Morgunblaðið - 07.10.1966, Page 24

Morgunblaðið - 07.10.1966, Page 24
24 MORCU N BLAÐIÐ Föstudagur 7. október 1966, Bob Thomas: HVER LIGGUR I GRÖF MINNI skemmtilegur i viðræðu, var laginn er hann sýndi henni ýmsa smá-nærgætni, og beitti karlmennsku sinni ísmeygilega. í>að var bersýnilegt, að hann hafði mikla æfingu í að töfra konur og hafði töfrað þær marg ar. En framkoma hans sýndi það samt greinilega, að þar sem Margaret var, hafði hann fundið konu, sem tók öllum hinum fram. Edith tók boðum ásamt Töny, en gætti þess samt vandlega, að þau væru aldrei alein saman. Og stefnumót þeirra voru held- ur ekki sérlega tíð. Hún benti honum á, að andlát Franks væri ofskammt undan, til pess að þau gætu komið mikið fram opinberlega saman, þar eð það mundi koma af stað hvimieið- um kjaftasögum. En samt fór hann stundum með hana til góðra kunningja og eins í leik- hús og veitingastaði. Tony undi æ verr öllum þess- um formlegheitum kring um samband þeirra. Eitt kvöld stöðvaði hann Corvette-bílinn sinn frammi fyrir de Lorca-höll ina og kyssti hana venju fremur ákaft. — Góða nótt, Tony, sagði hún einbeitt og opnaði bíldyrnar. Hann hljóp kring um bílinn og greip hana áður en hún kæmist inn um húsdyrnar. Hann kyssti hana ákaft. — Þjónustufólkið, Tony! mót- mælti hún. — Fjandinn hafi allt þjón- ustufólk, svaraði hann og kyssti hana aftur. — Þú ert nú búin að leika þér nógu lengi að mér eins og köttur að mús, Maggie. Nú ætla ég að losa þig við þessi sorgarklæði og vita, hvort þú ert enn kvenmaður! Nú tók hann hana með valdi í fang sér, og hann var það sterkur, að hún gat enga mót- stöðu veitL Varkárni hennar var rokin út í veður og vind. Hún fann, að hún var komin á vald girndarinnar, sem Margaret hafði átt. 20. Hann sat á stokknum á himinsænginni, og hann var brosandi, er hann reykti vindl- ing og horfði hugsandi niður á góifið. — Ja, hvert í þreifandi! sagði hann, aftur og aftur. — Hvað er það, Tony elskan? sagði hún letilega. — Ég hlýt að vera einhver sérstakur hreggviglópur, sagði sagði hann og enn við sjálfan sig. — Guð minn góður, Tony. hvernig gaztu verið svona heimskur? — Um hvað ertu að tala? Hann hélt áfram, þó ekki til að svara henni, heldur eintali N E W YORK SNYRTIVÖRUR ERU ÞEKKTAR FYRIR GÆÐI ÁRATUGA VINSÆLDIR ER SÖNNUN ÞESS. NÝTiZKULEGAR UMBÚÐIR cleansing milk cleansing cream skin tonic lotion • foundation cream (fyrir normal og viðkvæma húð) • torben mask • tissue cream. compact powder • acne cream • acne lotion • shampoo liquid • calmin lotion • skin care emulsion • anti wrinkle cream. Halldór Jónsson hf. Tafnarstræti 18 — Símar 28995 og 12586. sinu. — Fyrst var það nú hundur- inn. Hann hataði Margaret eins og pestina. Edith fannst eins og hnífur væri rekinn í hjarta hennar. Svo voru það nú reykingarnar. Edith gat ekki þolað sígarettur, hún þurfti ekki nema reykinn til þess að fá klígju. Hann hélt áfram að tala við sjálfan sig. — Kuldinn, uridan- brögðin, sorgin yfir andláti Franks — ekkert af þessu átti við Maggie, og samt lét ég gabb- ast. Ég hefði getað látið gabb- ast alla leið upp í rúmið og út úr því aftur! Hann sneri sér við og brosti að hræðslusvipnum á Edith. — En þú mátt þó eiga það, að hún hefur alla ástríðuna hennar Maggie, hélt hann áfram. — Já, þar þarf engu við að bæta. En þér varð bara á ein skyssa. Maggie hefði aldrei á hámarki ástríðunnar, farið að segja: „Ég elska þig, Frank!“. 