Morgunblaðið - 20.09.1966, Page 12

Morgunblaðið - 20.09.1966, Page 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20 sept. 1966 — Skólinn Framhald af bls. 17 un skólakerfisins Svía næstum aldarfjórðung. Hvers vegna höfum við ekki efni á að fórna svo löngum tíma? Þeirri spurningu skulum við lítillega velta fyrir okkur. í fyrsta lagi er rétt að nefna það, sem e.t.v. er alvarlegast og verður afdrifaríkast, þegar til lengdar lætur, að íslenzkum skólum mun stöðugt veitast örð- ugra að valda því uppeldishlut- verki, sem breyttar þjóðfélagsað ■“ stæður leggja þeim á herðar, en láta í þess stað við það sitja að einbeita sér að fræðslustarfi oft á þröngu sviði. í öðru lagi fullnægja skólarnir ekki lengur menntaþörfum at- vinnuveganna. Almenna mennt,- un skortir þá breidd og fjöl- breytni, sem er iðnaðarþjóð- félagi nauðsynleg. Sérfræðingar eru alls ekki fáanlegir á mörg- um sviðum. Að þessu óbreyttu mun sú lífskjaraskerðing, sem fs lendingar verða án efa að taka á sig ijú þegar af þessum sök- um, fara stórum vaxandi. í þriðja lagi: íslenzkir nem- endur, sem taka upp nám við erlenda skóla, eru í sumum greinum (t.d. stærðfræði, eðlis- og efnafræði) orðnir einu til -i tveimur árum á eftir jafnöldr- um sínum. Bakar það þeim stór- felld óþægindi og getur jafnvel útilokað þá frá framhaldsnámi. í fjórða lagi geta kennarar ekki lengur sætt sig við þá starfserf- iðleika og álag, sem úrelt skóla- kerfi leggur þeim á herðar. í fimmta lagi á skólunum ekki lengur að haldast uppi sá ómann úðlegi háttur að setja suma nem endur sína til náms, sem í þeirra augum er óraunhæft og tilgangs laust og þeir hafa enda enga hæfileika til að valda. í sjötta lagi þarf skólinn að leggja áherzlu á að vera mennta og uppeldisstofnun í víðtækari skilningi en hann gerir nú og endurskoða fræðsluhugmyndir sínar og prófkerfi. Þannig mætti sjálfsagt lengi halda áfram, en ég ætla, að af þessari upptalningu verði þó ljóst, að íslendingum muni veit- ast örðugt að bíða í tvo áratugi eða meir eftir umbótum í sín- - um skólamálum. Tilraunastarf í skólum i anda þeirra breytinga, sem að verður stefnt við setningu nýrra fræðslulaga þarf að hefjast nú þegar. í samráði við fræðslumála- stjórn og þá, sem að skólarann- sóknum vinna, þurfa þau fræðsluhéruð, sem til þess hafa vilja og getu að fá leyfi til að hefja tilraunir með ýmsar breyt ingar til umbóta á skólastarfi. Má í því sambandi minna á nokkur atriði, sem aðkallandi er að taka til athugunar, eins og t.d. þessi: Endurskoðun íslenzkukennsl- unnar. Nýjar aðferðir við kennslu erlendra tungumála. _ Tilraunir með nýjungar í stærðfræðikennslu. Kennsla erl. mála og eðlis- og efnafræði í barnaskólum. Aukin fjölbreytni í gagnfræða námi, meira verklegt nám og nokkurt valfrelsi. Aukin tengsl milli menntunar og atvinnulífs, tillit tekið lil menntaþarfa innan einstakra at- vinnugreina. Endurskoðun á prófkerfi skól- anna og vali þeirra á nemendum til æðri menntunar. Tilraunir með samfelldan framhaldsskóla, eða samfelldan þarna- og framhaldsskóla (com- prehensive school). Brýn nauðsyn er á að gera í skólunum tilraunir, sem að þessu og mörgu fleira lúta, til- raunir, sem sumar hverjar þurfa að ná yfir mörg ár, áður en af þeim verða dregnar