Morgunblaðið - 20.09.1966, Side 25

Morgunblaðið - 20.09.1966, Side 25
MORGU NBLAÐIÐ 25 Þriðjudagur 20. sept. 19W V, Hlöðver Þórðar- son - Minning j ÞBGAR ég kvaddi Hlöðver, ? frænda minn, að aflokinni útför : imóður hans, Ástu Cýrusdóttur, | þann 6. ágúst, og hann hélt aftur ! austur á land til starfa sinna, ■ íþá datt mér ekki í hug að það , yrði í síðasta sinn sem ég sæi j hann á lífi, en þó fór það svo, eftir fáeinar vikur var hann all- ! ur. Hann hneig niður við störf sín og var því sem næst rænu- 1 laús þegar að var komið og and- ; aðist skömmu síðar í sjúkrahúsi. j Hlöðver fæddist í Ólafsvík þann 6. desember 1910, missti ungur föður sinn og ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður á Hellissandi. Hann fór ungur á sjóinn, var sjómaður alla sína tíð, fyrstu árin sem háseti á ýms- um skipum og síðar sem mat- sveinn og þótti fara þau störf frábærlega vel úr hendi. Síðustu árin var hann matsveinn á mb. Arnkeli frá Rifi. | Hlöðver var mjög geðþekkur maður og snyrtimenni hið mesta, alltaf var hann léttur í skapi g þægilegur í framkomu. Hann naut lífsins í ríkum mæli, aflaði sér margra gleðistunda um dag- ana og lét hverjum degi nægja sína þjáningu ef svo bar undir. Hann þótti skemmtilegur og góð- ur félagi á sjó og landi og hann átti marga vini og kunningja og stórt frændalið, eins og hin fjöl- menna útför hans frá Fossvogs- ikapellu síðastliðinn föstudag bar vott um. Og nú er hann hniginn fyrir aldur fram. | Ég votta hinni ágætu eigin- Ikonu hans, Ragnheiði Þorsteins- clóttur, og sonum hans tveimur, Œferði og Þresti, samúð mína vegna fráfalls hans. — ó.E. í Hotaðir bílar Höfum nokkra vel með farna bíla til sýnis og sölu hjá okkur: Opel Station, árg. 1962 Zephyr 4, árg. 1962. Opel Record, 4ra dyra, 1964. Vauxhall Velox, árg. 1963. Opel Kapitan, árg. 1960. Zodiac, árg. 1961. Galaxie 500, árg. 1963. Tækifærl til þess að gera góð bílakaup. Hagstæð greiðslu- kjör. Ford-umboðið Sveinn Egilsson hf. Laugavegi 105, Reykjavík. Símar 22466 - 22470. ATHUGIÐ! Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. — Svíjb/óð Framh. af bls. 1 herra, lagði þó á það áherzlu í dag, að ekki yrði nein ákvörð- un tekin um þingrof og nýjar kosningar, fyrr en utankjörstaða atkvæði hefðu verið talin. Yngve Holmberg, leiðtogi hægrimanna, tók sömu afstöðu og Bertil Ohlin, leiðtogi fólka- flokksins, og Gunnar Hedlund, leiðtogi Miðflokksins, þ.e. þeir eru allir sammála um að setja ekki fram neinar kröfur, fyrr en endanlegri talningu atkvæða er lokið. Hins vegar lét Hedlund hafa það eftir sér, að borgara flokkarnir þrír myndu mynda „skuggaráðuneyti", í líkingu við það, sem stjórnarandstöðuflokk arnir í Bretlandi hafa gert. Þótt borgaraflokkarnir hafi unnið á, er ekki talið að úrslit- in hafi mikil áhrif á skiptingu milli flokkanna á þinginu sjálfu, þótt fylkisþingin kjósi þing- menn fyrstu deildar ríkisþings ins, eða öldungadeildarinnar. Það yrði fyrst síðar, að úrslitin nú gætu sagt til sín, því að fylkisþingin kjósa aðeins til átt- unda hvers sætis í deildinni ár- lega, og því gæti það tekið lang an tíma, þar til kosningaúrslit- in nú segðu þar til sín til fulls. Hins vegar segja ýmis mál- gögn borgaraflokkanna í dag, m.a. Stokkhólmsblaðið „Express en“, að segi ríkisstjórnin ekki af sér, sitji hún gegn vilja al- mennings Þeir, sem ekki aðhyll ist stefnu jafnaðarmanna og kommúnista, hafi náð yfirhönd- inni. Málgögn jafnaðarmanna ræða ekki, hverjar afleiðingar