Morgunblaðið - 25.09.1966, Page 3
Sunnudagur 25, sept. 1966
MORGUNBIAÐID
3
Sigurður Þórðarson, skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins, hætti storfum og kvaddi starfsfólks út-
varpsins sl. fimmtudag. Safnaðist starfsfólk útvarpsins saman í anddyrinu til að kveðja sam-
starfsmann sinn. Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri, mælti nokkur kveðjuorð og hyllti fólkið
Sigurð. En hann lét hylla ríkisútyarpið og kvaddi alia með hand abandi. Myndin er tekin við
þetta tækifæri. Fremst standa útvarpsstjóri og Sigurður Þórðarson.
Kennaranám-
skeiðum lokið
— þau yfirgripsmestiu, sem
haldin hafa verið — vuru
ffolsótt
Sr. Jón Auðuns, dómprófastur:
í haustskóginum
í SEPTEMBER hafa staðið yfir
hér í Reykjavík fimm námskeið
fyrir kennara og er þeim nú
öllum nýlokið.
Námskeið þessi voru öll á veg-
um fræðslumálastjórnar eða
með stuðningi hennar. Allt voru
þetta dagnámskeið og sóttu þau
um 165 kennarar, auk óreglu-
legra þátttakenda, sem voru
milli 20 og 30.
Kennarar þessir voru víðs veg
ar að af landinu, en flestir kenn
arar við barna- og gagnfræða-
skólastig.
Munu þetta vera yfirgrips-
mestu kennaranámskeið, sem
haldin hafa verið hér á landi til
þessa og ánægjulegt til þess að
vita, hve vel sótt þau voru.
Námskeið þessi voru:
1. Námskeið fyrir dönskukenn
ara stóð frá 1,—20. sept. Það
sóttu 38 kennarar* Stjórnandi
námskeiðsins var Ágúst Sigurðs
son, námsstjóri.
Kennarar auk námstjórans
voru Danirnir Niels Ferlov,
menntaskólarektor, Henning Har
mer, námstjóri, Sveinn Berg-
sveinsson, próf. og Torben Frið-
riksson, cand. oecon.
2. Námskeið fyrir söngkenn-
SAMKOMUR
Kristileg samkoma
á bænastaðnum Fálkag. 10
sunnud. 25/9 kl. 4. Bænastund
alla virka daga kl. 7 e. m.
Allir velkomnir.
Hjálpræðisherinn
Sunnudag kl. lil.OO og 20.30
samkomur. — Strengjasveit
yngri hermanna syngur og
spilar kl. 20.30. Allir vel-
komnir.
Hollenskir
kókosd reg lar
fyrirliggjandi
Tökum mál fyrir skip
og bíla
GÚMMÍBÁTAÞJÓNUSTAN
GrandagarðL Simi 14010
ara stóð frá 1.—9. sept., og sóttu
það 32 söng- og tónlistarkennar-
ar. Stjórnandi þess var Guðm.
Guðbrandsson.
Kennarar voru dr. Hermann
Regner frá Carl Orff Institut í
Salzburg, Sigríður Pálmadóttir,
og dr. Róbert A. Ottósson.
3. Námskeið fyrir íslenzku-
kennara í gagnfræðaskólum stóð
frá 5.—16. sept. Stjórnandi þess
var Öskar Halldórsson námsstj.
Námskeiðið sóttu 34. kennarar.
Aðalviðfangsefni námskeiðsms
var íslenzkar bókmenntir og
kynning þeirra á gagnfræðaskól
um. —. Kennarar auk námsstjór
ans, voru: dr. Steingrímur J.
í>orsteinsson, próf., Jón Böðvars
son, menntaskólakennari og
Baldur Ragnarsson.
4. Starfsfræðslu- og félags-
fræðinámskeið stóð frá 5.—16.
sept. Stjórnandi þess var Stefán
Ólafur Jónsson, námsstjóri. —
Reglulegir þátttakendur voru 28
en nokkrir sóttu hluta námskeiðs
ins.
Aðalkennarar auk námstjórans
voru frú Margareta Vestin, skrif
stofustjóri í Skolöverstyrelsan í
Stokkhólmi og Kristinn Björns-
son, sálfræðingur, en auk þeirra
fluttu erindi og leiðbeindu 17
manns.
5. Stærðfræði- og eðlisfræði-
námskeið stóð frá 5.—17. sept.
Því stjórnaði Guðmundur Arn-
laugsson, rektor. Reglulegir þátt
takendur voru 33 og 10—15 ó-
reglulegir. — Námskeiðið var
bæði fyrir kennara í barna- og
gagnfræðaskólum.
