Morgunblaðið - 20.09.1966, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.09.1966, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagi.n 20. sept. 1966 Tækifæriskaup Vetrarkápur með skinnum. ~ svartar og biúnar, á kr. S 2200,-. Svartir kvöldkjólar á kr. 700,-. Prjónakjólar. margir litir, á kr. 8.00,-. Laufið, Laugaveg 2. Stúlkur Stúlkur óskast til af- greiðslu í veitingasal, sæl- gætisbúð, við bakstur og eldhússtarfa sem fyrst. Hótel Tryggvaskáli, Self. Kaupi alla brotamálma, nema járn, hæsta verði. Stað- greiðsla. ARINCO Rauðarárporti (Skúlag. 55) Simar 12806 og 33821 Rúmgóður skúr með aðkeyrslu, óskast til leigu fljótlega. Tilb. merkt: „Góður skúr“ sendist Mbl. 2ja herb. íbúð óskast til leigu í Keflavík eða Njarðvík, fyrir Bandaríkja mann. Uppl. hjá Eddington í síma 5222 (í Keflavík). Vantar létta vinnu Ungan mann er ekki getur unnið erfiðisvinnu vantar einhverja létta vinnu, ekki skrifstofuvinnu. Er lag- hentur, hefur bílpróf. Tilb. merkt: „Létt vinna 4273“ sendist afgr. Mbl. Púsningarsteypuhrærivél Lítil púsningarsteypuhræri vél óskast til kaups. — Sími 41437. Bókbald Tek að mér bókhald fyrir smærri fyrirtæki. Upplýs- ingar í síma 19878 kl. 6 e.h. Forstof uherbergi óskast til leigu frá 1. næsta mánaðar. Æskilegt sérsnyrt ing og innbyggðir skápar. Reglusemi. Tilboð merkt: „Forstofuherbergi — 4286“ sendist afgr. Mbl. f. 23. þ.m. Barnagæzla í Heimunum. Get bætt við mig 1—2 vöggubörnum til gæzlu allan daginn. Upp- lýsingar í síma 30089. Framreiðslumaður óskar eftir vinnu. Algjör reglusemi lofuð. Tilb. legg ist inn á afgr. Mbl. fyrir fimmtudagskvöld merkt: . „Framreiðslumaður—4287“ Kona óskast til að sjá um 4ra manna heimili kl. 8—14. Baldur Ingólfsson. Sími 35364. Barnlaus hjón óska eftir íbúð í eða við Miðbæinn. Upplýsingar í sima 34223. 4ra til 5 manna bíll óskast, ekki eldri en frá 1960. 10 þ. kr. út og 5 þ. kr. á mánuði gegn góðri trygg ingu. Tilb. merkt: „368 — 4289“ sendist Mbl. Bílskúr Óska eftir að taka bílskúr á leigu, helzt í Laugarnes- hverfi. Upplýsingar í síma 37504. Hinn 16. september opinberuðu trúlofun sína Engilráð Margrét Sigurðardóttir, Njálsgötu 110, og Aðalsteinn Jóhann Maríusson, Langholtsvegi 75, Rvík. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína Þrúður Ingvarsdóttir, Tröllagili 11, Mosfellssveit, og Hreinn Eyjólfsson, Höfn í Horna firði. Pennavinir 19 ára norsk stúlka, sem lang- ar til að skrifast á við pilt eða stúlku á líku reki. Helztu áhuga- mál eru íþróttir, þjóðdansar og bréfaviðskipti. Skrifar líka á ensku. Nafn hennar er Sissel Fremstad, Elvengvei 5, KjeUer Norge. f RÉTTIK Kvenfélag Kópavogs heldur fund í Félagsheimilinu fimmtu- daginn 22. september kl. C.30. Fundarefni: Vetrarstarfið. Fr. Kristrún Jóhannsdóttir hús- mæðrakennari kynnir vörur frá NLF-búðinni. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Bræðrafélag Háteigsprestakalls heldur fund í borðsal Sjómanna- skólans miðvikudaginn 21. sept. kl. 8.30 Áríðandi mál á dagskrá. Nýir félagar velkomnir. Kvenfélag Neskirkju. Aldrað fólk í sókninni getur fengið fót- snyrtingu í Félagsheimilinu mið- vikudag kl. 9—12. Tímapantanir í síma 14755 á þriðjudögum milli 11—12. Kvénnaskólinn í Reykjavík Námsmeyjar skólans komi til viðtals laugardaginn 24. sept. 1. og 2. bekkur kl. 10 árdegis, 3. og 4. bekkur kl. 11. Stúdentakórinn. Æfingar hefj- ast miðvikudaginn 21. september kl. 17.30 á venjulegum stað. Fíladelfía, Reykjavík. Sam- koma í kvöld kl. 8.30 Sigurmund ur Einarsson og fleiri tala. Málverkasýning Ágústar Peter sen í Bogasalnum hefur verið framlengd þar tii kl. 10 i kvöld, þriðjudag vegna mikillar að- sóknar. 