Morgunblaðið - 09.10.1966, Qupperneq 4
4
MORGUNBLADIÐ
Sunnudagur 9. okt. 1966
BÍLALEIGAN
FERÐ
SÍMI 34406
SEN DU M
IVIAGNUSAR
skipholt»21 símar21190
eftir lokun simi 40381
Hverfisgötu 103.
Daggjald 300
og 3 kr. ekinn km.
Benzín innifalið.
Sími eftir lokun 31100.
m——BÍLALEIGAN
Falur m
RAUÐARÁRSTÍG 31
SÍMI 22022
300 kr. daggjald
Kr. 2,50 á ekinn km.
LITLA
bílaleigon
Ingólfsstræti 11.
Sólarhringsgjald kr. 300,00
Kr. 2,50 ekinn kílómeter.
Benzín innifalið í leigugjaldi
Bifreiðaleigan Vegferð
Sími 23900.
Sólarhringsgjald kr. 300,00.
Kr. 3,00 pr. km.
BÍLALEIGAM
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
B O S C H
Háspennukefli
JLi
6 volt.
12 volt.
Brœðurnir Ormsson
L.ágmula 9- — Sinu 3SÖ20
• GENGUR EKKI HEILL
TIL SKÓGAR
Velvakanda hafa borizt
allmörg bréf vegna skrifa í
Þjóðviljanum um hersýninguna
sem fram fór á Keflavíkurflug-
velli fyrir skemmstu. í einu
þeirra segir svo:
„Kseri Velvakandi.
Ég er einn þeirra, sem fóru
til Keflavíkurflugvallar til
þess að sjá flugsýninguna.
Veðrið hefði getað verið betra,
en samt held ég að þaer þús-
undir, sem þarna voru saman
komnar, hafi haft ánægju af
þessari kynnisferð. Það er ekki
á hverjum degi að við fáum
tækifæri til þess að skoða Völl-
inn.
Nokkrum dögum síðar sá ég
í Þjóðviljanum, að ég og aðrir
Reykvíkingar hefðu farið suður
eftir í þeirri von, að við yrðum
áhorfendur að dauðaslysi —
svipuðu því, sem átti sér stað
nokkru fyrir sýninguna, er
ungur þotuflugmaður beið
bana.
Þetta er svo sem ekki í fyrsta
skipti, að sjúklegur hugsunar-
háttur birtist á síðum Þjóð-
viljans. Austri virðist ekki
ganga heill til skógar nú frem-
ur en fyrri daginn.
— Fjölskyldumaður.“
• EFTIRVÆNTINGIN
Til upplýsingar og fræðslu
þeim fjölmörgu, sem sjaldan
eða aldrei sjá Þjóðviljann, er
rétt að birta hér kafla þann
úr Austra-greininni, sem bréf-
ritari víkur að:
„Og þegar menn óku inn um
hliðið hrislaðist eftirvænting-
in milli skinns og hörunds, það
fórst ungur bandarískur flug-
maður fyrir nokkrum dögum,
þegar hann var að æfa sig
undir sýninguna. Hann breytt-
ist í rauðan blett á flugbraut-
inni, hver vissi nema það
kæmi aftur fyrir í dag?“
Austri, maðurinn, sem þetta
skrifar, heitir Magnús og er
Kjartansson, ritstjóri Þjóð-
viljans.
• HVER ER HANN?
Kona í Austurbænum
skrifar m.a.:
„Ég sá ekki betur, þegar ég
var að rýna í Þjóðviljann í
gær, en þessi Austri segði, að
Reykvíkingar hefðu farið
suður í Keflavík vegna þess að
þeir vonuðust að það yrði þar
slys. Guð fyrigefi manninum.
En hver er þessi Austri eigin-
lega?“
Svarið var komið áður,
Magnús Kjartansson. Kon-
unni til enn frekari upplýsing-
ar má geta þess, að sami mað-
ur sækist eftir völdum á ís-
landi og dreymir um þann
dag, er hann og andlegir
bræður hans hafa örlög ís-
lendinga í hendi sér.
• HUGARFARIÐ
Þá skrifar A. J.:
„Velvakandi.
Þú hefur yæntanlega lesið
hugleiðingar Austra Þjóðvilj-
ans um flugsýninguna á Kefla-
víkurflugvelli — þar sem
hann sagði, að eftirvæntingin
hefði „hríslast milli skinns og
hörunds" á okkur, körlum og
konum, sem fóru að sjá flug-
sýninguna. Og eftirvæntingin
stafaði af því, að við óskuðum
þess, að þarna yrði dauðaslys,
sem skemmtilegt yrði að sjá.
