Morgunblaðið - 25.09.1966, Page 11
Sunnudagiir 25. sept. 1968
MORGUNBLAÐIÐ
11
*
Enry Lorenz
Söltuninni er nú um það bil
að ljúka, og við hittum næst að
máli Sigríði Kenráðsdóttur frá
Siglufirði, sem er elzt síldar-
stúlknanna á planinu, en gefur
þeim yngri ekkert eftir hvað af
köst snert.ir. eftir því sem strák
arnir á planinu segja okkur.
Hún er ef til vill ekki jafn
handfljót orðin, en heldur sín-
um hraða og stanzar aldrei til
að rétta úr bakinu og fá sér
reyk, eins og svo margar. Sig-
ríður segist engann tíma hafa
til að tala við okkui, hún þurfi
að ná sér í síðustu tunnuna.
Okkur tekst þó að fá að vita, að
hún hefur saltað tæpar 200
tunnur yfir sumarið og hefur
fullan hug á að tvöfalda þá tölu
áður en söltun lýkur.
Við þrjóskumt við og spyrj-
um hvort ekki sé önnur öldin
nú en á Siglufirði í gamla daga.
— Jú, segir Sigriður og það
kemur glampi í augu hennar.
„Öldin var önnur þá. Það vant-
ar fjör í fólkið hér. Á Siglufirði
í gamla daga fengum við okkur
snúning á millj báta, til þess að
halda á okkur hita meðan kass
arnir voru fylltir“.
Að svo mæltu fer hún að
leggja niður af fullum krafti
og við áræðum ekki að trufla
hana lengur.
Verkstjórinn á planinu heitir
Reynir Gunnarsson og er inn-
fæddur Reyðfirðingur. Hann
segir okkur, að frá því að sölt-
un hófst um morguninn, hafi
verið saltað í um 720 tunnur,
en með því er heildarsöltunin
yfir sumarið orðin um 8200
tunnur.
— Hvemig gengur söltun fyr
ir sig?
— Þegar fcátarnir koma að
landi, byrja þeir þegar í stað
að landa síldinni á vörubíla
sem síðan aka henni hingað á
planið og losa í tvo kassa, sem
tengdir eru við flokkunarvél-
arnar með faeriböndum. Síldin
berst síðan eftir færiböndun-
um í vélarnar, sem flokka úr
síldarnar sem ná réttri stærð og
bera þær ’á annað færiband, en
úrgangurinn fellur niður í þró,
þar sem hann er geymdur unz
honum er ekið í bræðsluna. —
Síldina, sem fer í kassana skera
stúlkurnar fyrst, en salta hana
siðan niður í tunnu. Tunnunni
er ekið til h'iðar á planinu, þar
sem hún er látin st.anda í nokk
urn tíma, sem er breytilegur
eftir því um hvaða verkun er
að ræða. Siðan er lagað ofan á
tunnurnar, bær slegnar til og
ekið út í stæður, þar sem þær
eru pæklaðar, eftir því sem
þörf krefur. Þegar svo að því
kemur að flytja á síldina út,
kemur yfirtökumaður, sem met
ur síldina og rannsakar gæði
hennar. Að mati hans loknu er
síldin loks tilbúin til útflutn-
ings.
— Hvað starfa margir hjá
ykkur núna?
— Allt starfslið okkar nú tel
ur um 6ö manns, þar af 40
síldarstúlkur. Auk þess koma
hér nokkrir smástrákar, sem
eru í snúningum hjá okkur og
er oft drjúgur vinnukraftur í
þeim.
— Nú er allt útlit fyrir að
söltun faii að ljúka, hvað tek-
ur þá við hjá ykkur?
— Það verður nóg að starfa
fram eftir hausti við að pækla
síldina og koma henni í skip til
útflutnings Þegar því lýkur,
hefst undirbúningur fyrir
næstu veriíð.
Söltuninni lauk um kl. 17,00
og bátatnir, Huginn II VE,
Bergur VE, og Engey RE héldu
þegar út á miðin til þess að
geta glímt við síldina um nótt-
ina. Söltunai-fólkið klæddi sig
úr síldargallanum til að geta
brugðið sér iieim og hresst sig
á kaffisopa áður en byrjað yrði
að laga ofan á og pækla.
