Morgunblaðið - 07.10.1966, Page 2

Morgunblaðið - 07.10.1966, Page 2
2 MORGUNBLADIÐ Föstudagur 7. október 1966 Babtistar dæmdir í Sovétríkjunum Moskvu 6. okt. NTB. Dómstóll í Kiev hefur dæmt fimm babtista í 2—3 ára fanga- vist fyrir brot á trúarbragðalög gjöf Sovétríkjanna. Er þeim gefið að sök að hafa skipulagt leyni- lega sunnudagaskóla, truflað út- för og stolið líkkistu. Þá segir að hinir ákærðu hafi kallað sovézku trúarbragðalögin „lög fjandans“ og krafizt þess að þeim yrði breytt. Blaðið „Ukra inskaja Pravda“, sem frá þessu skýrir segir m.a. að leiðtogi babtiskanna, Prokofjev að nafni sé stórhættulegur afbrotarmaður. í frásögn blaðsins af réttar- höldum í máli trúmanna þess- | ara segir að mikil ólga hafi orðið í smábæ í nágrenni Kjev fyrir tveimur árum við útför tíu ára telpu. Skrúðganga hafi verið á leið til kirkjugarðsins, er babtist arnir tveir komu þar aðvífandi gripu kistuna og báru hana í kirkjugarðinn með sálmasöng. Blaðið segir einnig að einn hinna dæmdu hafi haft siðspill- andi áhrif á æskuna og hvatt ungmenni til að skella skolla- eyrum við því, sem kennarar þeirra sögðu. Annar hafi það til saka unnið að hvetja foreldra til að ala böm sín upp í krist- inni trú. Myndin er tekin ofan af einu flugskýlanna á Keflavíkurflugvelli og sést hluti af Rolls Royee 400 Loftleiða fremst á myndinni, en tvær DC-6b vélar félagsins fjær. Haförninn reynist vel Hefur flutt 12.466 tonn MBL. spurði Svein Benedikts- son hvernig hefði gengið hjá síldarflutningaskípinu Hafernin- um og hvernig skipið hefði reynzt. Sveinn sagði að Haförninn hefði komið tii landsins 4. ágúst og síðan farið 5 ferðir af síldar- miðunum. í september beið skipið rúmar 3 vikur eftir farmi. Hefur Hafcrninn flutt alls 12.466 tonn. Fyrstu farmarnir voru að mestu leyti teknir á Jan Mayen svæðinu, en síðari farmarnir fyr ir austan iand. Var skipið ekki með fullfermi nema i einni ferð- inni. Þá kom það af veiðisvæð- Ed Shanke yfir- maður Norður- landadeildar AP EDWin A. Shanke, yfirmaður fréttastofu Associated Press í London, hefur verið skipaður yfirmaður Norðurlandadeildar AP með aðsetri i Stokkhólmi. Ed Shanke er vei kunnugur íslenzkri blaðamennsku og hef- ur komið hingað til lands nokkr um sinnum á vegum AP. Á hann marga góða víni meðal islenzkra blaðamanna. Shanke er kvæntur finnskri konu og nata pau buið í London frá árinu )942, en áður starfaði hann á vegum AP i Berlín á tímum naz'uva. inu SA aí Dalatanga með 3.300 tonn. Sveinn sagði að skipið sjálft hefði reynzt vei. Löndunarút- búnaður hefði þó bilað oftar en einu sinni, en vonir stæðu til að hægt verði að bæta úr þvi. Kostnaður við flutningana hefði eðlilega orðið mikill, en hann lækkar við það að skipunum er greitt 22 aura lægra verð pr. kg. fyrir þá síid, sem fer í flutninga skip, en sem landað er beint í verksmiðjur. Haförninn er nú fyr ir austan og byrjaður að taka við síld af veiðisvæðinu. Sl. þriðjudag, 4. okt. voru komin á land hjá Síldarverk- smiðjum rfkisins 146.700 tonn af síld, þar af síld og síldarúrgang- ur frá söltunarstöðvunum 28.500 tonn. Skiptist aflinn þannig: Siglufjörður 14.800 tonn, Húsavík 3.700 tonn, Raufarhöfn! 