ályktanir. Tíminn er því sannarlega dýr- mætur og ástæða til að leggja áherzlu á, að ekki verði nú enn- þá látið dragast ár eftir ár að hefjast handa a.m.k. á einhverju sviði. Engum dettur í hug að farið yrði af stað með allt þetta i ein- um eða fáum skólum. Þvert á móti ætti að dreifa tilraunun- um eftir því, hver aðstaða og starfskraftar eru fyrir hendi i sambandi við hvert einstakt verkefni. Víðtækara starfssvið kennarans Þær breytingar í skólamálum, sem hér hefir verið rætt um, eru vissulega mikilvægar fyrir allar stéttir og þjóðina í heild. Samt varða þær enga stétt jafn miklu og kennarastéttina. Annars veg- ar munu þær auðvelda kennur- um framkvæmd starfs síns, gera — og þess skulum við ekki dylj- ast, — munu þær gera stór- kennsluna skemmtilegri, skóla- starfið lífrænna. En hins vegar, auknar kröfur til kennarans um vinnuframlag og menntun og endurmenntun í starfi. Þær munu leggja honum á herðar meiri ábyrgð gagnvart nemend- um sínum og gera nauðsynlega stórum aukna handleiðslu af hans hálfu, bæði uppeldislega og starfslega. Umbætur í skólamálum eru óhugsandi og óframkvæmanleg- ar, nema skólinn verði starfsvett vangur, þar sem kennarinn skili öllu sínu dagsverki. Sá óskemmti legi feluleikur, sem haldið er uppi í sambandi við svonefnda heimavinnu kennara og það við- horf að litið sé á hvert viðvik kennarans í skólanum utan beinna kennslustunda sem auka- vinnu, starfi hans óviðkomandi, — allt verður þetta að hverfa. í kennslustarfinu er margháttuð aðstoð og ummönnun kennarans fyrir nemendum sínum utan einginlegra kennslustunda al- algjörlega óhjákvæmileg, eigi skólinn að ná markmiðum sín- um, ekki sízt þeim uppeldislegu. Við skóla verður þess vegna að vera fast starfslið, ekki tíma- mundið tímavinnufólk. Með lengri daglegri vinnu- skyldu kennarans innan skólans er ekki sagt, að lengja eigi beina kennsluskyldu hans, nema síður sé. Ekki er ósennilegt, að nýir kennsluhættir gætu leitt til hins gagnstæða, þar sem þeir munu krefjast meiri tíma til undirbún- ings kennslunnar og til aðstoðar við nemendur. Þá munu kenn- arar þurfa að fórna stórum meiri tíma en þeir nú almennt gera til að halda við menntun sinni og auka við hana. í nútímaskóla eru tímar „heyr arans“, — arfleifðarinnar frá latínuskólanum, — að mestu liðnir. Kennarinn verður að vera leiðbeinandi nemanda síns, skipuleggjandi hans í þekking- arleitinni og innán vissra marka uppalandi hans. Allt verður þetta að skoðast sem eðlilegur og sjálfsagður þáttur í kennara- starfinu, þótt margt af því verði að vinnast utan eiginlegra kennslustunda. Daglegur starfs- tími kennarans í skólanum á að vera hinn sami og gerist um aðra opinbera starfsmenn og laun hans að miðast með sóma- samlegum hætti við þann vinnu- tíma og þær auknu kröfur, sem til hans eru gerðar. Fari kennsla í skóla hins vegar fram á eftir- vinnutíma, á hún að greiðast í samræmi við almennar reglur um slíka vinnu. Kennaramenntun Hér hefur ekki verið minnst á einn af þeim meginþáttum, sem breytingar skólastarfsins eru háðar, en það er kennara- menntunin. Nauðsynlegt mun reynast, að starfandi kennarar sæki námskeið til að endurnýja menntun sína og auka við hana á ýmsum sviðum. Kennara- menntunina sjálfa þarf vafa- laust