Morgunblaðið - 27.09.1966, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐID
ÞriSjudagur 27. sept. 1966
Hún lagði skammbyssuna hægt
á rúmið og kraup síðan niður, T.il
þess að ná skónum og sokkun-
um af Margaret. Hún losaði
pilsið af henni og reyndi að ná
henni úr því, en það vildi ekki
losna alveg. Hún togaði fastar
og líkið tók að síga fram af
stólnum. Hún varð skelfd og
reyndi að stöðva það, en stóll-
inn hallaðist þá fram og lhtiö
rann niður á gólfið.
Niðri var Jim Hobbson og
kallaði til Ben, félaga síns og
sagði:
— Ég kem strax, Ben.
— Hafðu alla þina hentisemi.
svaraði félagi hans úr lögreglu-
bílnum.
Jim leit einkennilega á skraut-
bílinn og lokaði dyrunum á eftir
sér. Hann kom auga á Dan, fyrir
innan diskinn, og gekk til hans.
— Það er gestur hjá henni,
sagði barþjónninn.
— Hvað áttu við með gesti?
spurði Jim.
— Systir hennar.
— Er það hún, sem á þennan
Rolls hérna fyrir utan?
Dan kinkaði kolli.
— Það er meiri systirin! sagði
Jim hrifinn. — Aldrei sagði hun
mér, að hún ætti ríka systur.
— Það er víst sitthvað, sem
veizt ekki um hana. Eins og til
dæmis það, að hún verður rekin
út héðan um manaðamótin.
— Ha?
— Beamis var hérna í dag.
Ef þér viljið
skrifa lengur, ódýrar
f )
og hetur — þá
notið . . .
sem hefir heimsmet
í sölu kúlupenna
Setti henni úrslitakosti vegna
vanskila á húsaleigunni.
— Nú, svo þannig var það,
sagði Jim og kinkaði kolli. —
Ég vissi, að eitthvað lá þungt á
henni. Veslingurinn, og það á
sjálfan afmælisdaginn hennar.
Edith var komin í fötin af
Margaret og var að troða henni
í sinn eigin kjól, þegar barið var
á dyr. Hjartað í henni ætlaði að
hætta að slá.
— Það er bara ég, Edie, sagði
Jim.
Dauðskelfd, draslaði hún lík-
inu upp í ruggustólinn aftur og
gekk að dyrunum.
— Já, Jim, sagði hún.
— Ég skal ekki tefjá þig augna
blik. Það var um þetta í kvöld.
— Því miður get ég ekki
hleypt þér inn, Jim. Ég er svo
fáklædd.
— Fleygðu þér í eitthvað. Ég
þarf endilega að tala við þig.
Hún vissi, að nann mundi ekki
láta undan. Hún leit yfir her-
bergið og í spegilinn og henni
hnykkti við, er hún sá ,að hún
var í fötum Margret og með
hárgreiðslu hennar. Hún þaut út
í baðherbergið og tók baðslopp-
inn ofan af snaga, að hurðabaki.
Hún fór í hann utan yfir kjól-
inn og vafði handklæði um hár-
ið. Sneri svo aftur að dyrunura
og fullvissaði sig um, að ruggu-
stóllinn væri ekki innan sjón-
máls, þegar dyrnar væru opn-
aðar. Hann sást örugglega ekki.
Hún hélt sloppnum að háisi
sér og opnaði dyrnar ofurlínð
- Ég er búinn að ganga frá
þessu í kvöld, sagði Jim og ljóm-
aði allur. — Charlie Green hefur
lofað að taka vaktina mma.
núna eftir klukkutíma, svo að
við getum farið út og skemmt
okkur.
— Ég get ekki með nokkru
móti farið, Jim, sagði hún. —
Systir mín er hér gestkomandi.
Jim hnykkti við að heyra rödd
ina í henni. — Edie, sagði hann,
ég veit um þessa uppsögn, og
veit hvað þér líður illa út af
henni. Þú þarft að ræða málið
rólega. Hvað ef ég liti hérna inn
seinna í kvöld?
