Morgunblaðið - 20.09.1966, Síða 10
10
MORGU N BLAÐIÐ
ÞriSjudagur 20. sept. 1966
ÓVÍÐA á fslandi hafa verið
aldir upp jafn margir gæðing
ar og í Skagafirði, enda er
það hérað ekki hvað sízt frægt
fyrir hesta o? hestamennsku.
Enn sem fyir kunna menn þar
að fara með hesta og áhuginn
á þessari yodislegu skepnu, ís
lenzka hestinum er óvíða
meiri en þar. Tíðindamanni
Morgunblaðsins þótti það því
mikill fengur að fá að spjalla
þar norður frá við þekktan
hestamann, Þorvald Þorvalds
son, kaupmann á Sauðár-
króki, en í næsta mánuði held
ur hann tvítugsafmæli hans
Faxa síns, eins hins bezta gæð
ings, sem hefur komið fram
í Skagafirði hin síðari ár og
er þar mikfu saman jafnað.
Segðu mér Þorvaldur, er
áhugi á hestum og hesta-
mennsku jafn mikill hér í
SkagafirSi nú og áður?
Já, því get ég svarað hik-
laust játandi. Hér í Skaga-
honum vmsa hluti. Skapið var
það ljúft og eltirgefanlegt, að
hann fór fljótlega með mér
alls staðar, þar sem búast
mætti við því, að kross kæm-
ist á annað borð. Ég kenndi
honum að fara upp og niður
tröppur og síðan inn um allt
íbúðarhíisið og það gerir hann
enn í dag. Hann hefur borð-
að með mér við eldhúsborðið
og verið innan búðar, þegar
ég hef staðið í búðinni og ver
ið að afgreiða.
Hann hefur verið aðalreið-
hestur minn sl 15 ár og verð
ég að segja, að ég hef verið
afar ánægður með hann, sem
reiðhest. Faxi hefur mætt
nokkrum sinnum í góðhesta-
keppni hér á Sauðárkróki og
hlotið annað sæti en einu
einu sinni fyrsta. Tvisvar hef
ur hann átt kost á að mæta á
landsmóti í góðhestakeppni,
en því miður hafði ég ekki
tækifæri til þess að sinna
þeim.
Annars þykir ef til vill ekki
hæfa, að ég eigandi Faxa hrósi
honum um of. en þér hefur
þú dómsorð óvilhallra manna,
þeirra H. J Hólmjárns frá
Vatnslevsu, Magnúsar Gísla-
sonar frá Frostastöðum og
Björns Skúlasonar Sauðár-
króki. Dóm þennan um Faxa
kváðu þeir upp í sambandi
Þorvaidur Þorvaldsson kaupmaður á Sauðárkróki á baki
gæðingi sínum, Faxa. Mynd þessi var tekin 1957, er Faxi
var 11 vetra.
hvað að heilsu, ætla ég að
lóga honum og grafa hann.
Hérna á ég annars ágætt
kvæði um Faxa, sem Gísli Ó1
afsson skáld frá Eiríksstöðum
afhenti mér 22. nóv. 1960 og
sem hann orkti undir nafni
eiganda. Það vona ég, að verði
minningu Faxa óbrotgjarn
minnsvarði.
Faxa-óður
ort af Gísla Ólafssyni frá
Eiríksstöðum 22. nóv. 1960.
Ef hugarángur hrellir mig
eg hnakkinn tek og legg á þig.
Og harmabót ég bezta finn
á baki þínu Faxi minn.
I hverfc sinn þegat kem ég inn
þá kumrar þú við stallinn
þinn.
Og þó að vanti vit og mál
þá veit ég að þú hefir sál.
Tryggða vinur enginn er
sem öllu betur fagnar mér.
Það eykur lífsins yndi og frið
að eiga slíkan vin við hlið.
I dimmu og björtu á baki þér
hin bezta unun veitist mér.
Þú hreifir iista hreinan gang
með hófuð vafið mér í fáng.
Þú leikur jafnan létt við taum
þó logi fjör í reiðarglaum.
Og sýnir fimleik festu og
kjavk
til frægðar töngum skorar
mark.
Á tvítugsafmæli skag-
firzks gæðings
firði er til mikið af góðum
hestum. Sumir hinna beztu
eru landsþekktir á meðal
hestamanna en aðrir ekki og
þá fyrst og fremst vegna þess
að eigendur þeirra halda þeim
frá hestamótum. Stundum eru
það þannig beztu hestarnir,
sem fólkið fær aldrei að vita
neitt um og tel ég það miður
farið.
Hér í Kkagafirði er og margt
ágætra hestamanna, sem
kunna vel að fara með góðan
hest. Þetta á jafnt við hér á
Sauðárkróki og upp til sveita.
Þú hefur átt marga góða
hesta um ævina?
Ég hef átt nokkra góða
hesta og yfirieitt tamið þá
sjálfur. Af öllum þéim hest-
um, sem ég hef átt, er mér
Faxi þó hugljúfastur.
Hvað finnst þér Þorvald-
ur? Að jafnaði birtist tals-
vert af afmælisgreinum í Morg
unblaðinu um margan ágætis
mann. Hvernig væri að gera
undantekningu frá þvi nú og
birta afmælisgrein um hann
Faxa þinn tvítugan, þennan
úrvalsgæðing.
Það vær' ef til vill ekki úr
vegi. Faxi er fæddur í sept-
ember 1946, skagfirzkur í móð
urættina, undan bleikskjóttri
hryssu frá Egg í Hegranesi af
kyni Sigurðar bónda þar, en
af því lryni hafa komið marg-
ir ágætis hestai hér áður fyrr.
