Morgunblaðið - 27.09.1966, Page 4

Morgunblaðið - 27.09.1966, Page 4
4 MORGUNBLADID Þriðjudagur 27. sept. 1966 ‘m BIFR£ipTLCICAH 33924 B 1 LALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SÍMI 34406 SENDUM MAGNUSAR SKIPHOLTI21 símar 21190 eftir lokun simi 40381 8ÍH11-44-44 \mum Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. W^""BiLALEIGAN rALUR RAUÐARÁRSTÍG 31 SJ MI 22022 , LITLA bílaleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1309. Simi 14970 Bifreiðaleigan Vegferð SIMI - 23900 BÍLALEIGAIM VAKUR Sun^,'»”nr—" *' "9f;135. VvsrvviviiKlfl^^/ BOSCH Þurrkumótorar 24 volt 12 volt 6 volt Brœðurnir Ormsson LAgmúla 9. — Sími 38820. * Labbið M.S. skrifar: „Ósköp er ég orðin leið á þessu sífellda labbi okkar í þessum bæ. Við löbbum inn fyrir bæ, niður í bæ, niður að Tjörn í góða veðrinu. Þegar ég var ung löbbuðu bara lítil börn, sem nýfarin voru að sleppa sér. Ættum við ekki — þau sem fullorðin erum — að fara að ganga aftur? Mér finnst það færi vel á því að við létum litlu börnin um að labba. — Og þegar við hættum að labba mættu mörg okkar rétta svolítið meira úr okkur, vera minna innskeif og ekki svona álappaleg. Það hæfir labbakútum einum að dreifa rusli um göturnar — jú, og bílstjórunum, sem þurfa að hreinsa öskubakkana. Þar fylgir ýmislegt rusl, pokar ut- an af íspinnum o.s.frv., því ekki hæfir plastpoka undir ruslið úr bílunum. Beint á göt- una með það. Við erum ekki eftirbátar annarra, íslendingar. — M.S.“ ÍT Öryggi dráttarvéla Lesandi sendir mér ný- lega úrklippu úr NEWSWEEK og segir þar, að brezkt fyrir- tæki, Exmoor Engineering Co. Ltd. í Somerset hafi nú byrjað framleiðslu á öryggisgrind fyrir dráttarvélar — þ.e.a.s grind, sem verja á ökumann- inn hnjaski, ef dráttarvélinni hvolfir. Grindin kostar tæpar fimm þús. krónur. Lesandinn bendir á, að dráttarvélaslysin séu orðin það tíð hér, að nauðsynlegt sé að hafa slíkan útbúnað á mark- aðnum. Velvakandi vill bæta því við, að nauðsynlegt sé að skylda dráttarvélaeigendur til þess að hafa öryggisgrind á tækjun- um — og í rauninni ætti ekki að selja vélarnar án þeirra. Nú geta dráttarvélainnflytjendur skrifað til fyrirtækisins, ef þeir eru ekki nú þegar í sam- bandi við það, eða annan fram- leiðanda slíkra grinda. ir Gæti verið betra Aðalsteinn Sigurðsson skrifaði Velvakanda ekki alls fyrir löngu og birtum við bréf hans þar sem hann sagði frá lélegum vinnubrögðum við far- þegaafgreiðslu við komu Gull- foss. Átta dögum síðar hringdi hann til okkar og sagðist enn ekki hafa fengið hluta af far- angri sínum — og svo var um fleiri, sagði hann. Farangur- inn var í geymslu hjá Eimskip — og allar tilraunir til bess að fá hann tollafgreiddan voru árangurslausar. Velvakandi varð jafn hissa og Aðalsteinn, en vonandi sjá hlutaðeigandi aðilar sér fært að afhenda farþegunum far- angurinn — fyrir jól. Þjónusta sem þessi er ekki beint til þess að hvetja fólk til annarrar ferðar. ÍT Skotið framhjá f dálkum Velvakanda á föstudaginn var stutt bréf frá hann að því, að sonarsonar hans hafi verið getið í blöð- um vegna námsafreks, föður- nafn piltsins hafi verið til- greint, en ekki nafn móður- innar. Vegna þessarar athuga- semdar hefur lesandi skrifað eftirfarandi: „Varð ekki Pétri á sama skyssan og umæddu blaði? Hann greindi frá nafni móður- innar — af því að hún átti jafn mikið í syninum og faðirinn. Svo segir hann frá því hvers dóttir móðirin sé, en gleymir móðurinni — alveg eins og sá, sem hann Var að gagnrýna“. ÍT Skemmdarfýsn Sárreiður bíleigandi kom að máli við Velvakanda og sagði: „Ég á blæjubíl — og hann stóð utan við hús mitt við Skaftahlíð. Einhver óþokkinn hafði fundið þörf fyrir að rista blæjurnar í sundur, rista ianga rifu — og það kostar nær tvö þúsund krónur að gera við þetta. Miklir vesalingar eru þessir samborgarar okkar, — margir“. —Jú, ekki er iðjan stórbrotin. Þessi skemmdarfýsn er furðu- lega áberandi hér hjá okkur — og ' er skemmst að minnast þess, að hjólbarðar fjölmargra bifreiða voru skornir sundur eina nóttina hér í borginni. Það er eitthvað bogið við uppeldi þessa fólks, því enginn ætti að vera í vandræðum með að finna uppbyggilegra tómstunda verkefni ná á dögum. Það er siðferðisleg skylda allra, sem verða varir við slíka varga — og standa þá að verki — að gera ráðstafanir til að koma þeim undir manna hendur. ÍT Vonandi er það satt Sn. J. skrifar: „Þjóðin deyr ef hverfa ljóð af tungu“, sagði Matthías. Al- veg efalaust satt. íslenzk tunga hefir lifað á