Morgunblaðið - 29.09.1966, Blaðsíða 24
24
MORGU N BLAOIO
Fimmtudagur 29. sept. 1966
Dragtin er úr
Hiarfagarni
Alla litina, nýjustu prjóna og helztu
mynztrin, alls konar prjóna og heklunálar
fáið þér í
Hringver
Austurstræti 4. — Sími 17-900
og til hagræðis fyrir konur í austurhluta
borgarinnar bjóðum við nú sama úrval,
sömu þjónustu, nægar birgðir í
Hringver
Búðargerði 10. — Sími 30933._
VÖRUGEYMSLA
1—200 ferm. vörugeymsla óskast til ára-
móta. — Sími 12-800.
Stúlku með gagnfræðapróf eða lands-
próf vantar til aðstoðar
á skrifsfofu
Vélritunarkunnátta ekki nauðsynleg.
Upplýsingar á skrifstofu minni, sími 11000.
Hltsimasljóa'i
Sumarbúsfoður — Ársíbúð
Til sölu er sumarbústaður í næsta nágrenni Reykja-
víkur. Búið heíur verið í bústaðnum allt árið. —
Upplýsingar í síma 19278.
Dömur
Ný sending:
Stuttir og síðir samkvæmiskjólar, síð pils.
Perlusaumaðar samkvæmisblússur.
Kvöldtöskur, hanzkar, nælon og skinn.
Hjá Báru
Austurstræti 11.
Gólfkiæilning frá DLW
er heimskunn gæðavara.
GÓLFDÚKAR
GÓLFFLÍSAK
GÓLFTEPPI
við allra hæfi.
Munið
merkið
er trygging yðar fyrir beitu
fáanlegri gólfklæðningu.
Deutsche Linoleum Werke AG
ATHUGIÐ!
Þegar miðað er við útbreiðslu.
ei langtum ódýrara að auglýsa
i Morgunblaðinu en öðrum
blöð-—'.
2
LESBÓK BARNANNA
LESBÓK BARNANNA
3
ko<ma“ sagði Trölla-
mamma og fór fram að
ljúka upp.
Gamli-Trölli brölti inn,
kastaði kveðju á heima-
fólk og lagði frá sér
pokann.
„Hér er góðgæti handa
kóngsdótturinni að gæða
sér á“, sagði hann og
rétti fram rottuna.
Aftur var barið að
dyrum. Dunk, dunk!
„Trúað gæti ég, að nú
væri Stóri-Trölli á ierö
sagði Tröllamamma og
staulaðist til dyra.
Stóri-Trölli klöngrað-
ist inn, og kastaði kveðju
á heimafólk og lagði frá
sér pokann.
„Hérna fær kóngsdótt-
irin eitthvað til að nasla
í“, sagði hann og rétt.i
fram froskinn.
Enn var barið að dvr-
um. Dunk, dunk, dunk!
Ekki bregst mér, að nú
sé Litli-Tröili að koma“,
sagði Tröllamamma og
skálmaði til dyra.
Litli-Trölli lufsaðist
inn, heilsaði upp á fólk-
ið og iagði frá sér pok-
ann.
„Herramannsmatur
handa kóngsdótturinni
að rífa í sig“, sagði hann
og tók upp snákinn.
Kóngsdótturinn neydd-
ist til að taka á mó!;
gjöfunum og þakka fynr
sig.
„Bráðum koma álfarnir
aftur,“ hugsaði hún.
„Álfarnir koma og fara
burt með þennan
óþverra. Heldur vildi ég
svelta í hel en leggja
mér slíkt til munns“.
Tröllamamma stjáklaði
skellihlæjandi til og frá
og iðaði í skinninu.
J •• '/ ■'
„Ég er i svo góðu
skapi“, sagði hún, „ég
ræð mér ekki fyrir kæti.
Hér fer áreiðanlega fram
trúlofun í kvöld. Kóngs-
dóttirin á að giftast ein-
um af sonum mínum.
Hún má sjálf velja,
hvern hún vill. Líklega
langar hana mest til að
eiga þá alla, en hún
verður nú að láta sér
nægja einn“.
Og Tröllamamma rak
upp reglulegan trölla-
hlátur og hló og hló svo
að hún varð að halda um
magann. Allir trölla-
bræðurnir voru að
springa af tilblökkun og
ánægju, af því að hver
unt sig hélt að kóngs-
! dóttirin mundi kjósa sig
fyrir eiginmann.
