Morgunblaðið - 20.09.1966, Side 16

Morgunblaðið - 20.09.1966, Side 16
16 MORCU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 20. sept. 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Raykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. í l&usasölu kr. 7.00 eintakið. STYRK STJÓRN A llt frá því að viðreisnarráð- stafanirnar voru gerðar árið 1960 hafa stjórnarand- stæðingar hamrað á því, að viðreisnin væri að fara út um þúfur og Viðreisnarstjórnin að missa tök á öllum málum. Þeir trúðu því, að það hlyti að leiða til ófarnaðar að létta af höftunum og fá borgurun- um aukið frjálsræði. Þeir trúðu á ofstjórn efnahagslífs- ins, þar sem stjórnmálamenn sátu yfir rétti hvers einasta ,borgara og héldu að stefna frjálsræðis og frjálslyndis væri sama og stjórnleysi. Síðan þetta gerðist er nú iiðið hátt á sjöunda ár. Á þessu tímabili hafa framfarir orðið miklu meiri en nokk- urn tíma áður í sögu þjóðar- innar og velmegun almenn- ings vaxið ár frá ári. Stefna frjálsræðisins hefur sannað, að hún leysir úr læðingi þau öfl, sem megna að færa þjóð- inni aukna hagsæld, og það er líka mesti misskilningur, að sú stjórn, sem eftirlætur borgurum mikil ráð yfir eig- in málefnum, séu veik, en hin sterk, sem vasast í öllum mál - um og reynir að sölsa til sín sem mest völd og áhrif. Það sáu menn, þegar vinstri stjór í in var að veslast upp. Ráða- 'menn hennar ætluðu sér ó- skoruð yfirráð á öllum svið- um þjóðlífsins, en nær öll þjóðfélagsöfl snerust gegn þeim og þeir hrökluðust frá völdum. Það er að vísu rétt, sem margbent er á, að Viðreisnar- stjórninni hefur ekki gengið nógu vel að fást við verðbólg- una fremur en öðrum ríkis- stjórnum. En sá er þó munur- inn á, að fram að þessu hef- ur verðbólguþróunin ekki valdið stóráföllum eins og oft áður. Byggist það á hinni miklu framleiðslu og traustri .gj aldeyrisstöðu. Ljóst er þó að verða hverj- um manni, að þær aðstæður, sem gert hafa það kleift að standa undir hinum miklu hækkunum að undanförnu, eru ekki lengur fyrir hendi, og vissulega er nú knýjandi nauðsyn að stemma stigu við frekari hækkunum. Er von- andi að það takist, enda væru þeir forustumenn launþega- samtakanna, sem nú krefðust nýs kapphlaups milli kaup- gjalds og verðlags, ekki að vinna að hag launþega. FORUSTA SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS CJjálfstæðisflokkurinn hefur ^ haft forustuna í Viðreisn- arstjórninni og bei þar auð- vistað hæst tvö nöfn, nafn Ól- afs Thors og Bjarna Bene- diktssonar, sem fyrst höfðu nána samvinnu um mörkun stefnunnar, en síðan hefur hiti og þungi dagsins hvílt á Bjarna Benediktssyni, for- sætisráðherra. Stjórnarandstæðingar leggja líka meginkapp á að berjast gegn Bjarna Benediktssyni. Þeir vita sem er, að hann er mesti hæfileikamaður þeirra, sem nú taka þátt í íslenzkum stjórnmálum. Þessari staðhæf ingu til sönnunar væri gaman að biðja stjórnarandstæðinga að nefna þann mann, sem þeir teldu, að þjóðin treysti betur til forustu en núver- andi forsætisráðherra. En formaður Sjálfstæðis- flokksins hefur ekki aðeins átt drjúgan þátt í því að koma á því frjálsræði í efna- hagsmálum, sem bezt hefur gefizt, heldur er það líka ó- umdeilanleg staðreynd, að hann á ríkastan þátt í því að marka þá utanríkisstefnu, sem íslenzka þjóðin hefur fylgt, og tryggt hefur frelsi hennar og öryggi. Þess vegna eru líka tii- gangslitlar árásirnar á Bjarna Benediktsson og stjórn hans. FRAMSÓKN OG IÐNAÐURINN jT'ramsóknarforingjarnir gera nú broslegar tilraunir til þess að fá iðnrekendur á sitt band og reyna að sannfæra þá um það, að stefna hafta og þvingana sé iðnaðinum hag- stæðari en það frelsi, sem ríkt hefur. En iðnrekendur hafa ekki gleymt því, hvernig umhorfs var á haftatíman- um, þegar ekkert mátti flytja inn nema eftir geðþótta vald- hafanna, og þegar ekki mátti byggja verksmiðjuhúsnæði eða kaupa vélar til að bæta reksturinn, og hráefnið varð að kaupa, þar sem valdhöfun- um sýndist, en ekki þar sem beztu vöruna var að fá. Þetta ástand lamaði íslenzkan iðn- að, en var honum ekki hag- stætt. Við breyttum viðhorf- um í viðskiptamálum hefui íslenzkur iðnaður brugðizt af kjarki og festu, og ekki bar á því að viðskiptafrelsið sem slíkt skapaði veruleg vanda- mál. Hinsvegar hefur víxi- hækkun kaupgjalds og verð- lags að sjálfsögðu gert sam- keppnisaðstöðu íslenzks iðn aðar við erlendan iðnað erf- iðari en áður var. Þegar kaup /• I Bretlandi Fyrir nokkrum dögum var fyrsta Polariskafbát Breta hleypt af stokkunum í skipa- smíðastöð Vickers-Armstrong verksmiðjanna í Barrow — in Furness. Það var drottningar- móðirin, Elizabet, sem skýrði bátinn „H.M.S. Resolution". Kafbáturinn er um 7000 lest- ir. Gert er ráð fyrir, að fjórir brezkir Polarisbátar verði í notkun um 1970. >$>-—--------------- i Kína „Bauðliðar" kjarni,, menn- ingarbyltingarinnar“ kín- versku, hylla Mao-Tse-tung, leiðtoga kínverskra kommún- ista, í Peking, sl. fimmtudag. Við hlið Mao stendur varnar- málaráðherra Pekingstjórn- arinnar, Lin Piao. gjaldið hækkaði, hækkaði inn lenda iðnaðarvaran, en hin erlenda hefur lítt eða ekki hækkað. Þess vegna er líka nauðsynlegt að stemma stigu við áframhaldandi hækkun- um. En ef það tekst, er engin ástæða til annars en treysta því að íslenzkur iðnaður muni halda áfram að blómgast og dafna. Leiðrétting MEINLEG prentvilla varð í síð- asta kafla Reykjavíkurbréfsins á sunnudaginn Næst síðasta máls- greinin á að vera þannig: „Hitt er svo enn n'Ht vitni um heilindi sumra þeirra, sem mest fjasa um verðhækkarúr, að þeir fjandskap ast yfir verðlækkunum, sem stafa af ec'.en iri samkeppni“. NÝTT GEREYÐINGARVOPN USSR? Sovézkt, ungverskt og a-þýzkt herlið, ásamt herliði frá Tékkó- slóvakíu, hófu í dag æfingar á v e g u m Varsjárbandalagsins. Málgagn a-þýzka kommúnista- flokksins, „Neues Deutschland", lýsti því yfir í gær, að Sovét- ríkin hafi nú fundið upp ger- eyðingarvopn, svo aflmikið. að engan hafi nokkru sinni orað fyrir slíku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.