Morgunblaðið - 07.10.1966, Page 3
Föstudagur 7. dktober 1968
MORGUNB' 4ÐID
3
Lánveitingar hefjast
úr Byggingarsjóöi
Reykjavíkur næsta ár
Á fundi borgarstjórnar í gær
svaraði Geir Hallgrímsson, borg
arstjóri fyrirspurn Einars Águst
sonar um Byggingarsjóð Reykja
vikurborgar. Sagði borgarstjóri,
að 17. marz hefði verið sam-
Dags Norður-
landa minnst
i borgarstjórn
í TJPPHAFI borgarstjórnarfund-
ar í gær minntist frú Auður
Auðuns, forseti borgarstjórnar,
dags Norðurlanda og færði
þakkir öllum þeim, er unmð
hafa að aukinni samvinnu Norð-
urlanda, og bað hún síðan borg-
arstjórn að minnast dagsins með
því að rísa úr sætum.
þykkt, að veita 3-400 lán allt
að 100 þús. kr. hvert á tíma-
bilinu 1960-69. Ekki væri fylli
lega gengið frá. reglum Bygg-
ingarsjóðs, en félagsmálastjóri
hefði þa'ð mál til meðferðar.
Borgarstjóri sagði, að ekki
yrði unnt að veita lán úr þess-
um sjóði á þessu ári eins og gert
var ráð fyrir sakir rýrari af-
komu Borgarsjóðs, en undinn
yrði bráður bugur að því, að
lánastarfsemi gæti hafist á næsta
ári.
Einar Ágústsson harmaði þessi
málalok, en tók undir orð borg-
arstjóra um nauðsyn þess, að
hefja útlánastarfsemi eins fljótt
og auðið væri. Kvaðst Einar hafa
odðið þess var í starfi sínu sem
bankastjóri, að samþykktin frá
17. marz hefði vakið athygli og
vonir meðal húsbyggjénda, enda
ættu þeir, sérstaklega yngri kyn
Emil Jótisson ávarpar Allsher jarþingið í fyrradag.
Emil í s'ónvarpinu ■ kvöid
i SJÓNV ARPINU barst í gær anna í fyrradag. Mun kvik- (
í kvikmynd af Emil Jónssyni, myndin sýnd í sjónvarpinu í
; utanríkisVáðherra, sem tekin kvöld og kemur hún á eftir I
I var er hann ávarpaði Alls- þættinum um „Dýrlinginn" |
i herjarþing Sameinuðu þjóð- og mun hefjast um kl. 22:30. ,
slóðin, í vök að verjast sakir ó-
hóflegs byggingarkostnaðar. Lán
húsnæðismálastjórnar dyggðu
skammt í vaxandi dýrtíð, og
svör lánastofnana við lánbeiðn-
um væru yfirleitt neikvæð.
Geir Hallgrímsson kvaðst
skilja að Einar, sem góðhjart-
aður maður ætti erfitt með að
neita mönnum um lán, og vildi
því velta vonbrigðunum yfir á
Borgarsjóð, en hins vegar væri
það ekki sæmandi að auka tylli
vonir lánbeiðenda með því a’ð
gefa í skyn að veitt yrðu lán á
þessu ári.
STAKSTEINAR
Hvað dvelur ?
Fyrir nokkrum dögum leitaði
Mbl. álits þess ritstjóra Þjóð-
viljans, sem bezt hefur kynnst
Kína, á atburðunum þar í landi
að undanförnu. Ritstjórinn
kvaðst heldur kjósa sér Þjóð-
viljann sem vettvang fyrir slíkt.
Enn hefur iítið frá honum heyrzt
í Þjóðviljanum um þessi mál en
þess er beðið með nokkurri eftir-
væntingu hvaða afstöðu þessi
maöur tekur til „menningarbylt-
ingarinnar“. Þjóðviljinn hefur
verið mjög fáorður um atburðina
í Kína og fréttaflutningur hans
af þeim vægast sagt takmarkað-
ur. Lengi vel mátti ef til vill
skýra þetta afskiptaleysi blaðs-
ins á velviljaðan hátt með því,
að sérfræðingur þess i málefn-
um Kína var í lúxusreisu i
Rúmeníu í boði stjórnarvalda
þar. En hann er nú kominn heim
fyrir löngu og þess vegna er
þess vænst að Þjóðviljinn láti
ekki lengur hjá líða að leggja
sitt mat á atburðina í Kína og
sívaxandi deilur Rússa og Kín-
verja. En hvað dvelur?