einnig að einhverju leyti að endurnýja til hæfis við hinar breyttu aðstæður í skólunum. Nokkur meginatriði. Þetta erindi er orðið lengra, en ég hafði upphaflega ætlað, og er þó fæstum þeirra atriða, sem drepið hefir verið á, gerð nokkur veruleg skil. Ætlun mín var fyrst og fremst sú, að vekja athygli á hinum ýmsu þáttum skólamálanna og drepa á eftirfarandi meginatriði, sem mér virðist að skipti mestu máli: Markmið og aðferðir skólaná eins og þau birtast í framkvæmd inni við núverandi aðstæður eru óviðunandi starfsgrundvöllur jafnt fyrir kennara og stófan hluta nemenda. Endurskipuleggja þarf nám á öllum skólastigum með tilliti til aukinnar fjölbreytni og rýmra vals, einkum þó á gagnfræða- stigi. Taka þarf upp betri skipulagn- ingu á yfirstjórn fræðslumálanna og hafa þá sérstaklega í huga að haldið sé stöðugt uppi tilrauna- og rannsóknastarfi í skólunum og á tengslum þeirra við atvinnu og þjóðlíf. Með því sé tryggt, að skólinn gegni hlutverki sínu í þjóðfélaginu og að starf hans ÁSGEIR Long, kvikmyndatöku- maður, het'ir í sumar ferðast um Austurland og sýnt nýjar kvik- myndir, ásamt fyrstú myndinni sem hann gerði fyrir 15 árum. Sýningin hetst á kvikmyndinni Sjómannalif sem er 15 mínútna mynd, tekin um borð í togaran- um Júlí frá Hafnarfirði, en á honum var Ásgeir vélstjóri í tvö ár og hafði því sérlega gott tæki færi til þess að fylgjast vel með öllum vinnubröðum um borð og festa þau á filmu. Er mikill fróðteikur um togaralífið í þessari stuttu mynd, en Ásgeir skýrir hana sjálfur, og nýstár- legt fyrir þá sem aldrei hafa á sjó komið að fyigjast með og sjá hvernig togveiðar fara fram. Næsta mynd er „Discover Ice- land“, en hana gerðu þeir í félagi W. A. Keith og Ásgeir fyrir Loftleiðir og er hún sýnd víða um heirn í þeim tilgangi að kynna land og þjóð. Þykir mynd þessi sérlega vel gerð og dregur fram það fegursta sem landið hefir upp á að bjóða, án þess að vera öfgaíull. jafnframt því sem fléttað er inn í hana lýs- ingu á þjóðinni að fornu og nýju. staðni ekki í úreltu formi og að- ferðum. Hefja þarf svo fljótt sem við verður komið tilraunir í skólun- um til undirbúnings og setningu nýrra fræðslulaga. Fræðsluhér- uð og aðrir aðiljar, sem til þess hafa vilja og getu að láta fram- kvæma tilraunir í skólum sín- um, fái stuðning fræðslumála- stjórnar og forstöðumanna skólarannsókna til að skipu- leggja slíkar rannsóknir og fylgjast með framkvæmd þeirra og niðurstöðum. Endurskoða þarf starfsgrund- völl kennarans innan skólans og breyta í því sambandi ýmsum gildandi ákvæðum um vinnu- tíma, laun og aukagreiðslur. Kennurum verði séð fyrir endurmenntun, sem nýungar í skólastarfi gera nauðsynlega og Myndin er í enskri útgáfu þar sem hún er ekki til í íslenzkri. Sýningartími er 36 mín. Þriðja myndin er tekin á Reykjalundi og fjallar um fram leiðslu plast-vatnsröra. Róbert Arnfinnsson flytur skýringar- texta með þessari mynd en sýn- ingartími er 15 mín. Fjórða myndin er um ferð á Esju á jeppum en 12 manns úr Mosfelissveitinni fóru þessa ferð á þrem jeppum í hitteðfyrra. Mynd þessi er örstutt eða 3% mítúta en sýnir þó nóg af hrika- legri jeppakeyrslu. Eru það undur að sjá hve mikið er hægt að brölta á jeppunum, en þeir komust að lokum allir á toppinn