjóri fyrirtækisins,
Kristinri Guðjónsson, kvað það
framleiða fjölmargar aðrar
lampagerðir og vera fyllilega
samkeppnisfært hvað verð og
gæði snertir við erlenda fram-
leiðslu. Hann sagði og, að Stál-
umbúðir hf. hefðu framleiðslu
flúr-lampa árið 1942 og hefði
ísland verið með fyrstu lönd-
um Evrópu til að hefja fram-
leiðslu á þeim.
Radíóverkstæðið Hljótnur
framleiðir kallkerfi fyrir kafara,
sjálfvirka bylgjusviðsbreyta,
magnara fyrir hljóðfæri, svo og
magnarakerfi fyrir skip og
vinnustaði.
ATHUGIÐ
Þegar miðað er við útbreiðslu.
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
HLÉGARDUR!
Hver aögöngpmiði að dans-
leiknum að Hlégarði í kvöld
gildir sem happdrættismiði.
Vinningurinn, sem dreginn
verður út á dansleiknum ann
an laugardag er:
Skemmtiferð til brezku Bítla-
borgarinnar Liverpool, heima-
borgar The BEATLES, viku-
dvöl á 1. flokks hóteli og boðs-
miði í CAVEivN-klúbbinn
fræga!
|k Hver hreppir
þennan glcesi-
lega vinning
| Kannski þú!
2 LANGVINSÆLUSTU HLJÓMSVEITIR
UNGA FÓLKSINS
DÁTAR og TEMPO
leika stanzlaust frá kl. 9—2! — Sætaferðir frá Akranesi, Hafnarfirði, Selfossi og
Umferðarmiðstöðinni kl. 9 og kl. 10. Hlégarður.
MUNIÐ NAFNSKÍRTEININ
JÚMB Ö —K-
Teiknari: J. M O R A
Júmbó fer fram á að þrjóturinn segi
þeim strax hvar Álfur sé niðurkominn.
— Ég segi ykkur það aldrei, segir hann
skælandi. Ég sel ekki fram vini mtna .
ekki nema ég neyðist til þess segir hann
estyrkrj röddu.
Og hann neyðist til að segja þeim frá,
og í ljós kemur að þeir hafa slegið upp
tjaldbúðir hinu megin vatnsins. — Það
\ar ágætt, segir Júmbó, vísaðu okknr
leiðina og vertu ekki með nein kjána-
lætL
Júmbó gengur fremstur og skipstjórinn
fylgir honum eftir teiðandi þrjótinn á und
an sér