1 eðlisfræði kenndu: Páll Theó
dórsson, eðlisfræðingur; Stein-
grímur Baldursson, prófessor og
Örn Helgason, eðlisfræðingur.
Stærðfræði kenndu: Guðmund
ur Arnlaugsson, rektor og Björn
Bjarnason, dósent, og Hörður
Lárusson, menntaskólakennari.
Fræðslumálastjóri.
Washington — NTB.
Bandaríska kjarnorkumála-
nefndin tilkynnti á föstudag að
sprengd hefði verið kjarnorku-
sprengja neðanjarðar í Nevada-
eyðimörkinnL Sprengjan var
lítiL
Þjófurinn fékk
sérskyrogskipti
mynt
f FYRRINÓTT var brotizt inn í
mjólkurbúðina á Borgarholts-
braut 71 í Kópavogi.
Þegar komi'ð var að
um morguninn sást að það hafði
einhver verið á ferð, fengið sér
skyr og brauð og haft svo á
brott með sér skiptimynt og eitt
karlmannsúr.
Veiða í Seyðis-
fjarðardýpi
SÍLDVEIÐISKIPIN voru aðal-
lega í Seyðisfjarðardýpi í fyrri-
nótt, 30—40 mílur undan landi.
Tilkynntu 76 skip um afla eftir
sólarhringinn, samtals 6.546 lest-
í DAG kl. 4 fer fram á Laugar
dalsvellinum úrslitaleikurinn
í íslandsmóti 1. deildar. Lið
Keflavíkur og Vals, sem bæði
höfðu 14 stig, er leikjum móts
ins lauk, berjast um titilinn.
Leiksins er beðið með mik-
illi eftirvæntingu, enda er
þetta aðalleikur íslenzkra liða
á sumrinu.
Öllu fleiri virðast hallast að
því að Keflvíkingar séu sigur
stranglegri ef dæmt er eftir
Isíðustu leikjum liðanna.' En
það sem gerir knattspyrnu svo
eftirsótta sem raun ber vitni
er einmitt það, að í leik getur
ÖLL guðspjöll þessa sunnudags
greina frá skiptum Jesú við dauð
ann. Og minnir þig ekki haustið
á hann? Minna þig ekki visnandi
laufblöð á þau örlög, sem bíða
líkama þíns.
Menn hafa einkum farið tvær
leiðir til þess að sigrast á óttan-
um við dauðann: Leið trúar og
leið þekkingar.
Menn segja: Nágranni minn
telst trúaður maður, en við ást-
vina missi ber hann sig sízt betur
en ég.
Að vissu marki er þessi dómur
ósanngjarn. Með rökum verður
því ekki neitað, að trúin hefir
sætt menn bezt við dauðann og
vakið mönnum hetjulund and-
spænis honum, jafnvel þegar
hann svipti þá vininum, sem sár-
ast var að missa. Trúnni á Guð
þarf alls ekki að fylgja trú á
Maðurinn úr
bílveltunni illa
haldinn
MAÐURINN, sem slasaðist í
bílveltunni í Kópavogi í fyrri-
nótt, Hannes Arnórsson, var
ekki kominn til meðvitundar er
blaðið fór í prentun í gær. Hann
liggur í Landakotsspítala og er
illa haldinn, talið, að um sé að
ræða höfuðkúpubrot.
Enn rænulaus
EINS og skýrt var frá í Mbl.
í gær, varð kona, Guðbjörg Hall-
dórsdóttir, fyrir bifreið á móts
við Suðurlandsbraut 6 í fyrra-
kvöld. Hafði konan hlaupið yf-
ir götuna, en skyggni var slæmt
og konan dökkklædd, svo að
bifreiðarstjórinn sá konuna ekki
fyrr en um seinan. Hún fót-
brotnaði og hlaut höfuðhögg, og
var flutt í sjúkrahús. Er Mþl.
hafði síðast spurnir af líðan
hennar var hún enn rænulaus.
allt skeð og ekki hægt að
byggja spá um úrslit á fyrri
leikjum. Á það ekki sízt við
hér þar sem tvö félög eru
jöfn að afloknum 10 leikjum
við sömu aðila.
Þetta er annað árið í röð
sem úrslit íslandsmótsins eru
ekki útkljáð fyrr en í auka-
úrslitaleik. f fyrra börðust KR
og Akurnesingar sem frægt
varð.
