Morgunblaðið - 29.09.1966, Side 17
Fimmtudagur 29 sept. 1966
MORGU N BLAÐIÐ
17
Samtal við Guðmund Daníelsson:
Menntamálaráð stuðli að
þýðingu íslenzkra verka
„Húsið“ komið ú! í Danmörk
von ú nýrri skúldsögu;
„Turninn og Teninurinn“
Um miðjan september s.l.
kom út hjá Fremad Forlagi í
Kaupmannahöfn skáldsagan
„Huset“ eftir Guðmund Dan-
íelsson, í þýðingu Eriks Sönd-
erholms háskólakennara. Nú
hafa Morgunblaðinu borizt
dönsk dagblöð, sem sýna að
bókin vekur mikla athygli.
Fyrsti ritdómurinn um bók-
ina birtist í Ekstrablaðinu 23.
september, undir fyrirsögninni
„íslenzk skáldsaga um dansk-
an ósigur“. Höfundur greinar-
innar er bókmenntagagnrýn-
andi blaðsins, Ole Schröder.
Hann segir meðal annars:
„Maður finnur í bókinni
mörg bæði bein og táknræn
endalok gamla tímans og
danska valdsins á íslandi.
Guðmundur Daníelsson er
fágaður stílisti og frásagnar-
meistari, sem bæði ræður yfir
satíru og hlýrri kímni. Hann
hefur mannlýsingarnar á valdi
sínu. Rósemi hans og skírleiki
finnur beina og greiða leið til
lesandans. Hér er maður, sem
kann að segja frá.
Það er táknrænt, að
Henningsen deyr daginn sem
ísana leysir í náttúrunni. Það
er líka táknrænt að hann gef-
ur íslandi hið stóra náttúru-
gripasafn sitt. Það er tákn-
rænt, að hann á íslenzka konu.
Það er táknrænt þetta með
ameríkanann (Keflavík ligg-
ur milli línanna, enda þótt
„ameríkaninn“ sé sjálfur ís-
lendingur).
Óþarft er að láta þessi ein-
földu tákn um „dansk-íslenzk-
ameríkanskisma“ fæla sig frá
bókinni. Viðburðarás hennar
er hrein og ósvikin og full af
frábærum aukapersónum, sjó-
mönnum, gæðafólki og fínu
fólki“.
Viðtal í Berlingske Tidende
Sunnudaginn 25. september
birtir stærsta og útbreiddasta
blað Danmerkur nálega heill-
ar síðu viðtal við Guðmund
Daníelsson um ævi hans og
ritstörf og viðhorf til manna
og málefna. Heil myndasería
af skáldinu fylgir viðtalinu,
sem kemur víða við og er
gamansamt á köflum. Höfund-
ur viðtalsins er einn af rit-
stjórum blaðsins: Kjeld Rask
Therkilsen. Þó að hér sé ekki
um beinan ritdóm að ræða,
segir Terkilsen að augljóst sé
að bókin eigi erindi til stórs
lesendahóps í Danmörku.
Orðrétt segir hann: „Skáld-
sagan „Huset“ hefur nægilega
breiða episka fyllingu, hún er
rík af þjóðtrú og eyjanátt-
úrufari, hún hefur húmör og
háð, þar að auki þá sérkenni-
legu mystik, sem einkennir
mörg lítil þjóðfélög, ekki sízt
við Norður-Atlantshaf. Jafn-
framt er í henni sögulegur
þráður — og persónur, sem
bæði eru undarlegar (fanta-
stike) og sannar, hversdags-
legar og óvenjulegar".
Guðmundur Daníelsson var
ásamt konu sinni staddur í
Kaupmannahöfn, þegar skáld-
saga hans kom út, en er nú
nýkominn heim aftur. Blaða-
maður Morgunblaðsins náði
tali af honum sem snöggvast
og fékk að leggja fyrir hann
nokkrar spurningar.
Við höfum séð það í dönsk-
um blöðum, að bók yðar, Hús-
ið, er komin út hjá Fremad.
Er ekki erfitt að komast inn
á danskan bókamarkað?
Jú, — ekki sízt vegna þess,
að mjög fáir geta þýtt ís-
lenzkar bækur á dönsku, og
í öðru lagi borga Danir iiJa
fyrir þýðingarvinnu yfirieitt.
Það verður aldrei mikið um
að íslenzkar bækur \erði
þýddar á önnur mál, nema að
Menntamálaráð eða einhver
ámóta stofnun, sem bæði hef-
ur fjárráð og áhuga fyrir land
kynningu á bókmenntasviði,
styrki þýðingar með fjárfram-
lagi.