600 manns hafa séð sýn- inguna og nokkrar myndir hafa selzt. Sýning Ágústar er áferðar falleg, og hann sagði okkur á dögunum að segja mætti að hann væri fæddur með pensil í hönd- unum. Sýningin er opin frá kl. 2—10 í dag. Eg er dyrnar, ef einhver gengur inn um mig, sá mun hólpinn verða (Jóh. 10, 9). í dag er þriðjudagur 20. september og er það 263. dagur ársins 1966. Eftir lifa 102 dagar. Árdegisháflæði kl. 10:10. Síðdegisháflæði kl. 22:34. Upplýsingar um læknaþjón- ustu i borginnj gefnar i sím- svara Læknafélags Reykjavíkur, Siminn er 18888. Slysavarðstofan í Heilsuvernd- arstöðinni. Opin allan sólarhring inn — aðeins móttaka slasaðra — sími: 2-12-30. Kvöldvakt vikuna 17. sept. til 24. sept. er i Apóteki Austur- bæjar og Garðs Apóteki, Soga- veg 108. Helgarvarzla í Hafnarfirði laugardag til mánudagsmorguns 17. sept. til 19. sept. Eiríkur Björnsson sími 50235. — 16/9. Guðjón Klemcnzson sími 1567, 17/9. — 18/9. Jón K. .10- hannsson sími 800, 19/9. Kjarta* Ólafsson sími 1700, 20/9. Arn- björn Ólafsson sími 1840, 21/9. Guðjón Klemenzson sími 1567. Hafnarfjarðarapótek og Kópa- vogsapótek eru opin alla daga frá kl. 9 — 7 nema laugardaga lrá kl. 9 — 2, helga daga frá kl. 2 — 4. Framvegls verður tckið á mötl þelm. er gefa vilia blóð i Blóðbankann, sem hér cegir: Mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl *>—11 f.h. og 2—4 e.h. MIÐVIKUDACA fri kl, 2—g e.h. Laugardaga frá kl. 9—11 f,h. Sérstök athygli skal vakin á mið- vikudögum, vegna kvöldtimans. Biianasimi Rafmagnsveitu Reykja- víkur á skrifstofutima 1S222. Nætui- og helgidagavarzla 18230. Orð lífsins svara I sima 10000. I.O.O.F. Rb. 4, = 116920854 — 9. II. I.O.O.F. — Ob. 1 P. = 148920 854 = Kiwanisklúbburinn Hekla. Almenn- ur fundur í L.eikhúskj. kl. 7,15. Næturlæknir í Keflavík 15/9. I.O.O.F 8 = 1489218i/i = sá NÆST bezttS Prestur einn á Vestfjörðum var að jarða fyrirrennara sinn. Þegar líkmennirnir voru að láta kistuna síga ofan í gröfina, heyrðist þung stuna og virtist hljóð þetta koma úr kistunni. Prestur hallar sér þá að líkmönnunum og hvíslar að þeim: „Blessaðir, anzið þið honum ekki, piltar.“ POURQUOI Eins og þegar hefur verið frá skýrt afhenti Skúli Halldórsson franska sendiherranum á dögunum tónverk til minningar um dr. Charcot og Pourquoi pas? Tónverkið var gert fyrir kór og hljómsveit og mun bráðlega verða flutt hér í Reykja- vík. Kvæðið, sem sungið er af kórnum er eftir Vilhjálm frá Skáholti, og fer kvæðið hér á eftir. Skúli Halldórsson tónskáld Vilhjálmur frá Skáholti Hver gróandi moldar er gjöf frá sunnu, gleðin frá sorg, er í fæðingu dó. Askan er tákn þess að eldslogar brunnu, andinn, að kraftur í frumefnum bjó. Hvert líf sem fæðist er fórn til mannsins, sem ferðast með sigð um lönd og höf og sendir oss öll inn í litróf landsins, sem liggur handan við dauða og gröf. 1. Haustnóttin grúfir yfir hafi og ströndu, helköld og myrk, sem dauðra manna gröf. Kolsvörtu beltin kvika um himinvegu og kveða dauðans ljóð við nyrstu höf. Þannig er nóttin náköld eins og lík, nóttin er stundum löng og sögurík. Stormurinn æðir, öldur háar rísa eldbjarmar þjóta gegnum myrkrið svart. Vitar á ströndu vegu hafsins lýsa, verðirnir trúir kveikja ljósið bjart. Eldbjarmar þjóta, Þyrlast öldurót. Þungt smýgur bára gegnum fjörugrjót. Skammt undan landi, laust við yztu boða í löðurróti, siglir skipið grátt. Djarft eins og fugl, sem heldur hæstu brautir, með hjartað fullt af þrá í sólarátt. Þannig er haldið, líkt og fuglinn frjáls, sem flýgur glaður inn til dauðans sjálfs. Pourquoi pas? n. Barátta er hafin, fagurt skip á flúðum, framsett og brotið, sig í stormi ver. Haföldur stórar hniga að traustum súðum og hefja grimman leik við yztu sker. Sjá, boðaföllin — Hvað mun þola þungan? Á þessum föllum verður ekkert hlé, en þó er ró um roskinn svip og ungan — ríkið um borð er marin Francais. Þótt blasi drengjum dapurt fyrir augum dauðans glott um myrkva brá. Hver vöðvi er stæltur, stál í öllum taugum. Hver stund er helguð mannsins dýrstu þrá. Þótt hafið segi, að hvert einn drengur deyi í djúpi köldu, líti ei aftur fold. Hvert hjarta er bundið sól í suðurvegi og sálin teygar ilm úr franskri mold. Þar teygar sálin sólskin æskudagsins er suðrænn blær um hýra vanga strauk. Ein mynd í þögn, — hin miida fegurð lagsins, sem mannlegt hjarta skóp er allt um lauk. Ein mynd í þögn, — sjá þögul meyja gengur um þrúgulund á milli blóma og víns með ylríkt bros, sem ekki verður lengur í eign þess manns, sem bíöur dauða síns. ra. Á yztu skerjum leynast lífsins féndur. Við jökultindinn bólstrar bakki grár. Um loftsins vegu flýgur fagur már og f jöllin stara blind á dauðans hendur. Á milli boða marar skip í kafi. Svo hverfur allt í dauðans hulda djúp, sem breiðir yfir líkin bláan hjúp. Bjartur rís morgunn yfir strönd og hafi. Vilhjálmur frá Skáholti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.