Þessar hugleiðingar Austra
bera hugarfarinu ljóst vitni.
Við, þetta venjulega fólk,
hugsum ekki svona hvað þá að
við mundum leyfa okkur að
tala svona eða skrifa. En
kommúnistaleiðtogarnir þekkja
ef til vill af eigin reynd þá til-
finningu, þegar eftirvæntingin
„hríslast milli skinns og hör-
unds“ vegna blóðsúthellinga.
Stalín gamli drap ekki nema
9 milljónir manna, þegar hann
var upp á sitt bezta, og Þjóð-
viljinn var þá mjög ánægður
með árangurinn. Okkar kæru
landar við Þjóðviljann hefðu
sennilega orðið enn ánægðari,
ef sá gamli hefði myrt eina
milljón til viðbótar.
Menn, sem skrifa á þá lund,
sem fyrr var getið, hljóta að
hafa tileinkað sér þennan
hugsunarhátt. Aðeins þeir, sem
vanir eru að fagna dauðsfalli,
þegar svo ber undir, láta sér
detta £ hug að bera það á þús-
undir Reykvíkinga, að þeir hafi
farið fullir tilhlökkunar til
Keflavíkurflugvallar, vonandi
að einhver færi sér þar að
voða.
Ég ásamt miklum meirihluta
fslendinga, er þeirrar skoðun-
ar, að framlag okkar til varna
á íslandi geti vart verið minna
en það er: Hrjóstrug heiði á
Reykjanesskaga. Hvenær höf-
um við þurft að fórna vegna
varna landsins? — 1 rauninni
hefðu þessar þúsundir, sem
fóru til að sjá flugsýninguna,
átt að gera eitthvað til þess að
sýna ekkju og börnum hins
látna flugmanns samúð sína.
Kommúnistar gera örvænt-
ingarfullar tilraunir til þess að
reyna að spilla sambúð okkar
við varnarliðið. En þeir hafa
ekki haft erindi sem erfiði.
Sambúðin hefur verið framúr-
skarandi góð. Yfirleitt hafa
þessir erlendu menn verið stök
prúðmenni og lítið hefur farið
fyrir þeim. Það er kominn
tími til að einhver láti í ljós
ánægju sína og þakklæti fyrir
góða og slysalitla samvinnu
fslendinga við vararliðið. Við,
sem ekki óskum eftir sovét-ís-
landi vonum að varnarliðið
dvelji hér jafnlengi og hætta
stafar af kommúnistaófreskj-
unni. — Þeim veittist ekki
erfiðar að brytja okkur niður
en þetta vesalings fólk, sem
reynir að flýja yfir Múrinn.
Væri ekki tilvalið fyrir menn
eins og Austra að fá sér upp-
lyftingu í sumarleyfinu og
standa á vakt við Múrinn?
Eftirvæntingin og tilhlökkun-
in mundi áreiðanlega „hrísl-
ast milli skinns og hörunds" á
honum. — A. J.“
• „GÆFULAUS"
„Velvakandi sæll.
Fyrirgefðu gömlum karli að
hann ónáðar þig með kroti
sínu. En maður veit bara
aldrei hvenær hægt er að trúa
blöðunum og hvenær ekki.
Mér þykir alltaf bezt að trúa
öllu og ætla engum að fara
með ósannindi, en þetta er
erfitt. Þið blaðamennirnir
vandið ykkur ekki nóg og
fullyrðing stendur gegn full-
yrðingu. Það kemur oft fyrir.
Og ekki eykur þessi Austri í
Þjóðviljanum traust okkar á
sétt ykkar. Alltaf sé ég Þjóð-
viljann þótt ég sé aldrei rukk-
aður fyrir hann. Og yfirleitt
les ég það, sem Austri skrifar,
þótt ekki sé munnsöfnuðurinn
fagur eða til þess fallinn að
auka traust okkar lesenda á
heiðarleika blaðsins. En þó
keyrði um þverbak, þegar þessi
blaðamaður var með dylgjur
um að fólk vildi sjá menn far-
ast á flugvellinum. Ég þekki
fólk, sem fór að að sjá sýning-
una. Reyndar hún dóttir mín
og maðurinn hennar. Ég sýndi
þeim það, sem Austri skrifaði.
