Morgunblaðið - 20.09.1966, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 20 sepl.
MORCUNBLAÐIÐ
23
Cuðmundur S. Jónsson
vélsetjari — Minning
MEÐ brottför GuSmundar Jóns-
sonar hefir prentarastéttin misst
einn sinn bezta mann og ísafold-
arprentsmi'ðja dyggan samstarfs-
mann og vin, sem var jafnoki
hinna beztu, ef ekki allra manna
iærastur hér á landi í letursetn-
ingu á vél.
Guðmundur S(igurður) Jóns-
son fæddist í Reykjavík 17. des.
1897. Foreldrar hans voru Jón
söðlasmiður á Patreksfirði Þor-
steinsson að Felli í Suðursveit
og Sléttaleiti og Ingibjörg Jóns-
dóttir bónda að Skyttudal í Lax-
árdal í Húnavatnssýslu (síðari
kona Stefáns Þorsteinssonar
söðlasmiðs á Akureyri).
Guðmundur hóf prentnám í
Prentverki Odds Björnssonar á
Akureyri seinni hluta árs 1911 og
lauk þar námi. „Vann svo þar
(segir í íslenzku prentaratali
1530—.1950) til 1919, að hann var
nokkra mánuði í ísafold, frá
ógúst 1919 til janúar 1920. Fór
jþá til Færeyja og vann þar í
prentsmiðju, er prentaði „Tinga-
krossur“. Þaðan fór hann svo
aftur á miðju ári 1921. Frá því
og þar til í september 1929
fékkst hann ekkert við prent-
störf, en í sept. 1929 hóf hann
vinnu í Isafoldarprentsmiðju.
Hefir svo unnið þar síðan, og
sem vélsetjari frá 1934.“
Guðmundur var einstæðingur
í þeim skilningi að hann kvænt-
ist ekki, en hann átti litríka hug-
arheima, var lesinn vel, pólitísk-
ur þegar því var að skipta, oft
með glettni á vör, fór lítt á
mannamót, en var skemmtilegur
í fárra manna hóp og gleðimað-
ur ef svo bar undir.
Svo mikill kunnáttumaður var
Guðmundur á vél sína, setning-
arvélina, að gekk göldrum næst.
Hann var setztur við vél sína
klukkan átta að morgni og vann
af atorku átta tíma dagsins, en
hirti ekki um eftirvinnu, a.m.k.
ekki hin síðari árin. En það sem
gerði Guðmund Jónsson ólikan
og fremri flestum öðrum mönn-
um í prentarastétt, var
alveg ótrúleg kunnátta og vand-
virkni; þannig að hann gat sett
heilar bækur villulitlar og langa
kafla, hvort sem var í sögum,
æviskrám eða í þurri upptaln-
ingu á læknaheitum, villulaust.
Merkur borgari lét einu sinni
svo um mælt að hann hreinlega
gleddist yfir því, þegar hann
fyndi villur í því, sem Guð-
mundur setti, því að það væri á
móti öllum lögmálum lífsins að
vera eins fullkominn setjari og
Guðmundur var.
Mér var Guðmundur Jónsson
mjög kær vinur. Guðmundur
varð bráðkvaddur eftir stutta
legu í Landsspítalanum og lauk
þar með nær fjörutíu ára sam-
starfi í ísafoldarprentsmiðju. í
dag verður dapurlegt að líta á
vélina hans, sem hann þekkti
gjörla eins og fingurgómana á
sér, og sorg er í hjörtum okkar
ísafoldarmanna er við segjum.
Farðu vel og þökk fyrir vináttu
og tryggð.
Pétur Ólafsson.
Guðrún Guðmunds-
dófttir - Minningurorð
Fædd: 21. sept. 1892.
Dáin: 14. sept. 1966.
GUÐRÚN Guðmundsdóttir, sem
Leðurfakka
í unglingastærðum.
Verð kr. 2.338.—
Mdg
II loGldiK>
Laugavegi 31.
Höfum fengið nýja
sendingu af vetrar-
kápum og veftrar-
drögftum
Tízkuverzlunin
uorun
Rauðarárstíg 1.
sími 15077.
nú er ný látin var mörgum Reyk
víkingum kunn að minnsta kosti
þeim, sem komu á heimili mitt,
því hún var hlý og vingjarnleg
og vildi hvers manns bón leysa.
Hjá mér og fjölskyldu minni
hafði hún unnið um 25 ára skeið
af mestu prýði og dugnaði, enda
svo viljug og ósérplægin að furðu
gengdi. Andlát hennar bar brátt
að, fékk hún heilablóðfall seinni
hluta dags og fékk ekki meðvit
und eftir það. Lézt hún þann 14.
þ.m. á Borgarsjúkrahúsinu hér í
Reykjavík sárt saknað af heim
ilisfólkinu og íjölda annarra.
Guðrún heitin var fædd að
Ósi við Káifsl.amarsvík og voru
foreldrar hennai þau hjónin Guð
mundur Guðrnundsson og kona
hans Guð'.aog Einarsdóttir ætt-
uð af Suðurnesjum, en Guð-
mundur var Húnvetningur. Var
fólk þetta annalað dugnaðarfólk
en tímarn:r bá, fyrir aldamót,
harðir. Var hún því alin upp í
fátækt, svo mikilli að fáa grun
ar nú hversu mikið baslið og
vandræðin voru á þeim tímum.
Snemma fór Guðrún að vinna
fyrir sér við margskonar vinnu,
eða allt það er gaf eitthvað í
aðra hönd. mótekju, heyskap,
heyburð og fiskvinnu, þegar um
slíkt var að ræða.
Eftir tvítugsaldur fluttist hún
suður með sjc og stundaði þar
allskonar vir.nu, þar til hún kom
á heimili mitt fyrir 25 árum.
Það er staðhæft að mönnum
sé í sjálfsvald sett að snúa ófar-
sældinni í fögnuð og lánleysinu
í gæfu. Þetta er mikil setning en
Framhald á bls 25
TEIKNIVELAR
maiiMii
TEIKNIVÉLAR MEÐ 0G ÁN
PLÖTU, í HANDHÆGUM UM-
BÚÐUM. TILVALDAR FYRIR
IÐNMEISTARA, TÆKNIFRÆÐ-
INGA, IÐNSKÓLANEMENDUR
0G TEIKNARA.
Brautarholt 20 sími 15159
Góð kaup í boði
Til sölu ýmsir nauðsynjamunir. 7ækifærisverð.
Rafha eldavél sem ný, 4 hólf, ljós og klukka.
Philips útvarpsgrommophon, 7 lampa.
Stálhúsgögn, borð og 4 stólar.
Rafmagns-eldunarplata, tveggja hclfa.
Standlampi, 3ja ljósa.
Ritvél, (notuð ferðavél)
Stór spegill, (rammlaus) ,1,75 x J .10 mtr.
Þykkt 5—6 m.m.
Smíðaverkfæri ýmiskonar, sem ný Stáiheflar,
handborvél, o. fl.
Upplýsingar í síma 17610, í dag og á morgun, milli
kl. 4 og 7.