Morgunblaðið - 17.09.1966, Qupperneq 31
Laugardagur 17. ?ept. 1968
MORCUNBLADIÐ
31
Ktnverjar leyna
uppreisnartnönnum
— segir Suharto hershöfðingi í Indonesiu
■
-v.- ! ’
E-^’J . i ■ ' A . i
./ f jf i
*
I
• .
4
y>»<4 / ■ \ ; Ss |
. '’sí l .. ..*
é'ÆtmtfQr’'!*’
****■#^ ■■'><■ .V . r1**
***><•>« «>*>«! ' ■'. > i v , ■• ;■»
j85*<» w •<■ i. ~'ÍSStf'HV’' V/- A :■' M'
__k'-*~ í Jf-$
•s***, /A******®>:
ts^? > ■■
i s w oooooo • £<>« • 4,;í.
esKss^->2*‘
Flugvélarflakið er um 7 mílur inni á jökiinum á Austur-Grænlandi á 68. gráðu norðlægrar
breiddar og 28,30. vestlægrar lengdar. Efsta breiddargráðan er 70.
Kynning á snyrtivörum
á Hótel Sögu
Skemmtun og kynningarsýn-
ing verður á Hótel Sögu 18. og
25 þ.m. á vegum Elínar Ingvars
dóttur, eiganda Regnbogans.
Sýndir verða kjólar frá Guðrúnu
skór frá Rímu og snyrtivörur
og gjafavörur frá Birgi Arna-
syni. Mun Blæösp sjá um hár-
greiðslu sýningarkvenna. Gjafir
verða gefnar og snyrtivörur
verða í happdrætti. Söngmenn
úr Karlakór Reykjavíkur syngja
og mun 21 árs gamall söngvari
koma fram opinberlega í fyrsta
sinn. Snyrtivörurnar, sem Elín
og stúlkurnar kynna eru aðal-
lega frá Innoxa og Flor-i-Mar.
Elín Ingvarsdóttir hefur dval-
izt í Bandaríkjunum sl. 4 ár,
þar sem hún hefur kynnt sér
nýjungar í fegrun og snyrtingu.
Hún var m.a. á hinum þekkta
snyrtiskóla Powers í New York
auk þess sem hún hefur lært
framkomu hjá Dorothy Carnegy
og unnið um skeið hjá Elísabet
Arden.
— Flugvélaflak
Framhald af bls. 32.
12 manns, áhöfn og einhverjir
farþegar. Var strax hafin um-
fangsmikil leit flugvéla flughers
og flota og íslenzku landhelgis-
gæzlunnar. Síðast hefði heyrzt
til flugvélarinnar, er hún var
stödd yfir Grænlandi kl. 7 um
morguninn, en hún hafði benzín
til kl. 21.56 um kvöldið. Veður
og vetrarmyrkur hamlaði mjög
leitinni. Eftir viku árangurslausa
leit, sem náði yfir 153.000 fer-
mílna svæði, var leitinni hætt.
I>á höfðu flugvélar frá Græn-
landi, Labrador, Azoreyjum og
íslandi flogið 413 leitarstundir.
Er nú verið að ná sambandi
við ættingja áhafnarinnar og far
þega í Bandaríkjunum.
16. sept. — NTB.
SUHARTO, hershöfðingi í Indó-
nesíu, hefur sakað Kínverja uni
að leyna ýmsum forsprökkum
kommúnistauppreisnarinnar í
fyrrahaust.
Segir í yfirlýsingu, sem hers-
höfðinginn lét birta í dag, að
„visst vinveitt" ríki, sem ekki er
tilgreint, hafi veitt skjól og leynt
ýmsum forystumönnum uppreisn
arinnar frá því í fyrra — og
sama „vinveitta ríkið“ hafi oftar
en einu sinni hvatt þessa sömu
menn til stjórnmálaafskipta í
— Kafbáfsslysib
Framhald af bls. 1
alveg saman og fékk taugaáfall
í sjúkrahúsinu í dag.
Björgunarskip frá Bretlandi,
Hollandi, Bandaríkjunum og V-
Þýzkalandi voru á slysstaðnum
í dag og var ætlunin ef veður
leyfði að reyna að ná kafbátn-
um upp þaðan sem hanrl liggur
á 60 metra dýpi.
Háværar raddir hafa komið
fram í dag um að kafbáturinn
hafi ekki verið sjófær — en því
hefur talsmaður v-þýzku stjórn-
arinnar neitað. Hinsvegar er
líklegt talið, að rætt verði ýtar-
Iega sú staðreynd, að landvarn-
arráðuneytinu bárust engar upp-
lýsingar um slysið fyrr en tólf
klst. eftir að það varð.
