Morgunblaðið - 20.09.1966, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 20 sept. 1966
MORGU N BLADIÐ
/
Ganga á Grænlandsjökul í kvöld
Góðaksfurskeppni
í Reykjavík
REYKJAVÍKURDBILD B.F.Ó.
ei'nir til góðaksturs í Reykjavík
laugardaginn 24. september n.k.
kl. 14. Rásstaður verður við
Höfðatún.
Keppni verður leyfð á fólks-
bílum, 4 til 6 manna og jeppum.
Bílarnir þurfa að vera í góðu
lagi, bæði hvað snertir öryggis-
tæki og útlit. Bílar, sem ertn
hafa ekki verið kallaðir til skoð-
unar geta keppt, svo og utan-
bæjarbílar, og gildir sama um
þá.
Keppnin er almenningskeppni
. og geta því allir, sem ökuleyli
hafa, verið við stýrið.
Keppnin verður með nýju
sniði, svonefndur fjölskyldu-
akstur. Er ætlast til þess
að allir ökumenn hafi með ser
fjölskyldu sína í bílnum. Mega
þó ekki vera fleiri eri 4 alls með
ökumanni. Hafa má færri allt
niður í einn fjölskyldumeðlim,
t.d. konu eða eiginmann, syst-
kini eða foreldri. Trúlofaður
ökumaður má nafa unnusta eða
unnustu með sér. Ekki má hafa
fjarskyldara en systkini og
ekki óskilda manneskju, sem
ökumaður útvegar sjálfur.
Einn úr fjölskyldunni fær af-
henta greinilega, stuttorða leiðar
lýsingu og skal hann vera leið-
sögumaður ökumanns.
Af þeim meðlimum fjölskyldu
sem ökuleyfi hafa, má hver aka
sem vill, en sá sami verður að
aka alla leiðina. Fjölskyldan má
hjálpa ökumanni við aksturinn
eftir getu, en spurningum verður
hann að svara einn. Geti ein-
hver keppenda af augljósum
ástæðum ekki haft með sér
neinn af sínum nánustu, má
hann keppa einn. Fær hann þá
leiðsögumann í bílinn.
Ekki er gert ráð fyrir að fleiri
en um 20 bílar keppi, allra
mest 25. Skulu þeir mæta á rás-
stað um klukkutíma fyrir byrj-
un keppni. Skráning til þátt-
töku fer fram hjá Ábyrgð h/f til
fimmtudagskvölds þ. 22./9.
Prufur verða margar og ýmsar
nýjungar þeirra á meðal.
SUKSHIIUB
Úrbætur í ’liús-
næðismdlum
í febrúarmánuði nk. er áætl-
aö að byggingarframkvæmdir
hefjist á vegum Framkvæmda-
nefndar byggingaráætlunar, en
eins og kur.nugt er munu efnalitl
ir meðlimir verkalýðsfélaganna
eiga kost á að kaupa þær íbúðir
með sérstaklega hagkva-mum
I kjörum. 80 af hundraði kostnað-
| arverðs íbúðanna verður lánað
til 33 ára, afborgunarlaust
I fyrstu þrjú árin og afgangurinn
; greiddur með jöfnum afborgun-
: um 5% á ári fyrstu fjögur árin.
Á ráðstefnu, sem Heimdallur, Fé
lag ungra Sjáifstæðismanna í
Reykjavík efndi til sl. vor um
j húsnæðismál var mörkuð sú
I stefna félagsins í húsnæðismal-
: um, að stefna bæri að því að
; húsbyggjendur ættj kost lána,
sem næmu allt að 80 af hundr-
aði kostnaðarverðs >búða, frá
húsnæðismáiastjórn og lífeyris-
sjóðum. 1 viðtali sem skrifstofu
stjóri húsnæðismálastofnunar-
innar átti við útvarpið fyrir
nokkrum dögum lýsti hann þeirri
skoðun sinni, að það lánakerfi,
| sem taka á upp fyrir efnalitla
meðlimi verkalýðsfélaganna
ætti að færa út smátt og smátt,
þannig að það næði til allra hús
öyggjenda. Greinilegt er því að
vaxandi skilningur er á nauð-
syn þess að gera á næstu árum
stórt átak í húsnæðismálum,
sem auðveldað getur húsbyggj-
endum að komast yfir eigin íbúð
ir, en segja má að nær allí ungt
fólk Ieggi nú á það mikla á-
herzlu þegar á fyrstu hjúskapar
árum, enda eðlilegt þar sem
leiga á ibúðum er mjög há.
urinn sér þeim fyrir vistum
á leiðinni inn á jökulinn. Um
borð í Ai&ka eru tvær þyrlur.
Með Islendingunum fara 6
menn frá varnarliðinu.
Flugl jöigunarmennirnir, er
nú leggja í erfiða og hættu-
lega för inn á Grænlandsjök-
ul, eru allir þrautþjálfaðir
fjalla- og jöklagarpar. Margir
þeirra tóku t.d. þátt í leiðangr
inum, sem gerður var út á
Eyjafja'ifijökul fyrr í sumar,
að ná í hk hriggja bandarískra
flugmaivna, sem fórust þar
með köamínarflugvél í janúar
1951.
Nöfn islenzku leiðangurs-
mannanna átta eru: Sigurður
S. Waage, Arni Kjártansson,
Magnús Þóraiinsson, Magnús
Eyjólfsr.on, Gunnar Jóhannes
son„ Ólat'ur Nielsen, Stefán
Bjarnason og Arni Edwinsson.
8 íslenzkir ílugbjórgunarmenn leita líka
bandarískra flugmanna á Krónborgarjökli
Markmið, sem
stefnt skal að
Þetta er 5. góðaksturskeppni
BFÖ hér í höfuðstaðnum og sú
9. í röðinni yfir allt landið.