— Nei, Jim, ég get bara alls
ekki hitt þig neitt í kvöld. Farðu
nú.
Hún lokaði dyrunum og hann
stóð þarna andartak, móðgaður
og ringlaður. Svo gekk hann
hægt niður stigann, og var ekki
viss um nema rétt væri að snúa
við og reyna að koma fyrir hana
vitinu.
Edith lauk við að fara í sokk-
ana af Margaret. Svo stóð hún
upp strauk úr pilsinu og stakk
fótunum í hælaháu skóna. Þeir
voru of litlir og fyrst var hún
óstyrk á fótunum. Hún gekk um
gólf þangað til hún var farin að
venjast skónum, og gat gengið
nokkurn veginn eðlilega.
Hún athugaði vandlega hár-
greiðsluna á Margaret, sem hún
var nú búin að breyta í sína
eigin greiðslu, tók síðan skamm
byssuna af rúminu og stakk
henni í höndina á Margaret.
Hringurinn! Hún sá stóra, fer-
kantaða demantinn á fingri
Margaret. Hún dró hann af og
setti sinn eigin hring í staðinn,
einfalda hringinn með rúbín-
inum, sem faðir hennar hafði átt.
Hún athugaði demantshringinn
og setti hann síðan á löngutöng
vinstri handar. Fingurinn
henni var ofstór, svo að hring-
urinn vildi ekki komast upp fyr-
ir annan liðinn. Hún hamaðist og
togaði þangað til hringurinn loks
komst á fingurinn, en sárt var
ur
— Munduröu eftir að kaupa skordýraeitur?
En nú var það úrið. Hún gekk
að snyrtiborðinu og tók úrið fra
Jim úr kassanum og horfði á það
stundarkorn. Síðan setti hún þaö
á úlnliðinn á líkinu. Verkinu var
lokið.
Hún athugaði sjálfa sig í
speglinum. Blekkingin var enn
fullkomnari en henni hafði
sýnzt hún vera um daginn, þeg-
ar hún skoðaði sig í speglinum i
loðkápunni heima hjá de Lorca.
Hún tók varalitinn úr veski
Margaret og bar á sig. Hún kink-
aði kolli ánægð og setti svo upp
hattinn hennar og sló blæjunni
frá andlitinu. Loks setti hún upp
hanzkana og gekk síðan út að
glugganum og gægðist gegn um
gluggatjaldið.
— Lögreglubíilinn hans Jims
var ennþá þarna fyrir utan! Þá
var hann enn niðri 'í veitinga-
stofunni og í veginum fyrir
henni! Hún flýtti sér að dyrun-
um og hlustaði á hávaðann niðri.
Hún gat heyrt að hann var að
tala við Dan. — Ég ætla að
reyna einu sinni enn. Ég held, að
hún Edie þurfi mín með.
Hún sneri sér við og horfði
með skelfingu á lík tvíburasyst-
ur sinnar. Fotatak Jims nálgaðist
enn.
Edith sagði og reyndi að láta
það heyrast vel: — Manstu,
Maggie, þessa bjánalegu vísu,
sem við vorum vanar að syngja,
Og svo fór hún að raula vísuna,
hálfhikandi — þetta var dægur-
lag frá því kring um 19-30.
Hún gat heyrt í talstöðinni í
lögreglubílnum úti fyrir, og sam
stundis stakk félagi Jims höfð-
inu inn og kallaði til hans: —
Það er verið að kalla á okkur,
Jim.
— Er alveg að koma, svaraði
Jim og samstundis sneri foia-
takið hans við niður stigann ait-
ur.
Royal
INSTANT PUDDING
pii riuiHO
•sr-
4FIAV0RS
Unfyir os aldnir njóta þcss að borða
köldu Royal búðing'ana.
Bragðtegundir: —
Sukkulaði. karamellu. vanillu og
jarðarberja.
BALLETT
JAZZBALLETT
LEIKF9IVII
FRIJARLEIKFJItH
Búningar og skór
i miklu úrvali.
— Allar stærðir. —
Simi 13076.
©PIB
C0.tM.MlM
COSPER
hað
I