Það er Erik Sönderholm há-
skólakennari, sem þýtt hefur
Húsið?
Já, og að mínu viti hefur
hann gert það mjög vel. Mér
vitanlega er hann sá Dani,
sem að Marin Larsen liðn-
um, þýðir bezt íslenzkan
prósa' á dönsku ,enda hefur
hann þegar þýtt nokkrar bæk-
ur, þeirra á meðal tvær eftir
Halldór Laxness.
Þér skýrðuð frá því í blaða-
viðtali við Berlingske Tid-
ende fyrir skömmu, að þér
væruð búnir að skrifa nýja
skáldsögu, óbeint framhald af
Húsinu?
Já, það er rétt. ísafold er
að gefa út nýja skáldsögu eft-
ir mig, Turninn og Teningur-
inn nefnist hún. Hún gerist
sunnan lands á áruum fyrir
Guðmundur Daníelsson
og um heimsstyrjöldina síð-
ari. Umgerð hennar er þjóð-
lífsbylting okkar síðustu ára-
tugina. Annars er það sjálft
mannlífið — fólkið í kring-
um mig, sem ég hef langsam-
lega mestan áhuga fyrir, ég
reyni að analysera fólkið í
alls konar aðstöðu.
Hvað merkir þetta nafn,
Turninn og Teningurinn?
Það er táknrænt. Turninn
gæti verið hugsjónin, Tening-
urinn blákaldur veruleikinn.
Undirtitillinn á Turninum er
1. bókin um Hlaðbæ, undir-
titillinn á Teningnum er 2.
bókin um Hlaðbæ. Hlaðbær
er ný borg í landinu, sem sýg-
ur í sig og svelgir upp gamlar
borgir, svo serr Brimver í
„Húsinu“.
Hittuð þér að máli marga
bókmenntamenn í Dan-
mörku?
Nei, ekki marga. Ég hafði
bréfa og símasamband við
Karl Bjarnhof, sem búsettur
er á eynni Mön. Svo hitti ég
náttúrlega vin minn og Þýð-
anda Erik Sönderholm, sem
er að leggja síðustu hönd á
stórt vísindalegt bókmennta-
verk, sem Karlsbergssjóður-
inn kostar og gefur út. Ég
hitti líka á blaðamannafundi
nokkur af þeim skáldum og
rithöfundum, sem Fremad gef
ur út bækur eftir í haust, sumt
nýliða á bókmenntasviðinu,
sumt þekkta menn í heima-
landi sínu. Vinur minn, Her-
mann Höner, áður þýzkur
sendikennari á íslandi, nú for-
stjóri þýzku menningarmið-
stöðvarinnar í Kaupmanna-
höfn (Deutsche Kultur Inst-
itut) hann var á sínum stað
önnum kafinn og glaður að
venju. Þá hitti ég Poul P.M.
Petersen, sem mörgum íslend-
ingum er nú orðið að góðu
kunnur, vegna ágætra þýð-
inga hans á íslenzkum nú-
tímaljóðum. Hann hefur gefið
út safnrit íslenzkra nútíma-
ljðóa, Fra Hav til jökel. Þá
hefur hann gefið út heila
ljóðabók eftir Stein Steinarr.
Hann hefur þegar skilað út-
gefanda í hendur handriti að
þýddum ljóðum Hannesar
Péturssonar skálds og kemur
sú bók sennilega í haust.
Einnig mun hann vera að
leggja síðustu hönd á ljóða-
safn eftir Matthías Johann-
essen ritstjóra, og mun ætlun
in að sú bók komi út næst á
eftir bók Hannesar Péturs-
sonar. Að mínum og margra
annarra dómi eru ljóðaþýðing
ar Poul P. M. Petersen með
afbrigðum vel gerðar, enda
leggur hann alla krafta sina,
líkamlega og andlega í þessa
iðju, fyrir lítil laun og stund-
um alls ekki miklar þakkir
okkar manna.
Eruð þér búnir að ákveða
næsta verkefni yðar, Guð-
mundur?
Nei, nú þarf ég að hugsa
mig um.
i
'i
i
!
Leikmannsþankar
um bók AB „Veöriö"
ALMENNA bókafélagið hefir
nýlega sent frá sér bók, sem
segir frá veðrinu á einkar hug-
stæðan hát' Þessi bók er ein af
mörgum i nýjum bókaflokki, er
nefnist, Alfræðisafn AB. Allur
þessi bókaflokkur fjallar um
tækni og vísindi á svo einfald-
an og auðskilinn hátt, að les-
andinn hrífst með frá byrjun,
og áður en varir er hann orðinn
hluti af þeim heimi vísinda og
tækni, sem nonum var áður
hulinn þoku þekkingarleysis.