Fyrsta keppnin var hér í Reykja-
vík í ágúst 1955, er framkvæmda
stjóri MA (norska BFÖ) kom
hingað til að kenna þessa sér-
stæðu aksturskeppni.
Bindindisfélag ökumanna hef-
ur nú ákveðið að auka mjög
þessa starfsemi sína svo að
henni geti orðið það gagn fyrir
umferðaröryggið, sem til er ætl-
ast og reynsla annarra þjóða
hefur sýnt að orðið getur svo
um muni.
Það liggur í augum uppi, að
það hlýtur að taka nokkurn tíma
að byggja upp svo hagstætt lána
kerfi, en hinsvegar ættu allir
stjórnmálaflokkar að geta orðið
sammála um, að að þessu marki
beri að stefna á næstu árum
með markvissum aðgerðum. Hér
er um að ræða mikið hagsmuna
mál hinnar ungu og uppvaxandi
kynslóðar í landinu, og það hlýt
ur jafnframt að vera hagur þjóð
félagsins í heild, að starfsorka
þessa unga fólks um nokkurra
ára bil fari ekki eingöngu í það,
að ráða fram úr erfiðleikum í
sambandi við húsbyggingar.
Ný byggingartækni
Þá er einnig ljóst, að þær bygg
ingaraðferðir, sem hér eru nú
tíðkaðar, eru löngu úreltar og
nauðsyn að skapa grundvöll fyr
ir því, að nýjum byggingarað-
ferðum verði beitt við húsabygg
ingar hér á landi. Til þess
þurfa hinsvegar að myndast öfl
ug byggingarfélög, öflugri og
fjármagnsríkari en þau, sem nú
eru til staðar. Ákveðnar aðgerð
ir eru nauðsynlegar til þess að
mynda grundvöll fyrir slikum
byggingai'félögnm og vafalaust
geta Alþingi og stjórnarvöld
stuðlað að því méð löggjöf, að
hér myndist stór og öflug bygg-
ingarfélög, sem beiti sér fyrir
fjöldaframleiðslu á ibúðum. — 1
þessum efnum er mikilvægt að
sú tilraun, sem framkvæmda-
nefnd byggingaráætlunar stend-
ur fyrir takizt vel. En nauðsyn-
leg forsenda allra aðgerða í þess
um málum er ' auðvitað sú, að
fólk gerir sér fulla grein fyrir
þvi, hversu mikið þjóðfélagslegt
vandamál hér er um að ræða, og
hversu brýn nauðsyn er á því að
gera stort átak í þessum efnum.
(Frá skrifstofu BFÖ í
Reykjavik)
A laugardaginn kl. 9 um kvóldið varð harður árekstur tveggja
fólksbila á gatnamótunum við Kringlumýrarbraut. Þrennt slas-
aðist og var flutt á Slysavarðstofuna, ein kona Þorgerður Steins
dóttir, og tveir menn Ingimar Þór Gunnarsson og Jens Kristj-
ánsson, en hann var fluttur áfram á Landakot. Bílarnir skemmd
ust mikið. Annar sést hér á myndinni.
Flngbjörgunarsveitarmenn-
irnir átta sem fara áttu á
Grænlundsiökul að sækja 12
lík af fcandarískum flugmönn
um og farþegum, lögðu af
stað úr Reykjavíkurhöfn kl.
5 í morgun. Þeir höfðu tygjað
sig til fararinnar í gærkvöldi
í skála Flugbjörgunarsveitar
innar \ >J Nauthólsvík og
héklu af stað með landgöngu
pramma bandariska ísbrjóts-
ins Atka út i skipið kl. 9 í
gærkvöldi, en af ótúskýrðum
ástæðum hiðu þeir farar í ís-
brjótnum þar tii i morgun.
Eins og skýrt var frá í Mbl.
sl. laugardag fann breZkur
leiðangur á Grænlandsjökli
lík 12 marna, sem að öllum
líkindura fórust með banda-
rískri könnunarflugvél ó Krón
borgarjökli, 12. janúar 1962
og geysimJkil ieit var gerð að
á sínum tima. Þegar kunnugt
varð um fund brezka leiðang-
ursins leitaði varnarliðið á
Keflavíkurflugvelli til Flug-
björgunarsveitarinnar um að-
stoð til að ná Jíkunum.
Er blaðið hafði tal af farar-
stjóra leiðangursins, Sigurði
S. Waage í skál Flugbjörgun-
arsveitaiinnar í gærkvöldi,
kvaðst hann ekki geta um það
sagt með vissu hversu lengi
þeir áttmennmgar yrðu í för-
inni og færi það allt eftir veð-
urskilyrðum, en tæplega yrðu
þeir, lengur en viku í burtu.
Þeir gera rað fyrir að vera
komnir til Wiedemannsfjarð-
ar í Grænlandi í kvöld, en
þaðan ba)da þeir inn á Krón
borgarjökul. Er flak banda-
rísku fiugvélarirmar um 9 km
inni á jökJinum.
Þeir íéiagar eru búnir full
komnasca klifurútbúnaði, skíð
um, sleðum o. f 1., en ísbrjót
í Reykjavikurliöfn. Sigurður S. Waage og Capt. Cool leið
angursstjóri Bandaríkjamannanna 6, ræðast við.
Flugbjörgunarmennirnir fyrir utan skálann við Nauthólsvík. Talið frá v. Stefán Bjarnason,
Sigurður S. Waage leiðangursstjóri, Magnús Þórarinsson, Ólafur Nielsen, Árni Kjartansson,
Árni Edwinsson, Gunnar Jóhannesson, Magnús Eyjólfsson og Sigurður Þorsteinsson formaður,
Flugbjörgunarsveitar tslands.