Morgunblaðið - 25.09.1966, Síða 23
Sunnudagut 25 sept. 19W
MOkCUNBLAÐIÐ
23
—------------*------------
Sívaxandi gagnrýni
á Erhard kanzlara
Snjall fjármálamaðux — sem leiðtogi, hikandi og óákveðinn
DR. LUDWIG Erhard kanzl-
ari Vestur-Þýzkalands á við
vaxandi erfiðleika að etja. Úr
öllum áttum má sjá merki
vaxandi andspyrnu gegn hon-
um heimafyrir. Ástæðurnar
Uudvvig Erhard.
Sætir vaxandi gagnrýni.
fyrir þessu eru margvíslegar
svo sem ósigur flokks hans,
Kristilega demókrataflokksins
í fylkiskosningunum í Nordr-
hein-Westfalen fyrir skömmu,
efnahagsörðugleikar svo sem
verðbólga og mikil gagnrýni
að undanförnu á einn ráðherr
ann í stjórn hans, varnarmála-
ráðherrann Kai Uwe von
Hassel. Hefur hinn síðast-
nefndi verið mjög títt nefndur
í fréttum að undanförnu. Að
tjaldabaki kynda svo margir
andstæðingar Erhards í flokki
hans undir andstöðunni gegn
honum svo sem Strauss fyrr-
verandi varnarmálráðherra
og Konrad Adenauer, fyrrv.
kanzlari, og það ekki árang-
urslaust. Skoðun hins síðar-
nefnda virðist vera að festa
rætur, að Erhard hafi verið
efnahagsmálasnillingur en
ekki stjórnmálamaður og því
geti hann ekki verið leiðtogi
fiokksins. Erhard virðist enn
samt svo sterkur í sínu em-
bætti ,að ekki verði við hon-
um hnikað að svo stöddu.
Hins vegar er ljóst, að fyrir
dyrum standa að öðru leyti
umfangsmiklar breytingar á
vestur-þýzku stjórninni. Um
það virðast blöð þar í landi
að minnsta kosti sammála.
Sú gagnrýni, sem Erhard
verður einkum fyrir sem kanzl
ari er, að hann sé óákveðinn
og seinn að taka pólitískar
ákvarðanir. Á þetta ekki hvað
sízt að hafa komið í ljós eftir
kosningarnar til vestur-þýzka
sambandsþingsins í fyrra-
haust, en þá vann Kristilegi
demókrataflokkurinn, CDU og
systurflokkur hans í Bayern,
Kristilegi sósíalistaflokkurinn
CSU mikinn sigur. Aðstaða
Erhards þá var því mjög
sterk og hann hafði það að
miklu leyti á valdi sínu að
ákveða strax, hverja hann
veldi sem ráðherra í stjórn
sína.
Stjórnarmyndunin dróst
hins vegar á langinn sakir
deilna, sem upp risu innan
CDU/CSU og milli þeirra og
samstarfsflokks þeirra í ríkis
stjórninni, Frjálsra demókrata
flokksins, FDP. Það var á
valdi Erhards að þinda endi
á þessa deilu og ráða henni
til lykta. Það gerði hann einn-
ig, en að því er mörgum þótti,
ekki fyrr en of seint og hafði
þá beðið talsverðan álits-
hnekki.
Óákveðni og hik hefur þótt
loða við stjórnarathafnir
kanzlarans síðan. Er nánasti
samstarfsmaður kanzlarans,
Kai Uwe van Hassel
varnarmálaráðherra. Eru
dagar hans í ráðherrastóli
senn taldir?
Ludger Westrick, ráðherra án
ráðuneytis, ekki talinn hafa
bætt úr þessum annmarka,
heldur fremur aukið á hann.
Westrick hefur nú sagt af
sér og er það fyrsti fyrirboði
þess, sem verða kann. Eins
og sakir standa vex þeim
kröfum stöðugt ásmegin, þar
sem farið er fram á umfangs-
miklar breytingar á stjórn-
inni og virðast margir fremstu
ráðamenn flokks kanzlarans
vera þeirrar skoðunar, að þar
verði hann að taka ákvarðan-
ir mjög bráðlega og fylgja
þeim ákveðið eftir, annars
kunni álit hans að bíða óbæt-
anlegt tjón.
í gær átti Erhard að fara til
Bandaríkanna til mjög mikil-
vægra viðræðna við Johnson
forseta, þ.e. 24.—28. septem-
ber. Vegna þessa hafa raddir
þeirra, sem krefjast breytinga
á stjórninni aðeins lækkað
síðustu daganna, því að marg-
ir fremstu flokksbræðra
kanzlarans, svo sem Rainer
Barzel, formaður þingflokks-
ins hafa lagt ríka áherzlu á
að kanzlarinn hafi sem óskipt-
astan stuðning heima fyrir,
svo að aðstaða hans í við-
ræðunum við Johnson forseta
bíði ekki hnekki. En
strax eftir fáeina daga, er
Erhard snýr aftur heim, verð-
ur hann að hefjast handa um
endurskipulagningu stjórnar
sinnar.
„Enginn er sá, að ekki geti
annar komið í hans stað“,
sagði Rainer Barzel fyrir
nokkrum dögum í útvarpsvið
.tali, þar sem rætt var um
vestur-þýzku stjórnina. Og
hélt áfram: „Þegar einhver
annéu’ kann betur með mál að
fara en sá, sem nú hefur það
í verkahring sínum, þá mun-
um við (þ.e. CDU/CSU) ekki
hika við að taka afleiðingun-
um af því“. Ekki eru orð
Barzels að svo komnu túlkuð
þannig, að hann telji Erhard
ekki lengur hæfan til þess að
gegna kanzlaraembættinu,
heldur hitt ,að dagar sumra
ráðherranna í stjórn Erhards
séu • senn taldir í ráðherra-
stóli og þá fyrst og fremst
Hassels varnarmálaráðherra,
þrátt fyrir allar yfirlýsingar
Erhards að undanförnu um, að
hann sé ákveðinn í að Hassel
verði áfram varnarmálaráð-
herra.
Ummæli Barzels hljóta einn
ig að hljóma sem áminning
til Erhards um, að þeir dagar
kynnu að koma, að hinn síðar
nefndi myndi missa stuðning
hans og annarfa stuðnings-
manna, ef Erhard bregst ekki
nægilega röggsamlega við
þeim kröfum, sem nú eru uppi
um endurskipulagningu stjórn
arinnar, þannig að flokkur-
inn megi við una.
SöhoSm
borðlampar eru stíi iireinir og smekklegir.
Danskir
borðlampaskermar og vegglampaskermar,
falleg og vel uimin vara.
Vesturgötu 2, sími 20-300
Laugavegi 10, sími 20-301
OFSAFJÖR I
BÚÐINNII kvöld
Dátar LEIKA
Munið skírteinin.
_______
Kennsla hefst fimmtudaginn 6. okt.
Innriíun og upplýsingar í síma 32153
kl. 2—6 daglega.
BAUETSKOU
SIGRIÐHR
ÁRMANN
SKULAGÖTU 34 4. HÆC
olivetti
skolariivélar
Yfirburða gæði og skrifthæfni OLI-
VETTI skólaritvéla skipa þeim í
fremsta sæti á heirnsmarkaðinum.
Við bjóðum helmingi lengri ábyrgð
en aðrir
Fullkomin viðgerðarpjónusta á eigin
verkstgeði.
G. Helgason & Melsteð hf.
Rauðarárstíg 1 — sím) 11644.