á Esju. Teiknaðir fortextar eru gerðir af Ragnari Lár og vekja mikla kátíuu hjá áhorfendum. Síðasta mvndin heitir Labbað á Lónsöræfi og er ferðasaga 12 ungmenna, en Ásgeir fékk þetta fólk með sér í þessa hrikalegu ferð í fyrrasumar, Flest af fólk- inu var þaulæft fjallafólk og kemur vel fram í myndinni hve nauðsynlegt er að hafa allan út- búnað í lagi. Við sjáum fólk.og farangur ferjað yfir Jökulsá í kennaramenntunin aðhæfð nýj- um aðstæðum eftir því sem þurfa þykir. Skóli mun ávallt verða erfið- ur vinnustaður, þar sem allir, jafnt nemendur sem kennarar verða mikið á sig að leggja, ef góður árangur á að nást. Erfiðið getur orðið lítt bærilegt, ef vinnustaðurinn er leiðinlegur og ömurleiki námsleiða og starfs- þreytu svífur þar yfir vötnum. En skóli getur líka verið slíkur vinnustaður, að allt erfiði gleym ist, þegar unnið er að áhuga- vekjfindi og skemmtilegu við- fangsefni. Skólinn á, ef allt er með felldu, að vera nemendum og kennurum skemmtilegur vinnu- staður. Takist honum það ekki, mun leiðin einnig reynast tor- sótt að flestum þeim markmið- um, öðrum, sem keppt er að. Lóni á 100 ára gömlum kláf, þrædd einstigi j snarbröttum skriðum, kiifrað í skriðjökli og síðast en ekki sízt, eina stúlk- una berjast fyrir lifi sínu í jök- ulsánni, eftir að hafa misst tak á líflínunni. Ekk' spillir frásögn Róberts Arnfinnssonar þessari mynd né heldur tónlistin, sér- staklega sarnin af Ragnari Páli Einarssyni gítarleikara og leikur hann sjálfur inn á myndina. Lag myndarinnar er dægurlag sem Ólafur Ragnarsson hefir samið texta við og mun lag og texti væntanlegt á plötu innan skamms. Ólafur, sem þekktur er fyrir textann Á sjó, hefir skírt þennan „Á sumn“ og fjallar hann auðvitað um ferðalög. Ásgeir ei nú að leggja land undir fót að nýju og mun sýna á Snæfellsnesi núna um og eftir helgina en fara síðan norður og byrja að líkmdum á Vopnafirði og halda vestur um. Síðan er í ráði að ferðast um Suðurlaiid og síðan Vestfirði en enda við Faxa- flóann í vetur. Fegursti gurðurinn í Hufnorfirði EINS og undanfarin 15 ár gekkst Fegrunarfélagið fyrir skoðun trjáá og blómagarða í bænum. Dómnefndin hefur orðið sam- mála um að velja að þessu sinni garðinn að Merkurgötu 7, sem fegursta garð bæjarins, en hann er eign hjónanna Rebekku Ingv arsdóttur og Jóns Andréssonar. Viðurkenningu dómnefndar hlutu garðarnir: Fyrir vesturbæ: Skerseyrar- vegur 7, eig. Jenný Sigmunds- dóttir og Guðmann Högnason. Fyrir miðbæ: Erluhraun 10, eig. Auður Eiríksdóttir og Andrés Gunnararsson. Fyrir suðurbæ, Hringbraut 57, eig. Ægir Bessa- son og Guðný Albertsdóttir og fleiri. Fyrir Kinnahverfi, Fagra kinn 12, eig. Þórdís Kristins- dóttir og Benedikt Sveinsson. Fyrir Hvaleyrarholt, Bæjar- hvammur 2, eig. Sigurlaug Arn- órsdóttir og Axel Kristjánsson. (Frá Fegrunarfélagi Hafnarfjarðar). New York, 14. sept. — AP. ♦ E R1 C H Mende, leiðtogi frjálsra demókrata og varakanzi- ari V-Þýzkalands, verður fuii- trúi stjórnar sinnar við opnun hinnar nýju Metropolitan-óperu í Lincoln Center í New York. Úr myndinni „Labbað um öræfi.“ Hér sjást Tróllakrókar og Öxarfellsjökuli er efst á myndinni. Ásgeir Long sýnir 5 kvik- myndir sínar víða um land

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.