44.000 tonn. Seyðisfjörður 63.900 tonn og Reyðarfjörðxrr 20.300 tonn. Sjónvarpið Kl. 20.00 „í svipmyndum". Þátt- ur í umsión Steinunn- ar S. Briem. Steinunn ræðir við Báru Sigur- jonsdóttur og Rúnu Guðmundsdóttur um vetrartizkuna 1966-67. Sýningarstúlkur: Maria Guðmundsdóttir, Páiína Jónmundsd., Sigriður Þorvaldsd., Unnur Arngrímsdóttir. Kl. 20:50 „Lucy brýtur ísinn“. Skemmt’þáttu'r Lucy Ball. í aðalhlutverki; Lucy Bail. — íslenzkan texta gerði Indriði G. Þorstemsson. Kl. 21:15 „Aridlit Lincolns“. — Frægur bandaríakur myndhöggvari mótar j andlit L.incolns forseta í leir, á meðan hann segir ævisögu þessa mikilmennis í stórum dráttun, og rifjar upp þa atburði, sem mark sitt settu á andlit for- setans. Þuiur er Her- steinn Pálsson. Kl. 21:35 „Dýrlingurinn“. — „Glæpur aldarinnar". f aðalhlutverki. Roger Moöre sem leikur Sim on lemplar — íslenzk an texta gerði Stein- unn S. Briem. Kl. 22:30 Emil Jónsson, utanrík- isráðherra, ávarpar Altsherjarþing S.Þ. Loftleiðir bæta aðstöðu sína á Keflavíkurflugvelli LOFTLEIÐIR buðu í gær frétta- mönnum suður til Keflavíkur til þess að líta á framkvæmdir, sem félagið hefur nýlega lokið á flug vellinum. Sigurður Magnússon, blaðafulltrúi félagsins, hafði orð fyrir gestgjöfum, en einnig var með í förinni Jóhannes Einars- son, verkfræðingur, og leiðsögu syðra annaðist Grétar Kristiáns- son, sem er forstjóri Loftleiða á Keflavíkurflugvelli. Þörf aukins húsrýmis á Kefla- víkurflugvelli vegna sívaxandi flugreksturs Loftleiða þar olli því, að félagsstjórnin ákvað fyr- ir alllöngu að fá leyfi til að reisa stóran skála, er rúmaði marg- víslega starfsemi á vegum Loft- leiða. Þetta leyfi fékkst snemma á yfirstandandi ári, og voru þá gerðar ráðstafanir til kaupa á byggingarefni frá útlöndum, en sjálfar byggingarframkvæmdirn- ar hófust ekki fyrr en í sl. júní- mánuði, og var þeim lokið á 68 vinnudögum, en það mun einn skemmstur tími, sem varið hefir verið hér til þess að fullgera byggingu svipaðrar stærðar og skála þann, sem nú er risinn á Keflavíkurflugvelli. Verk þetta hefir verið unnið undir yfir- stjórn Guðmundar Jóhannsson- ar húsasmíðameistara, en hann hefir áður haft hröð handtök við byggingaframkvæmdir á vegum Loftleiða. Að jafnaði unnu 4-12 menn við bygginguna og var helmingurinn rafvirkjar, þegar flest var. Hinn nýi skáli er stálgrindar- bygging, sem fengin er frá Bandaríkjunum. Eru stálplötur þaks og útveggja húðaðar frá verksmiðjunni með sérstökurn hætti, og er á henni fimm ára endingarábyrgð. Gólfrými byggingarinnar er 11 hundruð fermetrar. Hún er einnar hæðar, og er stærð henn- ar 6.100 rúmmetrar. Kostnaður við byggingu stál- grindahússins er nú kominn yfir hálfu þriðju milljón, en húsa- smíðameistarinn, Guðmundur Jóhannsson, sagði. að kostnaður- inn hefði orðið 200% meiri, ef húsið hefði verið reist úr strengjasteypu, eins og tíðkast mikið hérlendis. — Eru húsa- kynnin hin vistlegustu og öllu haganlega fyrir komið. í byggingunni er nú rúm fyrir eftirgreinda starfsemi: 1) Tollvörugeymsla. í henni eru varðveittar þær tollfrjálsu vöíur Loftleiða, sem seldar eru um borð í flugvélunum, og er þar sérstakt svæði, þar sem þeim er pakkað. 