Hvað hræðist
Guðjón ?
4
%
— Greiðslustaða
Framhald af bls. 28.
millj., voru gjaldfallnar samkv.
samningum 7,5 millj. kr., en kr.
5 millj. voru nýir reikningar, mót
teknir 28. og 29. sept. sl., og falla
þeir ekki í gjalddaga skv. samn-
ingi fyrr en tíu dögum síðar.
Hér er aðallega um að ræða
kröfur fyrirtnekja, sem selja borg
arsjóði vörur og þjónustu á venju
legum viðskiptagrundvelli. í slík
um viðskiptum er það algeng
verzlunarvenja, að reikningar
séu ekki greiddir fyrr en 1—2
mánuðum eftii að viðskipti hafa
farið fram, ekki sízt þegar opin-
berir aðilar eiga í hlut, en þeir
þurfa að láta reikningana fara
til athugunar og samþykkis hjá
þeim stofnunum, sem þjónustuna
og vöruna hafa keypt.
Könnun hefur leitt í ljós, að
til krafna þeirra, sem hér um
ræðir, er nær eingöngu stofnað í
ágúst og septembermánuði sl.
Hrein yfirdráttarlán borgar-
sjóðs hafa verið þessi:
1965: 1966.
31. marz 49,4 millj. 52,6 millj.
30. júní 55,6 millj. 52,3 millj.
30. sept. 54,8 millj. 55,1 millj.
en þess skal getið að samþykktir
víxlar, sem standa í beinu sam-
bandi við yfirdráttarlán þessi,
námu 15 millj. kr. í fyrra en 20
miilj. kr. nú.
Samkvæmt upplýsingum úr
bókum Gjaldheimtunnar í Reykja
vík er innheimtuhlutfall gjalda
áranna 1965 og 1966 þannig, mið-
að við 30. september: <
Til innheimtu Inn
30. september 30.
Árið 1965 1014,1 millj. 460,
Árið 1966 1315.4 millj. 556,.
Verður innheimtu ekki skipt á‘
milli hinna ýmsu gjalda nema í
því hlutfalli, sem álagning segir
til um. Giidir því innheimtuhlut-
fall það, sem netnt var, eins fyr-
ir útsvör og aðstóðugjöld og önn-
ur gjöld innheimt hjá Gjaldheimt
unni í Reykjavík, að öðru leyti
en fasteignagjöld, sem eru sér-
staklega innheimt fyrir borgar-
sjóð Reyk.iavíkui.
Fasteignagjöld hafa skilað sér
þannig: <
Af fasteignagjöldum á Vatns-
veita Reykjavíkur um 32%, en
Húsatryggingar eiga um 21%
gjaldanna.
Innheimta eftirstöðva nam 30.
sept. í fyrra 56 millj., nú 48 —
en eftirstöðvar voru í upphafi
árs 1965 108,8 millj. kr., 1966
111,9 millj. kr.
Borgarsjóður hefur þannig
vegna lakari innheimtu nú en í
fyrra rúmlega 30 millj. kr. minna
fjármagn en gera mátti ráð fyr-
ir.
Það eru vafala^st margar sam
verkandi ástæðui fyrir því, að
tekjur borgarsjóðs innheimtast
lakar nú en sl. ár, en nefna má:
að byggingarframkvæmdir, bæði
byggingar íbúða og atvinnu-
húsnæðis, eru nú með allra
mesta móti,
að bifreiðakaup eru meiri nú en
í fyrra,
að ferðalög hafa aldrei verið
meiri,
að sjónvarpstækjakaup borgar-
búa ná nú hámarki, þegar ís-
lenzkt sjónvarp hefst.
Fleira mætti sennilega til tína,
— en ljóst er, að menn láta opin
ber gjöld sitja a hakanum eða
mæta afgangi, eins og unnt er,
þótt Gjaldheimtan, sem er stjálf-
stæð stofnun og exki undir stjórn
borgaryfirvaida umfram annarra
innheimtuaðiia, ríkis og trygg-
ingastofnunar (sjúkrasamlags),
geri áreiðanlega sitt til þess að ná
lögboðnum álögðum gjöldum inn.
Að lokum sagði borgarstjóri:
Jafnhliða þvi, sem ráðstafanir
Þar af inn-
íeimt heimt útsvör
sept. og aðst.gj. Hlutf.