Það kann að lata undarlega í
eyrum, að leikmaðui færi hug-
leiðingar s;nai í letur um svo
vandasamt efni, en frá þeirri
reglu verður vikið í þetta sinn.
Eftir lestur þessarar ágætu bók-
ar get ég ekki látið hjá líða að
geta henriar meo nokkrum orð-
um.
Bókin er skrifuð af Philip D.
Thompson íyrrverandi forseta
Veðurfræðifélags Bandaríkjanna,
Robert O Brren fyrrverandi
blaðamanm og greinarhöfundi
hjá ChronicJe í San Franciskó og
ritstjóra bandaríska tímaritsins,
Life. Jón Eyþórsson veðurfræð-
ingur íslenzkaði bókina, en að
þeim þætti vík ég nánar síðar.
Efni bókarinnar skiptist í átta
megin kafla og þótt hver kafli
fyrir sig grenn frá einstökum
þáttum veðurfræðinnar, raskast
ekki sú heildarmynd, sem bók-
inni er ætlað að hafa á lesand-
ann.
Fáir hlutir eru jafn samtvinn-
aðir lífi okkar og veðrið. Frá
vöggu til gratar gengur það
eins og rau 'ui þráður í gegnum
líf okkar og starf. Lögmálum
þessum veiðum við að lúta,
hvort sem c.kkur þykir það ljúft
eða leitt og ósjálfrátt leiðist talið
að veðrinu, ef ekkert annað um-
ræðuefni er fyrir hendi.
Þeim fer nu ört fækkandi,
sem spá íyrir veðri í sínum
heimahögum. Bændur og sjó-
menn hata fyrir löngu viður-
kennt þessa visindagrein og
leggja nú minna kapp á eigin
spádóma.
Hér kemur einkum tvennt til.
1 fyrsta lagi ferðast menn nieð
meiri hraða en áöur þekktist, og
afleiðingin verður sú að veður-
glöggur niaðui í sinni heima-
byggð, er innan stundar kominn
út fyrir þann sjóndeildarhring
er þekking hans takmarkaðist
við. í öðru lagi, hafa þarfir
manna fynr veðurspár, sem ná
lengra fram í tímann, aukist til
muna vegna geimrannsókna og
annara framtíðarverkefna.
Nútíma mönnum er nauðsyn-
legt að auka við þekkingu sína
dag frá degi f f ssi bók er til-
valin ti) að mæta fróðleiksfýsn
almennings, sem vill kynnast
því risavaxna starfi, sem að baki
veðurvísindanna liggur. Bókin
leiðir okkui i gegnum leyndar-
dóma veðurvísindanna, lýsir
fyrir okkur þróunarferli veður-
fræðinnar og eykur þekkingu
okkar á lögmálum vatns og
vinda. Hún svarar einnig fjölda
mörgum öðrum spurningum
veðurfræðinnar og greinir frá
liðnum atburðum, sem markað
hafa spor í veðursögu heimsins.
Allt efni bókarinnar er sett
fram á svo auðskilinn hátt, að
heildarmyndin stendur skýr eftir
að lestri Joknum. Myndirnar,
sem bókina prýða, eru fágætar.
Þær auðvelda iestur bókarinnar
og skilningur lesandans á efn-
inu verður fyllri. Bókin er
prentuð á vandaðan pappír og
allur frágangur liennar er með
ágætum.
Hlutverk þýðandans í þessari
bók er stóct. Bókin er þýdd á
kjarngott ísJeznkt mál af slíkri
sniJld, að vart verður betra kos-
ið. Tilfinning þýðandans fyrir
móðurmáún i og efninu gerir
það að verkum.að jafnvel flókn-
ustu tækniorð láta svo vel 1
munni, að bað er eins og þau
hafi tilheyrt málinu frá alda
öðli.
Ég vil að lokum hvetja alla,
til að lesa þessa einstæðu bók
um veðrið.
Garðar Pálsson, skipherra.
Hjálparbeiðni
LÍTILL dreiigur tveggja ára að
aldri hefur verið sendur í að-
gerð við hjartasjúkdómi til
Chicagó og fengið nokkra bót,
en mun þnrfa að ganga undir
aðra aðgecð Þetta hefur orðið
foreldrum hans óbærilegur
kostnaður.
Mundi nú ekki eitthvert fólk,
sem á hraust börn vilja létta
þessa byrfti að einhverju leyti
og leggja fram eitthvað af
mörkum í þessum miklu vand-
ræðum.
Morgunblaðið mun veita fram
lögum viðtoku.
Árelíus Níelsson.