Föðurættin ei ókunn, þar
sem Faxi mun hafa komið und
ir í fjöllururr,. Ég tók hann
fyrst á hús á öðrum vetri og
byrjaði þá strax að temja
hann. Sa ég ejálfur um tamn-
ingu hans og kom okkur allt-
af vel saman frá upphafi
þessa námstíma hans. Urðum
við miklir vinir og hefur
aldrei borið skugga á vináttu
okkur síðan.
Tamningin byriaði á því að
teyma hann eins og gengur og
gerist. Fann ée þá strax, að
hægt myndi verða að kenna
við góðhestakeppni, sem fór
fram 1957 á skeiðvelli hesta-
mannafélagsins okkar, Flugu
skeiði. Þar segir:
„Rétthyggður og léttbyggð-
ur, fjölhæfur gæðingur. Með
alhliða hreinan gang, áber-
andi fagurt tölt og skeið. Fjör
hár, lun.dljúfur, óragur og ó-
hræddur. Áberandi vel tam-
inn og allar hreyfingar léttar
og mjúkar“.
Hvað dómnefndina snertir,
þá álít ég að H J. Hólmjárn
þurfi ekki að kynna fyrir
hestamönnum iandsins. Hann
er áreiðanlega í fremstu röð
þeirra, sem kunna að dæma
um hross, og ég þori að full-
yrða urn Björn Skúlason, að
hann 'neíur skilað flestum full
gerðum gæðingum í Skaga-
firði úr tamningu um árabil.
Magnús þekki ég, að hefur á-
gætt vit á hrossurn.
m
Eins og ég nefndi áðan, þá
hefur Faxi verið minn aðal
reiðhestur sl. 15 ár. Hann hef
ur verið hvers manns hug-
ljúfi og hegðun hans við ó-
kunnuga hefur í engu verið
síðri en við mig eiganda hans,
nema ?f til vill að ná honum
lausum. Þar hefur hann aldrei
brugðizt mér.
Hvernig er nafnið Faxi til
komið?
Hann fékk þetta nafn, strax
og hann kom með móður sinni
ofan úr fjöllunum. Hann var
þá með mikið fax, sem var
klofið frá eyrum aftur að
herðakamhi, er. það var ó-
venjulegt af svo ungum hesti
og hann var þá.
Hafið þið nokkurn tímann
orðið fyrir óhöppum eða slys-
um saman?
Jú, eitt sinn var ég að æfa
hann íyrir fjórðungsmót, sem
haldið var hér fyrir um 8 ár-
um. Þá heitist Faxi á fram-
fæti á skeiðspretti. Ég fór
fyrst til dýralæknis, sem taldi
að um sinaskeiðabólgu væri
að ræða, en huldulæknir nokk
Faxi lærði ungur að gera sig heimakominn í húsakynnum
húsbónda síns. Hér sést hann við búðarborðið í verzlun
Þorvaldar á Sauðárkróki.
Hér eru þeir félagar í dyrum verzlunarinnar.
ur lét mig hins vegar vita, að
um eitthvað alvarlegra væri
að ræða. Ég mætti ekki brúka
hann í eitt ár og yrði að fara
várlega með skeiðið fyrst um
sinn þar á eftir, þar sem hann
myndi hafa tognað hjá mér á
skeiðspretti Af þessari á-
stæðu hef ég ekki treyst hon-
um eins vel til að mæta á
mótum og ella. Síðan hefur
hann aldrei helzt.
Segðu mér Þorvaldur, hef-
ur aldrei hvarflað að þér að
selja Faxa. Ég þykist viss um,
að ýmsir muni hafa haft
ágirnd á honum.
Nei, það hefur aldrei hvarfl
að að mér að selja hann, enda
þótt ég hafi marga hesta selt.
Fyrst var liann faJaður af mér
5 vetra gamaJJ og mér þá boðn
ar tíu þúsund krónur fyrir
hann. Þetta var fyrir 15 árum
og þessi unphæð því mikið fé
þá. Eftir það gat ég einnig oft
let hann og kom aldrei verð
til greina, því að ég var full
komlega mótfallinn þeirri
hugmynd að selja Faxa
nokkru sinm ekki sízt vegna
þess að hann var gjöf frá föð
ur mínum.
Nú verður Faxi tvitugur í
næsta mánuði og er því kom-
inn á efri ár Hvað hyggst
þú gera við Faxa í framtíð-
inni?
Ég reikna með því, að hann
endist mér í nokkur ár enn
og strax og hann bilar eitt-
Líkt og ásttney ann ég þér
þú aldrei hefir brugðist mér.
Með bjartrl von og bros
um kinn
á bak þér legg ég hnakkinn
minn.
Fóta snilli þin er þekt
sem þjóffin veitir eftirtekt.
Náffargjöf sú gladdi mig
þess guðs er hefii skapað þig.
Á sjöttu ári allra hrós
þú áttir sýndu merkin ljós.
Mig tældi ei auðsins
töfra-vald
né tíu þúsund króna gjald.
Ánægjan er æðsta hnoss
ágirndin er sálarkross.
Og einka-vin að selja sinn
er synda stairsti bletturinn.
Fóstursonur mæti minn
mér ei skapast líki þinn.
Okkar saman eigum skeið
uns að dauðinn skilur leið.
Leiktu fagran fóta dans
í fangi kæra eigandans.
Þó úti veðrið andi svalt
þér aldrei vcrður hjá mér kalt.
Sú guð sem áður gaf mér þig
hann gæti þin um æfistig.
Ég legg með þökkum kinn
að kinn
þér kæri góði Faxi minn.
Uudir nafni eiganda.
G. Ó.
☆ ☆