ljóðunum (og um fimm alda skeið voru það rimurnar sem dugðu henni bezt). Án Ijóða er hún dauðadæmd. Og þá er þjóðm ekki lengur til, þá er hún dáin, ef hún glatar tungu sinni. „Nú eins og til forna á fs- lendingurinn að geta ort, sé hann maður með mönnum'*. sagði Einar Benediktsson (hann var þá að ræða um al- þýðukveðskapinn og rímurn- ar). Alveg rétt. En íslendingur- inn yrkir ekki nema hann iðki það, og því aðeins iðkar hann það, að eitthvað hvetji hann til þess. Finnst þér þá ekki, lesari góður, _að þarna sé dálítið í húfi? Ég ætla ekki að svara spurningunni fyrir þig, og get það að sjálfsögðu ekki. „Einn er hann sér of sefa“. Útvarpið og blöðin ættu að geta orðið ósigrandi lífverðir íslenzkrar tungu ef þau vilja beita því sverði, er nú var um rætt, skáldskapnum, og kunna að beita því. En þau geta líka gengið af henni dauðri með því að láta það ryðga í slíðrum. Þau sýna nú of mikla tilburði til þess að gera hið síðara. Og þau hafa þegar sært hana þeim sárum, að um aldur og Svona er háttað þeirra trú- mennsku. Veturinn 1964-66 flutti Guð- mundur Sigurðsson að stað- aldri og þó með helzti löngum millibilum, útvarpsþátt þann, er hann nefndi „Komdu nú að kveðast á“. Vitanlega varð þáttur þessi að falla niður þeg- ar sumar gekk í garð, því svo gagnlegt og menningarlegt efni má að skilningi útvarps- stjórnar ekki flytja þjóðinni á þeim árstíma. En almennt var talið alveg sjálfsagt að hann mundi hefjast á ný með vetur- nóttum. Svo varð þó ekki og hann hefir enn í dag (22. sept.) ekki verið endurvakinn. Nú hefir heyrzt eitthvert kvis um að þetta mundi með tíð og tíma verða gert. Englending- ar segja stundum þegar ný fregn flýgur að hún sé of góð til að vera sönn, og eitthvað segir Grímur Thomsen í þá átt, að vondu fregnirnar séu vængj- aðri. En þegar svona æskileg fregn læðist út um landið, þá verða það með vissu fleiri en ég, sem fýsir að vita hvort í rauninni megi leggja trúnað á hana. Til þess að spyrja um þetta, skrifa ég. Yfirtaksgóðir vísnaþættir hafa stöku sinnum verið fluttir í útvarpi. Svo var t.d. ætíð um þætti Sigurðar Jónssonar frá Haukagili. En þar var bara verið að láta okkur heyra, af hvílíkri snilli sumir menn hafa ort stökur. Guðmundur - Sig- urðsson hafði á þessu annan hátt. Hann ögraði hagyrðing- um og hagyrðingaefnum að koma til móts við sig að kveð- ast á, og laðaði þá til að yrða hvorum á aðra. Hann var, með öðrum orðum, að halda uppi skóla í skáldaskaparíþróttinni. Og hann vann hlutverk sitt með fádæma-ágætum, enda sjálfur mikill bragsnillingur. Til þess að ná takmarki sínu, varð hann stundum að fara með það, sem ekki var nema í hæsta lagi miðlungskveðskapur. Ef hann hefði ekki gert svo, mundi hann hafa tapað miklu. Hann vissi það vel, að fáir eru smiðir í fyrsta sinn. Kveðskapar- íþróttina verður að læra og kenna eins og hverja aðra íþrótt. Sennilega hefir hann stundum lagað vísurnar eitt- hvað, en kosið hefði ég að hann hefði oftar gert svo, eða þá bent á lýtin. Hvorugt gat mis- þóknast höfundum ef þeu: voru greindir menn. Sá er vin- ur sem til vamms segir, og það er oflæti að vilja ekki sjá lýti á verkum sínum. En oflátar eru ekki aðrir en óvitrir menn. Ef tekinn verður á ný upp þessi þáttur, honum stjórnað af snilli Guðmundar Sigurðsson- ar, og honum haldið uppi að staðaldri, en ekki bara einn og einn vetur, þá fer ekki hjá því, að þar með verði þjóðlegri menningu unnið ómetanlegt gagn. Og með öllum ráðum verður þá stjórnandi þáttarins að laða unga fólkið til sam- vinnu við sig. Það er höfuð- atriði. Og þar mundu skólarn- ir um allt land leggja kapp á að veita honum stuðning. Ég get rétt ímyndað mér hvað síra Magnús Helgason mundi f því efni hafa gert í sínum skóla. Svo skulum við vona að orð- rómurinn um endurvakningu þáttarins reynist ekki úr lausu lofti gripinn. Og verði þáttur- inn nú tekinn upp á ný, virðist mér að vel mætti flytja for- mála Einars Benediktssonar fyrir „Hrönnum“ sem forspjall hans. Pétri Sigurðssyni. Þar víkur ævi munu sjást á henni örin. Sn. J.‘ Sendisveinar óskast hálfan eða allan daginn. jlfaKgpitttMiifrifr Trésmiðir — Husbyggjendur Höfum á lager mikið úrval af NORSPOTEX plasthúðuðum spónaplötum. Fjölbreytt litaúrval, svo sem TEAK, PALISANDER, ASKUR, ÁLMUR, Hvítt, svart og grátt. Þykktir: 8 — 13 — 16 — 19 mm. Stærð: 122x265 cm. Magnús Jensson hf. Austurstræti 12. — Sími 14174. Vöruafgreiðsla, Ármúla 20. Dagleg afgreiðsla kl. 4—5.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.