„Sjáðu þá bara“,
sagði Tröliamamma,
„Líttu á syni mína! Fali-
egri tröllkarlar eru ekki
til á öllu jarðríki. Þeir
eru lika eftirmyndin
hennar móður sinnar.
Þú mátt gjarnan gefa
þeim hýrt auga, litla
kóngsdóttir!“
Kóngsdóttirin var
skelfd og sorgmædd.
Enginn gat hjálpað
henni og álfarnir sáust
ekki. Aðeins stjarnan
lýsti inn um gluggann.
Tárvotum augum horði
kóngsdóttirin á stjörn-
una. Ekkert virtist geta
orðið henni til bjargar.
Hér var hún lokuð inni
í fjallinu og gat ekki
komizt út. Gegn um
gluggann gægðist nú
ennþá eitt tröllið og kink
aði til hennar kolli. Það
var einna líkast stráki-
ingi á svipinn, en kóngs-
dóttirin var samt viss
um, að þarna væri eitt
tröll til við>bótar komið.
Það kinkaði aftur til
hennar kolli og hvarf.
„Jæja, hvern viltu þá
helzt eiga?“ spurði
Tröllamamma. „>ú gerir
góð kaup, hvern, sem þú
velur. Þeir kunna allir
saman galdra og eru
duglegir að safna fjár-
sjóðum. Og þeir eru all-
ir komnir á giftingaald-
ur. Litli-Trölli, sem er
þeirra yngstur verður
947 ára i næstu viku.
Þeir eru því ennþá á
bezta aldri og ættu að
geta lifað í nokkur þús-
und ár. Eiginlega er það
ekki nema eitt, sem við
tröllin þurfum að óttast“.
„Hvað er það
mamma?“, spurði Gamii
Tröili.
„Hefi ég ekki sagt
ykkur frá því?“ spurði
Tröilamamma. „Þá er
víst tími til kominn að
vara ykkur við, þið eruð
hvort sem er komnir af
barnsaldri. Særingaþul-
an, sem getur orðið okk-
ur tröllunum að bana,
og ég vil helzt ekki
hugsa um. er til svona:
Blásið þið vindar og
blásið
burtu tröllum úr fjöllum.
Eyrnalang út skal reka
upp skal Hökulang
feykja,
Neflang skal niður kasta,
nú skulu allir falla
tröllkarlar ljótir og leiðir
og lævis skessa!
„Úhú, ég má ekki til
þeirrar þulu hugsa, því-
lík skelfing. En þíð
þurfið samt ekkert að
óttast, litlu tröllakútarn-
ir mínir. Það er engin
hætta á ferðum þó að
einhver óvalinn læsi
særingaþuluna".
„Hver þarf þá að lesa
hana til þess að hún
verði hættuleg?" spurði
Stóri-Trölli.
„Já, það er varla
seinna vænna, að þið
fáið að vita það“, sagði
Tröllamamma. „Þegar
karlsson, sem hvorki
hræðist tröll eða myrk-
ur, ies þuluna, er hætta
á ferðum. En ég býst
ekki við, að þið hittið
nokkurn tíma strák, sem
er svo hugaður. Og
skyldi það henda, þurfið
þið ekki annað en að
galdra hann í burtu áður
en harin getur opnað
munninn'1,
„Ég hitti strák í skóg-
inum í kvöld“, sagði
Gamli-Trölli.
„Ég líka“, sagði Stóri-
Trölli. „Og hann var
ekkert hræddur við
tröll“.
„Og ekki við myrkur
heldur“, sagði Litli-
Trölli.
„Þið gerið mig skelk-
aða“, sagði Trölla-
mamma og æddi fram og
aftur. „Af hverju beittuð
þið ekki göldrum til að
losna við hann?“
„Við vorum að flýta
okkur“, sögðu tröllkarl-
arnir. „Okkur langaði
heim að sjá kóngsdóttur-
ina“.
„Æ, mikil ósköp eru
að heyra“, sagði Trölla-
mamma, ég held að þetta
ríði mér að fullu. En
það þýðir ekki annað en
að herða sig upp. Varla
þurfum við að óttast
þennan strák, því að
ekki kann hann saeringa-
þuluna. Nei, hann kann
hana áreiðanlega ekkL
Sem betur fer! Mér
finnst ég strax vera far-
in að hressast aftur“.
Tröllamamma tók nú
gleði sína á ný, hló há-
stöfum og geistist fra.-n
og aftur.
„Við gleymdum alveg
trúlofuninni", sagði hún,
,,er kóngsdóttirin ekki
búin að ákveða, hvern
hún velur?"
Framhald næst.