Morgunblaðið - 29.09.1966, Síða 1
32 síður
53. árgangur
222. tbl — Fimmtudagur 29. september 1966
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Frakkar á Alflsherjarþingi:
Bandaríkin verða að
stíga fyrsta skrefið
— „Tillögum verður að beina til beggja
aðila", segir Goldberg
A laugardag var sendiráðsrita ra Portúgals rænt úr sendiráði lands síns í Kongó og hann grátt
leikinn. Hér sést einn lögreglumanna Kongóstjórnar leiða einn óeirðaseggjanna frá sendiráði
Portúgala í Leopoldville, sem svartir nefna Kinshasa.
Viðræðum Erhards
og Johnsons lokið
!
Danaprinsessa
f rúlofast 5. okt.
Kaupmannah. 28. sept. NTB |
FRANSKI greifinn, Henri de i
Monpesat, unnusti Margrétar'
Danaprinsessu kom til Kaup-t
mannahafnar í dag, og tókl
ríkisarfinn á móti honum. Varj
frá því skýrt í dag, að hjóna-j
efnin myndu opinbera trúlof- (
un sina miðvikudaginn 5. okt.'
að loknum ríkisráðsfundi.
Fjölskylda greifans mun J
koma til Kaupmannahafnar j
n.k. mánudag, til að hittaí
dönsku konungshjónin. Ert
búist við að mikill mannfjöldi;
muni safnast saman við kon-l
ungshöllina til að hylla hjónaf
efnin, en Margrét nýtur mik-i
illa vinsælda meðal dönskuj
þjóðarinnar.
Daginn fyrir trúlofuninal
mun Jens Otto Krag, forsætisl
ráðherra, tilkynna danskal
þinginu um ráðahaginn, ogí
geta þingmenn þá látið í ljós]
álit sitt. Ekki er búist viðj
neinum umræðum um málið. (
Vandamálið um kostnaðinn af veru
bandarísks hers í Þýzkalandi óleyst,
en Erhard kveðst vongóður
Washington og Bonn, 28. sept.
— NTB — AP.
LUDWIG Erhard, kanzlari V-
Þýzkalands, hélt í dag heimleið-
is frá Washington eftir viðræður
við Johnson forseta. Leiðtogarn-
ir tveir urðn sammála á fundum
sínum um að varnir Vesturlanda
bæri að taka til umfangsmikilla
umræðna, og að hugsaniegt væri
að bandarískt herlið yrði kvatt
heim frá V-T>ýzkalandi. Þá urðu
þeir Johnson og Erhard sammála
um, að æskilegt væri að Bret-
land tæki þátt í þessum viðræð-
um. að því er segir í sameigin-
legri tilkynningu. sem út var
gefin í Washington að fundi
þeirra loknum.
Hugmyndin um slíkt endur-
uppgjör Vfina Vesturlanda var
fyrst sett fram af Johnson for-
seta fyrr í þessum mánuði, eftir
að Bretar höfðu lýst því yfir, að
þeir hyggöust fækka í her sín-
um í V-Þ> zkalandi nema því
aðeins, að V-Þjóðverjar tækju
þátt í kostnaði við dvöl brezka
hersins þar.
í tilkynnmgunni, sem út var
gefin í Wahington, segir, að
þeir Johnson og Erhard hafi ver-
ið sammála um, að dregið hafi úr
spennunni í Evrópu. Lögð er
áherzla á, að enn sé þörf öflugs
bandalags, en því er jafnframt
fram haldíð að sníða verði slíkt
bandalag eftir kröfum tímans.
Hinar fyrrnefndu umræður
um varnir Vesturlunda munu
einnig ná tii þess, hver áhrif
Fiamh. á bls. 31
New York, 28. sept. —
NTB — AP.
COUVE de Murville, utanríkis-
ráðherra Frakklands, sagði í!
ræðu á Allsherjarþingi SÞ i dag !
að Bandarikin yrðu að taka
fyrsta skrefið í átt til friðar í
Vietnam.
í dag vai Tndónesía tekin aftur
í samtök Sameinuðu Þjóðanna.
Sukarnó Indónesíuforseti, ákvað
að segja land sitt úr SÞ í marz
1965 sökum þess að Malasía
hafði verið kjörin í Öryggisráðið.
í ræðu sinni á Allsherjarþing-
inu í dag sagði utanríkisráð-
herra Frakka að þeim mun meira
sem vald’ð væri, þeim mun
meiri væri ábyrgðin. „Eina von-
in um frið í Vietnam er, að
hafnar verði viðræður á grund-
velli Genfarsáttmálans um Viet-
nam frá 1954, og að allt erlent
herlið í Vietnam verði kvatt
þaðan. Það, sem skiptir máli, er
ekki hversvegna aðilarnir tveir
berjast, el’.egar hvert er mark-
mið þeirra, heldur það, að viet-
namska þioðin lifi það af, og
framtíð heonar verði tryggð",
sagði franski utanríkisráðherr-
ann.