kosn- ingarnar geti haft fyrir ríkis- stjórnina. „Aftonbladet" segir, að það sé í upphafi eðlilegt, að jafnaðarmenn ræði, hvernig þeir skuli bregðast við því van- trausti, sem þeim hafi nú verið sýnt. Hins vegar segir blaðið engin þau teikn á lofti, er bendi til, að jafnaðarmenn geti ekki unnið kosningar á komandi ár- um, verði sá frestur, sem nú fáist, notaður skynsamlega. Málgagn jafnaðarmanna í Málmey, „Arbetet", segir hins vegar, að borgaraflokkarnir geti með sanni sagt, að þeir hafi unnið kosningasigur. í Stokkhólmi er einnig mikið um það rætt, hverjar afleiðing- ar kosningarnar kunni að hafa fyrir Tage Erlander, forsaetisráð herra. Hann lét að því liggja í ræ&u, sem hann hélt á sjálfa kosninganóttina, að hann gæti hugsað sér að láta af flokksfor- ystu, en tók þó jafnframt fram, að hér væri ekki um að ræða ákvörðun, sem hann einn gæti tekið. Slíkt yrði flokksforystan að samþykkja, svo og þingflokk ur jafnaðarmanna. Stjórnmálafréttaritarar hafa reynt að gera sér grein fyrir, hvað fyrst og fremst hefur vald ið ósigri jafnaðarmanna, en at- hyglisvert þykir þó, að ósigur þeirra hefur orðið mestur í stór- borgum og bæjum, þar sem byggð vex örast. Þá þykir ekki með öllu úti- lokað, að margir þeirra, sem nú kusu í fyrsta sinn (kosningaald urinn hefur verið lækkaður úr 21 ári í 20) hafi ekki fylgt jafn- aðarmönnum að máili. Talsmenn jafnaðarmanna vilja halda því fram, að nauðsynlegar ráðstaf- anir stjórnarinnar gegn verð- bólgu kunni að hafa ráðið nokkru um afstöðu yngstu kjós endanna. 1 Stokkhólmi er einnig mikið rætt um sigur Miðsambandsins, samband Fólkaflokksins og Mið fiokksins. Eru nú taldar líkur til þess, að þessir tveir flokkar kunni að sameinast á næstu tveimur árum. Hins vegar hafa hvorki Bertil Ohiin né Gunn- ar Hedlund, enn vilja ræða þao mál opinberlega. Hægriflokkur- inn tapaði nú ekki eins og við síðustu kosningar. Þykir flokk urinn nú standa betur að vígi gagnvart miðsambandinu, en fram til þessa hefur Miðflokk- urinn lagzt mjög gegn því, að Hægriflokkurinn fengi að starfa með því Kommúnistar bættu við sig 2,7% atkvæða, og þykir ljóst, að vinstri stefna Carl Henrik Hermannsons hafi sigrað, og þurfi hann nú ekki lengur að óttast „harðan kjarna" gamalla kommúnista innan flokksins. Er nú talið líklegt, að skift verði um nafn á flokknum, jafnvel nú í nóvember, er leiðtogar flokks- ins leggja fram nýja stefnu- skrá. Ef frá eru talin þau 300.000 utankjörstaðaatkvæði, sem ótal in eru, eru úrslit kosninganna nú þessi (í svigum samanburð- ur við úrslitin 1962): Jafnaðarmenn: 1.798.375 (-196.901) 42,8% (4-8,2%) 804 fylkisþingkjömir (4-94) Fólkaflokkurinn: 692.127 ( + 28.041) 16,5% (4-0,5%) 281 fylkisþingkjörnir (4-4) Hægriflokkurinn: 592.260 ( + 15.672) 14,1% (4-0,6%) 238 kjörnir (4-12) Miðflokkurinn: 588.482 (+66.785) 14,0% ( + 0,7%) 267 kjörnir (+40) Kommúnistar: 277.060 ( + 123.754) 6,6% .( + 2,7) 81 kjörinn (+52) Kristil. demókratar: 75 436 (—) 1,8% (—) 1 kjörinn. Borgaraflokkarnir (Sameigin legur listi 3 flokka: 107.423 (—) 2,6% (—) 44 kjörnir (—) Miðsambandið (Fólkaflokk- urinn og MiðfL: 69.027 (—) 1,6% (—) 37 kjörnir (—) Þau atkvæði, sem sameiginl. listinn hlaut, deilast milli borg araflokkanna þriggja. Þá er tal ið, að borgaraflokkarnir og Hægriflokkurinn (e.t.v. mest) hagnist á utankjörstaðaatkvæð- um, en það gæti leit til þess, að borgaraflokkarnir ynnu aft- ur meirihlutann bæði í Gauta- borg og Stokkhólmi. — Minningarorð