Morgunblaðið - 16.10.1966, Qupperneq 7
Sunnuðagur 16 okt. 1966
MORGU N BLAÐIÐ
7
— Barbararnir
Framnald aí bls. 3.
Sverris af þessum breytingum og
frásögn hans af skattaálagningu
og álögum er ítarleg og skýr,
þótt áhrif þrælahaldsins séu
gerð viðameiri en líklegt megi
telja. Mynd hans af hinni síð-
romversku hástétt og frásögn af
eignarhaldi á jörðum mætti vera
'ítarlegri, en þó tekst honum að
syna í þessum kafla í hvaða átt
þróunin stefndi, þegar kemur
fram á sfðari hluta keisaraaldar.
Kaflinn, „keisaradómur og krist-
in kirkja“ hefst á frásögn af
Díókletíanusi og samkeisurum
hans. í þessum þætti minnist höf-
undur á Bagáda, uppreisnarhópa
strokuþræla, uppflosnaðra bænda
og raufara. Hann minnist víðar
í bók sinni á þessa hópa og gerir
hlut þeirra meiri en efni standa
til að hruni Rómaveldis. Upp-
hlaup Bagáda var í rauninni eins
dæmi og voru þeir oft í slagtogi
með barbörum, þeirra getur síð-
ast undir heiti „baoaudae" bag-
ádar um miðja fimmtu öld, þeg-
ar Aetíus sigrar þá í Gallíu, með
húnverskum liðssveitum.
Aðrir þættir þessa kafla „keis-
aradómur og kristin kirkja“ eru
með miklum ágætum og hefur
ekki verið skrifað betur og skýr-
ar um sigur kristninnar í Róma-
veldi, á íslenzku. Heimildir þess-
arar sögu eru að lang mestu
leyti kristnar og skýringar þeirra
á stefnubreytingu Konstantinus-
ar eru kristnar fantasíur. I£irkj-
an hefur séð fyrir því, að heiðn-
ar heimildir skortir, enda hafa
fáar stofnanir lagt fyrir sig sögu-
fölsun í svipuðum mæli og krist-
in kirkja og orði'ð jafn vel ágengt.
„Grannar Rómaríkis" og „Sókn
in inn í Rómaríki“ eru kaflar
um efni, sem auðvelt er að gera
bæði þvælið og leiðinlegt, en höf
undi tekst að gera þá bæði skýra
og skemmtilega.
Sama er að segja um „Germ-
önsk ríki á rómverskri grund“.
Aftur á móti er sögu austurróm-
verska ríkisins ekki gerð við-
hiýtandi skil, en það ríki var róm
verskt ríki út þetta tímabil og
orkaði meir á mótun Evrópu en
menn vildu lengi viðurkenna.
Fyrir Fimmtíu árum eða svo
voru skoðanir manna á austur-
rómverska eða býzantíska rík-
inu allar mjög neikvæðar, -:n
sfðar hefur mikil breyting orðið.
Sv. K. segir (bls. 136) í sambandi
við árásir germanskra þjóðflokka
á ríkið á 5. öld og þann styrk og
la^ni, sem stjórnendur sýndu í
viðskiptúm við þá, að barbarar
hafi þá lagt leið sína vestur á
bfginn og „fyrir þessar sakir
gáfust austurrómverska ríkinu
söguleg setugrið, er lengdu líf
þess um tíu aldir“. Með þessu er
mikið sagt á mjög svo hógværan
hitt. AuSturrómverska ríkið var
ei .rveldi fram undir 1100 og um
eila menningu tók það langt fram
öðrum ríkjum álfunnar. Saga
þess varð ekki öll fyrr en 1453.
Ásókn barbara á austurhluta
Rómaveldis var ekki síður strið
en á vesturhlutann, en víðstaða
austurhlutans var betri.
Sv. K. tekst mjög vel upp þeg-
ar íann útlistar kristinn dóm og
trúfræðideilur innan kirkjunnar,
svo sem Kristeðlisdeiluna. Einnig
skilgreinir hann tengsl ríkis og
kirkju og páfastólsins „sem hold-
tekju hins forna rómverska stór-
veidisanda" (bls. 222). Aftur á
móti mætti gei'a klaustrunum
betri skil, en það bíður ef til vill
næsta bindis. Kaflinn klassísk
og kristin menning er menning-
arsaga tímabilsins í hnotskurn og
forsendur að þeirri sögu. Höf-
undi hættir stundum til vafa-
samra fullyrðinga varðandi
kristnina, svo sem að (bls. 59)
kristnin hlyti að verða „hin
bjarta von alls þorra manna í
þjóðfélagi, sem fékk ekki leyst
sín jarðnesku vandamál“. Hér er
fullmikið sagt. Afstaða frum-
stæðra manna til guða og guðs
mótast mjög af trú þeirra á styrk
guðsins og li’ðsinni hans á verald
legum vettvangi.
Lokakaflinn fjallar um kenn-
ingar Dopsch og Pirenne, en þeir
álita að þáttaskilin milli róm-
versks kagkerfis og menningar
og miðalda verði ekki mörkuð
fyrr en um daga Karls mikla og
með landvinningum Araba í Norð
ur-Afríku. Sv. K. leitast við að
lýsa samhenginu milli rómverskr
ar arfleifðar, kristins dóms og
barbaranna og hruni Rómaveldis.
Hann miðar markaskil fornaldar
og miðalda við árið 630, „um það
leyti er þjóðflutningunum í hin-
um evrópsku hlutum Rómaríkis
að mestu lokfð . . .“.
