Morgunblaðið - 07.10.1966, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 07.10.1966, Qupperneq 12
12 MORGUNBtAÐIÐ Föstudugir. 7. október 1936 Á SÍÐUSTU árum hefur, a3 því er virðist, aukizt mjög áhugi Is- lendinga á safnritum og alrræði- ritum ýmiss konar. Vaxandi menntunar- og starfsmöguleikar og jafnframt vaxandi fróðleiks- fýsn ungra sem aldinna, eiga þar í stóran þátt og er nú svo komið, að flest heimili kappkosta að hafa handbæra góða alfræðiorða- bók, þar sem auðvelt er að finna upplýsingar um eitt og annað, sem í hugann kemur og kreíst svars. Enn er ekki fyrir hendi neitt meiri háttar alfræðirit á ís- lenzku. Úr því er nú verið að bæta að nokkru leyti með útgáfu orðabókar Menningarsjóðs, en hún mun, að því er fram hefur Einar Sveinsson, framkvæmd astjóri Handbóka hf. og John Ryan, forseti Richards Co. Góð upplýsingarit auðvelda mönnum að mynda sér skoðanir — byggðar á þekkingu og skiiningi segir John Ryan, forseti Richards Co. sl. og hefur bókin verið seld ásamt 10 binda tæknisafni, 10 binda bókmenntasafni og fleiri bókum. Hefur salan gengið svo vel, að því er Einar Sveinsson framkvæmdastjóri útgáfufyiir- tækisins Handbækur hf, sem um boð hefur fyrir Richards Co., tjáði blaðinu, að senn hður að lokum hennar. Verða þá kynnt- ir nýir bókaflokkár og alfræði- orðabókin seld sérstaklega. Til þess að gefa vísbendingu um áhuga íslendinga á þessu riti, Hefur fyrirtækið þá venju að upplýsti Einar Sveinsson, að afla sér markaðar í hverju landi salan hefði numið hundruðum komið í bláðaskrifum, leggjalsegir Richards Co, sem annast verulega áherzlu á islenzk mál- efni og verða íslendingar því eft- ir sem áður að leita fanga á er- lend mið í þessum efnum. Enda er útgáfa stórra og góðra al- fræðirita svo kostnaðarsöm, að vafasamt væri að ráðast í slíkt fyrir svo nauman markað, sem ísland eitt er. í síðustu viku hitti blaðamað- ur Mbl. að máli John Ryan, for- seta bóksölufyrirtækisins Ric- hards Company, sem stendur fyr- ir kynningu og sölu á alfræði- orðabókinni „American People‘s Encyclopædia“. Er Richards Co. eitt af fjórum fyrirtækjum, sem sjá um sölu á bókum þeim, er gefnar eru út hjá Grolier Inc- orporation, sem að sögn Ry- ans er stærsti útgefandi upp- sláttarbóka og alfræðirita í heimi. Grolier Incorporation er 75 ára og starfa þar nú um 7.500 manns. Árleg bókasala nemur u.þ.b. 150 milljónum doll ara. Grolier, sem í viðskiptatíma- ritinu ,Fortune“ er skráð 420. stærsta fyrirtæki Bandaríkj- anna, gefur út uppsláttarbækur á þremur tungumálum, ensku frönsku og spænsku. Stærsta og veigamesta alfræðiorðabókin, sem það gefur út, er „Encyclo- pædia Americana", 30 binda vandað og viðurkennt rit, sem að sögn Ryans er víðast að finna í stórum bókasöfnum. Þá eru gefnar út alfræðiorðabæk- urnar „Encyclopædia Internati- onal“ og American People’s Encyclopædia" báðar í 20 bind- um og ætlaðar til heimilisnota. Eru þær þannig úr garði gerð- ar, að þær komi að notum bæði fyrir fullorðna og unglinga, þær eru lífléga skreyttar og með góðum skýringarmyndum. Loks er gefið út 20 binda alfræði- rit fyrir börn. „The Book of Knowledge“. Þar fyrir utan gef- ur Grolier út alls konar safn- rit bæði í sígildum heimsbók- menntum, tæknigreinum og vís- indum og hefur með höndum dreifingu á „The Harward Classics“, 51 binda safnriti af klassiskum bókmenntum, sem gefið er út á vegum Harward háskóla. Sölufyrirtæki Groliers eru fjögur •*— og eitt þeirra, sem fyrr kynningu og sölu á „American með því að selja ákveðið magn af alfræðiorðabókinni svokall- aðri kynningarsölu, ásamt öðr- People’s Encyclopædia“ og um bókaflokkum. Hér á Islandi þúsunda á viku hverri. Ryan, forseti Richards Co. upplýsti, að kynning á þessum ýmsum smærri bókaflokkum. i hófst kynningarsala þessi í