Framhald af bls. 23 þó sönn. Menn er vinna verk sín trúlega og af góðvild ná þessu og sama er að segia um þá menn, sem láta kærleika sinn ná til samferðamannana. Því sé svo um garðinn búið, þá er lítil á- stæða til oímetnaðar, öfundar og yfirgangs. Guðrún öfundaði eng an, var ánægð í sínum þrönga verkahring og hljóðlát um ann- arra hag. Enginn gat fljótara þérrað tár barnanna, en hún. Hún dáði þau og þau hana. Hún átti þann yfirgnæfandi kost að draga það bezta upp úr svuntu- vasanum, þegar mikið lá við borð að gieðja þau. Og allra snjöllust var hún að skipta um þylgjulengd, þegar ribbaldaskap urinn óð uppi og í fáum orðum sagt, eitt ágætasta og tryggasta hjú, er ég hefi kynnzt. Eitt sinn um tvítugsaldur, missti hún tvö börn sín og þá var hún í ótrúlegri fátækt. Það var rothögg. En alltaf reis hún á fæt ur með lífsgleðina í fararbroddi og bjartsýnina. Hún var ekki lærð, blessunin, á nútíma vísu, en kunni þo margt meir en aðr- ir af sannri lífsreynslu. Og ég segi það eins og er, að ávallt var styrkur fyrir heimilið að hafa hana nálægt sér. Við sökn- um hennar öli og þökkum henni^ innilega fyrir samveruna. Fjölskyldan Bergstaðastræti 67. J. Sveinsson. k ---------------------+ ' — Minning Framhald af bls. 19 þakka br. Einari allt hans start og biðja honum velfarnaðar á nýjum leiðum, handan þess tjalds er heimana skilur. Og þá ósk á ég bezta til handa GT-reglunni og íslenzku þjóðinni allri, að hún megi ætíð eiga sem allra flesta menn slíka sem bróðir Einar var. Mann, sem með sanni er hægt að segja um við lát þeirra eins og segja ber nú við lát br. Ein- ars: Hann var góður drengur. Kristjana Ó. Bencdiktsdóttir. Stór loftsteinn Framhald af bls. 1 urðu víð smábrunar á ökr-* um, en ckki kom til stór- bruna eða alvarlegra skemmda, og ekki er til þess vitað, að neinn hafi týnt lífi eða slasazt. Fólk var víða felmtri sleg- ið yfir sýn þessari, er loft- steinninn sundraðist, og hringdu margir til lögreglu og annarra opinberra aðila til þess að lcita skýringar á fyr- irbærinu, sem ýmsir báru ekki kcnnsl á. Loftsteinninn var hluti stærri steins, og barst hann inn i andrúmsloft jarðarinnar seint á laugardagskvöld. Einn veðurfræðinga „Nat- ional Airport" í Washington segir, að loftsteinninn hafi verið bjartasti „hlutur“, sem hann hafi séð á himninum. JAMES BOND —X—• James Bond BY IAN FIEMINC MAWIN8 BY JOHN McLUSKY X- Eftii IAN FLEMING Eins og ákveðið hafði verið náði Felix Leiter í mig til þess að aka mér 200 mílur frá New York til Saratoga, sem 11 mánuði á ári er einungis hressingar- siaður, þar sem fólk kemur til að fá sér leirböð og drekka heilsusamlegt vatn. JÚMB ‘<3 I ágúst kemur veðreiðamúgurinn, með hestnnum koma veðreiðaklíkurnar. Teiknari: J. M O R A Þegar þeiir hafa gengið stuttan spöl, bendir leiðsögumaðurinn þeim í áttina að nokkrum stórum trjám. — Þarna eru tjaldbúðirnar okkar, segir hann lágri róddu. Nú vonast ég til að þið gleymið því ekki hve vel og dyggilega ég hefi gieitt götu vkkar. Skipstjórinn lofar því, en í öryggis- skyni tuskar hann þrjótinn duglega til, svo að hann muni að bregðast þeim ekki. — Jæja, nú skulum við leggja til at- lögu segir Júmbó. Þeir koma sér saman um að skip- stjórinn laumist inn í tjaldbúðir þorp- aranna, en Júmbó verði eftir ásamt fang anum. — Þegar ég flauta, segir skip- stjórinn þýðir það að ykkur sé óhætt að koma. Og það verður vouandi ekki langt þangað til.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.