í NTB frétt frá Bonn segir,
að líklegt megi telja, að mál
þetta hafi töluverðar stjórnmála
legar afleiðingar, og verði enn
til að auka á erfiðleika Ludwigs
Erhards, kanzlara. I>á muni það
reynast afar óþægilegt Kai Uwe
von Hassel, landvarnarráðherra,
sem mjög hefur átt í vök að
verjast vegna Starfighter slys-
anna tíðu. Landvarnaráðuneyt-
inu bárust ótal fyrirspurnir í dag
vegna slyssins og voru þær
helztu, hvort báturinn hefði ver-
ið sjófær og hvort ekki hefði
mátt bregða fyrr við. Einnig
hneyksluðust margir á, að svo
gamall kafbátur skyldi enn vera
í notkun — hann er 22 ára, hafði
verið sökkt á stríðsárunum en
var náð upp og endurbyggður.
Nefnd sú innan flokks kristi-
legra demókrata, sem fjallar um
landvarnarmál, hefur skorað á
landvarnarráðherrann að gefa
skýrslu um mál þetta hið snar-
asta, svo unnt sé að ræða það
til hlítar. Sósíaldemókrtar hugsa
sér nú gott til glóðarinnar að
herba kröfur sínar um afsögn
landvarnaráðherrans og er búizt
við hörðum umræðum á sam-
bandsþinginu í Bonn næsta mið-
vikudag.
Karl Wienand sósialdemokrati
og varaformaður landvarna-
nefndar þingsins, hefur sagt að
umfram allt verði að fjalla um
það hvort radiosamband hafi
rofnað og þá hversvegna —- og
hvers vegna svo gamall kafbát-
ur skuli enn hafa verið í notk-
un.
Ljóst er, segir NTB, að slys
þetta á eftir að valda Erhard
vandræðum. Hann hefur stutt
Von Hassel gegn sósialdemokröt-
um og reynt eftir megni að koma
í veg, fyrir stjórnarbreytingu.
Hefur Erhard í mörg horn að líta
núna. Fyrir nokkru lagði hann
fram frumvarp til laga um ráð-
stafanir í efnahagsmálum, sem
miða eiga að auknu jafnvægi á
því sviði — og var það von hans
að það mál yrði afgreitt fljótt.
Þá varð það honum óvænt til
amsturs, að einn af ráðherrum
stjórnarinnar, Ludger Westrick
— sem margir hafa talið næst
valdamestan í stjórninni _____
bauðst í gær til að segja af sér
á þeirri forsendu, að komið
hafa fram óskir um, * að yngri
maður taki við af honum. West-
rick er nú 71 árs.
Hefur Erhard beðið hann að
halda áfram störfum, a.m.k. fyrst
um sinn.
Indónesiu, sem andstæð hafi ver-
ið hag lands og þjóðar. Útvarp
viðkomandi lands hafi birt lyga-
þvætting til þess að rýra álit
annarra á Indónesíu og sendiráð
þess í Djakarta hafi sýnt opin-
berlega óvinsamlega og beinlín-
is fjandsamlega afstöðu til indó
nesískra yfirvalda. Jafnframt seg
ir, að stjórn Indónesíu muni
alltaf fús að veita þeim borgur-
um vernd, sem hlýði lögum lands
ins.
Kínverskt skip er sagt væntan
legt til Belavan á Norður-
Súmatra til þess að taka þá
kínverska borgara, sem óska að
flytjast aftur til Kína.
Fyrsta málverka
uppboð Sigurðar
á haustinu
Á miðvikudaginn 21. sept. verð
ur fyrsta málverkauppboð Sig-
urðar Benediktssonar á haust-
inu í Sögu kl. 5. Myndirnar til
sýnis á þriðjudag og miðviku-
dag eins og venjulega.
Yfir 30 málverk verða boðin
upp, þar á meðal eftir flesta
okkar kunnustu málara.
— Sfrákagöngin
Framhalö af bls. 32
gatið. Ég fékk að vita að bú-
izt hefði verið við, að á að
gizka 4-5 metrar væru eftir
í gegn samkvæmt mæling-
um. En nú voru þeir að enda
við að bora tvær prufubol-
ur, með borum sem voru 6.40
m. að lengd, en ekkert skeði.
Þeir náðu ekki í gegn. Sýni-
legt þótti, að ekki mundu
þeir komast gegnum gatið
eftir næstu sprengingu. Næst
átti ég tal við Sigfús Thorar-
ensen verkfræðing, sem um-
sjón hefur með vinnunni.
Hann sagði m.a. að það hefðu
orðið þeim vonbrigði, að mæl
ingar verkfræðinganna hefðu
ekki staðizt algjörlega. Þó
gæti verið að ekki munaði
nema einum til tveimur
metrum að 6.40 m. borinn
næði í gegn, eða jafnvel
minna. Sýnilegt væri að ekki
mundi opnast á næstu klukku
stundum.