apríl bókum í Evrópu hefði ekki haf- izt fvrr en fyrir tveimur ár- um, en hann væri mjög anægð- ur með árangurinn. Stærstu við- skiptalöndin í Evrópu til þessa eru Þýzkaland, ítalía og Norð- urlönd. — Aðspurður, hvort hann ekki teldi, að íslenzkur markaður fyrir slíkar bækur mundi fljótt mettast, sagði Ry- an: „Vissulega hlýtur hann að þrengjast töluvert, þar sem ífcu- ar landsins eru ekki nema ínn- an við tvö hundruð þúsund. Hins vegar reynum við með kynn- ingarsölunni að sýna aðra ’it- . gáfuflokka, til dæmis í tækni og vísindum — og aðrir fylg.ia í kjölfarið, áður en iangt nm líður. Útgáfa okkar er afar fjoi- breytt og hef ég þá trú, að hun eigi erindi til íslendinga, se.n að mínu áliti eru ótrúlega mikl ir bókamenn og standa fraruar- lega í bókagerð, bæði að Ijoi- breytni og vandvirkni. Þess er einnig að gæta varðandi alfræði orðabokina, að ibúum lanusms fjölgar og alltaf er verið að stofna ný heirmii, svo að búast má við, að markaðurinn veröi aldrei alveg mettaöur, þótt við vitum, að salan verði alarei eins ör og fyrst í stað. Bækur, sem þessar, eru að mínu áliti naud- synlegar á hverju heimili — þær , stuðla að því að vekja áhuga ungmenna á ótal mörgu og aud- veldar þeim e.t.v. að velja ser lifsstarf, opnar augu þeirra fyr- ir því, sem hægt er að gera. , Jafnframt tel ég þær vinna gegn þröngsýni og kreddum — við vitum, að allt um kring er ver- ið að boða okkur stefnur og skoðanir — og ails konar samtök reyna að hafa á okkur áhrif með ýmsu móti. Ég tel tvímæla- laust, að aðgangur að goðum upplýsingaritum sé ómetanlegur til þess, að menn geti gprt sér grein fyrir þessu og myndað sér skoðanir, sem byggðar eru á þekkingu og skilningi en ekki gleyptar hráar af vörum ann- arra“. Sigurður /V. Magnilssoii: BÚKMENNTAKYNNING OG DRAUGAGANGUR MÉR var bent á þa'ð, eftir að ég kom til landsins um síðustu helgi, að Jón Björnsson rithöf- undur hefði viku áður heiðrað mig með langri ritsmíð í Morg- unblaðinu, þar sem hann hefði kynnt lesendum blaðsins skrif mín um íslenzkar bókmenntir á erlendum vettvangi. Ég varð mér úti um greinina og las hana með athygli og allmikilli furðu, því hann hefur allt í einu tekið sér fyrir hendur að vekja upp drauga, sem ég hélt í einfeldni minni að væru hættir að ríða hér húsum. Tilefni ritsmfðarinnar eru tvær greinar um íslenzkar sam- tímabókmenntir sem birtust í tímaritum á Norðurlöndum með alllöngu millibili. Önnur var samin af Ólafi Jónssyni og birt- ist í sænska tímaritinu „Ord & Bild“ fyrr á þessu ári. Afgreiðir Jón hana með fáum orðum og finnur henni flest til foráttu, án þess að færa nokkur rök að máli sínu. Hin var eftir mig og birtist upphaflega í „Nordisk Tidskrift“ á síðasta ári, en var endurprent- uð í safnritinu „Ny litteratur i Norden 1962—64“, sem út kom á þessu ári. Eyðir Jón langmestu af púðri sínu á síðarnefndu grein ina, enda virðist hún mjög hafa bögglazt. fyrir brjóstinu á hon- um. í inngangsorðum gerir Jón einkar fróðlegan samanburð á landkynningu (og á þar við land- lýsingu) og bókmenntakynningu. Telur hann að bókmenntakynn- endur eigi að gæta sama hlut- leysis og landafræ'ðingar eða landkynnendur, þ.e. eigi ekki að leggja mat á það sem þeir fjalla um. Þessi frumlegi samanburður er að því leyti óheppilegur, að landafræði og bókmenntir lúta alls óskyldum lögmálum. Landa- fræði er hlutlæg fræðigrein og heyrir undir raunvísindi, þar sem aftur á móti bókmenntir eru hug- læg iðja og flokkast að sjálfsögðu undir hugvísindi. „Staðreyndir" í bókmenntamati verða hvorki sannaðar né afsannaðar, af því þær eru strangt tekið ekki til. Það er hverjum einstaklingi í sjálfsvald sett hvað hann telur bókpenntir og hvernig hann metur þær bækur sem hann tel- ur vera bókmenntir. Af þeim sökum veður Jón Björnsson í villu og svíma þegar hann telur „þáð alveg víst að erlendir áhuga menn á íslenzkum bókmenntum kæra sig ekki um annað en stað- reyndir, enda gróf móðgun að velja og matreiða fyrir þá með því að steinþegja um suma höf- unda og geta annarra aðeins til málamynda.