De Murvil'le minntist í ræðu
de Gaulle, Frakklandsforseta, í
Pnom Penh, og lagði áherzlu á,
að fyrsta nauðsynlega skrefið í
átt til friðarsamninga væri að
Bandaríkin skuldbyndu sig til
Framh. á bls. 31
Ummælum Krags
misjafnlega tekið
Kaupmannahöfn, 28. sept. NTB
Kaupmannahafnarblaðið „Berl-
ingske Tidende“ segir í dag, að
skilyrði fyrir því, að eitthvað
verði úr sameiginlegu átaki
Norðurlandanna i markaðsmálum
Evrópu sé fylgi ráðamanna
Noregs og Svíþjóðar við hug-
myndina. Forsætisráðherrar þess
ara tveggja landa hafi hins veg-
ar aðeins kynnzt henni af skeyt-
um, sem borizt hafi um málið
frá New York, London og
Brussel.
Ummæli þessi koma fram í
ritstjórnargrein blaðsins, en
henni lýkur þannig: „Sá háttui^
sem hafður hefur verið á kynn-
ingu þessarar hugmyndar (um
markaðsmálin), er lítt til þess
fallinn að fá góðar undirtektir
í Bretlandi“.
Annað Kaupmannahafnarblað,
„Information“, segir, að telja
verði, að hugmyndir danskra
ráðamanna hefðu betur komið
fram annars staðaj> en nú í
Strassborg. Það virðist helzt
vaka fyrir Krag (forsætisráðh.
Fiamh. á bls. 31
Reynt að bjarga
flaki ,Skageraks#
Kaupmannahöfn 28. sept. NTB
KVÖLDBERLINGUR skýrir frá
því í dag, að liklegt þyki, að til-
raun verði gerð til að lyfta upp
á yfirborðið flakinu af dönsku
ferjunni Skagerak, sem sökk út
af Hirtshals fyrr í þessum mán-
uöi. Er það hollenzkt björgunar
fyrirtæki, sem boðizt hefur til að
gera tilraunina. Fyrirtæki þetta
bjargaði nýlega skipi, sem sokk-
ið hafði í höfninni í Stavanger
í Noregi.
Aðferðin, sem félagið hyggst
nota, er að fylla flakið með ör-
smáum plastkúlum, með lofti i,
þar til það lyftist upp á yfir-
borðið. Uppfinningamaður þess-
arar aðferðar er danski verkfræð
ingurinn Kárl Kröyer.
Blaðið segir ennfremur að lík-
lega verði reynt að ná upp flak-
inu af danska skipinu Martin S,
sem sökk við „Sykurtoppinn“ á
Grænlandi, með sömu aðferð.
Þá segir að lokum, að hið
fræga danska Svitzer-björgunar-
félag, hafi hafnað tilboði um að
reyna að bjarga Skagerak, þar
sem útgerðarfélagið hafi sagt að
félagið fengi enga greiðslu, ef
tilraunin mistækist.
Argentínskir öfgamenn
ræna farþegaflugvél
— Flugstjórinn neyddur til að lenda ó Falklandseyjum
— Mólið allt hið íurðulegasta
Buenos Aires, 28. sept.
— NTB — AP —
FIMM öfgamenn úr röðum
argentínskra þjóðernis-
sinna tóku í dag herskildi
farþegaflugvél af gerðinni
DC-4 með 44 manns um
borð og neyddu flugmenn-
ina til þess að lenda á
Falklandseyjum í Atlants-
hafi. Falklandseyjar lúta
brezkri stjórn, en Argen-
tína hefur löngum gert til-
kall til eyjanna.
Þjó'ðernissinnarnir, sem
nefna sig „kondórana", fram-
kvæmdu flugvélarrán þetta
sem lið í „táknrænni innrás“.
Á argentínskum kortum heita
Falklandseyjar Malvinas-eyj-
ar. —
Samkvæmt fréttum, sem
borizt hafa til Buenos Aires
tókst lending flugvélarinnar
vel. Etfir lendingu sendu
fimmmenningarnir út tilkynn
ingu þar sem segir að innrás-
in hafi heppnazt vel, og stað-
fest hefðu verið yfirráð Arg-
entínu yfir eyjunum.
Talið er, að „innrásin" hafi
átt sér stað í samfoandi við
heimsókn Philips prins, her-
toga af Edintoorg, til Argen-
tínu, en þar mun hann koma
fram sem fulltmi Elísabetar
drottningar við hátíðahöld
vegna 150 ára afmæiis sjálf-
stæðis Argentínu.
Falklandseyjamálið var síð-
ast til umræðu með utanríkis-
ráðherrum Bretlands og Arg-
entínu fyrir nokkrum mánuð-
um.
íbúar Falklandseyja eru
nær allir af brezkum upp-
runa. Aðalatvinnuvegur eyjar
skeggja er sauðfjárrækt. Stop
ular skipaferðir eru milli höf-
uðstaðar eyjanna, Port Stan-
ley, og Montevideo í Uruguay,
en engar fastar ferðir eru til
Argentínu.
Ekkert er vitað hversu far-
þegum flugvélarinnar, sem
Framh. á bls. 31