Morgunblaðið - 16.10.1966, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.10.1966, Qupperneq 8
8 MORCUNBLADID Sunnudagur 16. okt. 1966 M.a. vegna offjölgunar mann- kynsins er leitað að hvað takmarkar dýrafjöldann Næstu 2 ár eiga að gefa svar um rjúpuna UNDANFARIN fjögur sumur hafa farið fram hér á landi rann- sóknir á l!fi og háttum rjúpunn- ar. Síðan 1963 hefur dr. Finnur Guðmundsson. fuglafræðingur, eytt mik’um hluia sumarsins í Hrísey, sem er aðal athugunar- svæðið. Si. tvo sumur hefur i annar fugjaf’-æðingur unnið að þessu með horum, Arnþór Garð- arsson, og hefur hann einnig reynt að fvlgjast. með rjúpunni á vetrum. Finnut var nýkominn í bæinn úr síðasta leiðangrinum til Hríseyjar á þessu sumri, þegar fréttamaður Mbl. hitti hann að máli og spurði hann um þessar rannsóAmr. Finnur bvrjar á því að út- skýra, að rjúpum tjölgi og fækki á víxl á regluoundinn hátt og líði 10 ár mili) hámarka og lág- marka. og að síðast hafi stofninn verið í lágmarki 1958-1959. Til að spara sér trnia, hóf hann rann- sóknirnar á rjúpunni 1963, þ.e. eftir að stofmnn var farinn að vaxa, til að nafa 2—3 ár fram að hámai ki hans, og geta svo fylgzt með honum yfir hámark- ið og á hnignunartímanum. — Árið 1966 átti að vera há- marksár — og var það, segir Finnur. En í sumar kom fyrir nokkuð, sem eæti haft þau áhrif að þetta breytis* að einhverju leyti. Dagana 23.—24. júlí gerði fyrir norðan og austan óvenju- legt áhlaup, oísarok með geysi- mikilli úrkomu og kulda. Á öllu svæðinu frá Eyjafirði og austur um Þingeyiasýslurnar báðar, þar sem við tylgdumst með þessu, drápust un. 50% af öllum ungum. Rjúpuungarnir voru þá um 3ja vikna gamlir. Eí þetta áhlaup hefði komið fyrr eða þá seinna, hefðu beir sennilega sloppið. En ems og ástatt var, þá voru þeii of stórir til að mæðurnar gætu haldið þeim þurrum og of litlir til að þola þetta Á athugunarsvæðinu okk- ar, Hrísev, töldum við unga- fjöldann með itverium kven- fugli á undun og eftir hretinu og gengum úr skugga um að helm- ingurinn hafðj farizt í áhlaup- inu. Og athuguðum þetta svo til samanburðar annars staðar á Norðausturlandi. — Hvaða ánrif hefur þetta á stofnsveifiuna? — Nú viturn við að það er ekki veðrið, sem veldur þessum ( stofnsveiflum. En það gæti 1 gripið inn í og raskað reglunni -á einhvc-n bátt. Síðast þegar rjúpnastorninn var í hámarki! árið 1956, þá fækkaði rjúpunni 1957 og sfofninn var kominn íj lágmark 19a8. Hrunið tekur nefnilega mikju skeminri tíma en fjölgunin. Rjupum getur því fækkað á 1—2 arum úr hámarki ■ niður í lágmaik. Nú getur þetta ( orðið með alveg sama hætti og síðast, það er að segja að rjup- unni taki að fækka árið 1967 og stofninn verði kominn í lágmark i 1968. Þá sýnir það. að ungadauð- inn í sumar lieíur ekki vaidið truflun á reglunni. Hinn möguleikinn er sá, að þessi ungadauði verði til þess að hámarki nái stofninn ekki fyrr en næsta haust, 1967. Það þýðir með öðrum orðumr að hið reglu- bundna hrun hjá rjúpunni stafi af því að stotninn sé orðinn of stór miðað við lífsskilyrði og fækki þá. Sé svo, getur hugsast ur dettur í hug meðan stofninn er í vexti Það sem við erum búnir að gera. ei undirbúnings- vinna. En þegar rjúpunni fer að fækka, hlýtur eitthvað að gerast, og við erum ti'búnir til að fylgjast með því. Næstu tvö árin eiga að gefa okkur einhverjar vísbendingar. — Eru þetta sömu rjúpurnar, sem þið fyigist með í Hrísey ár eftir ár? Haida rjúpur sig yfir- leitt alltat í sínum upprunalegu heimkynnum eða flakka þær um og blandast fugium í öðrum landshlutum? — Á vetuina blandast hóparn- Rjúpur á haustdegi í Hrísey. að ungadauðinn i ár verði þess valdandi að rjúpan nái ekki í haust þeim fiöida, sem nauðsyn- legur er til að valda stofnhruni. Þetta er semsagl tiiraun, sem kom upp 1 hendurnar á okkur. Ef áhlaupið hefði ekki drepið svona mikið af ungum, þá hefði orðið gífurleg rjúpnamergð í haust. En eins og málum er nú háttað, verður sennilega álíka mikið af rjúpu og í fyrrahaust. Nú kernur annað til. Þetta áhlaup náði fyrst og fremst til Norðausturlands. Eft.ir því sem við bezt vitum, hefur ekki orðið svona mikill ungadauði af völd- um veðurs á Suður- og Vestur- landi. En á Nprðausturlandi eru svo þýðingarmikil rjúpnalönd að líklegt er að hretið hafi áhrif á stoíninn i heild. — Er álitið að offiölgun verði þess valdandi að stofninn fari að hrynja niður? — Ein af kenningunum er sú, að þar sé um að ræða það sem kallað er „density-dependent", vanhöld. Að hjá dýrum með reglulegar st.oinsveiflur, vaxi stofninn þar