! millj. 257.6 millj. 45,4%
i millj. 305,0 millj. 42,3%
hafa verið gerðar til þess að
draga úr íramkvæmdahraða nú
síðustu vikurnar, standa vonir til,
að innheimtan gangi betur síð-
ustu 3 mánuði ársins, þótt ekki
væri vegna annars en að útsvars-
greiðendur gættu þess að greiða
gjöld sín á bessu ári til þess að
þau komi til frádráttar við álagn
ingu næsta árs.
Á þessum grundvelli má vænta
Árið 1965
Árið 1966
Til mnheimtu
30. september
93.4 millj.
112,3 millj.
Innheimt
30. sept.
86,5 millj.
100,5 millj.
Hlutfal)
92,6%
89,5%
þess, að greiðsluaðstaðan batni
með hverri viku og greiðsludrátt
ur verði úr sögunni við lok árs-
ins.
Jón B. Hannibalsson svaraði
borgarstjóra og þakkaði honum
fyrir en taldi þessar upplýsingar
I hefðu mátt koma fyrr í ljós, og
væri þáð raunar vítavert kæru-
; leysi að hafa ekki fyrr komið
með upplýsingar um greiðslu-
vandræði borgarinnar, því að
mjög hefði verið rætt um það
mál í sumar bæði af borgurum
og eins í blöðum.
Jón lagði áherzlu á, að borgar
stjóri hefði hvergi í ræðum fyrir
kosningar minnst á, að nauðsyn
bæri til að draga úr framkvæmd
um. Vildi Jón fá að vita, hvað
gerst hefði svo óvænt, sem borg
arstjóri gat ekki séð fyrir.
Jón kvað það ósk sína, að
Reykjavíkurborg sýndi gott for-
dæmi og stæði í skilum, enda
hlyti borgin sem ein af mestu
fjármálastofnunum ríkisins að
hafa mikil áhrif í fjárhagslegum
efnum.
Vanskil hennar hlytu að hafa
í för með sér greiðsluvandræði
annara, þótt sjónvörp, bílar og
önnur því um lík „stadussym-
ból“ viðreisnarinnar hefðu ein-
hver áhrif.
Taldi Jón, að núverandi á-
stand sýndi, að Reykjavíkur-
borg hefði ekki efni á mörgum
þeim framkvæmdum, er hún
stæði í, og átaldi hann borgar-
stjórn fyrir að sinna ekki ósk-
um ríkisstjórnarinnar um ni’ður
skurð framkvæmda í því skyni
að draga úr.þenslu á vinnumark
aðinum.
Borgarstjóri tók næstur til
máls. Sagðist hann hafa orðið
fyrir vonbrigðum með ræðu
Jóns að því leyti til, að Jón
hefði ekkert rætt um svör sín,
en þau skýrðu að sínu áliti
greiðsluvandamál borgarinnar í
sumar. Spurningu Jóns um hið
óvænta, sem gerst hefði, svaraði
borgarstjórinn á þá leið: „Mín
synd var sú, a'ð gera ráð fyrir
sama greiðsluhlutfalli og í
fyrra“.
Sagði borgarstjóri, að það
tæki sinn tíma að gera þær að-
gerðir til að leysa vandamálið
er með þyrfti, en vonandi rætt-
ist úr því á næstu vikum.
Borgarstjóri sagði það mis-
skilning, að ekkert hefði verið
fjallað um fjármál borgarinnar í
sumar. Fjallað hefði verið um
það mál á borgarráðsfundum, en
mér hefði ekki gefizt tækifæri
fyrr til að skýra frá því máli á
borgarstjórnarfundi, þar eð þetta
væri annar fundur eftir sumar-
leyfi, og sjálfur hefði hann ekki
getað mætt þar, vegna utanfarar
á vegum Reykjavíkurborgar. —
Taldi borgarstjóri, að Jón væri
að blása upp mál, sem raunar
væri aðeins tímabundin vand-
ræði. Þá sagði borgarstjóri, að
ummæli borgarfulltrúa Alþbl.
um það, að hann hefði eingöngu
lofað miklum framkvæmdum fyr
ir kosningar væru næsta ein-
kennileg. Sagði borgarstjóri, að
hann hefði oft bent á nauðsyn
þess, að draga úr aukningu fram-
kvæmda, og hefðu því meðal ann
ars verið tvisvar slegið upp í
Þjóðviljanum, málgagni Alþýðu-
bandalagsins, að borgarstjóri
vildi niðurskurð í framkvæmd-
um borgarinnar. Það væri því
ekki borgarstjórnarmeirihlutinn,
sefh hefði sýnt hitt andlitið eftir
kosningar, heldur fulltrúar Al-
þýðubandalagsins.