Er við komum aftur niður á
plan var mannskapurinn önn-
um kafin á nýian 'leik. Stúlk-
urnar lögðu ofan á, en þrír
ungir og knálegir piltar slógu
tunnurnar til. felldu þær og óku
þeim á voldugri dráttarvél út í
stæðurnar Þeir sögðust heita
Friðjón Vigfússon, Jóhann
Hafstein og Borgþór Guðjóns-
son. Aðspurðir létu þeir lítið
yfir erfiðinu í þessari törn. Síld
in veiddist eingöngu á nóttinni
og löndun úr bátunum væri yfir
leitt lokið fyrir kvöldmat, og
eftir það væri ekki unnið leng-
ur en til 10 um kvöldið. Aftur
á móti væri ræst út kl. 4 á
á morgnana, en menn
væru orðuir úthvíldir eftir 6
tíma svefn. Þeir höfðu aldrei
verið í síld áður að Friðjóni
undanteknum, sem þeir Jóhann
og Borgþór sögðu að væri fædd
ur og uppalinn Siglfirðingur og
vanur að veltast í grútnum. —
Friðjón hló að þessum ummæl
um og sagðist lítið gefa fyrir
græningja, sem þyrftu að þvo
sér um hendurnar eftir hverja
síld sem þeir snertu. Urðu hin-
ir heldur hvumsa við þessum
ummælum, en Friðjón sneri sér
hlægjandi við og hélt áfram að
slá til. -
Við lögðum því næst leið okk
ar niður að uppfyllingarsvæð-
inu, þar sem síldartunnurnar
stóðu í mörgum skipulögðum
stæðum. í einni stæðunni hitt-
um við fyrir fjórar litlar telpur
sem voru önnum kafnar við að
slá tappanna úr tunnunum og
hella á þær pækli. Þær sögðu
okkur að það væri miklu
skemmtilegra að salta, en full
orðna fólkið segði að það væri
ekki alltaí hægt að gera það
sem manni finnst skemmtileg-
ast og svo fengju þær líka tíma
kaup.
í næstu stæðu við hittum við
þau Erlu Jóhannsdóttir og Pál
Jensson. Páll velti léttilega 100
kg. tunnunum yfir, en Erla sló
úr þeim t.ippann og pæklaðL
Erla er Reykjavíkurstúlka og
er nú í íyrsta skipti í síld. Hún
segist hafa farið í síld, af því
að hana hafi iangað til að upp-
lifa hið maigumtalaða síldar-
ævintýri, og það hafi verið
miklu skemmtilegra en hún
bjóst við.
Páll er fæddur og uppalinn á
Reyðarfiröi, stúdent frá M. R.
sl. vor, gítarleikari í Ómum,
vinsælustu hljómsveitinni á
Austfjörðum, en hefur nú á-
kveðið að leggja hljóðfæraleik
alveg á hilluna og hefja nám í
verkfræði í haust.
— Hvers vegna valdir þú
verkfræðina7
— Vegna þess að ég hef mik
inn áhuga á aðalgreinum henn-
ar, stærðfræði og eðlisfræði og
yfirleitt öllu er viðvíkur verk-
fræði.
Við kveðjum nú þetta ágæta
fólk, sem hefur á einni dag-
stund skapað pjóðinni brúttóút
flutningsverðmæti að upphæð
750 þúsund krónur. Dálaglegur
skildingur það.
Telpurnar heita Erna Arnþórsdóttir, Adda Sigríður Arnþórs-
dóttir, Ásta Guðný Einþórsdóttir og Kristín Þórarinsdóttir. —
Þeim finiist skemmtilegast að salta.
arstúlknanna.
ihj
Skrifstofustarf
Óskum að ráða stúlku til starfa við spjaldskrár-
vinnu og almenn skrifstofustörf.
Upplýsingar í sknfstofu vorri, daglega.
Fálkinn hf.
Laugavegi 24. — Sími 1-86-70.