til hann sé orðinn of ?tór, lífsskilyrðin geti ekki framfleytt svo mikium fjölda, og þá komi hrumð. Annars er enn sem komið er lítið um þetta vitað Við höfum nú fylgzt með fjölgun rji'tpunnai í nokkur ár. Allt hefur gengið fyrir sig á svipaðan nátt, eggiafjöldi verið líkur, viðkoma vfirieitt svipuð og stofnirn vax;ð jafnt — um 50—70% á ári. Það er geysi- mikill vöxtu'-. Og nú verða næstu ár mjög athvglisverð. Við erum búnir að rannsaaa ailt sem okk- ir meira eða mmna. Á haustin ' yfirgefur rjúpan varpstöðvarnar og leitar upp til íjaila. Hún fer að hvítna og flýr autt land, sækir í snælínuna í fjallahliðun- um. Þar heldur hún sig þar til sniór feilur á láslendi líka. En Dr. Finnur Guðmundsson. eftir það getur rjúpan flakkað um allt land, eftir því hvernig snjóalög eru og veðurfar. Eftir að kemur fram í apríl skiljast svo hóparnir og hver leitar til síns upprunastaðar. Rjúpur, sem eru upprunnar i Hrísey, koma þangað, nvar sem þær hafa annars verið. Þó eru alltaf nokkur fravik frá þessu meðal ungfugla. Á þessum tíma förum við að sjá rjúpurnar koma til Hríseyjar. Karrarnir korna á undan kven- fuglinum og skipta með sér landinu. Okkar fyrsta verk er að teija þá og kortleggja út- breiðsluna Við höfum loft- myndir af eynni, sem hver karri er merktur inn á. Eftir að hann hefur valið ser svæði, er hann þar á verði og ver sitt land í hálfan þriðia mánuð. Hann fær engan kvenfugl nema hann geti haldið landinu. Svo fara kven- fuglarnir að koma og eru þeir að smátinast á varpsstöðvarnar þar til um mikian maí. — Tekur sami kvenfugl sam- an við sama karra og áður? — Það er varla hægt að tala um hjúskaparbönd hjá rjúpunni. En oft kemur fyrir að sömu fugl ar eru paraðir í fleiri ár. Þar kemur til tryggðin við varpstað- ina. Fuglarnir koma á sama stað og jarðnæðið tengir þá. í fyrra merktum við t.d. rjúpuhjón í Hrísey. í vor kom svo karrinn, en ungur, harðdrægari karri var þá kominn á undan honum og náði landinu. Þegar kvenfuglinn svo kom, þá fékk sá nýi hana. Þegar kvenfuglarnir eru að dreifa sér á jarðnæði karranna gengur á ýmsu unz jafnvægi hef- ur náðst. Svo spila dauðsföll þarna inn í. í vor drápust um 100 rjúpur í Hrísey og voru þær flestar drepnar af fálka. Karrinn er hvítur fram í júní, en kven- fuglinn verður mjög fljótt brúnn. Karrinn er því mjög áberandi í landslaginu og fórnar sér, að sjálfsögðu ómeðvitað, til að tryggja viðhald stofnsins, rétt eins og í stríði þegar karlmenn falla á vígvellinum. Má segja áð 80—90% af drepnum fuglum á þessum tíma séu karrar. Kven- fugl á vordegi er líka miklu mik- ilvægari fyrir vöxt og viðgang stofnsins en karrinn. AfleHing- in af karradrápinu verður ein- ungis sú, að margir karlfuglar lifa í fjölkvæni, því að tjólda- hlutfall kynjanna raskast við þetta. Kvenfuglar án maka leita blátt áfram inn á svæði annara karra, þótt paraðir séu, og þann- ig geta 2 kvenfuglar orpið hlið við hlið í sömu landareign. Auk þess koma landlausir karrar, sem hafa orðið undir í baráttunni um landið, í stað sumra þeirra karra, sem drepnir eru. Af slíkum körr- um er ávallt einhver slæðingur á ferðinni eftír að viirplönd hafa verið numin á vorin, en þeir hegða sér að mörgu leyti svipað og kvenfuglar. — Hvenig þá? — Karrinn hefur rauða bleðla i yfir augunum, sem hann getur | lagt saman svo að þeir sjáist j ekki. Á vorin vaxa og þrútna í þessir bleðlar og gegna þá mikil I vægu hlutverki. Þégar átök | verða milli karra um land eða maka, sperra þeir upp rauðu bleðlana svo að þeir blasa við augum. En slík átök enda ven u lega með því, að annar karrinn lætur bleðlana síga og er það merki um uppgjöf og er málið þar með útkljáð. Til áfloga kem ur því ekki nema hvorugur karr inn láti bleðlana síga, en það telst til un»lantekninga. Hinir landlausu karrar eru aftur á móti svo bældir, að þeir þora ekki að láta rauðu bleðlana sjást. En ef slíkur karri kemst yfir landareign og maka látins karra, getur hann á svinstundu orðið ráðríkur og harðvitugur bús- bóndi á sínu heimili og er 'iá óspar á að sperra upp rauöu bleðlana. —- Svo þið fylgist vel með einkalífi fuglanna í Hrísey á vor- in? — Já, við förum alla daga og merkjum við hvern drepinn fugl, en til þess verðum við að ganga eyna fram og aftur daglega. Svo kemur að því að finna þarf hreiðrin. Það er seinlegt verk. En við verðum að finna nægilega mörg til að fá tölulegt yfirlit yfir eggjafjölda og fleira. í vor Framhald á bls. 15. !• Rjúpa á hreiðri Ljosm.: Finnur Guomundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.