Borgarstjóri ræddi þær full-
yrðingar minnihlutaflokkanna, að
miklum fjármunum hefði verið
eitt í framkvæmdir skömmu fyr-
ir kosningar, og sagði hann, að
þessu væri ekki til að dreifa.
Hins vegar hafi verið lögð á-
herzla á, að framkvæmdum við
Röntgendeild Borgarsjúkrahúss-
ins yrði lokið, vegna mikillar
þarfar fyrir slíka starfsemi í
borginni og væri það mál fróðra
manna, að greiðsla eftir- og
kvöldvinnu í því sambandi, hefði
ekki orðið meiri kostnaður, en ef
þessi framkvæmd hefði dre'gizt
á langinn.
Við byggingu slökkvistöðvar-
innar hefðu engar aukagreiðslur
átt sér stað o gekki heldur við
vistheimilið við Dalbraut, og að-
eins 40 þúsund kr. aukagreiðslur
vegna dagheimilis við Rauðalæk.
Nánar verður sagt frá borgar-
stjórnarfundi síðar.
ísafirði, 6. okt.: —
KLUKKAN að ganga fimm í nótt
var slökkviliðið kvatt út, og var
þá eldur laus í vörubílastöð bæj
arins, sem er í einiyftri húsbygg
ingu við Sundstræti. Tókst fljót
lega að slökkva eldinn. Talsvert
miklar skemmdir urðu á húsinu.
— H. T.
Hin tíðu skrif Tímans nm
Skipaútgerð ríkisins eru vafa-
laust runnin undan rifjum for-
stjóra fyrirtækisins, sem virðist
hafa allt á hornum sér, þegar
leitast er við að finna leiðir út úr
því öngþveiti, sem Skipaútgerðin
er komin í undir hans stjórn.
Hallarekstur Skipaútgerðarinnar
á undanförnum árum hefur verið
gífurlegur og vaxandi og alls
ekki verjandi gagnvart skatt-
greiðendum í landinu að halda
honum áfram. Gerðar hafa verið
margvislegar ráðstafanir til þess
að losa Skipaútgerðina við gömul
skip og útvegað hefur verið leign
skip í staðinn, sem á að geta
haldið upp viðunandi þjónustu
við landsbyggðina. En Timinn og
forstjóranum er greinilega eitt-
hvað í nöp við þessar breytingar
og þess vegna er snurningin:
„Hvað hræðist Guðjón?
Hvað hefur það
kostað ?
Þjóðviljinn veltir því fyrir sér
þessa dagana livað styrjoldin í
Víetnam kostar Bandarikjamenn.
Það er gagnlegur reikningur og
sýnir hvað bandaríska þjóðin
tekur á sig miklar fórnir til þess
að verja sjálfstæði lítils og van-
megna ríkis fyrir árásaröflum
kommúnismans. En fróðlegt væri
einnig ef Þjóðviljinn reiknaði út
fleira. Hvað skyldi það t. d. hafa
kostað þjóðir heims til þessa
dags, að Sovétríkin hófu fljótlega
eftir heimsstyrjöldina síðari of-
beldis- og útþenslustefnu um
heim allan. Hvað skyldi það hafa
kostað fólkið í Sovétríkjunum
mikið t. d. í lélegum lífskjörum
að ráðamenn þess höfðu um það
frumkvæði, þegar í striðslok að
halda hervæðingunni áfram. —
Hvað skyldi landvinningarstefna
kommúnismans hafa kostað fólk-
ið í þeim löndum, sem þeir ráða,
mikið? Hversu miklu betri væru
ekki lifskjörin í þessum löndum
ef kommúnistar hefðu verið fá-
anlegir til þess að lifa í friði við
aðra? ósvarað er svo einnig
þeirri spurningu, sem auðvitað
skiptir mestu máli, þótt hún
skipti e. t. v. ekki ritstjóra Þjóð-
viljans mestu. Hvað hefur of-
beldisstefna heimskommúnism-
ans kostað mörg mannslíf og
miklar hörmungar? Þjóðviljinn
ætti að velta fyrir sér þessum
spurningum næstu daga.