15 Edith starði á hann, eins og dofin. Hún var orðin alveg til- finningalaus, og skildi ekki nema að nokkru leyti það sem fram fór. En nú áttaði hún sig snögglega. Tony vissi leyndar- mál hennar, og hve margir kæmu þá á eftir? Hvað margar vitleysur ætti hún eftir að gera, þangað til hún gerði þá seinustu, sem yrði henni til falls? — Eða var hún þegar búin að |ví? Hafði hún gert örlaga- ríkustu skyssuna með því að falla fyrir líkamlegum töfrum Tonys? Það hafði verið fífl- dirfska og heimska, en hún stóðst ekki freistinguna. Hann hafði verið svo lokkandi, svo lævís, að hún stóðst ekki mátið, og gleymdi allri varkárni. í nokkrar mínútur hafði hún losn að við þennan þrúgandi ótta og sleppt sér í líkamlegri nautn, sem hún hafði ekki þekkt nema einu sinni áður á ævinni. Henni hafði fundizt hún vera Marga- ret, sem var að seðja girnd sína með elskhuga sínum. í rauninni var það Edith, sem hafði sýnt Tony ástaratlot. Margaret elskaði ekki Frank, en það gerði Edith. En Edith gat ekki elskað neinn nema Frank. enda þótt hún hefðt einhvern annan mann í faðmi sér. Tony stikaði fram og aftur um gólfið í herberginu og var að reyna að koma myndagát- unni saman í huganum. — Jæja, nú er þetta að taka á sig einhverja mynd í heimsk- um hausnum á mér, tautrði hann við sjálfan sig. — Tvíbyrn inn hennar Maggie framdi alls ekki sjálfsmorð þetta kvöld eftir jarðarförina. Hún — heitir hún heitir ekki Edith? — hún myrti Maggie og gaf líkið henn- ar út sem sitt eigið. Svo flutti hún sig í Lorcahöllina og tók að lifa sem hefðarfrú. Sniðugt! Já, heldur betur sniðugt! Hugur hennar snerist nú að því, sem mest lá fyrir. Hún hafði hingað til snúið sig út úr hverjum vanda, en hvað gat hún nú tekið til bragðs? Henni datt snöggvast í hug, að drepa Tony, en gaf það frá sér samstundis, með tryllingi. Henni fannst hún ekki geta framið morð. Hún var farin að trúa því,að hún hefði raunverulega alls ekki myrt Margaret. Hún gat ekkert ráð fundið og spurði því: — Hvað ætlarðu nú að gera? — Gera? Nei, það er nú ein- mitt það sniðuga við þetta allt saman. Ég ætla einmitt ekki að gera nokkurn skapaðan hlut. Ég ætla bara að lifa á þér. — Ég vil ekki giftast þér, Tony, sagði hún. — Hver er að tala um það? Vertu nú ekki svona gamaldags — á ég að kalla þig Edie? Nei, betra að gera það ekki, það gæti dottið út úr mér í návist kærasta þíns, hans Hobbsons liðþjálfa, einn góðan veðurdag. Og það væri hálf-vandræðalegt, finnst þér ekki? — Hvað viltu þá. — O, bara láta allt halda áfram eins og verið hefur. Nema bara þetta, að ég er ekkert spenntur fyrir hænsna- mat eins og Margaret var vön að fóðra mig á — ermahnöpp- um, peysum og ávísunum fyrir húsaleigunni minni. Nei, nú vil ég fá eitthvað meira. Til að byrja með Maseratibílinn, sem ég hef lengi haft augastað á. Bara fjórtán þúsund, auk skatta — Búið verður ekki uppgert fyrr en eftir ár, sagði Edith, — og ég hef þangað til ekki annað en lífeyrinn minn. — Já, en þú manst ekki eftir orca-steinasafninu — ölluni þessum demöntum og smargöð- um, og perlum, sem fóru henni Maggie svo vel. Gott og vel, stúlka mín. Komdu með læsinguna. Nú er tími til kominn að brjóta upp skápa! 21. Þetta hafði verið erfið vika og Jim Hobbson naut þess að geta svolítið rétt úr sér í varð- stofunni hjá Þjófnaðardeildinni, og hvílt sig ofurlítið. Hann hafði þrælað og unnið í fríum fyrir aðra. Hann vildi hafa nóg að gera, til þess að fá tímann til að ABYRGÐ A HUSGOGNUM Athugið að merki þetto sé ó húsgögnum sem óbyrgðarskírteini fylgir Koupið vönduð húsgögn. FRAMLEIÐANDI í : NO. HÚSGAGNAM EISTARA- FÉLAGI REYKJAVÍKUR * - F - - ‘ !