Gæfulaus er hann. Svona
skrifa lánlausir, bitrir út í allt
og alla. Enginn eykur sér fylgi
með því að flíka ótugt sinni og
vesaldómi. Það þýðir ekki að
reyna að telja okkur lesendum
trú að við séum skepnur einar,
þýðir jafnvel ekki að reyna það
á prenti. Þú mátt segja Austra
það frá mér. — Karl.“
Fleiri bréf hafa borizt um
samff efni, en þetta látum við
nægja í bili.
• TÍZKUSÝNING SJÓN-
VARPSINS
„Kæri Velvakandi.
Óvenju rætin og miður geð-
felld frásögn birtist í blaði
yðar laugardaginn 8. okt. um
tízkusýningarþáttinn í sjón-
varpinu síðastliðið föstudags-
kvöld. Minnir frásögnin öll og
stílinn fullkomlega á það sem
nefnt hefur verið æsi- eða
sorpblaðastíll, þar sem reynt
er að sjá eitthvað neitkvætt,
andstyggilegt eða Ijótt í hlut-
unum. Það er Morgunblaðinu
til hróss hversu góða frétta-
þjónustu og fréttastíl það hef-
ur tileinkað sér, en bersýnilegt
er að meðal fréttaritara þess
er í dag maður, sem þar á ekki
heima. Umrædd frásögn er aulc
þess að vera rætin byggð á
frámunalegu þekkingar og
skilningsleysi á því sem hér er
að fara fram. Það er mikið
átak fyrir 180.000 sálir norður
við heimskautsbaug að færast
það í fang að ætla að halda
uppi sjónvarpsdagskrá, enda
hafa vandkvæðin nú þegar
komið fram. íslenzkt þjóðlíf er
það lítið og fábrotið í eðli sínu
að vitað er fyrirfram að
uppistaðan í sjónvarpsefninu
nú um nokkurn aldur verður
að vera aðkeypt efni. En
leggja verður áherzlu á að
reyna að hafa sem mest af þvi
innlent. Ef að það sjónarmið
Morgunblaðsfréttaritarans á
að ráða, að taka verði gjald af
öllum þeim, sem fram koma f
sjónvarpinu, af því að ef til
vill hafi þeir eitthvað óbeint
gagn af því, að koma þar fram,
væri eins gott fyrir sjónvarpið
að loka strax. Má hér aðeins
minna á, að í Bandaríkjunum
og víðar verða stjórnmála-
menn að borga stórar fjárhæð-
ir fyrir tíma í sjónvarpi og
blöðum fyrir að koma sínum
sjónarmiðum á framfæri. Og
mætti því spyrja, hvað forsæt-
isráðherrann, Bjarni Bene-
diktsson, eða Sjálfstæðisflokk-
urinn hefði borgað fyrir við-
talsþáttinn um daginn. NeL
það væri nær að því fólki sem
hefur lagt á sig mikla vinnu og
fyrirhöfn ásamt sérþekkingu
til þess að gera svona tízku-
sýningu mögulega í sjónvarp-
inu væri þakkað fyrir sinn
skerf í stað þess að verða fyrir
glósuaðkasti í fréttadálkum
Morgunblaðsins. Ef umræddur
blaðamaður ætlar að halda
fréttamennsku sinni áfram
væri gott að hann kynnti sér,
hvað fellst í hugtakinu skyn-
samleg heilbrigð gagnrýni, ef
honum finnst svona mikil þörf
á því að láta sitt persónulega
ljós og mat skína í frásögnum
sínum".
Velvakanda þykir rétt að
birta þetta bréf, þótt bréfritari,
eins og svo margir aðrir, óski
þess að nafn hans sé ekki birt.
Ekki vil ég leggja dóm á efni
bréfsins, en auðvitað bera ein-
stakir blaðamenn ekki ábyrgð
á fréttum blaðsins, heldur rit-
stjórar.
Saumastúlkur
Stúlkur, helzt vanar karlmannafrakka-
saumi óskast. — Ákvæðisvinna.
Mjög góð vinnuskilyrði.
Verksmiðjan Elgur h.f.
Grensásvegi 12 (uppi).
KENNSLA OG TILSOGN I
latínu, þýzku, ensku,
hollenzku og frönsku
SVEINNN PÁLSSON,
Sími 19925.
.I'' L k