2) Umhleðslugeymsla. Þar eru geymdar tollfijálsar vörur, sem umskipað er og dreift, annað hvort milli hinna erlendu stöðva Loftleiða eða þær fara síðar til tollafgreiðslu og innflutnings hér. 3) Vörugeymsla. Þar eru geymdar þær vörur — aðrar en tollfrjálsar — sem koma hingað til lands með flugvélum Loft- leiða. í þessum þrem deildum mun Sigurður Guðmundsson starfa í umboði innkaupadeildar Loft- leiða, og verða tveir menn hon- um til aðstoðar. 4) Viðgerðastöð og tækja- geymsla. Þar eru varðveitt margs konar afgreiðslutæki Loftleiða og er þar einnig að- staða til viðgerða á þeim. Geta má þess, að eftir að Loft- leiðir tóku við flugrekstri á Keflavíkurflugvelli hafa ný af- greiðslutæki verið keypt fyrir rúmar 12 milljónir króna, en geymslu- og viðgerðaraðstaða vegna þeirra hefir hingað til verið mjög léleg. Halldór Þorsteinsson, yfirflug- virki Loftleiða á Keflavíkurflug- velli, mun veita þessari deild forstöðu í umboði forstjóra véla- og viðhaldsdeildar Loftleiða. Þá eru einnig skrifstofur og kaffistofa í byggingunni og sér- stakt olíukyndmgarhús tengt henni. Auk Guðmundar Jóhannssonar annaðist Stefán Ólafsson verk- fræðiþjónustu; Trausti Einars- son múrverk og Þorleifur Sigur- þórsson raflagnir. Grétar Kristjánsson, lögfræð- ingur, er forstjóri Loftleiða á Keflavíkurflugvelli eins og fyrr segir, en honum til aðstoðar eru stöðvarstjórarnir Gunnar Oddur Sigurðsson og Jór. Óskarsson. Ægir kom með brezko togarnnn til Hesknupst. í nótt ÆGIR kom með brezka Hull- togarann Banqoue H 582 inn til Neskaupstaðar í fyrrinótt um kl. 2, en eins og getið var um í blað- inu í gær varð árekstur milli tog- arans og annars brezks tog- Royal Lincs GY 18 frá Grimsby, 54 mílur í suðaustur frá Dala- tanga í fyrradag kl. 13.55. Samkvæmt upplýsingum frétta ritara Mbl. á Neskaupstað, Ás- geirs Lárussonar, var veður og skyggni gott, er áreksturinn varð. Togarinn Banqoue lá þá kyrr og var að hífa inn tróllið. Er Ægir kom á staðinn var sett um borð dæla og tveir menn, en gat kom á bakborðshlið togarans rétt fyrir ofan sjólínu og einnig skemmdist lunningin mikið. Réttarhöld út af árekstrinum munu fara fram í Bretlandi að lokinni viðgerð í Neskaupstað. Helsirigfors í okt. — NTB: MIÐFLOKKURINN finnski hef- ur skrifað öllum finnsku stjorn- málaflokkunum og lagt til, að þeir komi sér saman um að end- urkjósa Urho Kekkonen, forseta, í embætti við forsetakosningarn- ar 1968. Telur flokksforystan bráðnauðsyniegt, að Kekkonen verði endurkjörinn — bæði vegna ástands í innanríkis- og utanrík- ismálum. /O. /<}((,, KL. /2 UM nónbilið var A-stinnings- Hiti var 8-10 stig fyrir sunn- kaldi við S-ströndina og skúr an, 2-6 fyrir norðan ir á stöku stað, en hægur í dag eru horfur á vindur og léttskýjað um viðri suðvestanlands. norðan og vestanvert landið. bjart-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.