_ "■i'i.h.TiÍaag-.T. i ■ -irr^ý^TTT—rfr -r7--y:r=:;——r» HUSGAGNAMEISTARAFELAG REYKJAVIKUR Dömur athugið Hef opnað hárgreiðslustofu að Grundarstíg 2 A. Gjörið svo vel og reynið viðskiptin. — Tíma- pantanir í síma 15777. Gréta Sigurðardóttir. líða. Hann kveið alltaf þeim stundum, er hann varð að fara heim til sín og vera einn með endurminningunum um Edie. Andlitið á henni var alveg jafngreinilegt fyrir hugarsjónum hans og það hafði verið, kvöldið, sem hún dó, og hann var næst- um að því kominn að líta inn í veitingastofuna og skrafa við hana. En þá mundi hann, hvernig komið var. Þá reikaði hugurinn til tvíburasystur Edie, frú de Lorca, og hann reyndi að hugsa sér það líf, sem hun lifði. Hugurinn hringsólaði kring um hana í sífellu, og að- eins með því að sökkva sér nið- ur í vinnuna, gátu hugsanirnar um þær systurnar látið hann i friði. Þá hringdi síminn og félagi hans, Ben Hanko, svaraði. Hanko J Þjóínaðardeildinni, já, herra.. ég skil.. hverskonar maður var hann NN. Gaf hann upp nafnið sitt?.... Tony Collins.... Jim rétti sig í stólnum og sagði: — Hvað er um Tony Collins? Ben benti honum að þegja. — Heimilisfangið hans? .... Hvað sögðuð þér honum? .... Já, það var líka rétt. Þakka yður fyrir að hringja. Við skulum athuga það, og gerið þér ekki neitt fyrr en þér heyrið frá okkur. Þegar Ben lagði frá sér sím- ann, spurði Jim hann með ákafa: — Hvað var þetta? — Það virðist svo sem ein- hver náungi að nafni Tony Collins, unglegur og velbúinn, hafi komið inn í fína skartgripa- búð í Berverley Hills og hafi viljað selja aftur skartgripi, sem þar höfðu verið keyptir. Þetta voru rándýrir gripir — de- mantar og perlur. Það var kaup maðurinn, sem var að hringja. Hann vissi ekki, hvernig hann ætti að snúa sér í þessu. Hann | sagði það rétt vera, að gripirnir i hefðu verið keyptir hjá sér. og ' þessi náungi, Collins, hefði engar dulur á það dregið , hvernig haim hefði fengið þá. Hjá frú de Lorca. — Já, þetta er náunginn. sem ég hitti hjá henni, seinast þegar ég kom þangað. — Hvað er hann þá að gera við ættargripina? — Það er nú einmitt það. sem við verðum að grannslast eftir. Jim og Ben fóru saman og ul heimilisfangsins, sem skartgrma- salinn hafði sagt vera Tonys. Það hét Horizon Towers. Lögreglumennirnir gengu inn l teppalagðan ganginn og spurðu eftir húsverðinum. Honum varð hverft við, er þeir lögðu fr.-im skilríki sín og sögðu erindi sitt. Hann yppti öxlum og fylgdi þeim til lyftunnar. Lyftan þaut áfram, án þess bó að virðast hreyfast og stanzaði ekki fyrr en á fimmtándu hæð. — Hvað er leigan fyrir þessar íbúðir? spurði Jim. — Frá fjórum og upp í síö hundruð dali á mánuði, sa7Öi húsvörðurinn. — Hvað borgar Collins? — Fimm hundruð og fimmtíu. Húsvörðurinn stakk iykklinum í skráargatið og opnaði íbúðina. Ben gláp.ti á glæný fínheitin þarna inni, og blístraði. — Fimm hundruð og fimmtíu! Það munar ekki um það! — Hvaða atvinnu hefur Collins? spurði Ben. — Hann er golfkennari hjá Canyon-golfklúbbnum, sagði hús vörðurinn. — Hann hlýtur að selja margar golfkylfur, sagði Ben hlæjandi. — Við vildum gjarna skimast hér um, sagði Jim við húsvörð- inn. — Við skulum ekki hreyfa við neinu. — Gott og vel, sagði húsvörð- urinn vandræðalegur. — En mér þætti vænt um, að þið létuð hann ekki finna ykkur hérna. — Við skulum vera fljótir, full vissaði Jim hann um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.