Barbararnir höfðu sigrað róm-
versku herina á vesturvígstöðv-
unum, tekið kristni og aðlagast
að nokkru rómverskri menningu
og reist ríki sín í búi Rómverja.
Kirkjan vann á þessum öldum
dyggilega að því að afmá allar
leifar heiðninnar og kristinn
skríll tók barbörunum langt fram
um það að eyðileggja glæst hof
og styttur hinna ódauðlegu guða,
brenna bækur og ofsækja þá, sem
héldu fornum dyggðum í heiðri.
Eftir nokkrar aldir varð breyt-
ing í þá átt, að arftakar þeirra,
sem afmá'ðu og eyddu heiðnar
minjar, upptendruðust til mik-
illar elsku á heiðinni arfleifð. Og
barbararnir hófu endurreisn
Rómaveldis, en sú barátta mótaði
mjög sögu miðalda.
Sv. Þ. hefur kynnt sér af kost-
gæfni og skarpleika anda ald-
anna, sem þetta rit fjallar um og
aðeins á þann hátt verður sagan
sagnfræði. Bókin er rituð á
gróskumiklu og glæsilegu máli
og kastar skæru ljósi á þessar
myrku aldir.
Bókin er 322 blaðsíður, myndir
og uppdrættir í texta, tímatals-
skrá, ættartala Mervíkinga hinna
eldri, mannanafnaskrá, heimilda-
skrá, efnisyfirlit og eftirmáli
höfundar að bókarlokum, frá-
gangur snotur.
Sigurlaugur Brvnleifsson.
— Selfoss
Framhald af bls. 6
Hörður Thorarensen, skipstjóri
Eyrabakka. Varastjórnina
skipa: Gunnar Sigurðsson,
Seljatungu í Gaulverjabæjar-
hrepp, og Sigurður Muller, vél
stjóri, írafossi.
— Hvernig annist þið af-
greiðslu varnings til viðskipta
vina kaupfélagsins út um sveit
irnar?
— Smápakka og slíkt send-
um við með mjálkurbílunum,
en auk þess höfum við bíl i
ferðum með fóðurbæti og aðra
vöru, sem óheimilt er af heil-
brigðisástæðum að senda með
mjólkurbílunum.
— Mundir þú segja að at-
vinnu vantaði á Selfossi?
— Ja, það er nú frekai erfitt
að gera sér grein íyru þvi í
fljótu bragði. Þó ma rr.nnast
á það, að hér vinna allan árs-
ins hring menn frá Eyrarbakka
og Stokkseyri, sem koma hér
í vinnuna frá heimilum sínum
á hverjum virkum degi. Svo
vantar stundum atvinnu fyrir
unglingana í þorpinu, sérstak-
lega á sumrin. Verzlunarfólk
vantar á stundum. Einnig
þyrftu að vera hér atvinnu-
skilyrði fyrir húsmæður, sem
geta unnið utan heimilisins og
fólk sem hefur ekki fulla starfs
orku.
SBátrr^
80C
í Höfn
Kaupfélagið Höfn rekur
einnig sláturhús, og verður nú
í sláturstíðinni slátrað þar yf-
ir átta þúsund fjár. Slátrun
fer fram állan ársins hrnv,
en á haustin, þegar mestar ann
irnar eru, er bætt við starfs-
fólki. í haust vinna við slátur-
húsið 28 manns. Sláturhússtjóri
er Guðmundur Geir Ólafsson.
Hann skýrði okkur svo frá,
að í haust hefði sláturhúsið
tekið upp svonefnda hringflán-
ingu, en er þanmg, að sauð-
kindin gengur frá manni til
manns á hringlanga færibandi
og vinnur hver maður ákveð-
ið verk -við fláninguna. Guð-
mundur kvað þessa aðferð
hafa reynzt ágætlega, og hefði
hún þá kosti með sér fram
yfir eldri aðferðina, þar sem
einn maður fláir kindina. að
nú væri þrifnaður við flán-
inguna meiri, svo og afköstin.
Þegar við ökum yfir Ölfus-
árbrú, kveðjum við þetta þorp
sem stendur við ána eins og
nokkurs konar hlekkur í þeirri
keðju hlutanna, sem binda
borgarlífið sveitalífinu. Selfoss
er að skipa æ mikilvægari
sess í athafnalífi Suðurlands-
undirlendisins.
Aflahæstu skip íslenzka síldveiðiflotans
í ár eins og undanfarin ar eru útbúin
NORWINCH vbkvavinuum og tækjum.
Einkaumboð og þjónusta fyrir ísland
fyrir A.S. Bergens Mek. Verksteder-Bergen
(Norwinch-Gruppen).
VÉLAVERKSTÆÐl
S'g. Sveinbjörnsssnor hf.
REYKJAVÍK.
Htingver — Hringver
Svört k*o!aefni
CREPEEFNI
SII.IKIFLAUEL
BLUNDA
ALULLAREFNI
CRJMPLENE
CHIFFON
VÍROFIN EFNI
NETOFIN EFNI
ULL + SILKI
VLRYLENE
SVART VÍROFIÐ EFNI.
(LUREXGARNIÐ)
HRINSVER
Austurstræti 4 — Sími 1-79-00.
EFNISPRUFUR í BÚÐAGERÐI10
Sími 3-09-33.
með DIXAN, þvottaduftið
fyrir allar tegundir þvottavéla:
því DIXAN er lágfreyðandi
og sérstaklega framleitt fyrir
þvottavélina yðar.
Með DIXAN táið þér alltaf
beztan árangur!