“ Einu staðreyndirn- ar sem telja má óyggjandi í%ís- lenzkum bókmenntum lúta að fjölda og stærð þeirra bóka sem árlega eru gefnar út, verðlagi þeirra, pappír og öðru þvíum- líku. Mér var ekki falið að gera skrá yfir íslenzka höfunda eða þær bækur sem árlega koma á markaðinn, enda annast Bók- salafélag íslands slíka skýrslu- gerð. Hins vegar var ég beðinn áð fjalla um þau íslenzk skáld- verk á árunum 1962—64, sem ég teldi umtalsverð, og það gerði ég eftir beztu samvizku, án þess að gera mér neinar tyllivonir um að aðrir lesendur yrðu mér sam- dóma í öllum atriðum. Að skrifa um bókmenntir án þess að leggja á þær persónulegt mat er ÍCleppsvinna sem ekki heyrir undir bókmenntakynningu, enda veit ég ekki til að sú iðja sé stunduð í bókmenntatímaritum. Meðal annars af þeim sökum hefur aldrei flökrað að mér að andmæla því sem um mína eigin skáldskaparviðleitni hefur verið skrifáð. Ég geng nefnilega út frá því sem vísu, að þeir sem um mín verk fjalla geri það eftir beztu samvizku og byggi dóma sína á persónulegu mati sem hvorki ég né aðrir hafa heimild til að vefengja, þó við kunnum að líta öðruvísi á málin. Jóni Björnssyni þykja það mikil firn og kennir um „skapleysi“ mínu, að ég skuli þola það athugasemda laust að Þjóðviljinn geri lítið úr skáldskap mínum, og er það að vísu í samræmi við margt annað í ritsmíð Jóns. Og svo kvartar þessi sami maður undan því, a'ð hérlendis sé „naumast unnt að halda uppi skynsamlegum rök- ræðum um bókmenntir og menn- ingarmál, eins og tíðkast í öðr- um löndum“! Kjarninn í rílsmið Jóns Björns sonar er sá gamli uppvakningur, að ég (og raunar líka Ólafur Jónsson) sé grimuklæddur post- uli íslenzka kommúnistaflokks- ins í menningarmálum, og á það vísast að vera hans framlag til „skynsamlegra rökræðna um bókmenntir og menningarmál“. Þessa frumlegu uppgötvun reyn- ir hann af veikum burðum að rökstyðja með enn frumlegri upp ljóstrun, nefnilega að ég kunni ekki að meta aðra höfunda en „þá, sem aðhyllast entnváð, sem hann (S.A.M.) nefnir ný form í skáldskap, sem þegar var búið að hefja til skýjanna af þeim bók- menntapólitísku öflum, sem réðu hér miklu um skeið“. Út af þessu leggur Jón síðan í löngu máli, og fæ ég ekki betur séð en þungamiðja þeirrar útleggingar sé sú, að ég fari mjög villur vegar í bókmenntaskrif- um mínum heima og erlendis vegna þess að mér láðist að nefna Jón Björnsson í yfirlitsgrein um íslenzkar bókmenntir í Félags- bréfum Almenna bókafélagsins í fyrravetur ög gat 'hans aðeins „stuttlega" í greininni í „Nordisk Tidskrift“. Aftur á móti láist Jóni Björnssyni að gera grein fyrir því, hvers vegna „ný form“ séu endilega vísbending um kommúnískar tilhneigingar, og hann lætur algerlega undir höf- uð leggjast að sýna fram á, að þeir höfundar sem ég fjallaði um í nefndri grein séu iðkendur nýrra skáldskaparforma. Hann fellur nefnilega í þann fúla pytt að nafngreina ekki þá höfunda sem ég tók til meðferðar og ger- ir sig þar með beran að grófri tilraun til rangtúlkunar á mál- flutningi mínum. Af skáldsagna- höfundum fjallaði ég um Guð- mund Daníelsson, Stefán Jóns- son, Indriða G. Þorsteinsson, Steinar Sigurjónsson, Baldur Óskarsson og Gísla J. Ástþórs- son, en drap á Ragnheiði Jóns- dóttur og Jón Björnsson. Af smá- sagnahöfundum ræddi ég um Halldór Laxness, Guðmund Daníelsson, Halldór Stefánsson, Jakobínu Sigurðardóttur, Jökul Jakobsson og Guðberg Bergsson. Nú er mér spum, hvort Jón Björnsson treystir sér til að Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.