Morgunblaðið - 20.09.1966, Síða 14

Morgunblaðið - 20.09.1966, Síða 14
f 14 MORGU N BLAÐIG Þriðjudagu’- 20 sept. 1966 ■■■'.■'yyy-' % ■ ?:y.-v.s- ■ : ‘ ■ 'm',:: \y>yV3ryj Vá5u jpp DLEND PH.AKfc"l IKS Viljum komast í samband við iðnrckanda sem heíur áhuga á að setja á stofn iðnrekstur á goðum stað út á landi. Lysthafendur sendi tilboð tií afgreiðslu Mbl. merkt: „Iðnaður 4059“. fyrir 1. okt. Frá Valhúsgögn SVEFNBEKKÍR, margar gerðir verð frá kr. 4.200. SVEFNSTÓLAR, SVEFNSÓFAR SKRIFBORÐSSTOLAR. Valhúsgögn Skólavörðustíg 23 — Sími 23375. Verzlun til sölu Til sölu er vefnaðarvöruverzlun á góðum stað í borginni. Lítill en góður vörulager. Ódýit leiguhús- næði. Semja ber við STEIN JÓNSSON, lögfræðing Kirkjuhvoli, ckkí í sima. 20% verðlækkun I LAMPA OG KLUKKUR seljum við í miklu úrvali með 20% afslætti. Þorsteínn Bergmann Gjafavöruverzlun Laugavegi 4 og 48, og Laufásvegi 14. Símar 17-7-71 Ásta Cyrusdóttir Minning HINN 21. júlí síðastliðinn and- aðist að Hrafnistu móðursystir mín, Ásta Cýrusdóttir. Hún var fædd að Öndverðarnesi á Snæ- fellsnesi 16. apríl 1890, dóttir hjónanna Cýrusar Andréssonar, sem fæddur var að Einarslóni í Breiðavikurhreppi 1846, bónda og formanns, og Guðrúnar Björns- dó.ttur, Gestssonar bónda að Hrafnabjörgum í Hörðudal. Guð- rún var fædd árið 1850. Þaa Cýrus og Guðrún eignuðust sjö börn, fimm dætur, og var Ásta yngst þeirra, og tvo syni, nú eru systurnar allar látnar, en þær náðu allar háum aldri, en bræð- urnir tveir, Björn og Hjörtur, eru enn á lífi. Síðsumars árið 1898 missd Iðnrekendur Cýrus Guðrúnu, konu sína, og vorið eftir flutti hann með fjoi- skyldu sína frá Öndverðarnesi og inn á Hellissand. Ásta var tes in í fóstur af hjónum í Ólafsvík og hjá þeim dvaldi hún sín æsica ár. Hún giftist ung Þórði Bjarna- syni og átti með honum tvó börn, en missti hann eftir skamma sambúð. Síðar gekk n xa að eiga eftirlifandi mann sinn. Magnús Ólafsson, sjómann a Hellissandi, og þar bjuggu þau alla tíð, eða þar til fyrir tæpum þremur árum að þau fluttu að Hrafnistu. Heimili þeirra Ástu og Magn- úsar var til fyrirmyndar, þar rikti alltaf samhugur og ásiuð milli foreldranna og hinna mörga myndarlegu barna. Þar var oft glatt á hjalla, og svo að segja daglegur gestur var ég þar fra.n yfir fermingu, en ekki minnist ég þess að hafa nokkurntima heyrt styggðaryrði á því heimúi til okkar barnanna eða annarra og okkur fannst svo sjálfsagt að ganga þar um hús af hinni mestu alvöru og hæversku. Ásta var afar glaðlynd og öll- um sem hún umgekkst kom hun í gott skap, enginn sem til henn- ar kom og var hlaðinn áhyggjum og lífsleiða fór frá henni aftur öðruvísi en glaðari í sinni og bjartsýnni á framtíðina, þannig stafaði alltaf hlýju og kærleika frá henni til þeirra sem á vegi hennar urðu og margir eiga henni gott að gjalda. Ásta var fróð kona, las mikið góðar bækur og þjóðlegan fróð- æik og var skemmtileg í sam- ræðum, fylgdist vel með fréttum í útvarpi og blöðum og svo því sem í kringum hana gerðist. í hvert sinn sem ég hef heimsóct átthagana síðustu tuttugu og fimm^ árin heimsótti ég alltaf þau Ástu og Magnús og átti h.;á þeim margar ánægju- og fróð- leiksstundir, oftast var rætt um liðinn tíma, líf og störf manna undir Jökli á æskuárum þeirra og sem þau þekktu til. Ásta Cýrusdóttir var jarðsett að Ingjaldshóli á Hellissandi hinn 6. ágúst síðastliðinn af sóknarprestinum þar, séra Hreini Hjartarsyni, en minningarræð- una flutti fyrrverandi sóknar- prestur, séra Magnús Guðmunds- son. Við útförina hittust vinir jg ættingjar og minntust góðrar konu og þökkuðu mikið og far- sælt ævistarf. Göfugu lífi hafði verið lifað og er nú komið yfir á annað tilverustig. Og það var eins og sveit Ástu Cýrusdóttur, sveitinni, sem henni þótti alltaf svo vænt um, vildi minnast hennar með því að vera í sínum fegursta sumarskrúða, það var fagurt undir Jökli þenn- an dag, birta og hlýja umvafði alla. Ó. E. Einkaumboð: Crii Hjaltason Hagamet 3 Sími 16139. Söluumtioð: AKRANES: Verzl. Örin HAFNARFIRÐI: Radioval KEFLAVÍK: Sjónvarpsbnðin. Hver stund með Camel léttir lund!“ Kveikið í einni Camel og njótið ánægjunnar af mildu og hreinræktuðu tóbaksbragði. BEZTA TÓBAKIÐ GEFUR BEZTA REYKINN Ein mest selda sígarettan í heiminum. MADE IN U.S.A.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.