Ef staðan verður jöfn að af-
loknum 90 mín. í dag er fram-
lengt í 2x15 min., en verði enn
jafnt þá þarf nýjan leik.
annað líf. En sanntrúaður maður
á að vera betur á vegi staddur
til að taka eigin dauða og vina
sinna, en hinn sem ekki á guðs-
trú.
Svo eru aðrir, sem hlotið hafa
sannfæringu um „byggð á bak
við heljarstrauma" af reynslu,
sem þeir gátu ekki dregið aðra
ályktun af en þá, að látinn lifir.
Ekki ætti þetta að koma
kristnum mönnum ókunnuglega
fyrir sjónir. Upprisa Krists var
vottunum blátt áfram þekkingar-
atriði. Jafnvel lærisveinarnir
vildu ekki trúa fyrstu sögunum,
sem þeim bárust af upprisufyrir-
bærunum. En þeir sannfærðust
af staðreyndum, sem sópuðu efa-
semdum þeirra burt. Af því sem
þeir sáu og heyrðu, gátu þeir
ekki dregið aðra ályktun en þá,
að látinn væri Kristur lifandi og
hefði sannað þeim það sjálfur
upprisinn.
Saga kynslóðanna segir frá
ótal fyrirbærum, sem menn töldu
vitnisburði þess, að látinn lifir.
Það er undarleg skammsýni að
amast við því að menn leiti slíkr-
ar vitneskju, sé hún fáanleg. Og
undarlegast er, þegar kirkjunnar
menn ónotast við slíkri leit. Um
rökin, sannanirnar, verða menn
seint á einu máli. En það er
guðsþakkarvert, að menn spyrja
og leita.
Þegar haft er í huga, hve stór-
vaxandi sá hópur er, sem alls
ekki lætur sannfærast af trúboði
okkar prestanna og nennir ekki
að hlusta á það, hæfir okkur,
kirkjunnar mönnum og kirkjunn-
ar vinum, betur auðmýkt en
hroki.
Langflestir Jerúsalembúar neit
uðu afdráttarlaust, að upprisu-
fyrirbærin ,sem hinir kristnu
sögðu frá, væru annað en hégómi
og blekking. En vottarnir kváð-
ust einfaldlega boða það, sem
þeir hefðu heyrt og séð. Það et
sennilegt, að á dögum páskafyrir-
brigðanna í Jerúsalem hafi menn
deilt um hið yfirvenjulega með
ákaflega líku móti og menn
deila um það enn í dag. Sumir
vilja ekki láta sannfærast um
ódauðleika og annað líf, og sjá-
andi sjá þeir blátt áfram ekkL
Aðrir vilja svo ákaft trúa á fram-
haldslífið, að þeir gerast barna-
lega trúgjarnir á rökin.
Bæði þeir sem skýra sálræn
fyrirbæri sem vitnisburði um
annað líf, og hinir sem skýra þau
öðruvísi, styðjast við tilgátur.
Þessvegna verður enn sem komið
er hver að hafa það, sem honum
þykir sennilegast og meta líkurn-
ar eins og honum sýnist sennileg-
ast. Það sem einn telur rök, hefir
annar að engu, eins um þetta efni
og flest önnur svið mannlegra
viðfangsefna.
Til þess að ná fullum sáttum
við dauðann er vænlegast að trú
og þekking haldist í hendur.
Vitneskjan ein um að látinn lifir,
brúar ekki nema helminginn af
djúpinu. Hinn helminginn verður
trúin að brúa, traustið á Guði
og því að hann vaki yfir vegferð
lífs og liðinna. Trú og þekking
héldust í hendur í frumkristn-
inni: Reynsluvissan um að látinn
lifir, og trúin, traustið á hand-
leiðslu Guðs og leiðsögu hins
upprisna Drottins.
Guðspjöll þessa sunnudags
leiða okkur að dánarbeðinum.
Ef við eigum örugga vissu um líf
að baki dauðans, lærist okkur ,að
ganga um dánarherbergið eins
og haustskóg. Þótt skrúðlaufið
hrynji og björkin verði blaðlaus
og ber, horfum við með rósemi á
haustskóginn fölna, þvi að við
vitum, að annað sumar er fram-
undan.
Og þegar okkur lærist að líta
á dauðann sem .fagurt haust,
horfum við með rósemi á hann,
því að þá vitum við, að hann er
íyrirboði fegurra sumars.
Málverkasýningu Eggerts E. Laxdal í félagsheimili Kópavog
lýkur í dag. Myndin hér er aX einu málverkanna á sýningunm
Kóuavogskirkju.
Keflavík - Valur kl. 4