Ég var ákveðinn í því að
láta þetta ekki verða algjör-
fýluferð og bað Sigfús því
leyfis að fá að fara inn 1
göngin til myndatöku er bor
un hæfist að nýju. En hann
neitaði og því er þessi frétt
myndalaus, en ástæðuna kvað
Sigfús vera, að aldrei hefði
hætulegra verið en einmitt
nú inn í göngunum. Bergið
væri mjög Isust og fyrirvara
laust gæti hrunið úr því á
þeim, stað, þar sem verið væri
að vinna og Efra-Fall vildi
enga ábyrgð taka á utanað-
komandi fólki inn í jarð-
göngunum. Og þar sem Sig-
fús ræður þarna ríkjum en
ekki ég, þá snautaði ég í
burtu og lét þar við sitja.
Aftur í dag (16. sept.) hitti
ég Sigfús að máli til að leita
frétta og sagði hann mér, að
það hefði ekkert gat myndazt
og efaðist um, að næsta
sprenging mundi opna held-
ur. Hann s&gði að þeir, sem
eru hinum megin við gatið
vestanverðu við það, heyrðu
mjög vel til þeirra úr göng-
. unum og gætu þeir einfald-
lega talast við, svo varla get-
ur bilið á milli verið mjög
mikið. Sigfús taldi, að jafn-
vel yrði sprengt eftir mið-
nætti í nótt.
Steingrímur.
Opið allan sólar-
hringinn
Hafnarfirði — Núna um helg-
ina tekur Bifreiðastöð Hafnar-
fjarðar upp þá nýbreytni að hafa
opið allan sólarhringinn, en hing-
að til hefur einungis verið opið
til kl. 2 að nóttu til. — Stöðin
fluttist í ný húsakynni — Reykja
víkurveg 58 — fyrir nokkrum
mánuðum og er allur aðbúnaður
með hinum mestu ágætum. Hefur
stöðin þar á boðstólum bensín-
og olíusölu, auk þess gosdrykki
og sælgæti.
Á Bifreiðastöð Hafnarfjarðar
eru 18 bílar, sumir hverjir með
talstöðvar, og margir nýir eða
nýlegir.
— Fimleikar
Framhald af bls. 30
Fátt hefur meira auglýsingar-
gildi fyrir íþróttirnar en vel
samæfður fimleikaflokkur. Þess
vegna verðum við að leggja
áherzlu á það að eiga ávallt góð-
um sýningarflokkum á að skipa.
Það er t.d. varla vansalaust að
geta ekki látið ávallt góða fim-
leikaflokka sýna á 17. júní-mót-
um okkar um land allt. En þetta
er því miður ekki hægt nema að
róUækar ráðstafanir séu gerðar.
Árlega er ÍSÍ boðið að senda
fimleikaflokka á stór mót er-
lendis, en það er að verða úr
sögunni að nokkurt félag óski
eftir að senda flokka á slík mót,
einfaldlega vegna þess að sýn-
ingarflokkar eru ekki til.
Þá er einnig mjög æskilegt að
geta komið á fót hópsýningum
við viss tækifæri. ÍSf hefur
marg oft reynt það, en síðan
1944 hefur það ekki tekizt. Úr
þessu verður að bæta og þess
vegna vonum við að einhugur
verði hér um að undirbúa
stofnun fimleikasambands.
Tshombe svipt-
ur þingsæti
Kinshasa, 16. sept. NTB.
• Þingið í Kongó hefur svipt
Moise Tshombe, fyrrverandi for
sætisráðherra landsins þingsæti
sínu og samþykkt að við taki
varamaður hans.
Tshombe er nú í útlegð í Ev-
rópu. Þá hefur þingið einnig sam
þykkt, að þar tæki sæti varamað
ur Evaristas Kimba, fyrrum for-
sætisráðherra, sem fyrr á þessu
ári var dæmdur til dauða og
hengdur fyrir að hafa átt þátt
í samsæri gegn stjórn landsins.
Handritanefnd
skipuð
Einkaskeyti til Mbl.
frá Kaupm.h. 16. sept.
• K.B. Andérsen hefur fengið
ríkisstjórnina dönsku til að sam
þykkja skipun ráðherranefndar,
sem undirbúi framkvæmdahlið
handritamálsins, eftir að dómur
hæstaréttar um afhendingu hand
ritanna islenzku fellur um miðj-
an nóvember.
Nefndina skipa, auk Andersens
Axel Nielsen, dómsmálaráðherra,
Lars P. Jensen viðskiptamálaráð
herra og Per Hækkerup, utan-
ríkisráðherra. — Rytgaard.
Blaðburiarfólk
vantar í eftirtalin hverfi:
Þingholtsstræti Bergstaðas (ræti
Aðalstræti Hverfisg. frá 4—62
Tjarnargötu Karlagata
Barónssiígur Hringbraut 92—121
Laufásveg 2—57 Hávallagata
Lynghagi Nesvegur
Freyjugata Háaleitisbraut 14—156
Laugarásveg Víðimelur
Vesturgata 2—44 Efstasund
Snorrabraut
Tahð við afg reiðsluna simi 22480.